Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 601  —  352. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um þróun erlendra vaxtatekna og vaxtagjalda.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hver var hlutdeild einstakra viðskiptabanka annars vegar og annarra aðila hins vegar í vaxandi vaxtatekjum og vaxtagjöldum þjóðarbúsins á hverju ári frá 2004–2008?
     2.      Hver var hlutdeild helstu erlendra fjármálastofnana eftir ríkisfangi í vaxtatekjum og vaxtagjöldum á tímabilinu?
     3.      Hver er skýring Seðlabanka Íslands á því að miðað við verga landsframleiðslu hafi erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfaldast á tímabilinu, samkvæmt upplýsingum úr nýlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en af hækkun vaxtagjalda eins og þau birtast í peningamálum virðist mega ráða að erlend skuldastaða hafi allt að fimmfaldast?


Skriflegt svar óskast.