Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 373. máls.

Þskj. 630  —  373. mál.Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og bókun 37 við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, frá 26. október 2007, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og bókun 37 við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, frá 26. október 2007, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og bókun 37 við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/ EB.
    Tilskipunin fjallar um viðurkenningu á menntun til starfa sem eru lögvernduð og krefjast þess að aðilar hafi aflað sér faglegrar menntunar og hæfis áður en þeim er heimilt að hefja störf á viðkomandi sviði.
    Með tilskipuninni verða ekki grundvallarbreytingar á tilhögun viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Réttur manna til viðurkenningar er hinn sami og áður, en vonast er til að framkvæmdin verði einfaldari og skilvirkari, m.a. með nýjum ákvæðum um veitingu þjónustu og um samskiptakerfi stjórnvalda er annast viðurkenninguna.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðarinnar sem hér um ræðir, en hún felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur slíkur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að leita ber eftir samþykki Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt með viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin með stjórnskipulegum fyrirvara af Íslands hálfu. Vegna þess hve langt er um liðið síðan ákvörðunin var tekin og efnisleg innleiðing með lagabreytingum mun dragast nokkuð, þykir rétt að leggja málið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu til staðfestingar ákvörðuninni.

3. Efni gerðarinnar.
    Með tilskipun 2005/36/EB eru 15 fyrri tilskipanir um viðurkenningu faglegrar menntunar og hæfis sameinaðar í eina, bæði tilskipanir almenna kerfisins (89/48/EBE, 92/51/EBE og 1999/42/EB) og hinar svokölluðu geiratilskipanir (um lækna, hjúkrunarfræðinga o.fl. stéttir). Eina háskólastéttin sem stendur utan þessa kerfis nú eru lögmenn. Af þessu leiðir að endurskoða þarf lög nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, en þau hafa að geyma ákvæði um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi hér á landi, og færa til samræmis við ákvæði hinnar nýju tilskipunar. ESB beinir því til aðildarríkjanna að þau skoði um leið hvort tök séu á að einfalda lagarammann um viðurkenningu starfsréttinda.
    Í meginatriðum er ekki verið að breyta tilhögun viðurkenningar prófskírteina sem neinu nemur frá því sem verið hefur samkvæmt eldra fyrirkomulagi. Öll meginskilyrði viðurkenningar og málsmeðferð er hin sama og áður og áfram liggur kerfinu til grundvallar sérstök skilgreining á menntunarstigum eða -þrepum. Menntunarstigin eru fimm og prófskírteini skilgreind samkvæmt því sem hér segir: skírteini vegna styttri námskeiða eða hæfniprófa (attestation of competence), framhaldsskólapróf (certificate) og þrjú þrep háskólaprófa (diploma), þar sem munurinn milli prófa felst í lengd náms í árum. Um þessi fimm stig segir framkvæmdastjórnin að þau verði að vera til í lögum hvers lands, jafnvel þótt það sé aðeins gert með vísun til tilskipunarinnar. Unnt er að líta svo á að þessi skipting menntunar endurspeglist í menntakerfinu á Íslandi.
    Með tilskipuninni er einnig verið að taka upp reglur sem orðið hafa til með dómum Evrópudómstólsins í málum gegn aðildarríkjum ESB sem varðað hafa viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, svo sem um tungumálakunnáttu.
    Meðal nýmæla í tilskipuninni eru ákvæði um frelsi í veitingu þjónustu. Þar segir í 5. gr. að aðildarríkjum sé óheimilt að hefta frjálsa veitingu þjónustu með vísan til prófskírteina þegar aðili uppfyllir viss skilyrði. Hér er átt við það þegar sá sem veitir þjónustuna fer milli aðildarríkja og staldrar við í stuttan tíma (temporary and occasional basis). Þessi tímabundna veiting þjónustu er ekki skilgreind nánar, hana skal meta í hverju tilviki fyrir sig á grundvelli lengdar (duration), tíðni (frequency), reglu (regularity) og samfellu (continuity). Þegar aðili kemur inn í aðildarríki á grundvelli þessa ákvæðis fer ekki fram sama skoðun á gögnum hans og þegar um búsetu er að ræða, ekki eiginleg viðurkenning. Afgreiðslan má taka einn mánuð og hafi aðili ekki fengið nein svör frá viðkomandi stjórnvaldi að þeim tíma liðnum hefur hann fulla heimild til þess að veita þá þjónustu sem hann hefur skráð sig til. Á móti kemur að ríki getur krafist þess að þjónustuaðilar leggi fram ákveðin gögn, en til þess að það geti gerst þarf að vera sérstaklega kveðið á um það í lögum. Hér má nefna að langflest aðildarríki munu fara fram á yfirlýsingu af þessu tagi af hálfu þjónustuveitenda og munu einnig biðja um öll skjöl sem heimilt er samkvæmt tilskipuninni að fara fram á. Framkvæmdastjórn ESB mun beita sér fyrir ákveðinni samræmingu í þessu tilliti og er verið að vinna að einsleitu yfirlýsingarformi er öll lönd notist við.
    Samkvæmt 15. gr. tilskipunarinnar geta fagsamtök innan Evrópu komið sér saman um svokölluð sameiginleg grunnskilyrði (common platforms), þar sem skilgreindar eru kröfur sem þarf að uppfylla til þess að aðilar geti öðlast viðurkenningu. Þar sem slíku samstarfi yrði komið á yrði ekki heimilt að beita uppbótarráðstöfunum (compensation mesasures), hér yrði um gagnkvæma viðurkenningu að ræða líka þeirri sem þegar tíðkast fyrir sumar heilbrigðisgreinar.
    Lögbær yfirvöld munu koma sér upp nánara samstarfi um viðurkenningu prófskírteina en verið hefur til þessa. Framkvæmdastjórn ESB vinnur að því að koma á laggirnar sérstöku upplýsingakerfi sem kallast IMI – Internal Market Information System. Innan þessa kerfis geta stjórnvöld átt bein samskipti og þannig flýtt fyrir því að þegnarnir geti átt greiða leið milli landa og öðlast viðurkenningu á menntun sinni. Hugsanlega þarf að kveða á um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld annarra landa í lögum hér á landi í tengslum við IMI vegna verndar persónuupplýsinga. Utanríkisráðuneytið er tengiliður Íslands við IMI- verkefnið.
    Aðildarríkin þurfa að skipa samráðsaðila (coordinator) fyrir tilskipunina, sem hefur svipað hlutverk og fyrri samráðsaðilar, en til þessa hefur menntamálaráðuneytið gegnt þessu hlutverki. Hlutverk samráðsaðila er að stuðla að samræmdri framkvæmd tilskipunarinnar og að safna upplýsingum um framkvæmdina, svo sem um skilyrði fyrir aðgengi að tilteknum störfum.
    Þá þurfa aðildarríkin að koma á laggirnar tengilið í viðkomandi landi sem gegnir upplýsingaskyldu gagnvart þegnunum um viðurkenningu prófskírteina og aðstoðar þá við að nýta sér þann rétt sem þeir eiga samkvæmt tilskipuninni.
    Loks mun starfa sérstök nefnd um viðurkenningu prófskírteina skipuð fulltrúum aðildarríkjanna sem mun aðstoða framkvæmdastjórnina við ýmis mál er upp kunna að koma og tengjast þessum málaflokki.

Um framkvæmd viðurkenningar prófskírteina hérlendis.
    Samkvæmt gildandi lögum um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, nr. 83/1993, hefur hvert fagráðuneyti um sig með höndum viðurkenningu á menntun til starfsréttinda hér á landi. Í lögunum segir: „Þau stjórnvöld, sem fara með málefni er varða hlutaðeigandi starf, skulu sjá til þess að skilyrði þau sem greinir í 2. gr. til að gegna starfinu hafi verið uppfyllt.“
    Þannig annast landlæknisembættið viðurkenningu á menntun heilbrigðisstétta og útgáfu leyfisbréfa fyrir hönd heilbrigðisráðuneytis. Sýslumenn annast útgáfu leyfa til starfa í löggiltum iðngreinum fyrir hönd iðnaðarráðuneytis.
    Eftirtalin ráðuneyti koma að málum er varða viðurkenningu starfsréttinda einstakra starfsgreina: menntamálaráðuneyti, heilbrigðismálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti og utanríkisráðuneyti (vegna IMI).
    Um langa hríð hefur menntamálaráðuneyti haft með höndum afgreiðslu umsókna í löggiltum iðngreinum um viðurkenningu menntunar. Bæði er það vegna hefðar og vegna þess að eitt meginskilyrðið fyrir iðkun löggiltrar iðnar á Íslandi er að umsækjandi um viðurkenningu uppfylli skilyrði um menntun til að mega starfa í tiltekinni iðn. Menntamálaráðuneyti gefur út námskrár í löggiltum iðngreinum og getur því talist faglega bært um að veita umsögn um gögn er umsækjendur leggja fram með umsóknum sínum. Slík afgreiðsla nær þó eingöngu til þess hvort aðili uppfylli skilyrði um menntun til að starfa á tilteknu sviði, en lýkur ekki með útgáfu leyfisbréfs. Sýslumenn, fyrir hönd iðnaðarráðuneytis, gefa út leyfisbréf til handa iðnaðarmönnum er koma frá Evrópska efnahagssvæðinu og sækja um að fá að starfa í iðngrein á Íslandi. Byggist sú afgreiðsla á reglugerð um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki, nr. 495/2001. Komi menn frá landi utan EES eiga þeir þess ekki kost að fá réttindi sín formlega staðfest nema þeir gangist undir sveinspróf hér á landi og standist það. Þá fá þeir útgefið íslenskt sveinsbréf líkt og allir sem standast sveinspróf.
    Við afgreiðslu menntamálaráðuneytis á umsóknum um viðurkenningu iðnmenntunar erlendis frá er farið fram á að umsækjandi leggi fram afrit af prófskírteini sínu með upptalningu námsgreina og staðfestar upplýsingar um starfsreynslu á viðkomandi sviði er nái að lágmarki þremur árum. Er hér höfð hliðsjón af samsvarandi skilyrðum í tilskipun Evrópusambandsins. Leitast er við að haga afgreiðslunni þannig að umsækjandi fái skjót svör og að þau liggi fyrir innan fjögurra til sex vikna frá því að umsókn var lögð fram. Samkvæmt fyrrnefndri tilskipun hafa aðildarríki ESB allt að fjórum mánuðum til þess að afgreiða hliðstæðar umsóknir. Umsóknir fara ávallt til umsagnar fagaðila sem hafa sérþekkingu á viðkomandi sviði. Stjórnvöld bera þó ein ábyrgð á niðurstöðu í hverju máli og umsækjendur fá ráðrúm til þess að koma við andmælum sé niðurstaðan þeim ekki hagfelld.

Fjöldi umsókna.
    Nokkuð er misjafnt milli ára hversu margir útlendingar sækja um viðurkenningu á menntun sinni til starfa hér á landi. Flestar viðurkenningar eru veittar á sviði heilbrigðisgreina og löggiltra iðngreina. Í miðlægum gagnagrunni ESB um lögbundnar starfsgreinar er að finna tölfræðiupplýsingar um viðurkenningu erlendrar menntunar sem veitt hefur verið hér á landi og koma eftirfarandi starfsstéttir fram þar:
        Bakarar, bifvélavirkjar, byggingafræðingar, flugvirkjar, framhaldsskólakennarar, framreiðslufólk, félagsráðgjafar, fótaaðgerðafræðingar, grunnskólakennarar, hljóðfærasmiðir, hnykkjar, hársnyrtifólk, húsameistarar, húsasmiðir, húsgagnabólstrarar, innanhússhönnuðir, iðjuþjálfar, iðnfræðingar, kjötiðnaðarfólk, matartæknar, matreiðslufólk, matvælafræðingar, málmsuðufólk, múrarar, næringarfræðingar, næringarráðgjafar, pípulagningafólk, rafeindavirkjar, rafveituvirkjar, rafvélavirkjar, rafvirkjar, rennismiðir, sjóntækjafræðingar, sjúkraliðar, sjúkranuddarar, sjúkraþjálfarar, skipulagsfræðingar, skrúðgarðyrkjufólk, snyrtifræðingar, stálvirkjasmiðir, sálfræðingar, talmeinafræðingar, tannfræðingar, tanntæknar, tæknifræðingar, tölvunarfræðingar, veggfóðrarar, verkfræðingar, vélvirkjar, úrsmiðir og þroskaþjálfar.
    Hér geta bæði verið á ferðinni erlendir einstaklingar, sem óska eftir að taka upp iðkun starfa sem þeir hafa aflað sér menntunar til, en einnig er um að ræða Íslendinga sem hafa menntað sig erlendis þar eð umrætt nám er ekki í boði hér á landi.
    Á þeim uppgangstímum er ríktu á Íslandi þegar Kárahnjúkastífla var reist og álver Alcoa í Reyðarfirði var í byggingu, jókst mjög fjöldi umsókna sem menntamálaráðuneytinu bárust um viðurkenningu iðnmenntunar erlendis frá. Þannig var fjöldi slíkra umsókna árið 2000 um 20 talsins, en árið 2006 voru þær 672.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Gert er ráð fyrir því að menntamálaráðuneytið innleiði tilskipun 2005/36/EB með setningu nýrra laga um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, m.a. til þess að taka inn ákvæði um frjálsa veitingu þjónustu, sameiginleg grunnskilyrði og um persónuverndarmál tengd samvinnu stjórnvalda og framkvæmdarvalda, sbr. V. bálk tilskipunarinnar. Frumvarp þar að lútandi er komið á rekspöl í ráðuneytinu og má ætla að það verði lagt fram haustið 2009. Þá mun ráðuneytið birta reglugerð um sama efni þar sem tilskipunin er birt sem viðauki. Samhliða þurfa einstök ráðuneyti, sem kveða á um rétt manna til starfa á ákveðnum sviðum í lögum, að breyta tilvísunum í tilskipanir þegar það á við þannig að umrædd lög vísi hér eftir til tilskipunar 2005/36/EB í stað eldri tilskipana. Ekki er gert ráð fyrir að þörf sé á frekari lagabreytingum.
    Með tilskipuninni verða þannig ekki grundvallarbreytingar á tilhögun viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi á Evrópska efnahagssvæðinu. Réttur manna til viðurkenningar er hinn sami og áður, en vonast er til að framkvæmdin verði einfaldari og skilvirkari, m.a. með nýjum ákvæðum um veitingu þjónustu og um samskiptakerfi stjórnvalda er annast viðurkenninguna.Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 142/2007

frá 26. október 2007

um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og bókun 37 við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir „samningurinn“, einkum 98. og 101. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        VII. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 43/2005 frá 11. mars 2005 ( 1 ).

2)         Bókun 37 við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2007 frá 28. september 2007 ( 2 ).

3)         Fella ber inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB frá 7. september 2005 um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi ( 3 ).

4)         Tilskipun ráðsins 2006/100/EB frá 20. nóvember 2006 um aðlögun tiltekinna tilskipana á sviði frjálsrar farar fólks vegna aðildar Búlgaríu og Rúmeníu ( 4 ) var felld inn í samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132/2007 frá 26. október 2007 og þarf því að bæta henni við sem undirlið við tilskipun 2005/36/EB.

5)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/172/EB frá 19. mars 2007 um að skipa hóp samræmingaraðila til að fjalla um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi ( 5 ).

6)         Til þess að tryggja góða framkvæmd samningsins er rétt að víkka gildissvið bókunar 37 við samninginn þannig að hún taki til hóps samræmingaraðila til að fjalla um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi sem skipaður er samkvæmt ákvörðun 2007/172/EB, og að breyta VII. viðauka þannig að fram komi hvaða málsmeðferð ræður samskiptum við þann hóp.

7)         Samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2005/36/EB falla úr gildi, frá 20. október 2007 að telja, tilskipanir ráðsins 77/452/EBE ( 6 ), 77/453/EBE ( 7 ), 78/686/EBE ( 8 ), 78/687/EBE ( 9 ), 78/1026/EBE ( 10 ), 78/1027/EBE ( 11 ), 80/154/EBE ( 12 ), 80/155/EBE ( 13 ), 85/384/EBE ( 14 ), 85/432/EBE ( 15 ), 85/433/EBE ( 16 ), 89/48/EBE ( 17 ), 92/51/EBE ( 18 ) og 93/16/EBE ( 19 ) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB ( 20 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í samninginn og ber því að fella þær úr samningnum frá 20. október 2007 að telja.

8)         Tilskipun ráðsins 81/1057/EBE ( 21 ), sem hefur verið felld inn í samninginn, missir tilgang sinn og ber því að fella hana úr samningnum frá 20. október 2007 að telja.

9)         Ákvörðun ráðsins 85/368/EBE ( 22 ) og flestar gerðir sem standa undir fyrirsögninni „Gerðir sem samningsaðilar skulu taka mið af“ eru úreltar og ber því að fella þær úr samningnum frá 20. október 2007 að telja.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


VII. viðauki við samninginn breytist sem segir í viðauka við ákvörðun þessa.

2. gr.


Bókun 37 við samninginn (með skrá sem kveðið er á um í 101. gr.) breytist sem hér segir:

1.         Brott falli texti 9. liðar (Samræmingarhópur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum á æðra skólastigi (tilskipun ráðsins 89/48/EBE)).

2.         Eftirfarandi liður bætist við:

        „20.    Hópur samræmingaraðila til að fjalla um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/172/EB).“

3. gr.


Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2005/36/EB og ákvörðunar 2007/172/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 27. október 2007 að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

VIÐAUKI

við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007


VII. viðauki við samninginn breytist sem hér segir:

1.        Í stað fyrirsagnarinnar „Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi“ komi fyrirsögnin „Viðurkenning á starfsmenntun og hæfi“.

2.        Í stað fyrirsagnarinnar „A. Almennt kerfi“ komi fyrirsögnin „A. Almennt kerfi, viðurkenning á starfsreynslu og sjálfkrafa viðurkenning“.

3.        Liðirnir, sem nú eru tölusettir sem 1. liður, liður 1a og liður 1b verði endurtölusettir sem liður 1a, liður 1b og liður 1c.

4.        Eftirfarandi liður bætist við á undan hinum nýja lið 1a (tilskipun ráðsins 89/48/EBE):

        „1.         32005 L 0036: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB frá 7. september 2005 um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi (Stjtíð. ESB L 255, 30.9.2005, bls. 22), eins og henni var breytt með:

                    –         32006 L 0100: Tilskipun ráðsins 2006/100/EB frá 20. nóvember 2006 (Stjtíð. ESB L 363, 20.12.2006, bls. 141).

                    Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

                    A)     Ákvæði e-liðar 9. gr. skulu ekki taka til EFTA-ríkjanna.

                    B)     Eftirfarandi bætist við í 2. mgr. 49. gr.:

                            „d)     1. janúar 1994 að því er varðar Ísland og Noreg,

                            e)     1. maí 1995 að því er varðar Liechtenstein.“

                    C)    Eftirfarandi bætist við í II. viðauka „Skrá yfir nám sem er byggt upp á sérstakan hátt eins og um getur í ii-lið c-liðar 11. gr.“:

                            a)    Undir fyrirsögninni „2. Meistaranám (Mester/Meister/Maître) á sviði iðnnáms sem fellur ekki undir II. kafla III. bálks þessarar tilskipunar“:

                                „í Noregi:

                                – verknámskennara (yrkesfaglærer),

                                sem felur í sér átján til tuttugu ára nám alls, þ.m.t. níu til tíu ára grunnskólanám, a.m.k. þriggja til fjögurra ára starfsnám – eða í sumum tilvikum tveggja ára nám í verkmenntaskóla og tveggja ára starfsnám – sem leiðir til sveinsprófs, a.m.k. fjögurra ára starfsreynslu sem iðnaðarmaður, frekara fræðilegt verknám í a.m.k. eitt ár og eins árs nám í kennslufræðum.“

                            b)     Undir fyrirsögninni „3. Sjómennska“:

                                i)     Undir undirfyrirsögninni „a) Sjóflutningar“:

                                    „í Noregi:

                                    – Sjókokka („skipskokk“),

                                    sem felur í sér níu ára grunnskólanám og í framhaldi af því grunnnámskeið og a.m.k. þriggja ára sérhæft starfsnám, þ.m.t. a.m.k. þriggja mánaða siglingatíma.“

                                ii)     Undir undirfyrirsögninni „b) Veiðar á sjó“:

                                    „á Íslandi:

                                    – skipstjóra,

                                    – stýrimenn,

                                    – undirstýrimenn,

                                    sem felur í sér níu eða tíu ára grunnskólanám og í framhaldi af því tvö ár á sjó, auk tveggja ára sérhæfðs starfsnáms sem lýkur með prófi og er viðurkennt samkvæmt Torremolinos-samþykktinni (Alþjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa frá 1977).“

                                iii)    Undir nýrri undirfyrirsögn „c) Starfsmenn á færanlegum borpöllum“:

                                    „í Noregi:

                                    – pallstjóra („plattformsjef“),

                                    – stöðugleikastjóra („stabilitetssjef“),

                                    – starfsmenn í stjórnklefa („kontrollromoperatør“),

                                    – tæknistjóra („teknisk sjef“),

                                    – tæknimenn („teknisk assistent“),

                                    sem felur í sér níu ára grunnskólanám og í framhaldi af því tveggja ára grunnnám, en við það bætist a.m.k. eitt ári á landi og

                                    – eins árs sérhæft starfsnám fyrir starfsmenn í stjórnklefa,

                                    – tveggja og hálfs árs sérhæft starfsnám fyrir aðra.“

                            c)     Undir fyrirsögninni „4. Tæknistörf“:

                                „í Liechtenstein:

                                – fjármálaráðgjafa („Treuhänder“)

                                Námstími, skólastig og námskröfur

                                Námið felur í sér níu ára skyldunám, en við það bætist – nema stúdentsprófi sé lokið – þriggja ára starfsþjálfun í fyrirtæki til að öðlast hagnýta starfsreynslu, en nauðsynlegt fræðilegt nám fer fram í starfsmenntaskóla, ásamt almennu námi, og að hvorutveggju loknu er tekið samræmt próf (hæfisskírteini verslunarmanns).

                                Að lokinni þriggja ára starfsþjálfun í fyrirtæki og frekara fræðilegu námi um fjögurra ára skeið, sem farið getur fram samtímis, getur nemandi tekið próf til þess að öðlast rétt til að nota ofangreint starfsheiti.

                                Námið í heild tekur yfirleitt 16 til 19 ár.

                                Lög og reglur

                                Starfsgreinin lýtur ákvæðum í landslögum. Próftökum er í sjálfsvald sett hvernig þeir búa sig undir prófið (í starfsmenntastofnunum, einkaskólum eða með fjarnámi).

                                – löggilta endurskoðendur („Wirtschaftsprüfer“)

                                Námstími, skólastig og námskröfur

                                Námið felur í sér níu ára skyldunám, en við það bætist þriggja ára starfsþjálfun í fyrirtæki til að öðlast hagnýta starfsreynslu, en nauðsynlegt fræðilegt nám fer fram í starfsmenntaskóla, ásamt almennu námi.

                                Að lokinni þriggja ára starfsþjálfun í fyrirtæki og frekara fræðilegu námi um fimm ára skeið, sem farið getur fram samtímis í fjarnámi, getur nemandi tekið próf til þess að öðlast rétt til að nota ofangreint starfsheiti.

                                Námið í heild tekur 17 til 18 ár. Próftakar, sem hafa öðlast starfsþjálfun erlendis, þurfa eingöngu að sýna fram á eins árs starfsreynslu umfram það í Liechtenstein.

                                Lög og reglur

                                Starfsgreinin lýtur ákvæðum í landslögum.“

                    D)    Eftirfarandi bætist við í V. viðauka „Viðurkenning á grundvelli samræmingar lágmarkskrafna um menntun“:

                            a)     Undir fyrirsögninni „V.1. LÆKNIR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.1.1. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi í undirstöðunámi í læknisfræði“:

Land Vitnisburður
um formlega menntun og hæfi
Stofnunin
sem veitir prófskírteinið
Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunardagsetning
Ísland Embættispróf í læknisfræði, candidatus medicinae (cand. med.) Háskóli Íslands Vottorð um viðbótarnám (kandidatsár) útgefið af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1. janúar 1994
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yirvalda um að starfsþjálfun sé lokið 1. maí 1995
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candid atus medicinae, skammstafað cand.med. Medisinsk universitetsfakultet Bekreftelse på praktisk tjeneste som lege utstedt av kompetent offentlig myndighet 1. janúar 1994

                                ii)    Undir undirfyrirsögninni „5.1.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi sérmenntaðra lækna“:

Land Vitnisburður um formlega menntun
og hæfi
Stofnunin sem veitir prófskírteinið Viðmiðunardagsetning
Ísland Sérfræðileyfi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti 1. janúar 1994
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld 1. maí 1995
Norge Spesialistgodkjenning Den norske lægeforening 1. janúar 1994

                                iii)    Undir undirfyrirsögninni „5.1.3. Heiti náms í sérgreinum læknisfræði“:

Land Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Skurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Ísland Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði Skurðlækningar
Liechtenstein Anästhesiologie Chirurgie
Norge Anestesiologi Generell kirurgi
Land Taugaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Fæðingar- og kvenlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Taugaskurðlækningar Fæðingar- og kvenlækningar
Liechtenstein Neurochirurgie Gynäkologie und Geburtshilfe
Norge Nevrokirurgi Fødselshjelp og kvinnesykdommer
Land Lyflækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Augnlækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Ísland Lyflækningar Augnlækningar
Liechtenstein Innere Medizin Augenheilkunde
Norge Indremedisin Øyesykdommer
Land Háls-, nef- og eyrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Barnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Háls-, nef- og eyrnalækningar Barnalækningar
Liechtenstein Hals-, Nasen- und Ohrenkrankheiten Kinderheilkunde
Norge Øre-nese-halssykdommer Barnesykdommer
Land Lungnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Þvagfæraskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Ísland Lungnalækningar Þvagfæraskurðlækningar
Liechtenstein Pneumologie Urologie
Norge Lungesykdommer Urologi
Land Bæklunarskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Vefjameinafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Bæklunarskurðlækningar Vefjameinafræði
Liechtenstein Orthopädische Chirurgie Pathologie
Norge Ortopedisk kirurgi Patologi
Land Taugalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Geðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Taugalækningar Geðlækningar
Liechtenstein Neurologie Psychiatrie und Psychotherapie
Norge Nevrologi Psykiatri
Land Geislagreining
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Geislameðferð
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Geislagreining
Liechtenstein Medizinische Radiologie/ Radiodiagnostik Medizinische Radiologie/ Radio-Onkologie
Norge Radiologi
Land Lýtalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Klínísk líffræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Lýtalækningar
Liechtenstein Plastische- und Wiederherstellungschirurgie
Norge Plastikkirurgi
Land Sýklafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Klínísk lífefnafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Sýklafræði Klínísk lífefnafræði
Liechtenstein
Norge Medisinsk mikrobiologi Klinisk kjemi
Land Ónæmisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Brjóstholsskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Ísland Ónæmisfræði Brjóstholsskurðlækningar
Liechtenstein Allergologie und klinische Immunologie Herz- und thorakale Gefässchirurgie
Norge Immunologi og transfusjonsmedisin Thoraxkirurgi
Land Barnaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Æðaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Ísland Barnaskurðlækningar Æðaskurðlækningar
Liechtenstein Kinderchirurgie
Norge Barnekirurgi Karkirurgi
Land Hjartalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Meltingarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Hjartalækningar Meltingarlækningar
Liechtenstein Kardiologie Gastroenterologie
Norge Hjertesykdommer Fordøyelsessykdommer
Land Gigtarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Blóðmeinafræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Ísland Gigtarlækningar Blóðmeinafræði
Liechtenstein Rheumatologie Hämatologie
Norge Revmatologi Blodsykdommer
Land Efnaskipta- og innkirtlalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Orku- og endurhæfingarlækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Ísland Efnaskipta- og innkirtlalækningar Orku- og endurhæfingarlækningar
Liechtenstein Endokrinologie-Diabetologie Physikalische Medizin und Rehabilitation
Norge Endokrinologi Fysikalsk medisin og rehabilitering
Land Taugageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Húð- og kynsjúkdómalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Ísland Húð- og kynsjúkdómalækningar
Liechtenstein Dermatologie und Venereologie
Norge Hud- og veneriske sykdommer
Land Geislalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Barna- og unglingageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Geislalækningar Barna- og unglingageðlækningar
Liechtenstein Kinder- und Jugendpsychiatrie und Psychotherapie
Norge Barne- og ungdomspsykiatri
Land Öldrunarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Nýrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Öldrunarlækningar Nýrnalækningar
Liechtenstein Geriatrie Nephrologie
Norge Geriatri Nyresykdommer
Land Smitsjúkdómar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Félagslækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Smitsjúkdómar Félagslækningar
Liechtenstein Infektiologie Prävention und Gesundheitswesen
Norge Infeksjonssykdommer Samfunnsmedisin
Land Lyfjafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Atvinnulækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Lyfjafræði Atvinnulækningar
Liechtenstein Klinische Pharmakologie und Toxikologie Arbeitsmedizin
Norge Klinisk farmakologi Arbeidsmedisin
Land Ofnæmislækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Ísótópagreining
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Ofnæmislækningar Ísótópagreining
Liechtenstein Allergologie und klinische Immunologie Nuklearmedizin
Norge Nukleærmedisin
Land Kynsjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Hitabeltissjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland
Liechtenstein Tropenmedizin
Norge
Land Meltingarfæraskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Slysa- og bráðalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Ísland
Liechtenstein
Norge Gastroenterologisk kirurgi
Land Klínísk taugalífeðlisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Tann-, munn- og kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum)
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Ísland Klínísk taugalífeðlisfræði
Liechtenstein Kiefer- und Gesichtschirurgie
Norge Klinisk nevrofysiologi Kjevekirurgi og munnhulesykdommer

                                iv)    Undir undirfyrirsögninni „5.1.4. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi heimilislækna“:

Land Vitnisburður um formlega menntun
og hæfi
Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
Ísland Almennt heimilislækningaleyfi (Evrópulækningaleyfi) Almennur heimilislæknir (Evrópulæknir) 31. desember 1994
Liechtenstein
Norge Bevis for kompetanse som allmennpraktiserende lege Allmennpraktiserende lege 31. desember 1994

                            b)    Undir fyrirsögninni „V.2. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í ALMENNRI HJÚKRUN“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.2.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun
og hæfi
Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
Ísland 1. B.Sc. í hjúkrunarfræði 1. Háskóli Íslands Hjúkrunarfræðingur 1. janúar 1994
2. B.Sc. í hjúkrunarfræði 2. Háskólinn á Akureyri
3. Hjúkrunarpróf 3. Hjúkrunarskóli Íslands
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Krankenschwester – Krankenpfleger 1. maí 1995
Norge Vitnemål for bestått sykepleierutdanning Høgskole Sykepleier 1. janúar 1994

                            c)    Undir fyrirsögninni „V.3. TANNLÆKNAR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.3.2. Vitnisburður um formlega grunnmenntun og hæfi tannlækna“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun
og hæfi
Vottorð sem fylgir vitnisburði Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
Ísland Próf frá tannlæknadeild Háskóla Íslands Tannlæknadeild Háskóla Íslands Tannlæknir 1. janúar 1994
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið Zahnarzt 1. maí 1995
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/ candidatus odontologiae, skammstafað: cand.odont. Odontologisk universitetsfakultet Tannlege 1. janúar 1994

                                ii)    Undir undirfyrirsögninni „5.3.3. Vitnisburður um menntun og hæfi sérmenntaðra tannlækna“:

Tannréttingar
Land Vitnisburður um formlega menntun
og hæfi
Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Viðmiðunardagsetning
Ísland
Liechtenstein
Norge Bevis for gjennomgått spesialistutdanning i kjeveortopedi Odontologisk universitetsfakultet 1. janúar 1994
Tannskurðlækningar
Land Vitnisburður um formlega menntun
og hæfi
Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Viðmiðunardagsetning
Ísland
Liechtenstein
Norge Bevis for gjennomgått spesialistutdanning i oralkirurgi Odontologisk universitetsfakultet 1. janúar 1994

                            d)    Undir fyrirsögninni „V.4. DÝRALÆKNAR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.4.2. Vitnisburður um menntun og hæfi dýralækna“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun
og hæfi
Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunardagsetning
Ísland Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið 1. janúar 1994
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið 1. maí 1995
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus medicinae veterinariae, skammstafað: cand.med.vet. Norges veterinærhøgskole 1. janúar 1994

                            e)    Undir fyrirsögninni „V.5. LJÓSMÆÐUR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.5.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmæðra“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
Ísland 1. Embættispróf í ljósmóðurfræði 1. Háskóli Íslands Ljósmóðir 1. janúar 1994
2. Próf í ljósmæðrafræðum 2. Ljósmæðraskóli Íslands
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Hebamme 1. maí 1995
Norge Vitnemål for bestått jordmorutdanning Høgskole Jordmor 1. janúar 1994

                            f)    Undir fyrirsögninni „V.6. LYFJAFRÆÐINGAR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.6.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi lyfjafræðinga“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun
og hæfi
Vottorð sem fylgir prófskírteininu Viðmiðunardagsetning
Ísland Próf í lyfjafræði Háskóli Íslands 1. janúar 1994
Liechtenstein Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið 1. maí 1995
Norge Vitnemål for fullført grad candidata/candidatus pharmaciae, skammstafað: cand.pharm. Universitetsfakultet 1. janúar 1994

                            g)    Undir fyrirsögninni „V.7. ARKITEKTAR“:

                                i)    Undir undirfyrirsögninni „5.7.1. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi arkitekta sem viðurkenndur er skv. 46. gr.“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun
og hæfi
Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunarskólaár
Ísland Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka Lögbær yfirvöld Vottorð lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið
Liechtenstein – Dipl.-Arch. FH
Für Architekturstudienkurse, die im akademischen Jahr 1999/2000 aufgenommen wurden, einschliesslich für Studenten, die das Studienprogramm Model B bis zum akademischen Jahr 2000/2001 belegten, vorausgesetzt dass sie sich im akademischen Jahr 2001/2002 einer zusätzlichen und kompensatorischen Ausbildung unterzogen.
Fachhochschule Liechtenstein 1999/2000
Norge – Sivilarkitekt 1. Norges teknisk- naturvitenskaplige universitet (NTNU) 1997/1998
2. Arkitektur- og designhøgskolen i Oslo (AHO) (fyrir 29. október 2004 Arkitekthøgskolen i Oslo)
3. Bergen Arkitekt Skole (BAS)
– Master i arkitektur 1. Norges teknisk- naturvitenskaplige universitet (NTNU) 1999/2000
2. Arkitektur- og designhøgskolen i Oslo (AHO) (fyrir 29. október 2004 Arkitekthøgskolen i Oslo) 1998/1999
3. Bergen Arkitekt Skole (BAS) 2001/2002

                    E)    Eftirfarandi bætist við í VI. viðauka „Áunnin réttindi sem gilda um starfsgreinarnar sem eru háðar viðurkenningu á grundvelli samræmingar á lágmarkskröfum um menntun“:

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Viðmiðunarskólaár
Ísland Prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður frá öðru ríki sem tilskipun þessi tekur til og talið er upp í þessum viðauka, ásamt vottorði lögbærra yfirvalda um að starfsþjálfun sé lokið
Liechtenstein Prófskírteini frá „Fachhochschule“ (Dipl.-Arch. (FH)) 1997/1998
Norge – Prófskírteini (sivilarkitekt) frá „Norges tekniske høgskole (NTH)“, frá 1. janúar 1996 „Norges teknisk- naturvitenskaplige universitet (NTNU)“, „Arkitekthøgskolen i Oslo“ og „Bergen Arkitekt Skole (BAS)“
– Aðildarskírteini „Norske Arkitekters Landsforbund“ (NAL) ef hlutaðeigandi hefur stundað námið í ríki sem tilskipun þessi tekur til
1996/1997

5.        Eftirfarandi liður bætist við á eftir hinum nýja lið 1c (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB):

        „1d.     32007 D 0172: Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2007/172/EB frá 19. mars 2007 um að skipa hóp samræmingaraðila til að fjalla um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi (Stjtíð. ESB L 79, 20.3.2007, bls. 38).

                    Tilhögun samstarfs við sérfræðinga frá Liechtenstein, Íslandi og Noregi í samræmi við 101. gr. samningsins:

                    Hverju EFTA-ríki er heimilt, í samræmi við ákvæði 1. mgr. 4. gr. ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar 2007/172/EB, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi hóps samræmingaraðila til að fjalla um viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi.

                    Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna skal senda þátttakendum fundarboð og viðeigandi gögn með tilhlýðilegum fyrirvara.“

6.         Brott falli texti liðar 1a (tilskipun ráðsins 89/48/EBE), liðar 1b (tilskipun ráðsins 92/51/ EBE), liðar 1c (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/42/EB), 3. liðar (tilskipun ráðsins 81/1057/EBE), 18. liðar (tilskipun ráðsins 85/384/EBE), 58. liðar (ákvörðun ráðsins 85/368/EBE), 62. liðar (tilmæli ráðsins 75/366/EBE), 63. liðar (tilmæli ráðsins 75/367/EBE), 64. liðar (375 Y 0701(01): greinargerðir ráðsins) og 65. liðar (tilmæli ráðsins 86/458/EBE).

7.         Brott falli texti 4. liðar (tilskipun ráðsins 93/16/EBE), 8. liðar (tilskipun ráðsins 77/452/ EBE), 9. liðar (tilskipun ráðsins 77/453/EBE), 10. liðar (tilskipun ráðsins 78/686/EBE), 11. liðar (tilskipun ráðsins 78/687/EBE), 12. liðar (tilskipun ráðsins 78/1026/EBE), 13. liðar (tilskipun ráðsins 78/1027/EBE), 14. liðar (tilskipun ráðsins 80/154/EBE), 15. liðar (tilskipun ráðsins 80/155/EBE), 16. liðar (tilskipun ráðsins 85/432/EBE), 17. liðar (tilskipun ráðsins 85/433/EBE), 59. liðar (C/81/74/bls. 1: orðsending frá framkvæmdastjórninni), 60. liðar (374 Y 0820(01): ályktun ráðsins), 61. liðar (389 L 0048: greinargerð ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar), 67. liðar (378 Y 0824(01): greinargerð ráðsins), 68. liðar (tilmæli ráðsins 78/1029/EBE), 69. liðar (378 Y 1223(01): greinargerðir ráðsins), 70. liðar (tilmæli ráðsins 85/435/EBE) og 71. liðar (tilmæli ráðsins 85/386/ EBE), ásamt tilheyrandi fyrirsögnum.

Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2005/36/EB
frá 7. september 2005
um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi
(Texti sem varðar EES)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA ,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 40. gr., 47. gr. (1. mgr. og fyrsti og þriðji málsliður 2. mgr.) og 55 gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 2 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Samkvæmt c-lið 1. mgr. 3. gr. sáttmálans er eitt af markmiðum Bandalagsins að afnema höft á frjálsri för fólks og frjálsri þjónustustarfsemi milli aðildarríkjanna. Þetta felur einkum í sér að ríkisborgarar aðildarríkjanna hafa heimild til að leggja stund á starfsgrein sína, annaðhvort sem sjálfstætt starfandi einstaklingar eða sem launþegar, í öðru aðildarríki en því þar sem þeir öfluðu sér faglegrar menntunar og hæfis. Enn fremur er í 1. mgr. 47. gr. sáttmálans mælt fyrir um að gefa skuli út tilskipanir um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.
2)          Í kjölfar fundar leiðtogaráðsins í Lissabon 23. og 24. mars 2000 samþykkti framkvæmdastjórnin orðsendingu um „Áætlun varðandi þjónustustarfsemi á innri markaðnum“ sem miðar einkum að því að gera frjálsa þjónustustarfsemi jafn einfalda innan Bandalagsins og innan einstakra aðildarríkja. Í tilefni af orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar sem kallast „Nýir evrópskir vinnumarkaðir, opnir öllum, með aðgangi fyrir alla“ fól leiðtogaráðið framkvæmdastjórninni, í Stokkhólmi 23. og 24. mars 2001, að leggja fram sérstaka tillögu á vorfundi leiðtogaráðsins 2002 um samræmdara, gagnsærra og sveigjanlegra kerfi varðandi viðurkenningu á menntun og hæfi.
3)          Tryggingin, sem þessi tilskipun veitir einstaklingum, sem hafa öðlast faglega menntun og hæfi í aðildarríki, þ.e. að fá aðgang að sömu starfsgrein og leggja stund á hana í öðru aðildarríki með sömu réttindum og ríkisborgarar, hefur ekki áhrif á þá skyldu fagmenntaðs innflytjanda að uppfylla skilyrði um iðkun starfa, sem eru án mismununar og seinna aðildarríkið kann að mæla fyrir um, að því tilskildu að þau séu rökstudd á hlutlægan hátt og að meðalhófs sé gætt.
4)          Til að auðvelda frjálsa þjónustustarfsemi gilda sértækar reglur sem miða að því að auka möguleika á því að leggja stund á atvinnustarfsemi undir upprunalegu starfsheiti. Ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2000/31/EB frá 8. júní 2000 um tiltekna lagalega þætti þjónustu, einkum rafrænna viðskipta, í tengslum við upplýsingasamfélagið á innri markaðnum ( 4 ) gilda að því er varðar þjónustu í upplýsingasamfélaginu sem er veitt sem fjarþjónusta.
5)          Með hliðsjón af hinum ólíku kerfum, sem komið var á annars vegar vegna þjónustustarfsemi sem er veitt yfir landamæri tímabundið og óreglubundið og hins vegar vegna staðfestu, þarf að skýra hvaða viðmiðanir liggja til grundvallar við að greina á milli þessara tveggja hugtaka þegar þjónustuveitandi flytur á yfirráðasvæði gistiaðildarríkisins.
6)          Þegar þjónusta er veitt skal taka ríkt tillit til lýðheilsu, almannaöryggis og neytendaverndar. Því skal setja sértæk ákvæði um lögverndaðar starfsgreinar sem veita þjónustu yfir landamæri tímabundið eða óreglubundið og hafa áhrif á lýðheilsu og almannaöryggi.
7)          Gistiaðildarríki getur, þegar nauðsyn krefur og í samræmi við lög Bandalagsins, sett fram kröfur varðandi yfirlýsingar. Þessar kröfur eiga ekki að vera óhófleg byrði á þjónustuveitandann eða hindra hann í því að nýta sér frelsi til að veita þjónustu eða gera það síður fýsilegt. Þörf fyrir slíkar kröfur skal endurskoðuð reglulega í ljósi framfara við gerð Bandalagsramma um samvinnu stjórnvalda aðildarríkjanna.
8)          Þjónustuveitandanum ber að hlíta agareglum gistiaðildarríkisins sem tengjast faglega menntun og hæfi með beinum og ákveðnum hætti, t.d. skilgreiningu á starfsgreininni, umfangi þeirrar starfsemi sem fellur undir tiltekna starfsgrein eða er bundin við hana, notkun starfsheita og alvarlegri vanrækslu í starfi sem tengist öryggi og vernd neytenda með beinum og ákveðnum hætti.
9)          Á sama tíma og meginreglum og verndarráðstöfunum varðandi staðfesturéttinn, sem eru undirliggjandi í hinum mismunandi gildandi kerfum til viðurkenningar, er viðhaldið skulu reglur slíkra kerfa endurbættar í ljósi fenginnar reynslu. Auk þess hefur viðkomandi tilskipunum ítrekað verið breytt og því er nauðsynlegt að endurskipuleggja og einfalda ákvæði þeirra með því að staðla gildandi meginreglur. Þess vegna er nauðsynlegt að skipta út tilskipunum ráðsins 89/48/EEC ( 1 ) og 92/51/EBE ( 2 ), sem og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/ 42/EB ( 3 ) um almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og hæfi og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE ( 4 ), 77/453/EBE ( 5 ), 78/686/EBE ( 6 ), 78/687/EBE ( 7 ), 78/1026/EBE ( 8 ), 78/1027/ EBE ( 9 ), 80/154/EBE ( 10 ), 80/155/EBE ( 11 ), 85/384/EBE ( 12 ), 85/432/EBE ( 13 ), 85/433/EBE ( 14 ) og 93/16/EBE ( 15 ) varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna með því að sameina þær í einn texta.
10)          Þessi tilskipun hindrar ekki möguleika aðildarríkjanna á að viðurkenna, í samræmi við eigin reglur, faglega menntun og hæfi sem ríkisborgarar þriðja lands hafa öðlast utan yfirráðasvæðis Evrópusambandsins. Ávallt skal virða lágmarkskröfur um menntun í tilteknum starfsgreinum þegar viðurkenning er veitt.
11)          Þegar um ræðir starfsgreinar, sem falla undir almennt kerfi til viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi, hér á eftir nefnt „almennt kerfi“, skulu aðildarríkin hafa áfram rétt til að mæla fyrir um kröfur um lágmarksmenntun og -hæfi til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem er veitt á yfirráðasvæði þeirra. Þau skulu þó ekki, skv. 10. gr., 39. gr. og 43. gr. sáttmálans, krefjast þess að ríkisborgari aðildarríkis verði sér úti um þá menntun og hæfi, sem þau mæla almennt fyrir um með tilliti til prófskírteina sem veitt eru í menntunarkerfum þeirra, hafi hlutaðeigandi einstaklingur þegar öðlast þessa menntun og hæfi, í heild eða að hluta, í öðru aðildarríki. Gistiaðildarríki, þar sem starfsgreinar eru lögverndaðar, verða af þessum sökum að taka tillit til menntunar og hæfis sem viðkomandi hefur öðlast í öðru aðildarríki og meta hvort sú menntun og hæfi samsvari því sem það gerir kröfu um. Almenna kerfið til viðurkenningar kemur þó ekki í veg fyrir að aðildarríki geti sett fram sértækar kröfur gagnvart hverjum þeim sem leggur stund á starfsgrein á yfirráðasvæði þess enda helgist þær af starfsreglum sem eru réttlætanlegar á grundvelli almannahagsmuna. Reglur af þessu tagi varða t.d. skipulag starfsgreinarinnar, faglega staðla, þ.m.t. staðlar sem snerta siðareglur og umsjón og bótaábyrgð. Að lokum er tilgangur þessarar tilskipunar ekki sá að hafa áhrif á lögmæta hagsmuni aðildarríkjanna af því að koma í veg fyrir að borgarar þeirra víki sér undan því að framfylgja landslögum sem tengjast starfsgreinum.
12)          Þessi tilskipun varðar viðurkenningu aðildarríkjanna á faglegri menntun og hæfi sem viðkomandi hefur öðlast í öðru aðildarríki. Hún varðar hins vegar ekki viðurkenningu aðildarríkjanna á ákvörðunum varðandi viðurkenningar sem önnur aðildarríki hafa samþykkt samkvæmt þessari tilskipun. Þar af leiðandi mega einstaklingar, sem hafa öðlast faglega menntun og hæfi sem eru viðurkennd samkvæmt þessari tilskipun, ekki vísa í viðurkenninguna til að öðlast réttindi í upprunaaðildarríkinu, sem eru frábrugðin þeim réttindum sem fást með þeirri faglegu menntun og hæfi sem þeir hafa öðlast í því aðildarríki, nema þeir geti sýnt fram á að þeir hafi öðlast frekari faglega menntun og hæfi í gistiaðildarríkinu.
13)          Nauðsynlegt er að skipta menntunar- og starfsmenntunarkerfum hvers lands upp í mismunandi þrep til þess að unnt sé að skilgreina tilhögun viðurkenningar samkvæmt almenna kerfinu. Þessi menntunar- og námsþrep, sem komið er á vegna reksturs almenna kerfisins, hafa engin áhrif á uppbyggingu menntunar- og starfsmenntunarkerfa hvers lands né heldur á valdheimildir aðildarríkjanna á þessu sviði.
14)          Tilhögun viðurkenningar, sem komið var á fót með tilskipunum 89/48/EBE og 92/51/EBE, helst óbreytt. Þar af leiðandi skal handhafi prófskírteinis, sem hefur lokið minnst eins árs námi eftir framhaldsskólastigið, hafa heimild til að fá aðgang að lögverndaðri starfsgrein í aðildarríki þar sem aðgangur að greininni er bundinn því að fyrir liggi prófskírteini sem sýnir fram á minnst fjögurra ára nám á æðra skólastigi eða á háskólastigi, án tillits til þess til hvaða menntunarþreps prófskírteinið heyrir í gistiaðildarríkinu. Á hinn bóginn skal aðeins veita aðgang að lögverndaðri starfsgrein, sem krefst a.m.k. fjögurra ára náms á æðra skólastigi eða háskólastigi, þeim handhöfum prófskírteina sem hafa lokið a.m.k. þriggja ára námi á æðra skólastigi eða háskólastigi.
15)          Þar sem ekki er búið að samræma lágmarkskröfur um menntun til að fá aðgang að þeim starfsgreinum, sem falla undir almenna kerfið, getur gistiaðildarríkið gripið til uppbótarráðstöfunar. Í þessari ráðstöfun skal gæta meðalhófs og einkum taka tillit til starfsreynslu umsækjanda. Reynslan sýnir að það að krefjast þess að innflytjandi velji á milli hæfnisprófs og aðlögunartíma feli í sér fullnægjandi verndarráðstafanir að því er varðar menntun og hæfi innflytjanda þannig að undanþágu frá þessum valmöguleika skal í hverju tilviki réttlætt með því að slíkt sé óhjákvæmilegt vegna almannahagsmuna.
16)          Til þess að stuðla að frjálsri för fagmanna og tryggja á sama tíma fullnægjandi menntun og hæfi gætu hin ýmsu fagfélög og -samtök eða aðildarríki lagt fram sameiginleg grunnskilyrði á evrópskum vettvangi. Í þessari tilskipun skal, með vissum skilyrðum, taka tillit til þessa frumkvæðis í samræmi við valdheimildir aðildarríkjanna til að ákveða þá menntun og hæfi sem krafist er til að mega leggja stund á starfsgrein á yfirráðasvæði þeirra, sem og inntak og skipulag á eigin kerfum menntunar og faglegrar menntunar og í samræmi við lög Bandalagsins, einkum samkeppnislög Bandalagsins, og stuðla í meira mæli, á sama tíma, í þessu samhengi, að sjálfkrafa viðurkenningu samkvæmt almenna kerfinu. Fagfélög, sem eru í aðstöðu til að leggja fram sameiginleg grunnskilyrði, skulu vera fulltrúar á innlendum og evrópskum vettvangi. Sameiginleg grunnskilyrði fela í sér viðmiðanir sem gera kleift að bæta upp muninn milli mjög ólíkra krafna um menntun sem er að finna í a.m.k. tveimur þriðju aðildarríkjanna, þ.m.t. öll þau aðildarríki sem lögvernda viðkomandi starfsgrein. Þessar viðmiðanir gætu t.d. falið í sér kröfur eins og viðbótarmenntun, aðlögunartíma undir umsjón fagaðila, hæfnispróf eða lágmarksstarfsreynslu eða einhverja samsetningu af þessu.
17)          Almenna kerfið skal, til að taka tillit til allra þeirra aðstæðna þar sem ákvæði um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi er ekki enn til staðar, ná yfir þau tilvik sem falla ekki undir tiltekið kerfi, annaðhvort þar sem starfsgreinin fellur ekki undir eitthvert þessara kerfa eða þegar hún fellur undir slíkt kerfi en umsækjandinn uppfyllir ekki skilyrðin til að njóta góðs af því af einhverri sérstakri og óvenjulegri ástæðu.
18)          Nauðsynlegt er að einfalda þær reglur sem veita aðgang að margs konar iðn-, viðskipta- og handverksgreinum í aðildarríkjum þar sem þessar starfsgreinar eru lögverndaðar, að svo miklu leyti sem þessi starfsemi hefur verið stunduð hæfilega lengi og nógu nýlega í öðru aðildarríki, en á sama tíma skal viðhalda kerfi til sjálfkrafa viðurkenningar þessarar starfsemi sem byggist á starfsreynslu.
19)          Frjáls för og gagnkvæm viðurkenning á vitnisburði um formlega menntun og hæfi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, lyfjafræðinga og arkitekta skulu byggjast á meginreglunni um sjálfkrafa viðurkenningu á vitnisburði um formlega menntun og hæfi á grundvelli samræmdra lágmarkskrafna um menntun. Að auki skal aðgangur að starfsgreinum lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra og lyfjafræðinga í aðildarríkjunum vera háður því skilyrði að viðkomandi hafi undir höndum tiltekið prófskírteini sem uppfyllir þær lágmarkskröfur um menntun sem mælt er fyrir um. Bæta skal við þetta kerfi áunnum réttindum sem fagmenn njóta góðs af með vissum skilyrðum.
20)          Til að hægt sé að taka tillit til sérákvæða í hæfismatskerfi fyrir lækna og tannlækna og réttarreglna Bandalagsins á sviði gagnkvæmrar viðurkenningar gildir meginreglan um sjálfkrafa viðurkenningu sérgreina læknis- og tannlæknisfræðinnar, sem eru sameiginlegar minnst tveimur aðildarríkjum, áfram um allar sérgreinar sem eru viðurkenndar við samþykkt þessarar tilskipunar. Til að einfalda kerfið gildir sjálfkrafa viðurkenning eftir gildistökudag þessarar tilskipunar einungis að því er varðar nýjar sérgreinar læknisfræðinnar sem eru sameiginlegar minnst tveimur fimmtu hlutum aðildarríkjanna. Þessi tilskipun kemur enn fremur ekki í veg fyrir að aðildarríkin geti komist að samkomulagi sín á milli varðandi sjálfkrafa viðurkenningu tiltekinna sérgreina læknis- og tannlæknisfræðinnar, sem eru sameiginlegar ríkjunum en fá ekki sjálfkrafa viðurkenningu í skilningi þessarar tilskipunar samkvæmt þeirra eigin reglum.
21)          Sjálfkrafa viðurkenning á formlegri menntun og hæfi læknis með grunnmenntun í læknisfræði skal ekki hafa áhrif á valdheimildir aðildarríkjanna til að hvort heldur er tengja þá menntun og hæfi við atvinnustarfsemi eða ekki.
22)          Öll aðildarríkin skulu viðurkenna starfsgrein tannlækna sem tiltekna starfsstétt sem er skýrt aðgreind frá starfsgrein lækna, hvort sem hann hefur sérmenntun í munnfræði (odontostomatology) eða ekki. Aðildarríkin skulu tryggja að nám tannlækna veiti þeim nauðsynlega færni til að inna af hendi öll störf er lúta að forvörnum, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum. Starfsemi tannlækna, eins og henni er lýst í þessari tilskipun, skal stunduð af aðilum sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi tannlæknis.
23)          Ekki virtist æskilegt að mæla fyrir um staðlaða menntun fyrir ljósmæður í öllum aðildarríkjunum. Aðildarríkin skulu aftur á móti hafa eins víðtækt frelsi og unnt er til að skipuleggja menntun þeirra.
24)          Með einföldun þessarar tilskipunar í huga skal vísa til hugtaksins „lyfjafræðingur“ til að afmarka gildissvið ákvæða er tengjast sjálfkrafa viðurkenningu, sbr. þó sérákvæði reglna hvers aðildarríkis um þessa starfsemi.
25)          Handhafar vitnisburðar um formlega menntun og hæfi lyfjafræðings teljast sérfræðingar á lyfjasviði og skulu, að jafnaði, hafa aðgang að lágmarksstarfsemi á þessu sviði í öllum aðildarríkjunum. Við skilgreiningu á slíkri lágmarksstarfsemi skal þessi tilskipun hvorki takmarka starfsemi sem lyfjafræðingar hafa aðgang að í aðildarríkjunum, einkum er varðar líffræðilega greiningu né heldur heimila þessum fagmönnum neins konar einkasölu þar sem skipan einkasölu heldur áfram að veramál aðildarríkjanna. Ákvæði þessarar tilskipunar hafa ekki áhrif á möguleika aðildarríkjanna til að krefjast viðbótarskilyrða varðandi menntun vegna aðgangs að starfsemi sem fellur utan þeirrar lágmarksstarfsemi á þessu sviði sem samræmingin tekur til. Þetta þýðir að gistiaðildarríkið ætti að geta sett þessi skilyrði gagnvart þeim ríkisborgurum sem hafa öðlast menntun og hæfi sem sjálfkrafa viðurkenning í skilningi þessarar tilskipunar tekur til.
26)          Þessi tilskipun samræmir ekki öll skilyrði varðandi aðgang að og iðkun starfa á sviði lyfsölu. Einkum skal landfræðileg dreifing lyfjaverslana og einokun á lyfjaafgreiðslu halda áfram að vera mál aðildarríkjanna. Þessi tilskipun breytir ekki laga- og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna sem banna félögum að stunda tiltekna starfsemi lyfjafræðinga eða setur tiltekin skilyrði fyrir því að leggja stund á slíka starfsemi.
27)          Byggingarlistarhönnun, gæði bygginga, hvernig þær falla að umhverfinu, virðing fyrir náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi, ásamt sameiginlegum menningararfi og menningararfi einkaaðila varðar almannahagsmuni. Af þeim sökum verður gagnkvæm viðurkenning á menntun og hæfi að byggjast á viðmiðunum er varða bæði magn og gæði þannig að unnt sé að tryggja að handhafar viðurkenndrar menntunar og hæfis geti skilið og túlkað þarfir einstaklinga, samfélagshópa og yfirvalda að því er varðar landnotkun, hönnun, skipulag og gerð bygginga, varðveislu og nýtingu byggingararfsins og viðhald á eðlilegu jafnvægi.
28)          Reglur aðildarríkjanna á sviði byggingarlistar og varðandi aðgang að og stundun starfsemi arkitekts hafa mjög mismunandi gildissvið. Í flestum aðildarríkjum stunda, í reynd eða að lögum, einvörðungu aðilar sem hafa rétt til að kalla sig arkitekta, hvort sem þeir bera það starfsheiti eitt sér eða ásamt öðrum, þessa starfsemi, án þess þó að þeir hafi einkarétt á að stunda hana, nema þar sem kveðið er á um annað í lögum. Þessa starfsemi, eða hluta af henni, mega einnig aðrir fagmenn stunda, einkum verkfræðingar sem hafa hlotið sérstaka menntun í mannvirkjagerð eða byggingarlist. Með einföldun þessarar tilskipunar í huga er rétt að vísa til hugtaksins „arkitekt“ til að afmarka gildissvið þeirra ákvæða sem varða sjálfkrafa viðurkenningu á menntun og hæfi á sviði byggingarlistar, sbr. þó sérákvæði reglna hvers ríkis um þessa starfsemi.
29)          Þegar landsbundin eða evrópsk fagsamtök eða -félag fyrir lögverndaða starfsgrein leggja fram rökstudda beiðni um sértæk ákvæði til viðurkenningar á menntun og hæfi, á grundvelli samræmingar lágmarkskrafna um menntun, skal framkvæmdastjórnin meta hvort við hæfi sé að samþykkja tillögu til breytingar á þessari tilskipun.
30)          Til að tryggja skilvirkni kerfisins til viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi ætti að skilgreina samræmd formsatriði og starfsreglur til að koma henni í framkvæmd, sem og tiltekin smáatriði varðandi það að leggja stund á starfsgreinina.
31)          Þar sem samvinna meðal aðildarríkjanna og milli þeirra og framkvæmdastjórnarinnar auðveldar framkvæmd þessarar tilskipunar og uppfyllingu þeirra skuldbindinga sem af henni leiðir ætti að skipuleggja tilhögun slíkrar samvinnu.
32)          Innleiðing fagskírteina frá fagfélögum eða -samtökum á evrópskum vettvangi gæti auðveldað hreyfanleika fagmanna, einkum með því að hraða upplýsingaskiptum milli gistiaðildarríkis og upprunaaðildarríkis. Fagskírteinið ætti að gera það mögulegt að fylgjast með starfsferli fagmanna sem öðlast staðfestu í hinum ýmsu aðildarríkjum. Á slíkum skírteinum geta komið fram upplýsingar, sem eru í fullu samræmi við ákvæði um gagnavernd, um faglega menntun og hæfi fagmannsins (nám við háskóla eða aðra menntastofnun, menntun og hæfi, starfsreynsla), lagalega staðfestu hans, viðurlög sem hann hefur sætt í tengslum við starfsgrein sína og upplýsingar um lögbært yfirvald.
33)          Net upplýsinga- og þjónustumiðstöðva með það verkefni að veita ríkisborgurum aðildarríkjanna upplýsingar og aðstoð mun tryggja gagnsæi kerfis til viðurkenningar. Upplýsinga- og þjónustumiðstöðvarnar munu veita ríkisborgurum, sem þess óska, og framkvæmdastjórninni allar upplýsingar og heimilisföng sem tengjast viðurkenningarferlinu. Tilnefning hvers aðildarríkis á einni upplýsinga- og þjónustumiðstöð innan netsins hefur ekki áhrif á skiptingu valdheimilda á landsvísu. Einkum kemur það ekki í veg fyrir að nokkrar skrifstofur verði tilnefndar í hverju ríki þar sem sú upplýsinga- og þjónustumiðstöð, sem er tilnefnd innan fyrrnefnda netsins, sér um samræmingu við hinar skrifstofurnar og um að upplýsa ríkisborgarana um þar til bærar skrifstofur ef þörf krefur.
34)          Stjórnun hinna ýmsu viðurkenningarkerfa, sem komið var á laggirnar með starfsgreinatilskipununum og almenna kerfinu, hefur reynst þunglamaleg og flókin. Því er nauðsynlegt að einfalda stjórnunina og uppfærslu á þessari tilskipun til að taka tillit til framfara á sviði vísinda og tækni, einkum þegar lágmarksskilyrði um menntun eru samræmd með sjálfkrafa viðurkenningu á menntun og hæfi í huga. Koma skal á fót einni nefnd vegna viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi í þessu skyni og tryggja viðeigandi þátttöku fulltrúa fagsamtakanna, einnig á evrópskum vettvangi.
35)          Gerðar skulu nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari tilskipun í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 1 ).
36)          Skýrslur, sem aðildarríkin semja með reglulegu millibili um framkvæmd þessarar tilskipunar og inniheldur tölfræðileg gögn, gera kleift að ákvarða áhrif kerfisins til viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi.
37)          Viðeigandi málsmeðferð skal vera fyrir hendi vegna samþykktar bráðabirgðaráðstafana komi upp veruleg vandkvæði í aðildarríki við beitingu ákvæða þessarar tilskipunar.
38)          Ákvæði þessarar tilskipunar hafa ekki áhrif á valdheimildir aðildarríkjanna að því er varðar skipulag á almannatryggingakerfum þeirra og til að ákvarða hvaða starfsemi verður að stunda samkvæmt kerfinu.
39)          Í ljósi örra tæknibreytinga og framfara á sviði vísinda er símenntun sérlega mikilvæg fyrir mikinn fjölda starfsgreina. Í þessu samhengi skulu aðildarríkin samþykkja ítarleg ákvæði um það hvernig fagmenn geta, á grundvelli símenntunar, fylgst með framförum á sviði vísinda og tækni.
40)          Þar sem aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiðum þessarar tilskipunar, þ.e. hagræðingu, einföldun og endurbótum á reglunum um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, og þeim verður betur náð á vettvangi Bandalagsins er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og fram kemur í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og kveðið er á um í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari tilskipun til að ná megi þessum markmiðum.
41)          Þessi tilskipun hefur ekki áhrif á beitingu 4. mgr. 39. gr. og 45. gr. sáttmálans varðandi lögbókendur.
42)          Að því er varðar staðfesturétt og þjónustustarfsemi þá hefur þessi tilskipun ekki áhrif á önnur sértæk lagaákvæði varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, t.d. á sviði flutninga, vátryggingamiðlara og löggiltra endurskoðenda. Þessi tilskipun hefur ekki áhrif á beitingu tilskipunar ráðsins 77/249/EBE frá 22. mars 1977 um að auðvelda lögmönnum að neyta réttar til að veita þjónustu ( 2 ) eða beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/5/EB frá 16. febrúar 1998 um að auðvelda lögmönnum að starfa til frambúðar í öðru aðildarríki en þar sem þeir hlutu faglega menntun sína og hæfi ( 3 ). Þessi tilskipun skal taka til viðurkenningar á faglegri menntun og hæfi lögfræðinga þannig að þeir geti tafarlaust öðlast staðfestu undir því starfsheiti sem notað er í gistiaðildarríkinu.
43)          Þessi tilskipun nær einnig til menntastétta, að svo miklu leyti sem þær eru lögverndaðar, sem starfa, samkvæmt þessari tilskipun, á grundvelli viðeigandi menntunar og hæfis í eigin nafni, á eigin ábyrgð og á eigin vegum við hugmynda- og hugverkaþjónustu í þágu skjólstæðings og almennings. Í aðildarríkjunum kann starfsgreinin, í samræmi við sáttmálann, að vera háð lagalegum takmörkunum sem byggjast á landslögum og ákvæðum sem viðkomandi fagsamtök mæla einhliða fyrir um, innan þess ramma, til að tryggja og þróa fagmennsku og gæði í þjónustu og trúnað í samskiptum við viðskiptavininn.
44)          Þessi tilskipun hefur ekki áhrif á ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að tryggja öfluga heilsu- og neytendavernd.
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

I. BÁLKUR
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.
Markmið

Samkvæmt þeim reglum sem eru settar í þessari tilskipun skal aðildarríki, sem setur skilyrði um tiltekna faglega menntun og hæfi fyrir því að fá aðgang að eða stunda lögverndaða starfsgrein á yfirráðasvæði þess (hér á eftir kallað gistiaðildarríkið), viðurkenna faglega menntun og hæfi sem viðkomandi hefur öðlast í einu aðildarríki eða fleirum (hér á eftir kallað heimaaðildarríkið) og heimila þeim sem býr yfir slíkri menntun og hæfi að stunda þá starfsgrein í aðildarríkinu.

2. gr.
Gildissvið

1.     Þessi tilskipun gildir um alla ríkisborgara aðildarríkis sem æskja þess að leggja stund á lögverndaða starfsgrein, þ.m.t. starfsgreinar menntastétta, annaðhvort á eigin vegum eða annarra, í aðildarríki öðru en því þar sem hann hlaut faglega menntun sína og hæfi.
2.     Hvert aðildarríki getur heimilað ríkisborgurum aðildarríkis, sem hafa undir höndum vitnisburð um faglega menntun og hæfi sem þeir öðluðust utan aðildarríkis, að stunda lögverndaða starfsgrein í skilningi a-liðar 1. mgr. 3. gr. á yfirráðasvæði sínu í samræmi við reglur þess. Þegar um er að ræða starfsgreinar, sem falla undir III. kafla III. bálks, skal í upphaflegri viðurkenningu virða lágmarkskröfur um menntun sem mælt er fyrir um í þeim kafla.
3.     Ef sértækar ráðstafanir, sem varða með beinum hætti viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi fyrir tiltekna lögverndaða starfsgrein, eru fastsettar í sérstökum lagagerningi Bandalagsins gilda samsvarandi ákvæði þessarar tilskipunar ekki.

3. gr.
Skilgreiningar

1.     Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)    „Lögvernduð starfsgrein“: atvinnustarfsemi eða flokkur atvinnustarfsemi þar sem aðgangur að, stundun eða leið til stundunar starfsemi er beint eða óbeint bundin, á grundvelli laga eða stjórnsýslufyrirmæla, skilyrði um sérstaka faglega menntun og hæfi; einkum telst notkun starfsheitis, sem er takmarkað með lögum eða stjórnsýslufyrirmælum við þá sem hafa hlotið faglega menntun og hæfi, leið til að leggja stund á starfsemi. Ef fyrsti málsliður þessarar skilgreiningar á ekki við skal litið á starfsgrein, sem um getur í 2. mgr., sem lögverndaða starfsgrein.
b)    „Fagleg menntun og hæfi“: menntun og hæfi staðfest með vitnisburði um formlega menntun og hæfi, hæfnisvottorð, sem um getur í i-lið a- liðar í 11. gr., og/eða starfsreynsla.
c)     „Vitnisburður um formlega menntun og hæfi“: prófskírteini, vottorð og annar vitnisburður sem yfirvöld, sem aðildarríki tilnefnir samkvæmt lögum eða stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkisins, gefa út og sýna fram á að faglegt nám, sem viðkomandi hefur lokið að mestu í Bandalaginu, hafi verið lokið á fullnægjandi hátt. Ef fyrsti málsliður þessarar skilgreiningar á ekki við skal litið á vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem um getur í 3. mgr., sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi.
d)    „Lögbært yfirvald“: hvert það yfirvald eða stofnun sem aðildarríki hefur veitt sérstakt umboð til að gefa út eða taka á móti prófskírteinum og öðrum skjölum eða upplýsingum og taka á móti umsóknum og til að taka þær ákvarðanir sem um getur í þessari tilskipun.
e)    „Lögvernduð menntun“: hver sú menntun sem er sérstaklega sniðin að því að leggja stund á tiltekna starfsgrein og tekur til náms eða námskeiða sem fela jafnframt í sér, eftir því sem við á, faglegt nám, starfa á reynslutíma eða starfsreynslu.
    Uppbygging og kröfur í slíku faglegu námi, starfi á reynslutíma eða starfsreynslu ákvarðast af lögum eða stjórnsýslufyrirmælum viðkomandi aðildarríkis eða eru undir eftirliti eða viðurkennd af yfirvaldi sem er tilnefnt í því skyni.
f)     „Starfsreynsla“: raunveruleg og lögmæt stundun viðkomandi starfsgreinar í aðildarríki.
g)    „Aðlögunartími“: að leggja stund á lögverndaða starfsgrein í gistiaðildarríki á ábyrgð aðila sem viðurkenndur er hæfur í þeirri starfsgrein, auk hugsanlega frekari þjálfunar. Sá tími sem unninn er undir eftirliti skal metinn. Nánari reglur um aðlögunartíma og mat á honum, svo og á stöðu innflytjanda sem vinnur undir eftirliti, skulu ákveðnar af lögbæru yfirvaldi í gistiaðildarríkinu.
    Sú staða sem viðkomandi nýtur í gistiaðildarríkinu á þeim tíma sem hann vinnur undir eftirliti, einkum að því er varðar búseturétt og skuldbindingar, félagsleg réttindi og bætur, greiðslur og endurgjald, skal ákveðin af lögbærum yfirvöldum í því aðildarríki í samræmi við gildandi lög Bandalagsins.
h)    „Hæfnispróf“: prófun á fagþekkingu umsækjanda, lagt fyrir af lögbæru yfirvaldi í gistiaðildarríkinu með það fyrir augum að meta hæfni umsækjanda til að leggja stund á lögverndaða starfsgrein í því aðildarríki. Til þess að hægt sé að leggja prófið fyrir skulu lögbær yfirvöld taka saman skrá yfir þær námsgreinar sem, samkvæmt samanburði á menntun umsækjanda og þeirri menntun sem krafist er í aðildarríkinu, prófskírteini eða annar vitnisburður umsækjanda um formlega menntun og hæfi tekur ekki til.
    Miða verður hæfnisprófið við þá staðreynd að umsækjandinn er fullgildur fagmaður í heimaaðildarríkinu eða aðildarríkinu sem hann kemur frá. Það verður að ná yfir námsgreinar sem verða valdar úr skránni og nauðsynlegt er að kunna skil á til þess að geta lagt stund á þá starfsgrein í gistiaðildarríkinu. Enn fremur má prófið reyna á þekkingu á reglum sem gilda um viðkomandi starfsemi í gistiaðildarríkinu.
    Lögbær yfirvöld í aðildarríkinu skulu ákvarða nánari skilyrði varðandi hæfnisprófið og stöðu umsækjanda í gistiaðildarríkinu, sem æskir þess að búa sig undir hæfnispróf í því aðildarríki.
i)    „Stjórnandi fyrirtækis“: einstaklingur í fyrirtæki innan viðkomandi atvinnugreinar sem hefur starfað sem:
    i.    stjórnandi fyrirtækis eða útibús fyrirtækis eða
    ii.    staðgengill eiganda eða stjórnanda fyrirtækis þegar stöðunni fylgir ábyrgð sem samsvarar ábyrgð eigandans eða stjórnandans sem hann er staðgengill fyrir eða
    iii.    í stjórnunarstöðu sem felur í sér skyldustörf á sviði viðskipta og/eða tækni og ábyrgð á einni eða fleiri deildum fyrirtækisins.
2.     Litið skal á hverja þá starfsgrein, sem félagsmaður í félögum eða samtökum sem vísað er til í I. viðauka leggur stund á, sem lögverndaða starfsgrein.
Markmið samtakanna eða félaganna, sem um getur í fyrstu undirgrein, er einkum að stuðla að og viðhalda gæðakröfum í viðkomandi starfsstétt. Í þessu skyni eru þau viðurkennd í sérstöku formi af aðildarríki og veita félagsmönnum sínum vitnisburð um formlega menntun og hæfi, tryggja að félagsmenn virði siðareglur starfsgreinarinnar sem þau mæla fyrir um og veita þeim rétt til að bera starfsheiti eða nafnbót eða njóta góðs af þeirri stöðu sem slíkri formlegri menntun og hæfi fylgir.
Ætíð þegar aðildarríki veitir samtökum eða félögum viðurkenningu þá sem um getur í fyrstu undirgrein skal það tilkynnt framkvæmdastjórninni sem birtir viðeigandi tilkynningu í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
3.     Litið skal á vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þriðja land gefur út, sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi ef handhafi þess hefur þriggja ára starfsreynslu í viðkomandi starfsgrein á yfirráðasvæði aðildarríkisins sem viðurkennir og vottar þennan vitnisburð um formlega menntun og hæfi í samræmi við 2. mgr. 2. gr.

4. gr.
Áhrif viðurkenningar

1.     Viðurkenning gistiaðildarríkis á faglegri menntun og hæfi gerir rétthafa kleift að fá aðgang að sömu starfsgrein í því aðildarríki og hann hefur menntun og hæfi til í heimaaðildarríkinu og að leggja stund á hana í gistiaðildarríkinu með sömu skilyrðum og ríkisborgarar þess.
2.     Í þessari tilskipun er starfsgreinin, sem umsækjandi óskar eftir að leggja stund á í gistiaðildarríkinu, sú sama og hann hefur menntun og hæfi til í heimaaðildarríki sínu, ef starfsemin sem um ræðir er sambærileg.

II. BÁLKUR
FRJÁLS ÞJÓNUSTUSTARFSEMI
5. gr.
Meginregla frjálsrar þjónustustarfsemi

1. Með fyrirvara um sértæk ákvæði í lögum Bandalagsins, sem og 6. og 7. gr. þessarar tilskipunar, skulu aðildarríkin ekki takmarka frjálsa þjónustustarfsemi í öðru aðildarríki af ástæðu er tengist faglegri menntun og hæfi:
a)     ef þjónustuveitandinn hefur lagalega staðfestu í aðildarríki í þeim tilgangi að leggja stund á sömu starfsgrein þar (hér á eftir kallað staðfestuaðildarríkið) og
b)    ef þjónustuveitandi flytur og hefur lagt stund á starfsgreinina í staðfestuaðildarríkinu í a.m.k. tvö ár á næstliðnum tíu árum áður en þjónustan er veitt, ef starfsgreinin er ekki lögvernduð í því aðildarríki. Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu gildir ekki þegar annaðhvort starfsgreinin eða menntun til starfsins eru lögvernduð.
2.     Ákvæði þessa bálks gilda aðeins þegar þjónustuveitandinn flytur á yfirráðasvæði gistiaðildarríkis til að leggja stund á, tímabundið og óreglubundið, starfsgreinina sem um getur í 1. mgr.
Eðli þjónustu, sem er veitt tímabundið og óreglubundið, skal metið í hverju tilviki fyrir sig, sérstaklega í tengslum við tímalengd, tíðni, reglufestu og samfelldni þjónustunnar.
3.     Þegar þjónustuveitandi flytur skal hann fylgja faglegum, lögboðnum eða stjórnsýslulegum reglum fyrir starfsgreinina sem tengjast faglegri menntun og hæfi með beinum hætti, t.d. skilgreiningu á starfsgreininni, notkun á starfsheitum og alvarlegri vanrækslu í starfi, sem tengist öryggi og vernd neytenda með beinum og sérstökum hætti, sem og ákvæðum um viðurlög sem gilda gagnvart fagmönnum í gistiaðildarríkinu sem leggja stund á sömu starfsgrein í því aðildarríki.

6. gr.
Undanþágur

Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skal gistiaðildarríkið veita þjónustuveitendum með staðfestu í öðru aðildarríki undanþágu frá þeim kröfum sem það gerir gagnvart fagmönnum með staðfestu á yfirráðasvæði þess og varða:
a)    starfsleyfi frá, skráningu hjá eða aðild að fagsamtökum eða sérfræðistofnun. Til að auðvelda beitingu gildandi ákvæða um viðurlög á yfirráðasvæði sínu geta aðildarríkin, í samræmi við 3. mgr. 5. gr., kveðið á um sjálfvirka tímabundna skráningu eða bráðabirgðaaðild að slíkum fagsamtökum eða sérfræðistofnun, að því tilskildu að slík skráning eða aðild tefji ekki eða flæki á nokkurn hátt veitingu þjónustu og hafi ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir þjónustuveitandann. Þar til bært yfirvald skal senda afrit af yfirlýsingunni og, ef við á, endurnýjuninni sem um getur í 1. mgr. 7. gr. vegna starfsgreina sem hafa áhrif á lýðheilsu og almannaöryggi sem um getur í 4. mgr. 7. gr. eða njóta sjálfkrafa viðurkenningar skv. III. kafla III. bálks, ásamt afriti af skjölunum, sem um getur í 2. mgr. 7. gr., til viðeigandi fagsamtaka eða sérfræðistofnunar og þetta skal teljast sjálfvirk tímabundin skráning eða bráðabirgðaaðild,
b)    skráningu hjá opinberri almannatryggingastofnun í þeim tilgangi að gera upp reikninga hjá vátryggjanda vegna starfsemi tryggðra aðila.
Þjónustuveitandi skal þó gera stofnuninni, sem um getur í b-lið, fyrir fram grein fyrir þeirri þjónustu sem hann veitir eða eftir á sé um neyðartilfelli að ræða.

7. gr.
Yfirlýsing gefin fyrir fram ef þjónustuveitandi flytur

1.     Aðildarríkin geta krafist þess, þegar þjónustuveitandi flytur í fyrsta sinn frá einu aðildarríki til annars til að veita þjónustu, að hann geri lögbæru yfirvaldi gistiaðildarríkisins fyrir fram grein fyrir því með skriflegri yfirlýsingu sem inniheldur lýsingu á vátryggingavernd eða annarri persónulegri eða sameiginlegri vernd fyrir starfsmenn með tilliti til starfsábyrgðar. Slík yfirlýsing skal endurnýjuð árlega ætli þjónustuveitandinn sér að veita þjónustu tímabundið og óreglubundið í því aðildarríki það árið. Þjónustuveitandinn getur lagt yfirlýsinguna fram með hvaða hætti sem er.
2.     Enn fremur geta aðildarríkin krafist þess að yfirlýsingunni fylgi eftirfarandi skjöl þegar þjónustan er veitt í fyrsta sinn eða þegar um er að ræða mikilvægar breytingar á aðstæðum sem sönnur eru færðar á í skjölunum:
a)    sönnun ríkisfangs þjónustuveitanda,
b)    vottorð sem staðfestir að handhafi sé með lagalega staðfestu í aðildarríki í þeim tilgangi að stunda umrædda starfsemi og að honum sé ekki bannað að leggja stund á starfsemina, ekki heldur tímabundið, á þeim tíma þegar hann afhendir vottorðið,
c)    vitnisburður um faglega menntun og hæfi,
d)    í þeim tilvikum sem um getur í b-lið 1. mgr. 5. gr., hvers kyns sannanir á því að þjónustuveitandinn hafi stundað umrædda starfsemi í a.m.k. tvö ár á næstliðnum tíu árum,
e)    fyrir starfsgreinar í öryggisgeiranum, hreint sakavottorð ef aðildarríkin krefjast þess af eigin ríkisborgurum.
3.     Nota skal starfsheiti staðfestuaðildarríkisins við veitingu þjónustunnar, svo fremi slíkt starfsheiti sé til í því aðildarríki fyrir umrædda atvinnustarfsemi. Starfsheitið skal tilgreint á opinberu tungumáli eða einu af opinberu tungumálum staðfestuaðildarríkisins þannig að komist verði hjá ruglingi við starfsheitið í gistiaðildarríkinu. Þegar slíkt starfsheiti er ekki til í staðfestuaðildarríkinu skal þjónustuveitandinn tilgreina formlega menntun sína og hæfi á opinberu tungumáli eða einu af opinberu tungumálum þess aðildarríkis. Í undantekningartilvikum, sem kveðið er á um í III. kafla III. bálks, skal þjónustan veitt undir því starfsheiti sem notað er í gistiaðildarríkinu.
4.     Í fyrsta sinn sem þjónusta er veitt innan lögverndaðrar starfsgreinar, sem hefur áhrif á lýðheilsu og almannaöryggi og nýtur ekki sjálfkrafa viðurkenningar skv. III. kafla III. bálks, má lögbært yfirvald gistiaðildarríkisins kanna faglega menntun og hæfi þjónustuveitandans áður en hann veitir þjónustu í fyrsta sinn. Slík forathugun er aðeins leyfileg þegar tilgangur athugunarinnar er að koma í veg fyrir að heilsa eða öryggi þjónustuþega bíði alvarlega hnekki vegna ófullnægjandi starfsmenntunar og hæfis þjónustuveitandans og hún gengur ekki lengra en nauðsynlegt er í því skyni.
Lögbært yfirvald skal leitast við að láta þjónustuveitanda í té upplýsingar, annaðhvort um ákvörðun sína að kanna ekki menntun hans og hæfi eða niðurstöðu úr slíkri athugun, eigi síðar en mánuði eftir viðtöku yfirlýsingarinnar og meðfylgjandi skjala. Komi upp vandkvæði sem gætu leitt til tafar skal lögbæra yfirvaldið tilkynna þjónustuveitanda um ástæður tafarinnar innan fyrsta mánaðar og jafnframt hvenær ákvörðunar er að vænta en hún skal lögð fram fyrir lok annars mánaðar eftir viðtöku allra skjala.
Þegar mikill munur er á faglegri menntun og hæfi þjónustuveitandans og þeirri menntun sem krafist er í gistiaðildarríkinu, að því marki að hann geti verið skaðlegur lýðheilsu og almannaöryggi, skal gistiaðildarríki gefa þjónustuveitandanum tækifæri til að sýna, einkum með hæfnisprófi, að hann hafi aflað sér þeirrar þekkingar eða hæfni sem á skortir. Undir öllum kringumstæðum verður að vera mögulegt að veita þjónustuna innan mánaðar frá því að ákvörðun er tekin í samræmi við fyrri undirgrein.
Komi engin viðbrögð frá lögbæra yfirvaldinu innan þess frests sem vísað er til í fyrri undirgreinum er heimilt að veita þjónustuna.
Í þeim tilvikum þegar búið er að staðfesta menntun og hæfi samkvæmt þessari málsgrein skal þjónustan veitt undir því starfsheiti sem er notað í gistiaðildarríkinu.

8. gr.
Samvinna stjórnvalda

1.      Lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins mega, í hvert sinn sem þjónusta er boðin, biðja lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins um að láta í té hvers kyns upplýsingar varðandi lögmæti staðfestu þjónustuveitandans og góða starfshætti hans, sem og upplýsingar um að hann hafi ekki sætt agaviðurlögum eða refsiréttarlegum viðurlögum. Lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins skulu veita þessar upplýsingar í samræmi við ákvæði 56. gr.
2.     Lögbærum yfirvöldum ber að tryggja að skipst sé á öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að unnt sé að fylgja kvörtunum þjónustuþega vegna þjónustuveitanda eftir með réttum hætti. Greina skal þjónustuþega frá niðurstöðum kvörtunarinnar.

9. gr.
Upplýsingar sem ber að veita þjónustuþegum

Ef þjónustan er veitt undir því starfsheiti sem notað er í staðfestuaðildarríkinu eða á grundvelli formlegrar menntunar og hæfis þjónustuveitandans geta lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins krafist þess, auk annarra upplýsinga sem kveðið er á um í lögum Bandalagsins, að þjónustuveitandinn láti þjónustuþega í té upplýsingar, að hluta eða í heild, varðandi eftirfarandi:
a)    ef þjónustuveitandi er skráður í viðskiptaskrá eða aðra opinbera skrá, hvaða skrá hann er skráður í, skráningarnúmer hans eða samsvarandi auðkenni hans í þeirri skrá,
b)    ef starfsemin er háð starfsleyfi staðfestuaðildarríkisins, nafn og heimilisfang lögbærs eftirlitsyfirvalds,
c)    þau fagfélög eða sambærilega aðila sem þjónustuveitandinn er skráður hjá,
d)    starfsheiti eða, ef starfsheiti er ekki fyrir hendi, vitnisburð um formlega menntun og hæfi þjónustuveitanda og aðildarríkið sem gaf hann út,
e)    ef þjónustuveitandi stundar starfsemi sem er virðisaukaskattsskyld, virðisaukanúmerið sem um getur í 1. mgr. 22. gr. sjöttu tilskipunar ráðsins 77/388/EBE frá 17. maí 1977 um samræmingu laga aðildarríkjanna um veltuskatt – sameiginlegt virðisaukaskattskerfi: samræmdur matsgrunnur ( 1 ),
f)    upplýsingar um vátryggingavernd eða aðra persónulega eða sameiginlega vernd fyrir starfsmenn með tilliti til starfsábyrgðar.

III. BÁLKUR
STAÐFESTURÉTTUR
I. KAFLI
Almennt kerfi til viðurkenningar á vitnisburði um nám
10. gr.
Gildissvið

Þessi kafli á við um allar starfsgreinar sem falla utan II. og III. kafla þessa bálks og í eftirfarandi tilvikum þegar umsækjandi, af sérstakri og óvenjulegri ástæðu, uppfyllir ekki skilyrðin sem mælt er fyrir um í þeim köflum:
a)    varðandi starfsemi sem er skráð í IV. viðauka, þegar innflytjandi uppfyllir ekki skilyrðin sem fram koma í 17., 18. og 19. gr.,
b)    fyrir lækna með grunnmenntun, sérmenntaða lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, sérmenntaða tannlækna, dýralækna, ljósmæður, lyfjafræðinga og arkitekta, þegar innflytjandi uppfyllir ekki skilyrði um raunverulega og lögmæta starfsreynslu sem um getur í 23., 27., 33., 37., 39., 43. og 49. gr.,
c)    fyrir arkitekta, þegar innflytjandi hefur undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem eru ekki skráð í lið 5.7 í V. viðauka,
d)    með fyrirvara um 21.gr. (1. mgr.), 23. og 27. gr., varðandi lækna, hjúkrunarfræðinga, tannlækna, dýralækna, ljósmæður, lyfjafræðinga og arkitekta, sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingar og verða að hafa stundað nám sem gefur rétt til starfsheitis sem talin eru upp í liðum 5.1.1, 5.2.2, 5.3.2, 5.4.2, 5.5.2, 5.6.2 og 5.7.1 í V. viðauka, einungis til viðurkenningar á viðkomandi sérgrein,
e)    varðandi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun og sérmenntaða hjúkrunarfræðinga sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingar og verða að hafa stundað nám sem gefur rétt til starfsheitis sem er skráð í lið 5.2.2 í V. viðauka, ef innflytjandi sækist eftir viðurkenningu í öðru aðildarríki þar sem sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar sinna viðkomandi atvinnustarfsemi án þess að hafa menntun í almennri hjúkrun,
f)    varðandi sérmenntaða hjúkrunarfræðinga, sem hafa ekki menntun í almennri hjúkrun, ef innflytjandi sækist eftir viðurkenningu í öðru aðildarríki þar sem viðkomandi atvinnustarfsemi er stunduð af hjúkrunarfræðingum í almennri hjúkrun, sérmenntuðum hjúkrunarfræðingum án menntunar í almennri hjúkrun eða sérmenntuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingar og verða að hafa stundað nám sem gefur rétt til starfsheita sem skráð eru í lið 5.2.2 í V. viðauka,
g)    varðandi innflytjendur sem uppfylla skilyrði í 3. mgr. 3. gr.

11. gr.
Þrepaskipting menntunar og hæfis

Við beitingu á 13. gr. er fagleg menntun og hæfi flokkuð í mismunandi stig, eins og lýst er hér á eftir:
a)    hæfnisvottorð sem lögbært yfirvald í heimaaðildarríkinu, tilnefnt samkvæmt lögum og stjórnsýslufyrirmælum þess aðildarríkis, gefur út á grundvelli:
    i.    annaðhvort náms sem fellur ekki undir vottorð eða prófskírteini í skilningi b-, c-, d-, eða e-liðar eða sérstaks prófs án undangengins náms eða að umsækjandi hafi verið í fullu starfi í aðildarríki í þrjú ár eða í samsvarandi tíma í hlutastarfi á næstliðnum tíu árum eða
    ii.    almenns grunnskóla- eða framhaldsskólanáms, sem staðfestir að handhafi hafi öðlast almenna þekkingu,
b)    vottorð sem staðfestir að lokið hafi verið á fullnægjandi hátt námi á framhaldsskólastigi,
    i.    annaðhvort almennu námi, þar sem við bætist nám eða faglegt nám annað en það sem um getur í c-lið, og/eða starfi á reynslutíma eða starfsreynslu sem krafist er til viðbótar því námi eða
    ii.    tæknilegu eða faglegu námi, þar sem bætist við, ef við á, nám eða faglegt nám sem um getur í i-lið og/eða starfi á reynslutíma eða starfsreynslu sem krafist er til viðbótar því námi,
c)    prófskírteini sem vottar að lokið hafi verið á fullnægjandi hátt
    i.    annaðhvort eins árs námi eftir framhaldsskólastigið, öðru en því sem um getur í d- og e-lið, eða samsvarandi tíma í hlutanámi, þar sem eitt inntökuskilyrðið er, sem almenn regla, að lokið hafi verið á fullnægjandi hátt því námi á framhaldsskólastigi sem krafist er við inntöku í háskóla eða æðri menntastofnun eða að lokið hafi verið samsvarandi námi á öðru stigi í framhaldsskóla, auk faglega námsins sem hugsanlega er krafist til viðbótar námi eftir framhaldsskólastigið eða
    ii.     þegar um lögverndaða starfsgrein er að ræða, námi sem er byggt upp á sérstakan hátt og er skráð í II. viðauka, á samsvarandi námsstigi og kveðið er á um í i-lið sem tryggir sambærileg fagleg gæði og undirbýr nemann undir sambærilega ábyrgð og verkefni. Heimilt er að breyta skránni í II. viðauka í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. til að taka tillit til náms sem uppfyllir skilyrðin sem kveðið er á um í næsta málslið hér að framan,
d)    prófskírteini sem vottar að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið a.m.k. þriggja en mest fjögurra ára námi eftir framhaldsskólastigið eða samsvarandi tíma í hlutanámi við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á sama skólastigi og hafi, eftir atvikum, lokið því faglega námi sem krafist er til viðbótar námi eftir framhaldsskólastigið,
e)    prófskírteini sem vottar að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið a.m.k. fjögurra ára námi eftir framhaldsskólastigið eða samsvarandi hlutanámi við háskóla eða æðri menntastofnun eða aðra stofnun á sama stigi og hafi, eftir atvikum, lokið því faglega námi sem krafist er til viðbótar námi á framhaldsskólastigi.

12. gr.
Jöfn staða prófskírteina

Litið skal á hvern vitnisburð um formlega menntun og hæfi eða safn slíkra vitnisburða, sem gefnir eru út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki og votta að handhafi hafi á fullnægjandi hátt lokið námi í Bandalaginu sem aðildarríkið metur á samsvarandi stigi og veiti rétt til aðgangs að eða stundunar starfsgreinar eða búa sig undir að stunda þá starfsgrein, sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi af því tagi sem um getur í 11. gr., þ.m.t. sama þrep.
Litið skal á faglega menntun og hæfi sem veitir handhafa áunnin réttindi á grundvelli þessara ákvæða, þótt hann uppfylli ekki þær kröfur sem settar eru í gildandi lögum eða stjórnsýslufyrirmælum heimaaðildarríkisins fyrir því að fá aðild að eða stunda starfsgrein, sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi samkvæmt sömu skilyrðum og segir í fyrstu undirgrein. Þetta á einkum við ef heimaaðildarríkið eykur kröfur um menntun vegna aðgangs að og iðkunar starfs og ef einstaklingur, sem hefur áður lokið námi sem uppfyllir ekki nýju skilyrðin um menntun og hæfi, getur nýtt sér áunnin réttindi á grundvelli laga eða stjórnsýslufyrirmæla í aðildarríkinu; í því tilviki metur gistiaðildarríkið fyrra nám sambærilegt nýja námsþrepinu vegna beitingar 13. gr.

13. gr.
Skilyrði fyrir viðurkenningu

1.     Ef aðgangur að eða stundun lögverndaðrar starfsgreinar í gistiaðildarríki er háð skilyrðum um sérstaka faglega menntun og hæfi skal lögbært yfirvald aðildarríkisins heimila umsækjendum að fá aðgang að og stunda starfsemi sem hafa undir höndum hæfnisvottorð eða vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem er krafist í öðru aðildarríki til að hefja og stunda þá starfsemi á yfirráðasvæði þess.
Hæfnisvottorð eða vitnisburður um formlega menntun og hæfi skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a)    þau skulu hafa verið gefin út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki sem er tilnefnt í samræmi við lög eða stjórnsýslufyrirmæli þess aðildarríkis,
b)    þau skulu staðfesta að fagleg menntun og hæfi samsvari a.m.k. næsta þrepi á undan því sem krafist er í gistiaðildarríkinu, eins og lýst er í 11. gr.
2.     Einnig skal veita umsækjendum, sem hafa stundað þá starfsemi sem um getur í 1. mgr. í fullu starfi í tvö ár á næstliðnum 10 árum í öðru aðildarríki sem lögverndar ekki þá starfsgrein, heimild til að fá aðgang að og stunda þá starfsemi sem lýst er í þeirri málsgrein, að því tilskildu að þeir hafi undir höndum eitt eða fleiri hæfnisvottorð eða vitnisburði um formlega menntun og hæfi.
Hæfnisvottorð og vitnisburður um formlega menntun og hæfi skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a)    þau skulu hafa verið gefin út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríki sem er tilnefnt í samræmi við lög eða stjórnsýslufyrirmæli þess aðildarríkis,
b)    þau skulu votta að fagleg menntun og hæfi samsvari a.m.k. næsta þrepi á undan því sem krafist er í gistiaðildarríkinu, eins og lýst er í 11. gr.,
c)    þau skulu votta að handhafi hafi fengið undirbúning til að stunda þá starfsgrein sem um ræðir.
Ekki er þó heimilt að krefjast þeirrar tveggja ára starfsreynslu, sem um getur í fyrstu undirgrein, þegar vitnisburður umsækjanda um formlega menntun og hæfi vottar lögverndaða menntun í skilningi e-liðar 1. mgr. 3. gr., á því stigi starfsmenntunar og hæfis sem lýst er í b-, c-, d-, eða e-lið 11. gr. Litið skal á lögverndaða menntun, sem skráð er í III. viðauka, sem lögverndaða menntun á því stigi starfsmenntunar og hæfis sem lýst er í c-lið 11. gr. Heimilt er að breyta skránni í III. viðauka í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. til að taka tillit til lögverndaðrar menntunar sem tryggir sambærileg fagleg gæði og undirbýr nemann undir sambærilega ábyrgð og verkefni.
3.     Þrátt fyrir b-lið 1. mgr. og b-lið 2. mgr. skal gistiaðildarríkið heimila aðgang að og stundun lögverndaðrar starfsemi þar sem aðgangur að starfsgreininni er, á yfirráðasvæði þess, bundinn skilyrði um menntun og hæfi sem sýnir fram á að fjögurra ára námi á æðra skólastigi eða háskólastigi hafi verið lokið með fullnægjandi hætti og að umsækjandinn búi yfir þeirri menntun og hæfi sem um getur í c-lið 11. gr.

14. gr.
Uppbótarráðstafanir

1.     Ákvæði 13. gr. koma ekki í veg fyrir að gistiaðildarríkið geti krafist þess að umsækjandi ljúki allt að þriggja ára aðlögunartíma eða taki hæfnispróf ef:
a)    sá námstími, sem hann leggur fram vitnisburð um að hafa lokið, samkvæmt skilyrðum 1. eða 2. mgr. 13. gr., er a.m.k. einu ári styttri en krafist er í gistiaðildarríkinu,
b)    námið sem hann hefur stundað er að inntaki verulega frábrugðið inntaki þess sem sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi, sem krafist er í gistiaðildarríkinu, tekur til,
c)    sú starfsgrein, sem er lögvernduð í gistiaðildarríkinu, nær til einnar eða fleiri tegunda lögverndaðrar atvinnustarfsemi sem er ekki að finna í samsvarandi starfsgrein í heimaaðildarríki umsækjanda í skilningi 2. mgr. 4. gr. og sá munur finnur sér stað í sérstöku námi sem krafist er í gistiaðildarríkinu og er að inntaki verulega frábrugðið því sem liggur að baki hæfnisvottorði umsækjanda eða vitnisburði hans um formlega menntun og hæfi.
2.     Notfæri gistiaðildarríkið sér möguleikann, sem um getur í 1. mgr., skal það veita umsækjandanum rétt til að velja milli aðlögunartíma og hæfnisprófs.
Ef aðildarríki álítur að nauðsynlegt sé, með tilliti til tiltekinnar starfsgreinar, að víkja frá kröfunni, sem er sett fram í undirgreininni hér að framan, sem veitir umsækjanda rétt til að velja milli aðlögunartíma og hæfnisprófs skal það tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um það fyrir fram og færa fullnægjandi rök fyrir frávikinu.
Ef framkvæmdastjórnin álítur, eftir að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar, að undantekningin, sem um getur í annarri undirgrein, sé ekki við hæfi eða ekki í samræmi við lög Bandalagsins skal hún, innan þriggja mánaða, fara fram á það við hlutaðeigandi aðildarríki að það falli frá fyrirhugaðri ráðstöfun. Heimilt er að beita frávikinu ef svar hefur ekki borist frá framkvæmdastjórninni innan framangreinds frests.
3.     Þrátt fyrir meginregluna um rétt umsækjanda til að velja, eins og mælt er fyrir um í 2. mgr., getur gistiaðildarríkið kveðið á um annaðhvort aðlögunartíma eða hæfnispróf ef um er að ræða starfsgreinar þar sem nákvæm þekking á landslögum er nauðsynleg og þar sem ráðgjöf eða aðstoð í tengslum við landslög er mikilvægur og stöðugur þáttur atvinnustarfseminnar.
Þetta á einnig við í tilvikum sem um getur í b- og c- lið 10. gr., d-lið 10. gr. að því er varðar lækna og tannlækna, f-lið 10. gr. ef innflytjandi sækist eftir viðurkenningu í öðru aðildarríki þar sem viðkomandi atvinnustarfsemi er stunduð af hjúkrunarfræðingum í almennri hjúkrun eða sérmenntuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingar sem er veittur að loknu því námi sem gefur rétt til starfsheitis sem skráð er í lið 5.2.2 í V. viðauka og í g-lið 10. gr.
Í þeim tilvikum, sem um getur í a-lið 10. gr., getur gistiaðildarríkið krafist þess að innflytjandi ljúki aðlögunartíma eða gangist undir hæfnispróf ef hann hyggst stunda slíka atvinnustarfsemi á eigin vegum eða sem stjórnandi fyrirtækis þar sem krafist er þekkingar og beitingar á sértækum landsbundnum, gildandi reglum, að því tilskildu að þegar lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins veita eigin ríkisborgurum aðgang að slíkri starfsemi sé krafist þekkingar á og beitingar þessara reglna.
4.     Að því er varðar beitingu b- og c-liðar 1. mgr. er með „verulega frábrugðnu námsefni“ vísað til þess námsefnis sem hefur grundvallarþýðingu í starfsgrein og að verulegur munur er á inntaki og lengd náms innflytjanda og því námi sem krafist er í gistiaðildarríkinu með tilliti til þessa.
5.     Beita skal 1. mgr. með tilhlýðilegu tilliti til meðalhófsreglunnar. Ef gistiaðildarríkið hyggst krefjast þess að umsækjandi ljúki aðlögunartíma eða taki hæfnispróf verður það fyrst að staðfesta hvort þekking sú sem umsækjandi hefur aflað sér með starfsreynslu sinni í aðildarríki eða í þriðja landi sé þess eðlis að það nái fyllilega eða að hluta til yfir þann verulega mismun sem um getur í 4. mgr.

15. gr.
Niðurfelling á uppbótarráðstöfunum á grundvelli sameiginlegra grunnskilyrða

1. Að því er þessa grein varðar eru „sameiginleg grunnskilyrði“ skilgreind sem viðmiðanir fyrir faglega menntun og hæfi sem henta til að brúa bilið milli þess verulega munar sem búið er að skilgreina milli þeirra menntunarkrafna sem gilda í hinum ýmsu aðildarríkjum fyrir tiltekna starfsgrein. Þessi verulegi munur skal skilgreindur með því að bera saman lengd og inntak námsins í a.m.k. tveimur þriðju aðildarríkjanna, þ.m.t. öll aðildarríkin sem lögvernda þessa starfsgrein. Munurinn á inntaki námsins getur stafað af verulegum muni á umfangi atvinnustarfseminnar.
2.     Aðildarríki eða fagfélög eða -samtök, sem eru fulltrúar á innlendum og evrópskum vettvangi, geta lagt fyrir framkvæmdastjórnina sameiginleg grunnskilyrði eins og þau eru skilgreind í 1. mgr. Ef framkvæmdastjórnin er þeirrar skoðunar, eftir samráð við aðildarríkin, að drög að sameiginlegum grunnskilyrðum einfaldi gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi getur hún lagt fram drög að ráðstöfunum til samþykktar í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr.
3.     Ef umsækjandi uppfyllir þær viðmiðanir um faglega menntun og hæfi, sem eru fastsettar í þeirri ráðstöfun sem er samþykkt í samræmi við 2. mgr., skal gistiaðildarríkið falla frá uppbótarráðstöfunum skv. 14. gr.
4.     Ákvæði 1. og 3. mgr. skulu ekki hafa áhrif á valdheimildir aðildarríkjanna til að ákveða hvers konar starfsmenntunar og hæfis er krafist til að mega leggja stund á starfsgreinar á yfirráðasvæði þeirra, sem og inntak og skipulag kerfa menntunar og faglegrar menntunar í þeim aðildarríkjum.
5.     Telji aðildarríki að þær viðmiðanir, sem eru fastsettar í ráðstöfun sem er samþykkt í samræmi við 2. mgr., veiti ekki lengur næga tryggingu að því er varðar faglega menntun og hæfi skal það tilkynna framkvæmdastjórninni um það og skal hún, ef við á, leggja fram drög að ráðstöfun í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr.
6.     Framkvæmdastjórnin skal, fyrir 20. október 2010, leggja skýrslu fyrir Evrópuþingið og ráðið um framkvæmd þessarar greinar og, ef nauðsyn krefur, viðeigandi tillögur um breytingu á henni.

II. KAFLI
Viðurkenning á starfsreynslu
16. gr.
Kröfur varðandi starfsreynslu

Ef aðildarríki gerir þekkingu og hæfni almenns eðlis, á sviði viðskipta eða fagsins að skilyrði fyrir aðgangi að eða stundun starfsemi sem talin er upp í IV. viðauka skal viðkomandi aðildarríki viðurkenna sem fullnægjandi sönnun fyrir slíkri þekkingu og hæfni að starfsemin hafi verið stunduð í öðru aðildarríki. Starfsemin skal hafa verið stunduð í samræmi við 17., 18. og 19. gr.

17. gr.
Starfsemi sem um getur í skrá I í IV. viðauka

1.     Að því er varðar starfsemi í skrá I í IV. viðauka þarf rétthafi að hafa stundað viðkomandi starfsemi áður:
a)    í sex ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis eða
b)    í þrjú ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. þriggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
c)    í fjögur ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. tveggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
d)    í þrjú ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur ef hann getur sýnt fram á að hann hafi stundað viðkomandi starfsemi sem launþegi í a.m.k. fimm ár eða
e)    í fimm ár samfellt í stjórnunarstöðu, þar af a.m.k. þrjú ár við skyldustörf á tæknisviði og ábyrgð á a.m.k. einni deild í fyrirtækinu ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. þriggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt.
2.     Í þeim tilvikum, sem getið er í a- og d-lið, skulu, á þeim degi sem viðkomandi einstaklingur sendi fullbúna umsókn til lögbærs yfirvalds sem um getur í 56. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að hann stundaði viðkomandi starfsemi.
3.     Ákvæði e-liðar 1. mgr. á ekki við um starfsemi hárgreiðslustofa í flokki 855 í ISIC-flokkunarkerfinu.

18. gr.
Starfsemi sem um getur í skrá II í IV. viðauka

1.     Að því er varðar starfsemi í skrá II í IV. viðauka þarf rétthafi að hafa stundað viðkomandi starfsemi:
a)    í fimm ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis eða
b)    í þrjú ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. þriggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
c)    í fjögur ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. tveggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
d)    í þrjú ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi stundað viðkomandi starfsemi sem launþegi í a.m.k. fimm ár eða
e)    í fimm ár samfellt sem launþegi ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. þriggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
f)    í sex ár samfellt sem launþegi ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið a.m.k. tveggja ára námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt.
2.     Í þeim tilvikum, sem getið er í a- og d-lið, skulu, á þeim degi sem viðkomandi einstaklingur sendi fullbúna umsókn til lögbærs yfirvalds sem um getur í 56. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að hann stundaði viðkomandi starfsemi.

19. gr.
Starfsemi sem um getur í skrá III í IV. viðauka

1.     Að því er varðar starfsemi í skrá III í IV. viðauka þarf rétthafi að hafa stundað viðkomandi starfsemi áður:
a)    í þrjú ár samfellt annaðhvort sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis eða
b)    í tvö ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær sérfræðistofnun metið námið að fullu gilt eða
c)    í tvö ár samfellt sem sjálfstætt starfandi einstaklingur eða stjórnandi fyrirtækis ef hann getur sýnt fram á að hann hafi stundað viðkomandi starfsemi sem launþegi í a.m.k. þrjú ár eða
d)    í þrjú ár samfellt sem launþegi ef hann getur sýnt fram á að hann hafi áður lokið námi á því sviði og því til staðfestingar fengið vottorð sem aðildarríkið viðurkennir eða þar til bær stofnun metið námið að fullu gilt.
2.     Í þeim tilvikum, sem getið er í a- og c-lið, skulu, á þeim degi sem viðkomandi einstaklingur sendi fullbúna umsókn til lögbærs yfirvalds sem um getur í 56. gr., ekki hafa liðið meira en tíu ár frá því að hann stundaði viðkomandi starfsemi.

20. gr.
Breytingar á skrám yfir starfsemi í IV. viðauka

Heimilt er að breyta skrám yfir starfsemi í IV. viðauka, þar sem starfsreynsla er til viðurkenningar skv. 16. gr., í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr., með það í huga að uppfæra og skýra flokkunarkerfið, að því tilskildu að það hafi ekki í för með sér breytingu á þeirri starfsemi sem tengist einstökum flokkum.

III. KAFLI
Viðurkenning á grundvelli samræmingar lágmarkskrafna um menntun
1. þáttur
Almenn ákvæði
21. gr.
Meginreglan um sjálfkrafa viðurkenningu

1.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérmenntaðs tannlæknis, dýralæknis, lyfjafræðings og arkitekts, eins og tilgreint er í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.6.2 og 5.7.1 V. viðauka, eftir því sem við á, sem uppfylla lágmarkskröfur um þá menntun sem um getur í 24., 25., 31., 34., 35., 38., 44. og 46. gr., eftir því sem við á, og skal, að því er varðar aðgang að og stundun þessarar atvinnustarfsemi, láta slíkan vitnisburð hafa sama gildi á yfirráðasvæði sínu og vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem aðildarríkið sjálft gefur út.
Slíkan vitnisburð um formlega menntun og hæfi verða lögbær yfirvöld í aðildarríkjunum að gefa út og skulu vottorðin, sem um getur í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.2.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.6.2 og 5.7.1, fylgja með þar sem við á.
Ákvæði fyrstu og annarrar undirgreinar hafa ekki áhrif á áunnu réttindin sem um getur í 23., 27., 33., 39. og 49. gr.
2.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna, til stundunar almennra heimilislækninga innan ramma almannatryggingakerfis þess, vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem skráður er í lið 5.1.4 í V. viðauka og önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjanna í samræmi við lágmarkskröfur um menntun í 28. gr.
Ákvæði fyrri undirgreinar hafa ekki áhrif á áunnu réttindin sem um getur í 30. gr.
3.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður, sem önnur aðildarríki veita ríkisborgurum aðildarríkjanna og um getur í lið 5.5.2 í V. viðauka, sem uppfylla lágmarkskröfur um menntun sem um getur í 40. gr. og þau skilyrði sem um getur í 41. gr,. og skal, að því er varðar aðgang að og stundun atvinnustarfsemi, láta slíkan vitnisburð hafa sama gildi á yfirráðasvæði sínu og vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem aðildarríkið sjálft gefur út. Þetta ákvæði hefur ekki áhrif á áunnu réttindin sem um getur í 23. og 43. gr.
4.     Aðildarríkin eru ekki skuldbundin til að gefa vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.6.2 í V. viðauka, gildi í þeim tilgangi að koma á fót nýjum lyfjaverslunum fyrir almenning. Að því er varðar ákvæði þessarar málsgreinar skal einnig litið á lyfjaverslanir, sem hafa verið opnar skemur en í þrjú ár, sem nýjar lyfjaverslanir.
5.     Vitnisburður um formlega menntun og hæfi arkitekts, sem um getur í lið 5.7.1 í V. viðauka og fellur undir sjálfkrafa viðurkenningu skv. 1. mgr., sannar að lokið hafi verið námi sem hófst í fyrsta lagi viðmiðunarskólaárið sem um getur í viðaukanum.
6.     Sérhvert aðildarríki skal setja það skilyrði fyrir aðgangi að og stundun atvinnustarfsemi lækna, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra og lyfjafræðinga að viðkomandi hafi undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem um getur í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.1.4, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka, eftir því sem við á, og vottar að viðkomandi einstaklingur hafi á námstímanum öðlast þá þekkingu og færni sem um getur í 24. gr. (3. mgr.), 31. gr. (6. mgr.), 34. gr. (3. mgr.), 38. gr. (3. mgr.), 40. gr. (3. mgr.) og 44. gr. (3. mgr.).
Heimilt er að gera breytingu varðandi þá þekkingu og færni sem um getur í 24. gr. (3. mgr.), 31. gr. (6. mgr.), 34. gr. (3. mgr.), 38. gr. (3. mgr.), 40. gr. (3. mgr.) og 44. gr. (3. mgr.) í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga hana að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur skulu ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum löggjafar í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
7.     Sérhvert aðildarríki skal tilkynna framkvæmdastjórninni um þau lög og stjórnsýslufyrirmæli sem það samþykkir um útgáfu vitnisburðar um formlega menntun og hæfi á því sviði sem þessi kafli nær til. Tilkynningunni skal að auki beint til hinna aðildarríkjanna að því er varðar vitnisburð um formlega menntun og hæfi á því sviði sem um getur í 8. þætti.
Framkvæmdastjórnin skal birta viðeigandi orðsendingu í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins þar sem tilgreindir eru þeir titlar sem aðildarríkin samþykkja sem vitnisburð um formlega menntun og hæfi og, ef við á, þá stofnun sem gefur út vitnisburðinn um formlega menntun og hæfi, vottorðið sem honum fylgir og samsvarandi starfsheiti sem um getur í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.1.4, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2, 5.6.2 og 5.7.1 í V. viðauka, eftir því sem við á.

22. gr.
Sameiginleg ákvæði um nám

Með tilliti til þess náms sem um getur í 24., 25., 28., 31., 34., 35., 38., 40., 44. og 46. gr.:
a)    Aðildarríkin geta heimilað hlutanám með þeim skilyrðum sem lögbær yfirvöld mæla fyrir um; þessi yfirvöld skulu tryggja að lengd náms, námskröfur og námsgæði séu ekki síðri en í fullu námi.
b)    Í samræmi við málsmeðferð hvers aðildarríkis skal símenntun tryggja að einstaklingar, sem hafa lokið námi, geti fylgst með þróun í faginu að því marki sem nauðsynlegt er til að viðhalda öryggi og skilvirkni í starfi.

23. gr.
Áunnin réttindi

1.     Án þess að hafa áhrif á áunnin réttindi, sem eiga sérstaklega við þær starfsgreinar sem um ræðir, skal hvert aðildarríki, í þeim tilvikum þegar vitnisburður um formlega menntun og hæfi læknis sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérmenntaðs tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður og lyfjafræðings, sem ríkisborgarar aðildarríkja hafa undir höndum en fullnægir ekki öllum námskröfum sem um getur í 24., 25., 31., 34., 35., 38., 40. og 44. gr., viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem þau aðildarríki gefa út, sem fullnægjandi sönnun, að svo miklu leyti sem slíkur vitnisburður vottar að lokið hafi verið á fullnægjandi hátt námi sem hófst fyrir viðmiðunardagsetningarnar sem mælt er fyrir um í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka og honum fylgir vottorð þar sem fram kemur að handhafar hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfu vottorðsins.
2.     Sömu ákvæði gilda um vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun, og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérmenntaðs tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður og lyfjafræðings, sem fenginn er á yfirráðasvæði fyrrum Þýska alþýðulýðveldisins en fullnægir ekki öllum lágmarkskröfum um menntun sem mælt er fyrir um í 24., 25., 31., 34., 35., 38., 40. og 44. gr., ef slíkur vitnisburður vottar að lokið hafi verið námi sem hófst fyrir:
a)    3. október 1990 að því er varðar lækna með grunnmenntun, hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna með grunnmenntun, sérmenntaða tannlækna, dýralækna, ljósmæður og lyfjafræðinga og
b)    3. apríl 1992 að því er varðar sérmenntaða lækna.
Vitnisburðurinn um formlega menntun og hæfi, sem um getur í fyrstu undirgreininni, veitir handhafa rétt til að stunda atvinnustarfsemi á öllu yfirráðasvæði Þýskalands með sömu skilyrðum og á við um vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem er gefinn út af lögbærum yfirvöldum í Þýskalandi og um getur í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka.
3.     Með fyrirvara um ákvæði 1. mgr. 37. gr. skal sérhvert aðildarríki viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings og arkitekts, sem ríkisborgarar aðildarríkjanna hafa undir höndum og gefinn er út í fyrrum Tékkóslóvakíu eða ef námið hófst, að því er varðar Tékkland og Slóvakíu, fyrir 1. janúar 1993, þar sem yfirvöld annars hvors fyrrnefnds aðildarríkis votta að slíkur vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi sama lagalega gildi á yfirráðasvæði þeirra og sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem þau gefa út sjálf og, að því er varðar arkitekta, sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem er tilgreindur í 6. lið VI. viðauka fyrir þessi aðildarríki, með tilliti til aðgangs að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun, sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 45. gr. og arkitekts að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 48. gr. og stundun slíkrar starfsemi.Slíkri staðfestingu skal fylgja vottorð, gefið út af sömu yfirvöldum, þar sem fram kemur að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi á yfirráðasvæði þeirra í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
4.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérmenntaðs tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings og arkitekts, sem ríkisborgarar aðildarríkjanna hafa undir höndum og er gefið út af fyrrum Sovétríkjunum, eða ef námið hófst
a)    að því er varðar Eistland, fyrir 20. ágúst 1991,
b)    að því er varðar Lettland, fyrir 21. ágúst 1991,
c)    að því er varðar Litháen, fyrir 11. mars 1990,
þar sem yfirvöld einhvers þessara þriggja aðildarríkja staðfesta að slíkur vitnisburður hafi sama lögmæti innan yfirráðasvæðis þeirra og sá vitnisburður sem þau gefa út og, að því er varðar arkitekta, sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem er tilgreindur í 6. lið VI. viðauka fyrir þessi aðildarríki, að því er varðar aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun, sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings, að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 45. gr., og arkitekts að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 48. gr. og stundun þeirrar starfsemi.
Slíkri staðfestingu skal fylgja vottorð, gefið út af sömu yfirvöldum, þar sem fram kemur að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi á yfirráðasvæði þeirra í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
Að því er varðar vitnisburð um formlega menntun og hæfi dýralækna, sem gefinn er út í fyrrum Sovétríkjunum, eða ef námið hófst í Eistlandi fyrir 20. ágúst 1991, skal vottorð fylgja staðfestingunni, sem um getur í undirgreininni hér að framan, sem staðfestir að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi á yfirráðasvæði þeirra í a.m.k. fimm ár samfellt á næstliðnum sjö árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
5.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem veitir aðgang að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun og sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérhæfðs tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings og arkitekts, sem ríkisborgarar aðildarríkjanna hafa undir höndum og gefinn er út í fyrrum Júgóslavíu eða ef námið hófst, að því er varðar Slóveníu, fyrir 25. júní 1991, þar sem yfirvöld fyrrnefnds aðildarríkis votta að slíkur vitnisburður hafi sama lagalega gildi á yfirráðasvæði þeirra og sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem þau gefa út sjálf og, að því er varðar arkitekta, sá vitnisburður um formlega menntun og hæfi sem er tilgreindur í 6. lið VI. viðauka fyrir þessi aðildarríki, með tilliti til aðgangs að atvinnustarfsemi læknis með grunnmenntun, sérmenntaðs læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, sérmenntaðs tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður, lyfjafræðings að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 2. mgr. 45. gr. og arkitekts að því er varðar þá starfsemi sem um getur í 48. gr. og stundun slíkrar starfsemi.
Slíkri staðfestingu skal fylgja vottorð, gefið út af sömu yfirvöldum, þar sem fram kemur að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi á yfirráðasvæði þeirra í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
6.     Svari vitnisburður um formlega menntun og hæfi læknis, hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, tannlæknis, dýralæknis, ljósmóður og lyfjafræðings ekki til þeirra starfsheita sem skráð eru fyrir það aðildarríki í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.1.3, 5.1.4, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka skal sérhvert aðildarríki viðurkenna, sem fullnægjandi sönnun fyrir ríkisborgara aðildarríkis, vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem þessi aðildarríki gefa út og með fylgir vottorð gefið út af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum.
Vottorðið, sem um getur í fyrstu undirgrein, skal staðfesta að viðkomandi vitnisburður um formlega menntun og hæfi votti að lokið hafi verið námi í samræmi við 24., 25., 28., 31., 34., 35., 38., 40. og 44. gr., eftir því sem við á, og að aðildarríkið, sem gaf það út, meti það til jafns við þá menntun og hæfi sem skráð er í liðum 5.1.1, 5.1.2, 5.1.3, 5.1.4, 5.2.2, 5.3.2, 5.3.3, 5.4.2, 5.5.2 og 5.6.2 í V. viðauka.

2. þáttur
Læknar
24. gr.
Grunnnám í læknisfræði

1.     Til að fá aðgang að grunnnámi í læknisfræði verður hlutaðeigandi að hafa undir höndum prófskírteini eða vottorð sem veitir aðgang að viðkomandi námi við háskóla.
2.     Grunnnám í læknisfræði skal fela í sér a.m.k. sex ára nám eða 5500 klukkustunda fræðilegt og verklegt nám við háskóla eða undir umsjón háskóla.
Fyrir einstaklinga, sem hófu nám fyrir 1. janúar 1972, getur námið, sem um getur í fyrstu undirgrein, falið í sér sex mánaða fullt, verklegt nám á háskólastigi undir umsjón lögbærra yfirvalda.
3.     Grunnnám í læknisfræði skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem læknisfræðin byggir á og góðan skilning á vísindaaðferðum, þ.m.t. aðferðir sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna,
b)    fullnægjandi skilning á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, svo og á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis,
c)    fullnægjandi þekkingu á klínískum fræðigreinum og lækningum, sem gefur viðkomandi heillega mynd af geðrænum og líkamlegum sjúkdómum, forvörnum, sjúkdómsgreiningu og meðferð og á æxlun manna,
d)    tilhlýðilega verklega þjálfun á sjúkrahúsum undir viðeigandi umsjón.

25. gr.
Sérnám í læknisfræði

1.     Til að fá aðgang að sérnámi í læknisfræði verður hlutaðeigandi að hafa lokið og fengið viðurkennt sex ára nám sem hluta af þeirri námsáætlun sem um getur í 24. gr. og á þeim tíma öðlast viðeigandi grundvallarþekkingu í læknisfræði.
2.     Sérnám í læknisfræði skal fela í sér fræðilegt og verklegt nám við háskóla eða kennslusjúkrahús eða þar sem við á, við sjúkrastofnun sem lögbær yfirvöld eða stofnanir hafa viðurkennt í þessum tilgangi.
Aðildarríkin skulu tryggja að lágmarkslengd sérnáms í læknisfræði, sem um getur í lið 5.1.3 í V. viðauka, sé ekki styttri en sú lengd sem kveðið er á um í þeim lið. Námið skal fara fram undir umsjón lögbærra yfirvalda eða stofnana. Í því felst að læknir í sérnámi verður sjálfur að taka þátt í þeirri starfsemi og axla þá ábyrgð sem fylgir þeirri þjónustu sem um ræðir.
3.     Námið skal vera fullt nám og fara fram við sérstakar stofnanir sem eru viðurkenndar af lögbærum yfirvöldum. Það felur í sér þátttöku í allri læknisfræðilegri starfsemi deildarinnar þar sem námið fer fram, þ.m.t. vaktir, þannig að læknir í sérnámi helgi fræðilega og verklega náminu alla starfskrafta sína starfsvikuna á enda og allan ársins hring í samræmi við þau skilyrði sem lögbær yfirvöld ákveða. Því skal greiða hæfileg laun fyrir þessi störf.
4.     Aðildarríkin skulu setja það skilyrði fyrir útgáfu vitnisburðar um sérnám í læknisfræði að viðkomandi hafi undir höndum vitnisburð um grunnmenntun í læknisfræði sem um getur í lið 5.1.1 í V. viðauka.
5.     Heimilt er að breyta lágmarkslengd náms, sem um getur í lið 5.1.3 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga hana að framförum á sviði vísinda og tækni.

26. gr.
Heiti sérnáms í læknisfræði

Vitnisburður um formlega menntun og hæfi sérmenntaðs læknis, sem um getur í 21. gr., er sá vitnisburður sem gefinn er út af lögbærum yfirvöldum eða stofnunum, sem um getur í lið 5.1.2 í V. viðauka, og samsvarar, að því er varðar það sérnám sem um ræðir, þeim starfsheitum sem eru notaðir í hinum ýmsu aðildarríkjum og um getur í lið 5.1.3 í V. viðauka.
Heimilt er, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr., að bæta nýjum sérgreinum við í lið 5.1.3 í V. viðauka sem eru sameiginlegar í a.m.k. tveimur fimmtu aðildarríkjanna með það í huga að uppfæra þessa tilskipun í ljósi breytinga á landslögum.

27. gr.
Áunnin réttindi sérmenntaðra lækna

1.     Gistiaðildarríki getur krafist þess af sérmenntuðum læknum, sem stunduðu sérfræðinám í hlutanámi sem féll undir lög og stjórnsýslufyrirmæli sem voru í gildi frá og með 20. júní 1975 og hófu sérnám sitt eigi síðar en 31. desember 1983, að vitnisburði þeirra um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð þar sem fram kemur að þeir hafi í reynd og með lögmætum hætti stundað umrædda starfsemi í a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir veitingu vottorðsins.
2.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi sérmenntaðra lækna, gefinn út á Spáni til handa læknum sem luku sérnámi sínu fyrir 1. janúar 1995, jafnvel þótt ekki séu uppfylltar þær lágmarkskröfur um menntun sem kveðið er á um í 25. gr., svo fremi að þeim vitnisburði um formlega menntun og hæfi fylgi vottorð sem veitt er af lögbærum, spænskum yfirvöldum um að viðkomandi einstaklingur hafi staðist próf sem sýnir fram á sérstaka hæfni í faginu og haldið er á grundvelli óvenjulegra ráðstafana varðandi viðurkenningu, sem mælt er fyrir um í konunglegri tilskipun 1497/99, með það fyrir augum að sannreyna að viðkomandi einstaklingur búi yfir sambærilegri þekkingu og færni og læknar sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sérmenntaðs læknis samkvæmt skilgreiningu, að því er varðar Spán, í liðum 5.1.2 og 5.1.3 í V. viðauka.
3.     Sérhvert aðildarríki, sem hefur fellt úr gildi lög eða stjórnsýslufyrirmæli er tengjast veitingu vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sérmenntaðs læknis sem um getur í liðum 5.1.2 og 5.1.3 í V. viðauka og hefur samþykkt ráðstafanir er tengjast áunnum réttindum í þágu ríkisborgara sinna, skal gera ríkisborgurum annarra aðildarríkja kleift að njóta slíkra ráðstafana, svo fremi að slíkur vitnisburður um formlega menntun og hæfi hafi verið gefinn út fyrir þann dag sem gistiaðildarríkið hætti að veita slíkan vitnisburð fyrir umrædda sérgrein.
Í lið 5.1.3 í V. viðauka er að finna hvaða dag ákvæðin voru felld úr gildi.

28. gr.
Sérstakt nám í almennum heimilislækningum

1.     Til að fá aðgang að sérstöku námi í almennum heimilislækningum verður hlutaðeigandi að hafa lokið og fengið viðurkennt sex ára nám sem hluta af þeirri námsáætlun sem um getur í 24. gr.
2.     Sérstakt nám í almennum heimilislækningum, sem veitir vitnisburð um formlega menntun og hæfi, gefinn út fyrir 1. janúar 2006, skal vera a.m.k. tveggja ára fullt nám. Ef um ræðir vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem gefinn er út eftir þennan dag, skal námið vera a.m.k. þriggja ára fullt nám.
Feli námsáætlunin, sem um getur í 24. gr., í sér verklegt nám á viðurkenndu sjúkrahúsi, sem hefur yfir að ráða viðeigandi búnaði og býður þjónustu, eða á vegum viðurkennds almenns heimilislæknis eða á viðurkenndri stöð þar sem læknar sinna almennri heilsugæslu, má verklega námið vera hluti af því tímabili sem kveðið er á um í fyrstu undirgrein og ljúka þarf til að fá námsvottorð gefið út 1. janúar 2006 eða síðar enda sé það ekki lengra en eitt ár.
Kosturinn, sem kveðið er á um í annarri undirgrein, skal aðeins standa til boða þeim aðildarríkjum þar sem lengd sérstaks náms í almennum heimilislækningum nær tveimur árum frá og með 1. janúar 2001.
3.     Sérstakt nám í almennum heimilislækningum skal vera fullt nám undir umsjón lögbærra yfirvalda eða stofnana. Leggja skal meiri áherslu á verklega en fræðilega þætti í náminu.
Verklega námið skal annars vegar vara í a.m.k. sex mánuði á viðurkenndu sjúkrahúsi þar sem fyrir hendi eru viðeigandi tæki og þjónusta og hins vegar í a.m.k. sex mánuði á vegum viðurkennds almenns heimilislæknis eða á viðurkenndri stöð þar sem læknar sinna almennri heilsugæslu.
Verklega námið skal fara fram í samvinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir eða starfsemi sem tengjast almennum heimilislækningum. Með fyrirvara um þau lágmarkstímabil, sem mælt er fyrir um í annarri undirgrein, getur verklega námið farið fram á sex mánaða tímabili að hámarki á öðrum viðurkenndum heilbrigðisstofnunum eða við starfsemi sem tengist almennum heimilislækningum.
Í náminu skal þess krafist að neminn taki sjálfur þátt í þeirri starfsemi og axli sömu ábyrgð og þeir einstaklingar sem hann starfar með.
4.     Aðildarríkin skulu setja það skilyrði fyrir útgáfu vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í almennum heimilislækningum að viðkomandi hafi undir höndum vitnisburð um formlega grunnmenntun og -hæfi í læknisfræði sem um getur í lið 5.1.1 í V. viðauka.
5.     Aðildarríkjunum er heimilt að gefa út vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.1.4 í V. viðauka, lækni til handa sem hefur ekki lokið því námi sem kveðið er á um í þessari grein en hefur lokið öðru viðbótarnámi, eins og vitnisburður um formlega menntun og hæfi, gefinn út af lögbærum yfirvöldum aðildarríkis, staðfestir. Hins vegar mega þau ekki veita vitnisburð um formlega menntun og hæfi nema vitnisburðurinn staðfesti þekkingu sem er að gæðum samsvarandi þeirri þekkingu sem fæst með námi sem kveðið er á um í þessari grein.
Aðildarríkin skulu m.a. ákvarða að hve miklu leyti viðbótarnám og starfsreynsla umsækjanda geti komið í stað þess náms sem kveðið er á um í þessari grein.
Aðildarríkin mega því aðeins gefa út vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.1.4 í V. viðauka, að umsækjandi hafi öðlast a.m.k. sex mánaða reynslu í almennum heimilislækningum á vegum almenns heimilislæknis eða á stöð þar sem læknar sinna almennri heilsugæslu af því tagi sem um getur í 3. mgr.

29. gr.
Að starfa sem almennur heimilislæknir

Sérhvert aðildarríki skal, með fyrirvara um ákvæðin sem tengjast áunnum réttindum, setja það skilyrði fyrir því að starfa sem almennur heimilislæknir innan ramma almannatryggingakerfis aðildarríkisins að hlutaðeigandi hafi undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem um getur í lið 5.1.4 í V. viðauka. Aðildarríkin geta veitt þeim einstaklingum, sem eru í sérstöku námi í almennum heimilislækningum, undanþágu frá þessu skilyrði.

30. gr.
Áunnin réttindi almennra heimilislækna

1.     Hvert aðildarríki skal ákvarða áunnin réttindi. Hins vegar skal aðildarríkið veita lækni rétt til að starfa sem almennur heimilislæknir, innan ramma almannatryggingakerfis þess, án þess að hafa vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.1.4 í V. viðauka, ef hann hefur öðlast réttinn á þeim viðmiðunardegi sem fram kemur í þeim lið, á grundvelli ákvæða sem gilda um læknastéttina og veita aðgang að starfi læknis með grunnmenntun í læknisfræði, og hafi hann öðlast staðfestu á þeim degi á yfirráðasvæði þess aðildarríkis í krafti 21. eða 23. gr.
Lögbær yfirvöld hvers aðildarríkis skulu gefa út vottorð, komi fram krafa þar um, sem staðfestir rétt handhafa til að starfa sem almennur heimilislæknir innan ramma almannatryggingakerfis þeirra án þess að fyrir liggi vitnisburður um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.1.4 í V. viðauka, til handa þeim læknum sem njóta áunninna réttinda samkvæmt fyrstu undirgrein.
2.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna þau vottorð, sem um getur í annarri undirgrein 1. mgr. og hin aðildarríkin gefa út til handa ríkisborgurum aðildarríkjanna, og gefa slíkum vottorðum sama gildi á yfirráðasvæði sínu og gefinn er vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem það sjálft gefur út og heimilar almennum heimilislækni að starfa innan ramma almannatryggingakerfis þess.

3. þáttur
Hjúkrunarfræðingar í almennri hjúkrun
31. gr.
Nám hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun

1.     Til að fá aðgang að námi fyrir hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun verður hlutaðeigandi að hafa lokið almennri 10 ára menntun, staðfest með prófskírteini, vottorði eða öðrum vitnisburði sem lögbær yfirvöld eða stofnanir í aðildarríki gefa út eða með vottorði sem staðfestir árangur í inntökuprófi á samsvarandi stigi inn í hjúkrunarfræði.
2.     Nám hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal vera fullt nám og fela a.m.k. í sér þá námsáætlun sem lýst er í lið 5.2.1 í V. viðauka.
Heimilt er að breyta listanum yfir námsefni, sem skráð er í lið 5.2.1 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga það að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur mega ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
3. Nám hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal fela í sér a.m.k. þriggja ára nám eða 4600 klukkustunda fræðilegt og klínískt nám, þar sem bóklegi hlutinn er a.m.k. einn þriðji hluti námsins og klíníski hlutinn er a.m.k. helmingur af lágmarkslengd námsins. Aðildarríkin mega veita þeim einstaklingum undanþágu að hluta til sem hafa lokið við hluta af þessu námi í tengslum við annað nám sem er á a.m.k. samsvarandi stigi.
Aðildarríkin skulu tryggja að stofnanirnar, sem bjóða upp á nám í hjúkrunarfræði, beri ábyrgð á að samræma fræðilega og klíníska námið í öllu náminu.
4.     Fræðilegt nám er sá hluti náms í hjúkrunarfræði þar sem hjúkrunarnemar tileinka sér nauðsynlega fagþekkingu, innsýn og færni til að skipuleggja og veita hjúkrun og meta alla þætti hennar. Kennarar í hjúkrunarfræði og aðrir þar til bærir aðilar í hjúkrunarskólum og öðrum skólum, sem kennslustofnunin velur, skulu annast kennsluna.
5.     Klíníska námið er sá hluti náms í hjúkrun þar sem hjúkrunarnemar, í hópvinnu og í beinni snertingu við heilbrigðan eða sjúkan einstakling og/eða samfélagshóp, læra að skipuleggja, veita og meta, á grundvelli þekkingar sinnar og færni, alla þætti þeirrar hjúkrunar sem þörf er á.
Hjúkrunarneminn skal ekki aðeins læra að vinna í hóp, heldur einnig að leiða hópa og skipuleggja alla þætti hjúkrunar, þ.m.t. heilbrigðisfræðsla fyrir einstaklinga og litla hópa, á heilbrigðisstofnun eða úti í samfélaginu. Þetta nám fer fram á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum og úti í samfélaginu á ábyrgð hjúkrunarmenntaðra kennara og í samvinnu við og með aðstoð annarra fullmenntaðra hjúkrunarfræðinga. Annað fullmenntað starfslið getur átt þátt í þessu kennsluferli.
Hjúkrunarnemar skulu taka þátt í starfsemi deildarinnar sem um ræðir, að svo miklu leyti sem slíkt stuðlar að námi þeirra, og þannig læra að axla þá ábyrgð sem fylgir hjúkrun.
6.     Nám fyrir hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum, sem almenn hjúkrun byggist á, þ.m.t. fullnægjandi skilningur á líkamsbyggingu, lífeðlisfræðilegri starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga svo og á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis,
b)    fullnægjandi þekkingu á eðli og siðfræði starfsgreinarinnar og meginreglum um heilbrigði og hjúkrun,
c)    fullnægjandi klíníska starfsreynslu; velja ber slíka starfsreynslu með hliðsjón af því hvernig hún styður við námið, og hún á að vera undir umsjón menntaðra hjúkrunarfræðinga á stöðum þar sem fyrir hendi er viðeigandi fjöldi hæfs starfsfólks og viðeigandi búnaður til umönnunar sjúklinga,
d)    hæfni til að taka þátt í verklegri þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og reynslu af því að starfa með slíku starfsfólki,
e)    reynslu í að vinna með aðilum annarra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins.

32. gr.
Að starfa sem hjúkrunarfræðingur í almennri hjúkrun

Í þessari tilskipun eru störf hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun þau störf sem eru stunduð undir starfsheitum sem um getur í lið 5.2.2 í V. viðauka.

33. gr.
Áunnin réttindi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun

1.     Í þeim tilvikum þar sem almennar reglur um áunnin réttindi eiga við um hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skulu störfin, sem um getur í 23. gr., hafa falið í sér fulla ábyrgð á áætlanagerð, skipulagningu og stjórnun hjúkrunar sjúklinga.
2.     Að því er varðar vitnisburð um menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun frá Póllandi gilda einungis eftirfarandi ákvæði um áunnin réttindi: Aðildarríkin skulu, að því er varðar ríkisborgara aðildarríkjanna, sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem var gefinn út í Póllandi eða ef námið hófst þar fyrir 1. maí 2004 og viðkomandi fullnægir ekki lágmarkskröfum um menntun sem mælt er fyrir um í 31. gr., viðurkenna eftirfarandi vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem fullnægjandi sönnun ef honum fylgir vottorð þar sem fram kemur að þessir ríkisborgarar aðildarríkis hafi í reynd og með lögmætum hætti gegnt starfi sem hjúkrunarfræðingar í almennri hjúkrun í Póllandi í þann tíma sem er tilgreindur hér á eftir:
a)    vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings á háskólastigi (dyplom licencjata pielegniarstwa), a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins,
b)    vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings sem vottar að námi eftir framhaldsskólastigið hafi verið lokið frá fagskóla á sviði læknavísinda ( dyplom pielegniarki albo pielegniarki dyplomowanej), a.m.k. fimm ár samfellt á næstliðnum sjö árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
Í fyrrgreindum störfum skal borin full ábyrgð á áætlanagerð, skipulagningu og stjórnun hjúkrunar sjúklinga.
3. Aðildarríkin skulu viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi í hjúkrunarfræði, gefinn út í Póllandi til handa hjúkrunarfræðingum sem hafa lokið námi fyrir 1. maí 2004 sem uppfylla ekki lágmarkskröfur um menntun sem mælt er fyrir um í 31. gr., að því tilskildu að viðkomandi leggi fram prófskírteini fyrir nám sem samsvarar B.S.-prófi og að það hafi verið gefið út eftir að viðkomandi lauk sérstakri endurmenntun sem er að finna í 11. gr. laga frá 20. apríl 2004 um breytingu á lögum um starfsgreinar hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og öðrum lagagerningum (Stjórnartíðindi Lýðveldisins Póllands frá 30. apríl 2004 nr. 92, liður 885) og reglugerð heilbrigðisráðherra frá 11. maí 2004 um nákvæm skilyrði varðandi menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem hafa lokið prófi á framhaldsskólastigi (lokapróf – „matura“) og námi við læknaskóla og fagskóla á sviði hjúkrunarfræða og ljósmóðurfræða (Stjórnartíðindi Lýðveldisins Póllands frá 13. maí 2004 nr. 110, liður 1170), með það markmið að staðfesta að hlutaðeigandi einstaklingur búi yfir sambærilegri þekkingu og hæfni og hjúkrunarfræðingar sem hafa öðlast þá menntun og hæfi sem eru, að því er Pólland varðar, skilgreind í lið 5.2.2 í V. viðauka.

4. þáttur
Tannlæknar
34. gr.
Grunnnám í tannlækningum

1.     Til að fá aðgang að grunnnámi í tannlækningum verður hlutaðeigandi að hafa undir höndum prófskírteini eða vottorð sem veitir aðgang að viðkomandi námi við háskóla eða æðri menntastofnanir sem hafa hlotið viðurkenningu á samsvarandi stigi í aðildarríki.
2.     Grunnnám í tannlækningum skal fela í sér a.m.k. fimm ára fullt fræðilegt og verklegt nám við háskóla, æðri menntastofnun sem býður nám sem er metið á samsvarandi stigi eða undir umsjón háskóla og felur a.m.k. í sér námsáætlunina sem lýst er í lið 5.3.1 í V. viðauka.
Heimilt er að breyta listanum yfir námsefni, sem er skráð í lið 5.3.1 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga það að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur mega ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
3.     Grunnnám í tannlækningum skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem tannlækningar byggja á og góðan skilning á vísindaaðferðum, þ.m.t. aðferðir sem eru notaðar við mælingar á líffræðilegri starfsemi, mati á vísindalega viðurkenndum staðreyndum og greiningu gagna,
b)    fullnægjandi þekkingu á líkamsbyggingu, starfsemi og hegðun heilbrigðra og sjúkra einstaklinga, sem og á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis, að svo miklu leyti sem þessir þættir hafa áhrif á tannlækningar,
c)    fullnægjandi þekkingu á byggingu og hlutverki tanna, munns, kjálka og aðliggjandi vefja, bæði heilbrigðra og sýktra, og hvernig þessir þættir tengjast almennu heilsufari og líkamlegri og félagslegri velferð sjúklings,
d)    fullnægjandi þekkingu á klínískum fræðigreinum og aðferðum, sem gefur tannlækninum heillega mynd af göllum, sárum og sjúkdómum í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum og forvörnum, greiningu og meðferð í tannlækningum,
e)    hæfilega klíníska starfsreynslu undir viðeigandi umsjón.
Með náminu skal hann öðlast nauðsynlega færni til að inna af hendi öll störf er lúta að forvörnum, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum.

35. gr.
Sérnám í tannlækningum

1.     Til að fá aðgang að sérnámi í tannlækningum verður hlutaðeigandi að hafa lokið og fengið viðurkennt fimm ára nám í fræðilegum og verklegum greinum innan ramma þess náms sem um getur í 34. gr. og hafa undir höndum þau skjöl sem um getur í 23. og 37. gr.
2.     Sérnám í tannlækningum skal fela í sér fræðilegt og verklegt nám við háskóla eða á meðferðar-, kennslu- og rannsóknarstofnun eða, eftir því sem við á, við heilbrigðisstofnun, sem lögbær yfirvöld eða stofnanir hafa viðurkennt í þessu skyni.
Fullt sérnám í tannlækningum skal vera a.m.k. þrjú ár undir umsjón lögbærra yfirvalda eða stofnana. Í því felst að tannlæknanemi í sérnámi verður sjálfur að taka þátt í þeirri starfsemi og axla þá ábyrgð sem fylgir starfinu á viðkomandi stofnun.
Heimilt er að breyta lágmarkslengd náms, sem um getur í annarri undirgrein, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga það að framförum á sviði vísinda og tækni.
3.     Aðildarríkin skulu setja það skilyrði fyrir útgáfu vitnisburðar um sérmenntun í tannlækningum að viðkomandi hafi undir höndum vitnisburð um grunnnám í tannlækningum sem um getur í lið 5.3.2 í V. viðauka.

36. gr.
Að starfa sem tannlæknir

1.     Í þessari tilskipun er starf tannlækna það starf sem skilgreint er í 3. mgr. og er iðkað undir starfsheitum sem skráð eru í lið 5.3.2 í V. viðauka.
2.     Starfsgrein tannlæknis skal byggð á námi tannlæknis sem um getur í 34. gr. og felur í sér tiltekna starfsgrein sem er frábrugðin öðrum almennum eða sérhæfðum læknastörfum. Þeir sem stunda starfsemi tannlæknis þurfa að hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem um getur í lið 5.3.2 í V. viðauka. Handhafar slíks vitnisburðar um formlega menntun og hæfi skulu njóta sömu meðferðar og þeir sem falla undir 23. og 37. gr.
3.     Aðildarríkin skulu tryggja að tannlæknar geti almennt fengið aðgang að og stundað störf sem fela í sér forvarnir, greiningu og meðferð galla og sjúkdóma í tönnum, munni, kjálkum og aðliggjandi vefjum, að teknu tilhlýðilegu tilliti til ákvæða reglna og siðaregla starfsgreinarinnar að því er varðar viðmiðunardagsetningarnar sem um getur í lið 5.3.2 í V. viðauka.

37. gr.
Áunnin réttindi tannlækna

1.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna, vegna starfa tannlæknis undir því starfsheiti sem um getur í lið 5.3.2 í V. viðauka, vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis, sem gefinn er út á Ítalíu, Spáni, Austurríki, Tékklandi og Slóvakíu til handa einstaklingum sem hófu læknanám á viðmiðunardegi sem gefin er upp í þeim viðauka fyrir viðkomandi aðildarríki, eða fyrr, ásamt vottorði sem lögbær yfirvöld aðildarríkisins gefa út.
Vottorðið verður að sýna fram á að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a)    að hlutaðeigandi einstaklingar hafi í reynd gegnt, í því aðildarríki, með lögmætum hætti og að aðalstarfi, því starfi sem um getur í 36. gr. í a.m.k. þrjú ár samfleytt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfu vottorðsins,
b)    að þessum einstaklingum sé heimilt að gegna fyrrgreindum störfum við sömu skilyrði og handhöfum vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem skráður er fyrir viðkomandi aðildarríki í lið 5.3.2. í V. viðauka.
Veita skal þeim einstaklingum, sem hafa á fullnægjandi hátt lokið a.m.k. þriggja ára námi, sem lögbær yfirvöld viðkomandi aðildarríkis viðurkenna sem samsvarandi því námi sem um getur í 34. gr., undanþágu frá þriggja ára starfsreynslunni sem um getur í a-lið annarrar undirgreinar.
Að því er varðar Tékkland og Slóvakíu skal veita vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem fenginn er í fyrrum Tékkóslóvakíu sömu viðurkenningu og vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem fenginn er í Tékklandi og Slóvakíu með sömu skilyrðum og segir í undirgreinunum hér að framan.
2.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi læknis sem gefinn er út á Ítalíu til handa einstaklingum sem hófu háskólanám í læknisfræði eftir 28. janúar 1980 og eigi síðar en 31. desember 1984, og skal honum fylgja vottorð sem gefið er út af lögbærum yfirvöldum á Ítalíu.
Vottorðið verður að sýna fram á að þremur eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a)    að hlutaðeigandi einstaklingar hafi staðist hæfnispróf sem lögbær yfirvöld á Ítalíu halda til að komast að raun um hvort þeir búi yfir sambærilegri þekkingu og færni og þeir sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem skráður er fyrir Ítalíu í lið 5.3.2 í V. viðauka,
b)    að þeir hafi í reynd gegnt á Ítalíu, með lögmætum hætti og að aðalstarfi, því starfi sem um getur í 36. gr. í a.m.k. þrjú ár samfleytt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfu vottorðsins,
c)    að þeir hafi leyfi til að gegna eða gegni í reynd, með lögmætum hætti og að aðalstarfi, því starfi sem um getur í 36. gr. með sömu skilyrðum og handhafar vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem skráður er fyrir Ítalíu í lið 5.3.2 í V. viðauka.
Veita skal þeim einstaklingum, sem hafa lokið á fullnægjandi hátt a.m.k. þriggja ára námi sem lögbær yfirvöld viðurkenna sem samsvarandi því námi sem um getur í 34. gr., undanþágu frá hæfnisprófinu sem um getur í a-lið annarrar undirgreinar.
Einstaklingar, sem hófu háskólanám í læknisfræði eftir 31. desember 1984, skulu fá sömu meðferð og þeir sem um getur hér að framan, að því tilskildu að framangreint þriggja ára nám hafi hafist fyrir 31. desember 1994.

5. þáttur
Dýralæknar
38. gr.
Nám dýralækna

1.     Nám dýralækna skal fela í sér a.m.k. fimm ára fullt fræðilegt og verklegt nám við háskóla eða æðri menntastofnun sem býður nám sem viðurkennt er á samsvarandi stigi eða undir umsjón háskóla og felur a.m.k. í sér þá námsáætlun sem um getur í lið 5.4.1 í V. viðauka.
Heimilt er að breyta listanum yfir námsefni, sem er skráð í lið 5.4.1 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga það að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur mega ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
2.     Til að fá aðgang að dýralæknisfræði verður hlutaðeigandi að hafa undir höndum prófskírteini eða vottorð sem veitir aðgang að viðkomandi námi í háskóla eða æðri menntastofnunum sem aðildarríki viðurkennir að eru á samsvarandi stigi til þessa náms.
3.     Nám dýralæknis skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem dýralæknisfræðin byggir á,
b)    fullnægjandi þekkingu á líkamsbyggingu og starfsemi heilbrigðra dýra, búskap með þau, æxlun og almennum hollustuháttum, svo og fóðrun, þ.m.t. þekking á tækni við framleiðslu og geymslu á fóðri sem hentar þeim,
c)    fullnægjandi þekkingu á atferli og verndun dýra,
d)    fullnægjandi þekkingu á orsökum, eðli, þróun, áhrifum, greiningu og meðferð dýrasjúkdóma, hvort heldur átt er við einstakt dýr eða hópa, auk sérþekkingar á sjúkdómum er borist gætu í menn,
e)    fullnægjandi þekkingu á fyrirbyggjandi lyfjameðferð,
f)    fullnægjandi þekkingu á hollustu og tækni er lúta að frumvinnslu, fullvinnslu og markaðssetningu matvæla úr dýraríkinu eða matvæla upprunnum í dýraríkinu sem ætluð eru til manneldis,
g)    fullnægjandi þekkingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum sem lúta að framangreindum atriðum,
h)    fullnægjandi klíníska og aðra verklega reynslu undir viðeigandi umsjón.

39. gr.
Áunnin réttindi dýralækna

Aðildarríkin skulu, með fyrirvara um 4. mgr. 23. gr. að því er varðar ríkisborgara aðildarríkjanna, sem hafa vitnisburð um formlega menntun og hæfi dýralæknis sem var gefinn út í Eistlandi eða ef námið hófst þar fyrir 1. maí 2004, viðurkenna slíkan vitnisburð um formlega menntun og hæfi dýralæknis sem fullnægjandi sönnun ef honum fylgir vottorð þar sem fram kemur að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti gegnt viðkomandi störfum í Eistlandi í a.m.k. fimm ár samfellt á næstliðnum sjö árum fyrir útgáfudag vottorðsins.

6. þáttur
Ljósmæður
40. gr.
Nám ljósmæðra

1.     Nám ljósmæðra skal fela í sér a.m.k.:
a)    sérstakt fullt ljósmóðurnám sem felur í sér a.m.k. þriggja ára fræðilegt og verklegt nám (námsleið I) og a.m.k. námsáætlunina sem um getur í lið 5.5.1 í V. viðauka eða
b)    sérstakt fullt ljósmóðurnám sem er 18 mánuðir (námsleið II) og felur í sér a.m.k. þá námsáætlun, sem um getur í lið 5.5.1 í V. viðauka, sem er ekki hluti af samsvarandi námi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun.
Aðildarríkin skulu tryggja að þær stofnanir sem sjá um menntun ljósmæðra séu ábyrgar fyrir samræmingu bóklegra og verklegra þátta í allri námsáætluninni.
Heimilt er að breyta listanum yfir námsefni, sem er skráð í lið 5.5.1 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga það að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur skulu ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
2.     Til að fá aðgang að ljósmóðurnámi verður hlutaðeigandi að uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
a)    hafa lokið a.m.k. fyrstu tíu árum almenns náms fyrir námsleið I eða
b)    hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, sem getið er í lið 5.2.2 í V. viðauka, fyrir námsleið II.
3.     Nám ljósmóður skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á þeim vísindagreinum sem starfsemi ljósmæðra byggir á, einkum fæðingarfræði og kvensjúkdómafræði,
b)    fullnægjandi þekkingu á siðfræði starfsgreinarinnar og löggjöf er hana varðar,
c)    ítarlega þekkingu á líffræðilegri starfsemi, líffærafræði og lífeðlisfræði á sviði fæðingafræða og nýbura, auk þekkingar á sambandinu milli heilsufars, aðbúnaðar og félagslegs umhverfis manna og hegðunar þeirra,
d)    fullnægjandi klíníska reynslu sem fengist hefur á viðurkenndum stofnunum undir umsjón starfsfólks sem er menntað á sviði ljósmóðurfræða og fæðingarfræði,
e)    fullnægjandi skilning á menntun heilbrigðisstarfsfólks og reynslu af því að vinna með slíku starfsfólki.

41. gr.
Verklagsreglur varðandi viðurkenningu á vitnisburði um formlega menntun og hæfi ljósmæðra

1.     Vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmæðra, sem um getur í lið 5.5.2 í V. viðauka, fær sjálfkrafa viðurkenningu skv. 21. gr., svo fremi sem viðkomandi fullnægir einni af eftirfarandi viðmiðunum:
a)    fullt nám í ljósmóðurfræðum í a.m.k. þrjú ár:
    i.    hefur annaðhvort undir höndum prófskírteini, vottorð eða annan vitnisburð um menntun og hæfi sem veitir aðgang að háskóla eða æðri menntastofnun eða staðfestir á annan hátt samsvarandi þekkingu eða
    ii.    lýkur til viðbótar tveggja ára starfsreynsla sem er staðfest með vottorði í samræmi við 2. mgr.,
b)    fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur í tvö ár eða a.m.k. 3600 klukkustundir, að því tilskildu að viðkomandi hafi undir höndum annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun sem um getur í lið 5.2.2 í V. viðauka,
c)    fullt nám í ljósmóðurfræðum sem stendur í 18 mánuði eða a.m.k. 3000 klukkustundir, að því tilskildu að viðkomandi hafi undir höndum annan vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðings í almennri hjúkrun, sem um getur í lið 5.2.2 í V. viðauka, og á eftir komi starfsreynsla sem er staðfest með vottorði sem er gefið út í samræmi við 2. mgr.
2.     Vottorðið, sem um getur í 1. mgr., skal gefið út af lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu. Það skal staðfesta að handhafi þess hafi, eftir að hafa fengið vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður, starfað með fullnægjandi hætti sem ljósmóðir á sjúkrahúsi eða á heilsugæslustofnun sem er viðurkennd í þessu skyni.

42. gr
Að starfa sem ljósmóðir

1.     Ákvæði þessa þáttar gilda um störf ljósmæðra eins og þau eru skilgreind í hverju aðildarríki, sbr. þó 2. mgr., sem eru stunduð undir þeim starfsheitum sem um getur í lið 5.5.2 í V. viðauka.
2.     Aðildarríkin skulu tryggja að ljósmæður eigi a.m.k. rétt á að fá aðgang að og stunda eftirtalin störf:
a)    veita haldgóðar upplýsingar og ráðgjöf um fjölskylduáætlanir,
b)    greina þungun og hafa eftirlit með eðlilegri meðgöngu; gera nauðsynlegar prófanir vegna eftirlits með framvindu eðlilegrar meðgöngu,
c)    mæla fyrir um eða ráðleggja rannsóknir sem nauðsynlegar eru til þess að greina eins fljótt og unnt er fyrstu merki um áhættumeðgöngu,
d)    halda námskeið með fræðslu um foreldrahlutverkið, fæðingu og ráðgjöf um hreinlæti og næringu,
e)    annast og aðstoða móður meðan á fæðingu stendur og fylgjast með ástandi fósturs í leginu með viðeigandi klínískum og tæknilegum aðferðum,
f)    sjá um eðlilegar fæðingar, þ.m.t. spangarskurður þegar hans er þörf og, í bráðatilvikum, sitjandi fæðingu,
g)    þekkja hættumerki hjá móður eða ungbarni sem krefst umsagnar læknis og aðstoða hann eftir þörfum; gera nauðsynlegar neyðarráðstafanir í fjarveru læknis, einkum til að ná fylgju út, auk hugsanlegrar þreifingar legsins,
h)    skoða og annast nýbura; taka frumkvæði þegar nauðsyn ber til og gera bráða endurlífgun þegar þörf krefur,
i)    annast og fylgjast með líðan móður eftir fæðingu og gefa móður öll nauðsynleg ráð varðandi umönnun ungbarna til að gera móður kleift að tryggja hámarksframfarir hjá nýburanum,
j)    annast meðferð sem læknir hefur mælt fyrir um,
k)    annast nauðsynlega skýrslugerð.

43. gr.
Áunnin réttindi ljósmæðra

1.     Sérhvert aðildarríki skal, að því er varðar ríkisborgara aðildarríkjanna sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem fullnægir öllum lágmarkskröfum um menntun sem mælt er fyrir um í 40. gr. en ekki fengið hann viðurkenndan skv. 41. gr. nema honum fylgi vottorð um starfsreynslu sem um getur í 2. mgr. 41. gr., viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem gefinn er út í þessum aðildarríkjum fyrir viðmiðunardagsetninguna, sem um getur í lið 5.5.2 í V. viðauka, sem fullnægjandi sönnun enda fylgi honum vottorð sem staðfestir að þessir ríkisborgarar hafi í reynd og með lögmætum hætti gegnt umræddum störfum í a.m.k. tvö ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir veitingu vottorðsins.
2.     Skilyrðin, sem mælt er fyrir um í 1. mgr., gilda fyrir þá ríkisborgara aðildarríkjanna sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið námi á yfirráðasvæði fyrrum Þýska alþýðulýðveldisins og fullnægir öllum þeim lágmarkskröfum um menntun sem mælt er fyrir um í 40. gr. en fær hann ekki viðurkenndan skv. 41. gr. nema honum fylgi vottorð um starfsreynslu sem um getur í 2. mgr. 41. gr. þar sem staðfest er að nám hafi hafist fyrir 3. október 1990.
3.     Að því er varðar vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður frá Póllandi gilda einungis eftirfarandi ákvæði um áunnin réttindi:
Aðildarríkin skulu, að því er varðar ríkisborgara aðildarríkjanna sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem var gefinn út í Póllandi eða ef námið hófst þar fyrir 1. maí 2004 og viðkomandi fullnægir ekki lágmarkskröfum um menntun sem mælt er fyrir um í 40. gr., viðurkenna eftirfarandi vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem fullnægjandi sönnun ef honum fylgir vottorð þar sem fram kemur að þessir einstaklingar hafi í reynd og með lögmætum hætti starfað sem ljósmóðir í þann tíma sem er tilgreindur hér á eftir:
a)    vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmóður á háskólastigi (dyplom licencjata poloznictwa), a.m.k. þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins,
b)    vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmóður sem vottar að námi eftir framhaldsskólastigið hafi verið lokið frá fagskóla á sviði læknavísinda (dyplom poloznej), a.m.k. fimm ár samfellt á næstliðnum sjö árum fyrir útgáfudag vottorðsins.
4.     Aðildarríkin skulu viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi í ljósmóðurfræði, gefinn út í Póllandi til handa ljósmæðrum sem hafa lokið námi fyrir 1. maí 2004 sem uppfyllir ekki lágmarkskröfur um menntun sem mælt er fyrir um í 40. gr., að því tilskildu að viðkomandi leggi fram prófskírteini fyrir nám sem samsvarar B.S.-prófi og að það hafi verið gefið út eftir að viðkomandi lauk sérstakri endurmenntun sem er að finna í 11. gr. laga frá 20. apríl 2004 um breytingu á lögum um starfsgreinar hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og öðrum lagagerningum (Stjórnartíðindi Lýðveldisins Póllands frá 30. apríl 2004 nr. 92, liður 885) og reglugerð heilbrigðisráðherra frá 11. maí 2004 um nákvæm skilyrði varðandi menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem hafa lokið prófi á framhaldsskólastigi (lokapróf – „matura“) og námi við læknaskóla og fagskóla á sviði hjúkrunarfræða og ljósmóðurfræða (Stjórnartíðindi Lýðveldisins Póllands frá 13. maí 2004 nr. 110, liður 1170), með það markmið að staðfesta að hlutaðeigandi einstaklingur búi yfir sambærilegri þekkingu og hæfni og ljósmæður sem hafa öðlast þá menntun og hæfi sem eru, að því er Pólland varðar, skilgreind í lið 5.5.2 í V. viðauka.

7. þáttur
Lyfjafræðingar
44. gr.
Nám lyfjafræðinga

1.     Til að fá aðgang að námi í lyfjafræði verður hlutaðeigandi að hafa undir höndum prófskírteini eða vottorð sem veitir aðgang í aðildarríki að viðkomandi námi við háskóla eða æðri menntastofnanir sem eru viðurkenndar á samsvarandi stigi.
2.     Vitnisburður um formlega menntun og hæfi lyfjafræðings skal staðfesta a.m.k. fimm ára nám sem felur í sér a.m.k.:
a)    fjögurra ára fullt fræðilegt og verklegt nám við háskóla eða æðri menntastofnanir sem hafa hlotið viðurkenningu á samsvarandi stigi eða undir umsjón háskóla,
b)    sex mánaða starfsþjálfun í lyfjaverslun sem er opin almenningi eða á sjúkrahúsi undir umsjón lyfjadeildar á því sjúkrahúsi.
Starfsþjálfunin skal a.m.k. fela í sér námsáætlunina sem lýst er í lið 5.6.1 í V. viðauka. Heimilt er að breyta listanum yfir námsefni, sem er skráð í lið 5.6.1 í V. viðauka, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr. með það í huga að laga hann að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur mega ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.
3.     Nám í lyfjafræði skal veita tryggingu fyrir því að hlutaðeigandi einstaklingur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    fullnægjandi þekkingu á lyfjum og þeim efnum sem notuð eru við framleiðslu lyfja,
b)    fullnægjandi þekkingu á lyfjagerðarfræði og eðlisfræðilegri, efnafræðilegri, líffræðilegri og örverufræðilegri prófun á lyfjum,
c)    fullnægjandi þekkingu á umbroti og verkun lyfja og eiturefna og á notkun lyfja,
d)    fullnægjandi þekkingu til að meta vísindaleg gögn er varða lyf svo að viðkomandi sé fær um að veita viðeigandi upplýsingar á grundvelli þessarar þekkingar,
e)    fullnægjandi þekkingu á lagalegum jafnt sem öðrum kröfum sem gerðar eru til þeirra sem stunda lyfsölu.

45. gr.
Að starfa sem lyfjafræðingur

1.     Í þessari tilskipun er aðgangur að og iðkun starfs lyfjafræðings, að því er þessa tilskipun varðar, bundin, í einu eða fleiri aðildarríkjum, skilyrði um faglega menntun og hæfi og handhöfum vitnisburðar um formlega menntun og hæfi til þeirra starfstitla sem eru skráðir í lið 5.6.2 í V. viðauka.
2.     Aðildarríkin skulu tryggja að handhafar vitnisburðar um formlega menntun og hæfi í lyfsölufræðum á háskólastigi eða á samsvarandi menntunarstigi, sem fullnægja ákvæðum 44. gr., eigi rétt á að fá aðgang að og stunda a.m.k. eftirtalin störf, með fyrirvara um kröfur, eftir því sem við á, um viðbótarstarfsreynslu:
a)    gerð lyfjaforma lyfja,
b)    framleiðsla og prófun lyfja,
c)    prófun lyfja á lyfjarannsóknarstofu,
d)    geymsla, varðveisla og dreifing lyfja á heildsölustigi,
e)    gerð, prófun, geymsla og öflun lyfja fyrir lyfjaverslanir sem eru opnar almenningi,
f)    gerð, prófun, geymsla og afgreiðsla lyfja innan sjúkrahúsa,
g)    miðlun upplýsinga og ráðgjöf um lyf.
3.     Ef aðildarríki setur það skilyrði fyrir því að fá aðgang að og iðka starf lyfjafræðings að hann hafi viðbótarstarfsreynslu, auk vitnisburðar um formlega menntun og hæfi, sem um getur í lið 5.6.2 í V. viðauka, skal það viðurkenna sem fullnægjandi sönnun vottorð gefið út af lögbærum yfirvöldum heimaaðildarríkisins sem staðfestir að hlutaðeigandi einstaklingur hafi stundað þessi störf í heimaaðildarríkinu í sambærilegan tíma.
4.     Viðurkenningin, sem um getur í 3. mgr., gildir ekki hvað varðar tveggja ára starfsreynslutímabilið sem krafist er í Stórhertogadæminu Lúxemborg áður en ríkið veitir opinbert starfsleyfi lyfjafræðings.
5.     Ef samkeppnispróf var fyrir hendi í aðildarríki 16. september 1985, sem miðar að því að velja úr hópi handhafa sem um getur í 2. mgr. þá sem fá heimild til að gerast eigendur nýrra lyfjaverslana, sem komið er á fót samkvæmt landsbundnu kerfi um landfræðilega staðsetningu lyfjaverslana, getur aðildarríkið, þrátt fyrir 1. mgr., haldið þessu samkeppnisprófi og krafist þess að ríkisborgarar aðildarríkjanna, sem hafa undir höndum vitnisburð um formlega menntun og hæfi lyfjafræðings sem um getur í lið 5.6.2 í V. viðauka eða njóta hags af ákvæðum 23. gr., þreyti slíkt próf.

8. þáttur
Arkitektar
46. gr.
Nám arkitekta

1.     Nám arkitekts skal fela í sér a.m.k. fjögurra ára fullt nám eða sex ára nám, þar af a.m.k. þriggja ára fullt nám við háskóla eða sambærilega menntastofnun.Náminu skal ljúka með fullnægjandi prófi á háskólastigi.
Námið, sem verður að vera á háskólastigi og með byggingarlist sem meginviðfangsefni, verður að hafa jafnvægi milli fræðilegra og verklegra þátta byggingarlistarnámsins og tryggja að viðkomandi öðlist eftirfarandi þekkingu og færni:
a)    hæfni til að gera teikningar á sviði byggingarlistar sem fullnægja bæði fagurfræðilegum og tæknilegum kröfum,
b)    fullnægjandi þekkingu á sögu og stefnum í byggingarlist og skyldum greinum á sviði lista, tækni og mannvísinda,
c)    þekkingu á áhrifum fagurra lista á gæði hönnunar í byggingarlist,
d)    fullnægjandi þekkingu á borgarskipulagi, áætlanagerð og þeirri færni sem nauðsynleg er við áætlanagerð,
e)    skilning á sambandinu á milli fólks og bygginga og milli bygginga og umhverfis þeirra, svo og á mikilvægi þess að laga byggingar og rými á milli þeirra að þörfum og aðstæðum manna,
f)    skilning á byggingarlist sem starfsgrein og hlutverki arkitektsins í samfélaginu, einkum við undirbúning verkefna þar sem taka þarf mið af félagslegum þáttum,
g)    skilning á þeim rannsóknaraðferðum og undirbúningi sem fara verður fram við undirbúning hönnunarverkefnis,
h)    skilning á vandamálum er tengjast burðarþoli, byggingarfræðilegum og verkfræðilegum þáttum í húsateikningum,
i)    fullnægjandi þekkingu á vandamálum er tengjast efnislegri útfærslu og tækni og því hlutverki að byggingar verði að hanna með það í huga að þær veiti bæði vernd gegn veðráttu og þægindi hvað innra skipulag varðar,
j)    nauðsynlega færni í hönnun til að þeir geti fullnægt kröfum þeirra sem nota byggingar, innan þeirra marka sem kostnaðaráætlanir og byggingareglur setja,
k)    fullnægjandi þekkingu á þeim atvinnugreinum, stofnunum, reglum og málsmeðferð sem tengjast hönnun bygginga og því að fella skipulag inn í heildarskipulag.
2.     Heimilt er að breyta listanum yfir þekkingu og færni sem er skráð í 1. mgr., í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr., með það í huga að laga þær að framförum á sviði vísinda og tækni.
Slíkar uppfærslur mega ekki, í neinu aðildarríki, hafa í för með sér breytingu á gildandi meginreglum í tengslum við uppbyggingu á starfsgreinum að því er varðar nám og skilyrði fyrir aðgangi einstaklinga.

47. gr.
Undanþágur frá skilyrðum varðandi nám arkitekta

1.     Þrátt fyrir 46. gr. skal eftirfarandi einnig teljast fullnægja 21. gr.: þriggja ára nám við „Fachhochschulen“ í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, sem var komið á 5. ágúst 1985 og fullnægir kröfunum sem um getur í 46. gr. og veitir aðgang að því starfi sem um getur í 48. gr. í því aðildarríki undir starfsheitinu „arkitekt“, svo fremi að náminu fylgi fjögurra ára starfsreynsla í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, staðfest með vottorði útgefnu af því fagfélagi sem arkitektinn, sem óskar eftir að njóta góðs af ákvæðum þessarar tilskipunar, er skráður hjá.
Fagfélagið verður fyrst að ganga úr skugga um að verk viðkomandi arkitekts á sviði byggingarlistar sýni fram á sannfærandi beitingu á allri þeirri þekkingu og færni sem skráð er í 1. mgr. 46. gr. Þetta vottorð er gefið út á grundvelli sömu málsmeðferðar og notuð er við skráningu hjá fagfélaginu.
2.     Þrátt fyrir 46. gr. skal eftirfarandi teljast fullnægja 21. gr.: nám sem er hluti af félagslegri umbótaáætlun eða hlutanámi á háskólastigi og fullnægir skilyrðum sem um getur í 46. gr., vottað með prófi í byggingarlist sem einstaklingur, sem hefur unnið í sjö ár eða lengur á sviði byggingarlistar undir umsjón arkitekts eða arkitektastofu, hefur staðist.
Prófið verður að vera á háskólastigi og samsvara lokaprófinu sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr. 46. gr.

48. gr.
Að starfa sem arkitekt

1.     Í þessari tilskipun er starf arkitekts það starf sem er almennt iðkað undir starfsheitinu „arkitekt“.
2.     Litið skal svo á að ríkisborgarar aðildarríkis, sem hafa leyfi til að nota þetta starfsheiti samkvæmt lögum sem veita lögbærum yfirvöldum í aðildarríki heimild til að úthluta ríkisborgurum aðildarríkjanna, sem hafa borið af í starfi sínu á sviði byggingarlistar í krafti gæða, þessu starfsheiti, fullnægi þeim skilyrðum sem krafist er til að mega starfa sem arkitekt og undir starfsheitinu „arkitekt“. Heimaaðildarríki hlutaðeigandi einstaklinga skal gefa út vottorð sem staðfestir að starfsemin falli undir svið byggingarlistar.

49. gr.
Áunnin réttindi arkitekta

1.     Sérhvert aðildarríki skal viðurkenna vitnisburð um formlega menntun og hæfi arkitekts, sem skráð er í VI. viðauka og er gefinn út í hinum aðildarríkjunum til staðfestingar á námi sem hófst eigi síðar en viðmiðunarskólaárið sem tilgreint er í þeim viðauka, jafnvel þótt hann uppfylli ekki lágmarkskröfurnar sem mælt er fyrir um í 46. gr., og skal, að því er varðar aðgang að og stundun starfs arkitekts, láta slíkan vitnisburð hafa sama gildi á yfirráðasvæði sínu og vitnisburð um formlega menntun og hæfi arkitekts sem aðildarríkið sjálft gefur út.
Undir þessum kringumstæðum skal viðurkenna vottorð sem eru gefin út af lögbærum yfirvöldum Sambandslýðveldisins Þýskalands og staðfesta að vitnisburður um formlega menntun og hæfi, sem Þýska alþýðulýðveldið gefur út 8. maí 1945 eða síðar samsvari þeim vitnisburði sem skráður er í þeim viðauka.
2.     Með fyrirvara um 1. mgr. skal sérhvert aðildarríki viðurkenna eftirfarandi vitnisburð um formlega menntun og hæfi og láta hann, að því er varðar aðgang að og stundun starfs arkitekts, hafa sama gildi á sínu yfirráðasvæði og þann vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem það sjálft gefur út: vottorð sem gefin eru út til handa ríkisborgurum aðildarríkjanna af aðildarríkjum sem hafa samþykkt reglur um aðgang að og stundun starfs arkitekts frá og með eftirtöldum dögum:
a)    1. janúar 1995 að því er varðar Austurríki, Finnland og Svíþjóð,
b)    1. maí 2004 að því er varðar Tékkland, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Möltu, Pólland, Slóveníu og Slóvakíu,
c)    5. ágúst 1987 að því er varðar önnur aðildarríki.
Vottorðin, sem um getur í fyrstu undirgrein, skulu staðfesta að handhafinn hafi fengið leyfi, eigi síðar en á viðkomandi degi, til að nota starfsheiti arkitekts og að hann hafi í reynd gegnt, í tengslum við reglurnar, umræddu starfi í þrjú ár samfellt á næstliðnum fimm árum fyrir útgáfudag vottorðsins.

IV. KAFLI
Sameiginleg ákvæði varðandi staðfestu
50. gr.

Skjalahald og formsatriði

1.     Þegar lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins taka ákvörðun um umsókn um starfsleyfi til að stunda umrædda lögverndaða starfsgrein, skv. þessum bálki, geta þessi yfirvöld krafist þeirra skjala og vottorða sem skráð eru í VII. viðauka.
Skjöl, sem um getur í d-, e-, og f-lið 1. liðar í VII. viðauka, skulu ekki vera eldri en þriggja mánaða á þeim degi sem þau eru lögð fram.
Aðildarríkin, stofnanir og aðrir lögaðilar skulu tryggja að trúnaðar sé gætt um þær upplýsingar sem þeim berast.
2.     Ef fyrir hendi er réttmætur vafi getur gistiaðildarríkið krafist þess að lögbær yfirvöld í öðru aðildarríki staðfesti áreiðanleika staðfestingarinnar og vitnisburðar um formlega menntun og hæfi sem hefur verið gefinn út í því aðildarríki og staðfesti jafnframt, þar sem við á, að rétthafinn fullnægi, að því er varðar starfsgreinarnar sem um getur í III. kafla þessa bálks, þeim lágmarkskröfum um menntun sem um getur í 24., 24., 28., 31., 34., 35., 38., 40., 44. og 46. gr.
3.     Ef fyrir hendi er réttmætur vafi þegar vitnisburður um formlega menntun og hæfi, eins og hann er skilgreindur í c-lið 1. mgr. 3. gr., hefur verið gefinn út af lögbæru yfirvaldi aðildarríkis og felur í sér nám sem fór fram, að öllu leyti eða að hluta til, í menntastofnun sem hefur lagalega staðfestu á yfirráðasvæði í öðru aðildarríki, skal gistiaðildarríkið eiga rétt á að fá staðfestingu á eftirfarandi atriðum hjá lögbæru yfirvaldi upprunaaðildarríkisins sem gaf út vitnisburðinn:
a)    hvort námið við stofnunina hafi fengið formlega staðfestingu frá þeirri menntastofnun sem staðsett er í upprunaaðildarríkinu þar sem hann er gefinn út,
b)    hvort vitnisburðurinn um formlega menntun og hæfi sé hinn sami og hefði verið gefinn út ef námið hefði alfarið verið stundað í upprunaaðildarríkinu þar sem hann er gefinn út og
c)    hvort vitnisburðurinn um formlega menntun og hæfi veiti sömu starfsréttindi á yfirráðasvæði upprunaaðildarríkisins þar sem hann var gefinn út.
4.     Ef gistiaðildarríki krefst þess að ríkisborgarar þess sverji eið eða gefi eiðsvarna yfirlýsingu til að fá aðgang að lögverndaðri starfsgrein og geti ríkisborgarar annarra aðildarríkja ekki notað orðalag eiðsins eða yfirlýsingarinnar skal gistiaðildarríkið tryggja að umræddir einstaklingar geti notað viðeigandi og sambærilegt orðalag.

51. gr.
Málsmeðferð fyrir gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi

1.     Lögbært yfirvald gistiaðildarríkisins skal staðfesta viðtöku umsóknar innan eins mánaðar frá því að hún berst og láta umsækjanda vita ef skjöl vantar.
2.     Málsmeðferð fyrir umfjöllun umsóknar um starfsleyfi til að stunda lögverndaða starfsgrein skal lokið svo skjótt sem auðið er og leiða til rökstuddrar niðurstöðu lögbærs yfirvalds gistiaðildarríkisins eigi síðar en þremur mánuðum eftir þann dag sem fullgert skjal umsækjanda var lagt fram. Hins vegar er heimilt að framlengja þennan frest um einn mánuð í þeim tilvikum sem falla undir I. og II. kafla þessa bálks.
3.     Ákvörðuninni, eða hafi ákvörðun ekki verið tekin innan frestsins, skal vera hægt að áfrýja samkvæmt landslögum.

52. gr.
Notkun starfsheita

1.     Ef notkun starfsheitis, sem tengist einhverju því starfi sem heyrir undir starfsgreinina, er lögverndað í gistiaðildarríki skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja, sem hafa heimild til að leggja stund á lögverndaða starfsgrein á grundvelli III. bálks, nota starfsheiti gistiaðildarríkisins sem samsvarar þeirri starfsgrein í því aðildarríki og nota mögulega skammstöfun.
2.     Ef samtök eða félag í gistiaðildarríki lögverndar starfsgrein í skilningi 2. mgr. 3. gr. skal ríkisborgurum aðildarríkja ekki heimilt að nota starfsheitið eða skammstöfun þess sem téð félag eða samtök gefa út nema þeir láti í té sönnunargögn um að þeir eigi aðild að því félagi eða séu félagar í þeim samtökum.
Ef félagið eða samtökin setja fram skilyrði fyrir aðild ríkisborgara annarra aðildarríkja, sem hafa öðlast faglega menntun og hæfi, er þeim það heimilt en aðeins samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun.

IV. BÁLKUR
ÍTARLEG SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ LEGGJA STUND Á STARFSGREIN
53. gr.
Tungumálakunnátta

Einstaklingar, sem fá viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, skulu búa yfir þeirri tungumálakunnáttu sem nauðsynleg er til að geta lagt stund á starfsgreinina í gistiaðildarríkinu.

54. gr.
Notkun námstitla

Með fyrirvara um 7. og 52. gr. skal gistiaðildarríkið tryggja að viðkomandi einstaklingar eigi rétt á að nota þá námstitla, sem þeir hafa öðlast í heimaaðildarríkinu og mögulega skammstöfun þeirra, á tungumáli heimaaðildarríkisins.
Gistiaðildarríkið getur krafist þess að titlinum fylgi upplýsingar um heiti og heimilisfang stofnunarinnar eða prófanefndarinnar sem veitti hann. Ef líklegt má telja að námstitli heimaaðildarríkisins verði ruglað saman við titil í gistiaðildarríkinu, sem krefst viðbótarnáms í því ríki en viðkomandi einstaklingur hefur ekki lokið, er gistiaðildarríkinu heimilt að krefjast þess að hann noti námstitil heimaaðildarríkisins á viðeigandi formi sem gistiaðildarríkið setur fram.

55. gr.
Samþykki sjúkratryggingasjóða

Með fyrirvara um 1. mgr. 5. gr. og b-lið fyrstu undirgreinar 6. gr. skulu aðildarríki, sem krefjast þess að einstaklingar, sem hafa öðlast faglega menntun og hæfi á yfirráðasvæði þeirra, ljúki undirbúningstímabili starfsþjálfunar og/eða starfsreynslutímabili til að fá samþykki sjúkratryggingasjóða falla frá slíkri kröfu gagnvart handhöfum vitnisburðar um faglega menntun og hæfi læknis og tannlæknis sem viðkomandi hefur öðlast í öðru aðildarríki.

V. BÁLKUR
SAMVINNA STJÓRNVALDA OG FRAMKVÆMDARVALD
56. gr.
Lögbær yfirvöld

1.     Lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins og heimaaðildarríkisins skulu hafa náið samráð og veita gagnkvæma aðstoð til að auðvelda beitingu þessarar tilskipunar. Þau skulu tryggja að farið verði með upplýsingarnar sem þau skiptast á sem trúnaðarmál.
2.     Lögbær yfirvöld gisti- og heimaaðildarríkjanna skulu skiptast á upplýsingum að því er varðar viðurlög eða refsiaðgerðir eða aðrar alvarlegar, sérstakar aðstæður sem eru líklegar til að hafa áhrif á starfrækslu samkvæmt þessari tilskipun en virða löggjöf um vernd persónuupplýsinga, sem kveðið er á um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga ( 1 ) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/58/EB frá 12. júlí 2002 um vinnslu persónuupplýsinga og um verndun einkalífs á sviði rafrænna fjarskipta (tilskipun um friðhelgi einkalífsins og rafræn fjarskipti) ( 2 ).
Heimaaðildarríkið skal sannprófa áreiðanleika aðstæðnanna og yfirvöld þess skulu taka ákvörðun um eðli og umfang þeirra rannsókna sem þarf að framkvæma og skulu tilkynna gistiaðildarríkinu um niðurstöður þær sem fengnar eru út frá þeim upplýsingum sem það hefur aðgang að.
3.     Hvert aðildarríki skal, eigi síðar en 20. október 2007, tilnefna þau yfirvöld og stofnanir sem eru til þess bær að veita eða taka á móti vitnisburði um formlega menntun og hæfi ásamt öðrum skjölum eða upplýsingum sem og þau sem eru til þess bær að taka á móti umsóknum og taka þær ákvarðanir sem um getur í þessari tilskipun og skulu þegar í stað tilkynna hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni um það.
4.     Aðildarríkin skulu tilnefna samræmingaraðila fyrir starfsemi þeirra yfirvalda sem um getur í 1. mgr. og tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni.
Verkefni samræmingaraðila skulu vera:
a)    að stuðla að samræmdri beitingu ákvæða tilskipunar þessarar,
b)    að safna saman öllum upplýsingum sem skipta máli við beitingu þessarar tilskipunar, t.d. varðandi skilyrðin fyrir aðgangi að lögverndaðri starfsgrein í aðildarríkjunum.
Í þeim tilgangi að leysa það verkefni, sem skráð er í b-lið, mega samræmingaraðilar leita aðstoðar hjá þeim upplýsinga- og þjónustumiðstöðvum sem um getur í 57. gr.

57. gr.
Upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar

Eigi síðar en 20. október 2007 skal sérhvert aðildarríki tilnefna upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir eftirfarandi verkefni:
a)    að sjá ríkisborgurum og upplýsinga- og þjónustumiðstöðvum hinna aðildarríkjanna fyrir nauðsynlegum upplýsingum varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sem kveðið er á um í þessari tilskipun, t.d. upplýsingum varðandi landslög um starfsgreinarnar og iðkun þeirra, þ.m.t. félagsmálalöggjöf og, þar sem við á, siðareglur,
b)    að aðstoða ríkisborgara við að nýta sér þau réttindi sem þessi tilskipun veitir þeim, ef við á í samstarfi við aðrar upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar og lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins.
Upplýsinga- og þjónustumiðstöðvarnar skulu, að beiðni framkvæmdastjórnarinnar, greina framkvæmdastjórninni frá niðurstöðum þeirra mála sem þær hafa til meðferðar samkvæmt ákvæðum b-liðar innan tveggja mánaða frá því að þær tóku við þeim.

58. gr.
Nefnd um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndar um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, hér á eftir kölluð „nefndin“, sem er skipuð fulltrúum aðildarríkjanna undir formennsku fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar.
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 5. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.
Tímabilið, sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 5. gr. ákvörðunar 1999/468/EB, skal vera tveir mánuðir.
3.     Nefndin setur sér starfsreglur.

59. gr.
Samráð

Framkvæmdastjórninni ber að tryggja að haft sé samráð á viðeigandi hátt við sérfræðinga úr umræddum starfsstéttum, einkum í tengslum við starf nefndarinnar, sem um getur í 58. gr., og skal leggja fyrir nefndina rökstudda skýrslu varðandi samráðið.

VI. BÁLKUR
ÖNNUR ÁKVÆÐI
60. gr.
Skýrslur

1.     Frá og með 20. október 2007 skulu aðildarríkin senda framkvæmdastjórninni skýrslu á tveggja ára fresti um beitingu kerfisins. Jafnframt því sem skýrslan fjallar almennt um málið skal skýrslan einnig veita tölfræðilegt yfirlit yfir ákvarðanir sem teknar hafa verið og lýsa helsta vanda sem upp hefur komið við beitingu tilskipunarinnar.
2.     Frá og með 20. október 2007 skal framkvæmdastjórnin taka saman skýrslu á fimm ára fresti um framkvæmd þessarar tilskipunar.

61. gr.
Undanþáguákvæði

Komi upp meiri háttar vandkvæði við beitingu einhvers ákvæðis þessarar tilskipunar á tilteknu sviði í aðildarríki skal framkvæmdastjórnin rannsaka þessi vandkvæði í samvinnu við þetta aðildarríki.
Þar sem við á skal framkvæmdastjórnin ákveða, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 58. gr., að heimila hlutaðeigandi aðildarríki að víkja frá viðkomandi ákvæðum í takmarkaðan tíma.

62. gr.
Niðurfelling

Tilskipanir 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/ EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE, 89/48/EBE, 92/51/EBE, 93/16/EBE og 1999/42/EB eru felldar úr gildi frá og með 20. október 2007. Litið skal á tilvísanir í niðurfelldu tilskipanirnar sem tilvísanir í þessa tilskipun og skal niðurfellingin ekki hafa áhrif á þær gerðir sem voru samþykktar á grundvelli þessara tilskipana.

63. gr.
Lögleiðing

Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli eigi síðar en 20. október 2007 til að fara að tilskipun þessari.
Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað. Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þau eru birt opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.

64. gr.
Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

65. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Strassborg 7. september 2005.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BORRELL FONTELLES C. CLARKE
forseti. forseti.


I. VIÐAUKI
Skrá yfir fagfélög eða -samtök sem fullnægja skilyrðum 2. mgr. 3. gr.

ÍRLAND ( 1 )
     1.      The Institute of Chartered Accountants in Ireland ( 2 )
     2.      The Institute of Certified Public Accountants in Ireland ( 2)
     3.      The Association of Certified Accountants ( 2)
     4.      Institution of Engineers of Ireland
     5.      Irish Planning Institute

BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
     1.      Institute of Chartered Accountants in England and Wales
     2.      Institute of Chartered Accountants of Scotland
     3.      Institute of Chartered Accountants in Ireland
     4.      Chartered Association of Certified Accountants
     5.      Chartered Institute of Loss Adjusters
     6.      Chartered Institute of Management Accountants
     7.      Institute of Chartered Secretaries and Administrators
     8.      Chartered Insurance Institute
     9.      Institute of Actuaries
     10.      Faculty of Actuaries
     11.      Chartered Institute of Bankers
     12.      Institute of Bankers in Scotland
     13.      Royal Institution of Chartered Surveyors
     14.      Royal Town Planning Institute
     15.      Chartered Society of Physiotherapy
     16.      Royal Society of Chemistry
     17.      British Psychological Society
     18.      Library Association
     19.      Institute of Chartered Foresters
     20.      Chartered Institute of Building
     21.      Engineering Council
     22.      Institute of Energy
     23.      Institution of Structural Engineers
     24.      Institution of Civil Engineers
     25.      Institution of Mining Engineers
     26.      Institution of Mining and Metallurgy
     27.      Institution of Electrical Engineers
     28.      Institution of Gas Engineers
     29.      Institution of Mechanical Engineers
     30.      Institution of Chemical Engineers
     31.      Institution of Production Engineers
     32.      Institution of Marine Engineers
     33.      Royal Institution of Naval Architects
     34.      Royal Aeronautical Society
     35.      Institute of Metals
     36.      Chartered Institution of Building Services Engineers
     37.      Institute of Measurement and Control
     38.      British Computer Society

II. VIÐAUKI
Skrá yfir nám sem er byggt upp á sérstakan hátt eins og um getur í ii-lið c-liðar 11. gr.

1.      Nám í heilbrigðisgreinum, öðrum en læknisfræði, og umönnun barna
    Nám fyrir:
    í Þýskalandi:
    –    barnahjúkrunarfræðinga („Kinderkrankenschwester/Kinderkrankenpfleger“),
    –    sjúkraþjálfara („Krankengymnast(in)/Physiotherapeut(in)“) ( 1 ),
    –    iðjuþjálfa (Beschäftigungs- und Arbeitstherapeut/Ergotherapeut),
    –    talmeinafræðinga („Logopäde/Logopädin“),
    –    augnþjálfa („Orthoptist(in)“),
    –    kennslu- og uppeldisfræðinga viðurkennda af ríkinu („Staatlich anerkannte(r) Erzieher(in)“),
    –    sérkennara viðurkennda af ríkinu („Staatlich anerkannte(r) Heilpädagoge(-in)“),
    –    lífeindafræðinga („medizinisch-technische(r) Laboratoriums- Assistent(in)“),
    –    geislafræðinga („medizinisch-technische(r) Laboratoriums- Assistent(in)“),
    –    lífeindafræðinga á sviði lífeðlisfræði („medizinisch-technische(r) Assistent(in) für Funktionsdiagnostik“),
    –    aðstoðarmenn á sviði dýralækninga („veterinärmedizinisch-technische(r) Assistent(in)“),
    –    næringarfræðinga („Diätassistent(in)“),
    –    lyfjatækna („Pharmazieingenieur“), lokið fyrir 31. mars 1994 í fyrrum Þýska alþýðulýðveldinu eða á yfirráðasvæði hinna nýju sambandsríkja,
    –    geðhjúkrunarfræðinga („Psychiatrische(r) Krankenschwester/Krankenpfleger“),
    –    talmeinafræðinga („Sprachtherapeut(in)“),
    í Tékklandi:
    –    aðstoðarmenn í heilbrigðisþjónustu (zdravotnický asistent), sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og fjögurra ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“-prófi,
    –    aðstoðarmenn næringarfræðinga (nutricní asistent), sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og fjögurra ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“-prófi,
    á Ítalíu:
    –    tannsmiði („odontotecnico“),
    –    sjóntækjafræðinga („ottico“),
    á Kýpur:
    –    tannsmiði („..............“),
    sem felur í sér a.m.k. 14 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. sex ára grunnskólanámi, sex ára framhaldsskólanámi og tveggja ára starfsnámi eftir framhaldsskólastig og í framhaldi af því eins árs starfsreynslu,
    –    sjóntækjafræðinga („........ o......“),
    sem felur í sér a.m.k. 14 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. sex ára grunnskólanámi, sex ára framhaldsskólanámi og tveggja ára námi eftir framhaldsskólastig og í framhaldi af því eins árs starfsreynslu,
    í Lettlandi:
    –    aðstoðarmenn tannlæknis, tanntækna („zobârstniecîbas mâsa“),
    sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. tíu ára almennu námi og tveggja ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda og í framhaldi af því þriggja ára starfsreynslu sem lýkur með prófi sem viðkomandi verður að standast til að öðlast starfsréttindi í sérgreininni,
    –    aðstoðarmenn á rannsóknastofum í líflæknisfræði (biomedicinas laborants),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. tíu ára almennu námi og tveggja ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda og í framhaldi af því tveggja ára starfsreynslu sem lýkur með prófi sem viðkomandi verður að standast til að öðlast starfsréttindi í sérgreininni,
    –    tannsmiði („zobu tehnikis“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. tíu ára almennu námi og tveggja ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda og í framhaldi af því tveggja ára starfsreynslu sem lýkur með prófi sem viðkomandi verður að standast til að öðlast starfsréttindi í sérgreininni,
    –    aðstoðarmenn sjúkraþjálfara („fizioterapeita asistents“),
    sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. tíu ára almennu námi og þriggja ára starfsnámi í fagskóla á sviði læknavísinda og í framhaldi af því tveggja ára starfsreynslu sem lýkur með prófi sem viðkomandi verður að standast til að öðlast starfsréttindi í sérgreininni,
    í Lúxemborg:
    –    geislafræðinga („assistant(e) technique médical(e) en radiologie“),
    –    lífeindafræðinga („assistant(e) technique médical(e) de laboratoire“),
    –    geðhjúkrunarfræðinga („infirmier/ière psychiatrique“),
    –    aðstoðarmenn á sviði skurðlækninga („assistant(e) technique médical(e) en chirurgie“),
    –    barnahjúkrunarfræðinga („infirmier/ière puériculteur/trice“),
    –    svæfingahjúkrunarfræðinga („infirmier/ière anesthésiste“),
    –    viðurkennda nuddara („masseur/euse diplômé(e)“),
    –    kennslu- og uppeldisfræðinga („éducateur/trice“),
    í Hollandi:
    –    aðstoðarmenn dýralækna („dierenartsassistent“),
    sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls, þ.a.:
    i.    a.m.k. þriggja ára starfsnám í sérskóla sem lýkur með prófi þar sem í sumum tilvikum bætist við eins eða tveggja ára sérnám sem lýkur með prófi eða
    ii.    a.m.k. tveggja og hálfs árs starfsnám í sérskóla sem lýkur með prófi þar sem við bætist starfsreynsla í a.m.k. sex mánuði eða a.m.k. sex mánaða starfsþjálfun í viðurkenndri starfsstöð eða
    iii.    a.m.k. tveggja ára starfsnám í sérskóla sem lýkur með prófi þar sem við bætist starfsreynsla í a.m.k. eitt ár eða a.m.k. eins árs starfsþjálfun í viðurkenndri starfsstöð eða
    iv.    ef um ræðir aðstoðarmann dýralæknis („dierenartassistent“), annaðhvort þriggja ára starfsnám í sérskóla („MBOkerfið) eða þriggja ára samþættingarnám á námssamningi („LLW“) sem hvoru tveggja lýkur með prófi,
    í Austurríki:
    –    sérstakt grunnnám fyrir hjúkrunarfræðinga sem sérhæfa sig í umönnun barna og ungs fólks („spezielle Grundausbildung in der Kinder- und Jugendlichenpflege“),
    –    sérstakt grunnnám fyrir geðhjúkrunarfræðinga („spezielle Grundausbildung in der psychiatrischen Gesundheits-und Krankenpflege“),
    –    augnlinsufræðinga („Kontaktlinsenoptiker“),
    –    fótaaðgerðafræðinga („Fu.pfleger“),
    –    heyrnartækna („Hörgeräteakustiker“),
    –    lyfsala („Drogist“),
    sem felur í sér a.m.k. 14 ára nám alls, þ.m.t. a.m.k. fimm ára starfsnám sem er liður í skipulögðu námi og skiptist í a.m.k. þriggja ára nám á námssamningi sem felur í sér þjálfun að hluta til á vinnustað og að hluta til á starfsmenntastofnun og starfsreynslu og -þjálfun sem lýkur með prófi í viðkomandi grein sem veitir rétt til að starfa í greininni og þjálfa lærlinga,
    –    nuddara („Masseur“),
    sem felur í sér 14 ára nám alls, þ.m.t. fimm ára starfsnám sem er liður í skipulögðu námi og felur í sér tveggja ára nám á námssamningi, tveggja ára tímabil starfsreynslu og -þjálfunar og eins árs starfsnám sem lýkur með prófi sem veitir rétt til að starfa í greininni og þjálfa lærlinga,
    –    leikskólakennara („Kindergaertner/in“),
    –    kennslu- og uppeldisfræðinga („Erzieher“),
    sem felur í sér 13 ára nám alls, þ.m.t. fimm ára faglegt nám í sérskóla sem lýkur með prófi,
    í Slóvakíu:
    –    danskennara í listaskólum á grunnstigi („ucitel v tanecnom odbore na základných umeleckých skolách“),
    sem felur í sér a.m.k. 14,5 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi, fjögurra ára námi í sérskóla á framhaldsskólastigi og fimm anna námi í kennslufræði dansmennta,
    –    kennara við sérkennslu- og félagsþjónustustofnanir („vychovávatel' v speciálnych výchovných zariadeniach a v zariadeniach sociálnych sluzieb“) ,
    sem felur í sér a.m.k. 14 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta til níu ára grunnskólanámi, fjögurra ára námi í kennaraskóla á framhaldsskólastigi eða öðrum framhaldsskóla og tveggja ára viðbótarnámi í kennslufræði í hlutanámi.“
2.     Meistaranám (Mester/Meister/Maître) á sviði iðnnáms sem fellur ekki undir II. kafla III. bálks þessarar tilskipunar.
    Nám fyrir:
    í Danmörku:
    –    sjóntækjafræðinga („optometrist“),
    hér er um að ræða 14 ára nám alls, þ.m.t. fimm ára starfsnám sem skiptist í tveggja og hálfs árs fræðilegt nám í starfsmenntastofnun og tveggja og hálfs árs starfsþjálfun á vinnustað og lýkur með viðurkenndu prófi í greininni sem veitir rétt til að nota titilinn „meistari“,
    –    stoðtækjasmiði („ortopædimekaniker“),
    hér er um að ræða 12,5 ára nám alls, þ.m.t. þriggja og hálfs árs starfsnám sem skiptist í sex mánaða fræðilegt nám í starfsmenntastofnun og þriggja ára starfsþjálfun á vinnustað og lýkur með viðurkenndu prófi í greininni sem veitir rétt til að nota titilinn „meistari“,
    –    bæklunarskósmiði („ortopædiskomager“),
    hér er um að ræða 13,5 ára nám alls, þ.m.t. fjögurra og hálfs árs starfsnám sem skiptist í tveggja ára fræðilegt nám í starfsmenntastofnun og tveggja og hálfs árs starfsþjálfun á vinnustað og lýkur með viðurkenndu prófi í greininni sem veitir rétt til að nota titilinn „meistari“,
    í Þýskalandi:
    –    sjóntækjafræðinga („Augenoptiker“),
    –    tannsmiði („Zahntechniker“),
    –    framleiðendur gervilima og umbúða („Bandagist“),
    –    heyrnartækjasmiði („Hörgeräte-Akustiker“),
    –    stoðtækjasmiði („Orthopädiemechaniker“),
    –    bæklunarskósmiði („Orthopädieschuhmacher“),
    í Lúxemborg:
    –    sjóntækjafræðinga („opticien“),
    –    tannsmiði („mécanicien dentaire“),
    –    heyrnartækjasmiði (audioprothésiste),
    –    stoðtækjasmiði/framleiðendur gervilima og umbúða („mécanicien orthopédiste/bandagiste“),
    –    bæklunarskósmiði („orthopédiste-cordonnier“),
    hér er um að ræða 14 ára nám alls, þ.m.t. a.m.k. fimm ára starfsnám sem er liður í skipulögðu námi, og fer að hluta til fram á vinnustað og að hluta til í starfsmenntastofnun og lýkur með prófi sem viðkomandi verður að standast til að geta stundað starfsemi í þeirri iðn, annaðhvort á eigin vegum eða annarra með sambærilegri ábyrgð,
    í Austurríki:
    –    framleiðendur gervilima og umbúða („Bandagist“),
    –    lífstykkjaframleiðendur („Miederwarenerzeuger“),
    –    sjóntækjafræðinga („Optiker“),
    –    bæklunarskósmiði („Orthopädieschuhmacher“),
    –    stoðtækjasmiði („Orthopädietechniker“),
    –    tannsmiði („Zahntechniker“),
    –    garðyrkjumenn („Gärtner“),
    sem felur í sér a.m.k. 14 ára nám alls, þ.m.t. minnst fimm ára starfsnám sem er liður í skipulögðu námi og skiptist í a.m.k. þriggja ára nám á námssamningi sem felur í sér þjálfun að hluta til á vinnustað og að hluta í starfsmenntastofnun og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu og -þjálfun sem lýkur með meistaraprófi sem veitir rétt til að starfa í greininni, þjálfa lærlinga og nota titilinn „meistari“,
    nám fyrir meistara á sviði landbúnaðar og skógræktar, nánar tiltekið:
    –    meistara á sviði landbúnaðar („Meister in der Landwirtschaft“),
    –    meistara á sviði búhagfræði („Meister in der ländlichen Hauswirtschaft“),
    –    meistara á sviði garðyrkju („Meister im Gartenbau“),
    –    meistara á sviði grænmetisræktunar („Meister im Feldgemüsebau“),
    –    meistara á sviði ávaxtaræktunar og ávaxtavinnslu („Meister im Obstbau und in der Obstverwertung“),
    –    meistara á sviði vínræktar og vínframleiðslu („Meister im Weinbau und in der Kellerwirtschaft“),
    –    meistara á sviði mjólkurvinnslu („Meister in der Molkerei- und Käsereiwirtschaft“),
    –    meistara á sviði hrossaræktar („Meister in der Pferdewirtschaft“),
    –    meistara á sviði fiskvinnslu („Meister in der Fischereiwirtschaft“),
    –    meistara á sviði alifuglaræktar („Meister in der Geflügelwirtschaft“),
    –    meistara á sviði býflugnaræktar („Meister in der Bienenwirtschaft“),
    –    meistara á sviði skógræktar („Meister in der Forstwirtschaft“),
    –    meistara á sviði skógræktar og skógvörslu („Meister in der Forstgarten- und Forstpflegewirtschaft“),
    –    meistara á sviði landbúnaðarbirgðavörslu („Meister in der landwirtschaftlichen Lagerhaltung“),
    sem felur í sér a.m.k. 15 ára nám alls, þ.m.t. minnst sex ára starfsnám sem er liður í skipulögðu námi og skiptist í a.m.k. þriggja ára nám á námssamningi sem felur í sér þjálfun að hluta til í fyrirtæki og að hluta til á starfsmenntastofnun og a.m.k. þriggja ára starfsreynslu sem lýkur með meistaraprófi í greininni og veitir rétt til að þjálfa lærlinga og nota titilinn „meistari“,
    í Póllandi:
    –    kennara í verklegri starfsþjálfun („Nauczyciel praktycznej nauki zawodu“),
    sem felur í sér nám sem samanstendur af:
    i.    átta ára grunnskólanámi og fimm ára starfsnámi á framhaldsskólastigi eða samsvarandi framhaldsskólamenntun á viðeigandi sviði og í framhaldi af því a.m.k. 150 klukkustunda kennslufræðinámskeiði, námskeiði um öryggi og hreinlæti við vinnu og tveggja ára starfsreynslu í þeirri starfsgrein sem viðkomandi hyggst kenna eða
    ii.    átta ára grunnskólanámi og fimm ára starfsnámi á framhaldsskólastigi og prófskírteini frá kennslufræðilegum tækniskóla eftir framhaldsskólastigið eða
    iii.    átta ára grunnskólanámi og tveggja til þriggja ára grunnstarfsmenntun á framhaldsskólastigi og a.m.k. þriggja ára starfsreynslu sem lýkur með viðurkenndu meistaraprófi í greininni og í framhaldi af því a.m.k. 150 klukkustunda kennslufræðinámskeiði,
    í Slóvakíu:
    –    meistara í starfsnámi („majster odbornej výchovy“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af átta ára grunnnámi, fjögurra ára starfsnámi (starfsnámi á framhaldsskólastigi lokið og/eða námi á viðeigandi (svipuðum) starfsþjálfunar- eða námssamningi), a.m.k. þriggja ára starfsreynslu á því sviði sem viðkomandi hefur lokið starfsþjálfun eða námssamningi í og viðbótarnámi í kennslufræði við háskóladeild í kennslufræðum eða við tækniháskóla, eða að námi á framhaldsskólastigi og námi á viðeigandi (svipuðum) starfsþjálfunar- eða námssamningi sé lokið, þriggja ára starfsreynslu á því sviði sem viðkomandi hefur lokið námi eða námssamningi í og viðbótarnám í kennslufræði við háskóladeild í kennslufræðum, eða, eigi síðar en 1. september 2005, sérhæft nám á sviði sérkennslu sem boðið er upp á í miðstöðvum í aðferðafræði fyrir meistara í starfsnámi við sérskólana án viðbótarnáms í kennslufræðum.
3.      Sjómennska
    a)    Sjóflutningar
    Nám fyrir:
    í Tékklandi:
    –    aðstoðarmenn á þilfari („palubní asistent“),
    –    vakthafandi stýrimenn („námorní porucík“),
    –    yfirstýrimenn („první palubní dùstojník“),
    –    skipstjóra („kapitán“),
    –    aðstoðarmenn í vélarrúmi („strojní asistent“),
    –    yfirmenn sem bera ábyrgð á vakt í vélarrúmi („strojní dustojník“),
    –    annan vélstjóra („druhý strojní dùstojník“),
    –    yfirvélstjóra („první strojní dùstojník“),
    –    rafvirkja („elektrotechnik“),
    –    yfirrafvirkja („elektrodustojník“),
    í Danmörku:
    –    skipstjóra („skibsfører“),
    –    yfirstýrimenn („overstyrmand“),
    –    stýrimenn sem eru einir, vaktstýrimenn („enestyrmand, vagthavende styrmand“),
    –    vaktstýrimenn („vagthavende styrmand“),
    –    yfirvélstjóra („maskinchef“),
    –    fyrstu vélstjóra („1. maskinmester“),
    –    fyrstu vélstjóra/vaktvélstjóra („1. maskinmester/vagthavende maskinmester“),
    í Þýskalandi:
    –    skipstjóra, stór strandferðaskip („Kapitän AM“),
    –    skipstjóra, strandferðaskip („Kapitän AK“),
    –    vaktstýrimenn, stór strandferðaskip („Nautischer Schiffsoffizier AMW“),
    –    vaktstýrimenn, strandferðaskip („Nautischer Schiffsoffizier AKW“),
    –    yfirvélstjóra, þrep C („Schiffsbetriebstechniker CT - Leiter von Maschinenanlagen“),
    –    vélstjóra, þrep C („Schiffsmaschinist CMa - Leiter von Maschinenanlagen“),
    –    yfirvélstjóra, þrep C („Schiffsbetriebstechniker CTW“),
    –    vélstjóra, þrep C -vélstjóra sem eru einir („Schiffsmaschinist CMaW -Technischer Alleinoffizier“),
    á Ítalíu:
    –    vaktstýrimenn („ufficiale di coperta“),
    –    yfirvélstjóra („ufficiale di macchina“),
    í Lettlandi:
    –    rafvirkja á skipum („kugu elektromehãnikis“),
    –    stjórnendur k¿livéla („kuìa saldçðanas iekârtu maðînists“),
    í Hollandi:
    –    yfirstýrimenn (strandferðaskip) (með viðbótarnám) („stuurman kleine handelsvaart (met aanvulling)“),
    –    vélstjóra (með prófskírteini) („diploma motordrijver“),
    –    skipaumferðarstjóra („VTS-functionaris“), þetta nám er sem hér segir:
    í Tékklandi:
        i.    fyrir aðstoðarmenn á þilfari („palubní asistent“),
            1.    lágmarksaldur er 20 ár,
              2.    a)    akademía eða sérskóli á sviði siglinga – stýrimannadeild, báðum námskeiðum skal lokið með „maturitní zkouska“-prófi og a.m.k. sex mánaða viðurkenndum siglingatíma á skipum á námstímanum eða
                b)    a.m.k. tveggja ára viðurkenndur siglingatími sem undirmaður á siglingavakt á aðstoðarmannsstigi og ljúka skal viðurkenndu námskeiði, sem uppfyllir hæfnisstaðlana sem tilgreindir eru í A-II/1. þætti STCW-reglnanna (Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna), sem akademía eða sérskóli á sviði siglinga, sem aðili að STCW-samþykktinni rekur, býður upp á og standast próf prófanefndarinnar sem sjóflutninganefnd Tékklands (MTC) viðurkennir,
        ii.    fyrir vakthafandi stýrimenn („námorní porucík“),
            1.    viðurkenndur siglingatími sem aðstoðarmaður á þilfari á skipum, sem eru 500 brúttótonn eða stærri, í a.m.k. sex mánuði ef viðkomandi er með próf frá sérskóla eða akademíu á sviði siglinga, eða eitt ár ef viðkomandi hefur lokið viðurkenndu námskeiði, þ.m.t. ekki minna en sex mánuðir sem undirmaður á siglingavakt,
            2.    rétt útfyllt og árituð skráningarbók um þjálfun um borð fyrir vélstjóra- og stýrimannsefni,
        iii.    fyrir yfirstýrimenn („první palubní dustojník“),
            hæfnisskírteini fyrir yfirmann siglingavaktar á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri og a.m.k. tólf mánaða viðurkenndur siglingatími sem yfirmaður siglingavaktar,
        iv.    fyrir skipstjóra („kapitán“),
            =    skírteini til að starfa sem skipstjóri á skipum sem eru 500 til 3000 brúttótonn,
            =    hæfnisskírteini fyrir yfirstýrimann á skipum sem eru 3000 brúttótonn eða stærri og a.m.k. sex mánaða viðurkenndur siglingatími sem yfirstýrimaður á skipum sem eru 3000 brúttótonn eða stærri,
        v.    fyrir aðstoðarmenn í vélarrúmi („strojní asistent“),
            1.    lágmarksaldur er 20 ár,
            2.    akademía eða sérskóli á sviði siglinga – vélfræðideild, og a.m.k. sex mánaða viðurkenndur siglingatími á skipum á námstímanum,
        vi.    fyrir yfirmenn sem bera ábyrgð á vakt í vélarrúmi („strojní dustojník“),
            a.m.k. sex mánaða viðurkenndur siglingatími í stöðu aðstoðarmanns í vélarrúmi að loknu prófi frá akademíu eða sérskóla á sviði siglinga,
        vii.    fyrir annan vélstjóra („druhý strojní dustojník“),
            a.m.k. tólf mánaða viðurkenndur siglingatími í stöðu þriðja vélstjóra á skipum með aðalaflvél með 750 kW knúningsafl og meira,
        viii.    fyrir yfirvélstjóra („první strojní dustojník“),
            viðurkennt skírteini til að starfa sem annar vélstjóri á skipum með aðalaflvél með 3000 kW knúningsafl eða meira og a.m.k. sex mánaða viðurkenndur siglingatími í þeirri stöðu,
        ix.    fyrir rafvirkja („elektrotechnik“),
            1.    lágmarksaldur er 18 ár,
            2.    akademía á sviði siglinga eða öðru sviði, rafmagnsverkfræðideild, eða tækniskóli eða sérskóli á sviði rafmagnstæknifræði og skal öllum námskeiðum lokið með „maturitní zkouska“-prófi, og a.m.k. 12 mánaða viðurkennd starfsþjálfun á sviði rafmagnsverkfræði,
        x.    fyrir yfirrafvirkja („elektrodustojník“),
            1.    akademía eða sérskóli á sviði siglinga, rafmagnsverkfræðideild eða akademía eða framhaldsskóli á sviði rafmagnsverkfræði og skal öllum námskeiðum lokið með „maturitní zkouska“- prófi eða opinberu prófi,
            2.    a.m.k. 12 mánaða viðurkenndur siglingatími í stöðu rafvirkja að loknu prófi úr akademíu eða sérskóla eða a.m.k. 24 mánaða viðurkenndur siglingatími að loknu prófi úr framhaldsskóla,
    –    í Danmörku, níu ára grunnskólanám ásamt grunnnámi og/eða þjónustu á sjó sem varir í 17 til 36 mánuði, en við það bætist:
        i.    eins árs sérhæft starfsnám fyrir vaktstýrimenn,
        ii.    þriggja ára sérhæft starfsnám fyrir aðra,
    –    í Þýskalandi, 14 til 18 ára nám alls, þ.m.t. þriggja ára grunnstarfsnám ásamt einu ári á sjó, auk eins eða tveggja ára sérhæfðs starfsnáms en við það bætist, eftir því sem við á, tveggja ára starfsreynsla við stjórn siglinga,
    –    í Lettlandi:
        i.    fyrir rafvirkja á skipum („kugu elektromehãnikis“),
            1.    lágmarksaldur er 18 ár,
            2.    felur í sér a.m.k. 12,5 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. níu ára grunnskólanámi og þriggja ára starfsnámi; þar að auki er krafist a.m.k. sex mánaða siglingatíma í stöðu skipsrafvirkja eða aðstoðarmanns rafmagnsverkfræðings á skipi með rafalsafl yfir 750 kW; starfsnámi lýkur með sérstöku prófi á vegum lögbærs yfirvalds í samræmi við námsáætlun sem samgönguráðuneyti viðurkennir,
        ii.    stjórnendur kælivéla („kuga saldesanas iekãrtu masinists“),
            1.    lágmarksaldur er 18 ár,
            2.    felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls, sem samanstendur af a.m.k. níu ára grunnskólanámi og þriggja ára starfsnámi; þar að auki er krafist a.m.k. tólf mánaða siglingatíma í stöðu aðstoðarmanns kælivélavélfræðings; starfsnámi lýkur með sérstöku prófi á vegum lögbærs yfirvalds í samræmi við námsáætlun sem samgönguráðuneyti viðurkennir,
    –    á Ítalíu, 13 ára nám alls, þar af eru a.m.k. fimm ár sem fara í faglegt nám sem lýkur með prófi en við það bætist starfsþjálfunartími eftir atvikum,
    –    í Hollandi:
        i.    að því er varðar yfirstýrimenn (á strandferðaskipum) (með viðbótarnám) („stuurman kleine handelsvart (met aanvulling)“) og vélstjóra (með prófskírteini) („diploma motordrijver“), 14 ára nám, þar af fara a.m.k. tvö ár fram í sérhæfðri starfsmenntastofnun, en við það bætist tólf mánaða starfsþjálfunartími,
        ii.    að því er varðar skipaumferðarstjóra („VTS-functionaris“), a.m.k.15 ára nám alls, þar af a.m.k. þriggja ára æðra starfsnám („HBO“) eða starfsnám í sérskóla á miðstigi („MBO“), þar sem við bætast sérhæfð námskeið, landsbundin eða bundin við tiltekin svæði, sem fela hvert um sig í sér a.m.k. 12 vikna fræðilegt nám og lýkur hverju um sig með prófi,
        námið skal viðurkennt samkvæmt hinni alþjóðlegu STCW-samþykkt (Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna, 1978).
    b)      Veiðar á sjó
    Nám fyrir:
    í Þýskalandi:
    –    skipstjóra, úthafsveiðar („Kapitän BG/Fischerei“),
    –    skipstjóra, strandveiðar („Kapitän BK/Fischerei“),
    –    vaktstýrimenn, úthafsskip („Nautischer Schiffsoffizier BGW/Fischerei“),
    –    vaktstýrimenn, strandferðaskip („Nautischer Schiffsoffizier BKW/Fischerei“),
    í Hollandi:
    –    yfirstýrimenn/vélstjóra V („stuurman werktuigkundige V“),
    –    vélstjóra IV (fiskiskip) („werktuigkundige IV visvaart“),
    –    yfirstýrimenn IV (fiskiskip) („stuurman IV visvaart“),
    –    yfirstýrimenn/vélstjóra VI („stuurman werktuigkundige VI“),
    sem felur í sér:
    –    í Þýskalandi, 14 til 18 ára nám alls, þ.m.t. þriggja ára grunnstarfsnám ásamt einu ári á sjó, auk eins eða tveggja ára sérhæfðs starfsnáms en við það bætist, eftir því sem við á, tveggja ára starfsreynsla við stjórn siglinga,
    –    í Hollandi, 13 til 15 ára nám, þar af fara a.m.k. tvö ár fram í sérhæfðri starfsmenntastofnun, en við það bætist tólf ára starfsreynslutími,
    og skal námið viðurkennt samkvæmt Torremolinos-samþykktinni (Alþjóðasamþykkt um öryggi fiskiskipa frá 1977).
4.      Tæknistörf
    Nám fyrir:
    í Tékklandi:
    –    viðurkennda tæknimenn, viðurkennda smiði („autorizovaný technik, autorizovaný stavitel“),
    sem felur í sér a.m.k. níu ára starfsnám og samanstendur af fjögurra ára tækninámi á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi (tækniskóli á framhaldsskólastigi) og fimm ára starfsreynslu og lýkur með prófun á faglegri menntun og hæfi vegna tiltekinnar atvinnustarfsemi á sviði bygginga (samkvæmt lögum nr. 50/1976 Sb. (byggingalög) og lögum nr. 360/1992 Sb.),
    –    ökumenn ökutækja á teinum („fyzická osoba rídící drázní vozidlo“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi og opinberu prófi um hreyfiafl ökutækja,
    –    tæknimenn við járnbrautaeftirlit („drázní revizní technik“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og fjögurra ára starfsnámi í fagskóla á sviði vélfræði eða rafeindatækni á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“-prófi,
    –    ökukennara („ucitel autoskoly“),
    þar sem lágmarksaldur er 24 ár; sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi á sviði umferðar eða vélfræða á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“prófi,
    –    opinbera skoðunarmenn bifreiða („kontrolní technik STK“),
    þar sem lágmarksaldur er 21 ár; sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi og í framhaldi af því a.m.k. tveggja ára tækniþjálfun; viðkomandi einstaklingur skal hafa ökuskírteini og hreint sakavottorð og verður að hafa lokið a.m.k. 120 klukkustunda þjálfun fyrir opinbera skoðunarmenn auk þess að standast prófið,
    –    vélvirkja við eftirlit með útblæstri bifreiða („mechanik merení emisí“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og fjögurra ára starfsnámi á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi; þar að auki skal umsækjandi ljúka a.m.k. þriggja ára tækniþjálfun og átta klukkustunda sérþjálfun fyrir „vélvirkja við eftirlit með útblæstri bifreiða“ auk þess að standast prófið,
    –    skipstjóra, I. stig („kapitán I. trídy“),
    sem felur í sér a.m.k. 15 ára nám alls og samanstendur af átta ára grunnskólanámi og þriggja ára starfsnámi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi og prófi sem staðfest er með hæfnisskírteini; í framhaldi af þessu starfsnámi skal koma fjögurra ára starfsþjálfun sem lýkur með prófi,
    –    starfsmenn við forvörslu minnismerkja sem teljast til listiðnaðar („restaurátor památek, která jsou díly umeleckých remesel“),
    sem felur í sér 12 ára nám alls ef um er að ræða fullt tækninám í forvörslu á framhaldsskólastigi, eða tíu til tólf ára nám á tengdu sviði, auk fimm ára starfsreynslu ef um er að ræða fullt tækninám á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi, eða átta ára starfsreynslu ef um er að ræða tækninám á framhaldsskólastigi sem lýkur með sveinsprófi,
    –    forverði listmuna, sem ekki eru minnismerki en eru geymd í söfnum og sýningarsölum, og annarra muna sem hafa menningarlegt gildi („restaurátor del výtvarných umení, která nejsou památkami a jsou ulozena ve sbírkách muzeí a galerií, a ostatních predmetu kulturní hodnoty“),
    sem felur í sér 12 ára nám alls, auk fimm ára starfsreynslu ef um er að ræða fullt tækninám í forvörslu á framhaldsskólastigi sem lýkur með „maturitní zkouska“-prófi,
    –    sorphirðustjóra („odpadový hospodár“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi í fagskóla á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“-prófi og a.m.k. fimm ára reynslu í sorphirðugeiranum á næstliðnum tíu árum,
    –    tæknistjóra við sprengingar („technický vedoucí odstrelu“),
    sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi á framhaldsskólastigi og lýkur með „maturitní zkouska“-prófi,
    og í framhaldi af því:
    tvö ár sem sprengimaður neðanjarðar (vegna starfsemi neðanjarðar) eða eitt ár ofanjarðar (vegna starfsemi ofanjarðar), þ.m.t. sex mánuðir sem aðstoðarsprengimaður,
    100 klukkustunda fræðilegt og verklegt nám sem lýkur með prófi á vegum viðkomandi yfirvalds í námuhéraðinu,
    starfsreynslu í sex mánuði eða lengur við skipulagningu og framkvæmd meiri háttar sprengiverkefna,
    32 klukkustunda fræðilegt og verklegt nám sem lýkur með prófi á vegum tékkneskra námuyfirvalda,
    á Ítalíu:
    –    landmælingamenn („geometra“),
    –    landbúnaðarráðgjafa („perito agrario“),
    sem felur í sér a.m.k.13 ára nám alls á framhaldsskólastigi og samanstendur af átta ára skyldunámi auk fimm ára náms á framhaldsskólastigi, þar af er þriggja ára starfsnám er lýkur með stúdentsprófi á tæknisviði, en við það bætist
    i.    þegar um er að ræða nám fyrir landmælingamenn: annaðhvort starfsþjálfunartími í a.m.k. tvö ár á fagstofu, eða fimm ára starfsreynsla,
    ii.    þegar um er að ræða nám fyrir landbúnaðarráðgjafa; a.m.k. tveggja ára starfsþjálfun sem lýkur með opinberu prófi,
    í Lettlandi:
    –    aðstoðarmenn lestarstjóra („vilces lidzekla vaditãja (masinista) paligs“),
    lágmarksaldur er 18 ár; sem felur í sér a.m.k. 12 ára nám alls og samanstendur af a.m.k. átta ára grunnskólanámi og a.m.k. fjögurra ára starfsnámi; starfsþjálfun sem lýkur með sérstöku prófi atvinnurekanda; hæfnisskírteini gefið út til fimm ára af lögbæru yfirvaldi,
    í Hollandi:
    –    fógetafulltrúa („gerechtsdeurwaarder“),
    –    klíníska tannsmiði („tandprotheticus“)
    sem felur í sér almennt nám og starfsnám:
    i.    sem tekur, að því er varðar fógetafulltrúa („gerechtsdeurwaarder“), 19 ár alls og samanstendur af átta ára skyldunámi og átta ára námi á framhaldsskólastigi, en fjögur þeirra skulu vera á tæknisviði sem lýkur með opinberu prófi en við það bætist þriggja ára fræðilegt og verklegt starfsnám,
    ii.    sem tekur, því er varðar klíníska tannsmiði („tandprotheticus“), 15 ár alls í fullu námi og þrjú ár í hlutanámi og samanstendur af átta ára grunnskólanámi og fjögurra ára almennu námi á framhaldsskólastigi, þriggja ára starfsnámi, þ.m.t. fræðilegt og verklegt nám sem tannsmiður, að viðbættu þriggja ára hlutanámi sem klínískur tannsmiður sem lýkur með prófi,
    í Austurríki:
    –    skógfræðinga („Förster“),
    –    tæknilega ráðgjafa („Technisches Büro“),
    –    þá sem starfa við leigumiðlun vinnuafls („Überlassung von Arbeitskräften – Arbeitsleihe“),
    –    atvinnumiðlara („Arbeitsvermittlung“),
    –    fjárfestingaráðgjafa („Vermögensberater“),
    –    einkarannsóknarmenn („Berufsdetektiv“),
    –    öryggisverði („Bewachungsgewerbe“),
    –    fasteignasala („Immobilienmakler“),
    –    umsjónarmenn fasteigna („Immobilienverwalter“),
    –    skipuleggjendur byggingarframkvæmda („Bauträger, Bauorganisator, Baubetreuer“),
    –    starfsmenn hjá innheimtustofnunum („Inkassoinstitut“),
    sem felur í sér a.m.k. 15 ára nám alls og samanstendur af átta ára skyldunámi og a.m.k. fimm ára námi á framhaldsskólastigi, á tækni- eða verslunarsviði, sem lýkur með prófi á því sviði, að viðbættu a.m.k. tveggja ára námi og þjálfun á vinnustað sem lýkur með prófi í viðkomandi grein,
    –    tryggingaráðgjafa („Berater in Versicherungsangelegenheiten“),
    sem felur í sér 15 ára nám alls, þ.m.t. sex ára starfsþjálfun sem er liður í skipulögðu námi og felur í sér þriggja ára nám á námssamningi og þriggja ára starfsreynslu og -þjálfunartímabil, sem lýkur með prófi,
    –    byggingameistara/þá sem sjá um skipulagningu og tæknilega útreikninga („Planender Baumeister“),
    –    trésmíðameistara/þá sem sjá um skipulagningu og tæknilega útreikninga („Planender Zimmermeister“),
    sem felur í sér a.m.k.18 ára nám alls, þ.m.t. minnst níu ára starfsnám sem skiptist í fjögurra ára tækninám á framhaldsskólastigi og fimm ára starfsreynslu og -þjálfun, sem lýkur með prófi er veitir rétt til að starfa í greininni og þjálfa lærlinga, hafi þetta nám falið í sér rétt til að skipuleggja byggingar, gera tæknilega útreikninga og hafa umsjón með byggingarvinnu (Mariu Theresu-forréttindi),
    –    yfirbókari („Gewerblicher Buchhalter“), samkvæmt „Gewerbeordnung“ (lög frá 1994 um viðskipti, handverk og iðnað),
    –    sjálfstætt starfandi bókari („Selbständiger Buchhalter“) samkvæmt „Bundesgesetz über die Wirtschaftstreuhandberufe“ (lög frá 1999 um opinbera endurskoðun),
    í Póllandi:
    –    skoðunarmenn við almenna skoðun á skoðunarstöð vélknúinna ökutækja á grunnstigi („diagnosta przeprowadzajacy badania techniczne w stacji kontroli pojazdów o podstawowym zakresie badan“),
    sem felur í sér átta ára grunnskólanám og fimm ára nám á sviði vélknúinna ökutækja á framhaldsskólastigi og þriggja ára reynslu á þjónustustöð fyrir ökutæki eða bifreiðaverkstæði, sem tekur til 51 klukkustundar grunnþjálfunar í skoðun á aksturshæfni vélknúinna ökutækja og lýkur með hæfnisprófi,
    –    skoðunarmenn við almenna skoðun á skoðunarstöð vélknúinna ökutækja í héraði („diagnosta przeprowadzajacy badania techniczne pojazdu w okregowej stacji kontroli pojazdów“),
    sem felur í sér átta ára grunnskólanám og fimm ára tækninám á sviði vélknúinna ökutækja á framhaldsskólastigi og þriggja ára reynslu á þjónustustöð fyrir ökutæki eða bifreiðaverkstæði, sem tekur til 51 klukkustundar grunnþjálfunar í skoðun á aksturshæfni vélknúinna ökutækja og lýkur með hæfnisprófi,
    –    skoðunarmenn við almenna skoðun á skoðunarstöð vélknúinna ökutækja („diagnosta wykonujacy badania techniczne pojazdów w stacji kontroli pojazdów“),
    sem felur í sér:
    i.    átta ára grunnskólanám og fimm ára tækninám á sviði vélknúinna ökutækja á framhaldsskólastigi og fjögurra ára staðfesta reynslu á þjónustustöð fyrir ökutæki eða á bifreiðaverkstæði eða
    ii.    átta ára grunnskólanám og fimm ára tækninám á öðru sviði en sérsviði vélknúinna ökutækja á framhaldsskólastigi og staðfesta átta ára reynslu á þjónustustöð fyrir ökutæki eða á bifreiðaverkstæði, sem tekur til alls 113 klukkustunda heildarþjálfunar, þ.m.t. grunnþjálfun og sérhæfð þjálfun, með prófi í lok hvers áfanga.
    Tímafjöldi og almennt umfang einstakra námskeiða innan ramma heildarþjálfunar fyrir skoðunarmenn eru tilgreindar sérstaklega í reglugerð ráðuneytis grunnvirkja frá 28. nóvember 2002 um nákvæmar kröfur varðandi skoðunarmenn (Stjtíð. EB frá 2002, nr. 208, liður 1769),
    –    afgreiðslustjóra járnbrauta („dyzurny ruchu“),
    sem felur í sér átta ára grunnskólanám og fjögurra ára starfsnám á framhaldsskólastigi með sérhæfingu í járnbrautarflutningum, auk 45 daga undirbúningsnámskeiðs fyrir starf sem afgreiðslustjóri járnbrauta og að standast hæfnisprófið, eða sem felur í sér átta ára grunnskólanám og fimm ára starfsnám á framhaldsskólastigi með sérhæfingu í járnbrautaflutningum, auk 63 daga undirbúningsnámskeiðs fyrir starf sem afgreiðslustjóri járnbrauta og að standast hæfnisprófið.
5.      Nám í Breska konungsríkinu sem er viðurkennt sem „National Vocational Qualifications“ eða „Scottish Vocational Qualifications“
    Nám fyrir:
    –    skráða dýrahjúkrunarfræðinga,
    –    námurafmagnsverkfræðinga („mine electrical engineer“),
    –    námuvélaverkfræðinga („mine mechanical engineer“),
    –    tannhirðir („dental therapist“),
    –    tannfræðinga („dental hygienist“),
    –    sjóntækjafræðinga („dispensing optician“),
    –    aðstoðarmenn námuverkfræðinga („mine deputy“),
    –    skiptastjóra („insolvency practitioner“),
    –    viðurkennda lögbókendur við afsal og fasteignagjörninga („licensed conveyancer“),
    –    fyrstu stýrimenn á flutninga- og farþegaskipum – ótakmarkað („first mate – freight/passenger ships – unrestricted“),
    –    aðra stýrimenn á flutninga- og farþegaskipum – ótakmarkað („second mate – freight/passenger ships – unrestricted“),
    –    þriðju stýrimenn á flutninga- og farþegaskipum – ótakmarkað („third mate – freight/passenger ships – unrestricted“),
    –    vaktstýrimenn á flutninga- og farþegaskipum – ótakmarkað („deck officer – freight/passenger ships – unrestricted“),
    –    yfirvélstjóra á flutninga- og farþegaskipum – ótakmarkað viðskiptasvæði („engineer officer – freight/passenger ships – unlimited trading area“),
    –    löggilta tæknimenn við meðhöndlun úrgangs,
    sem felur í sér menntun og hæfi sem er viðurkennt sem „National Vocational Qualifications (NVQs)“ eða er viðurkennt í Skotlandi sem „Scottish Vocational Qualifications“, á 3. og 4. stigi í „National Framework of Vocational Qualifications“ í Breska konungsríkinu.
    Þessi stig eru skilgreind sem hér segir:
    –    3. stig: felur í sér hæfni á ýmsum sviðum starfs og við breytilegar aðstæður þar sem um er að ræða bæði flókin störf og störf sem eru ekki venjubundin;um talsverða ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð er að ræða og jafnframt er oft krafist umsjónar eða leiðsagnar með öðrum,
    –    4. stig: felur í sér hæfni á ýmsum sviðum flókins starfs, bæði er varðar tæknileg og fagleg atriði, og við breytilegar aðstæður þar sem um er að ræða verulega ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð. Oft er jafnframt um að ræða ábyrgð á störfum annarra og úthlutun tilfanga.

III. VIÐAUKI
Skrá yfir lögverndaða menntun sem um getur í þriðju undirgrein 2. mgr. 13. gr.

Í Breska konungsríkinu:
Lögverndað nám er felur í sér menntun og hæfi sem er viðurkennt sem ,,National Vocational Qualifications“ (NVQ) eða er viðurkennt í Skotlandi sem „Scottish Vocational Qualifications“, á 3. og 4. stigi í „National Framework of Vocational Qualifications“ í Breska konungsríkinu.
Þessi stig eru skilgreind sem hér segir:
–    3. stig: felur í sér hæfni á ýmsum sviðum starfs og við breytilegar aðstæður þar sem um er að ræða bæði flókin störf og störf sem eru ekki venjubundin; um talsverða ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð er að ræða og jafnframt er oft krafist umsjónar eða leiðsagnar með öðrum,
–    4. stig: felur í sér hæfni á ýmsum sviðum flókins starfs, bæði er varðar tæknileg og fagleg atriði, og við breytilegar aðstæður þar sem um er að ræða verulega ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð. Oft er jafnframt um að ræða ábyrgð á störfum annarra og úthlutun tilfanga.
Í Þýskalandi:
Eftirfarandi lögverndað nám:
–    Lögverndað nám til undirbúnings störfum aðstoðarmanns á tæknisviði („technische(r) Assistent(in)“), aðstoðarmanns á viðskiptasviði („kaufmännische(r) Assistent(in)“), störfum á vettvangi félagsmála („soziale Berufe“) og starfinu öndunar-, tal- og raddþjálfari, viðurkenndur af ríkinu („staatlich geprüfte(r) Atem-, Sprech- und Stimmlehrer(in)“), sem felur í sér a.m.k. 13 ára nám alls, m.a. próf úr framhaldsskóla („mittlerer Bildungsabschluss“), og nær yfir:
    i.    a.m.k. þriggja ára ( 1 ) starfsnám í sérskóla („Fachschule“) sem lýkur með prófi þar sem í sumum tilvikum bætist við eins eða tveggja ára sérnám sem lýkur með prófi eða
    ii.    a.m.k. tveggja og hálfs árs nám í sérskóla („Fachschule“) sem lýkur með prófi þar sem við bætist starfsreynsla í a.m.k. sex mánuði eða a.m.k. sex mánaða starfsþjálfun í viðurkenndri starfsstöð eða
    iii.    a.m.k. tveggja ára nám í sérskóla („Fachschule“) sem lýkur með prófi þar sem við bætist starfsreynsla í a.m.k. eitt ár eða a.m.k. eins árs starfsþjálfun í viðurkenndri starfsstöð.
–    Lögverndað nám fyrir starfsgreinarnar iðnfræðingur („Techniker(in)“), rekstrarhagfræðingur („Betriebswirt(in)“), hönnuður („Gestalter(in)“) og starfsmaður við heimilishjálp („Familienpfleger(in)“), viðurkennt af ríkinu („staatlich geprüfte(r)), sem felur í sér a.m.k. 16 ára nám alls þar sem þess er krafist að viðkomandi hafi lokið skyldunámi með fullnægjandi hætti eða samsvarandi námi (sem tekur a.m.k. níu ár) og námi við starfsmenntaskóla („Berufsschule“) sem tekur a.m.k. þrjú ár og felur í sér, að lokinni a.m.k. tveggja ára starfsreynslu, a.m.k. tveggja ára fullt nám eða hlutanám af samsvarandi lengd.
–    Lögverndað nám og lögvernduð endurmenntun, sem er a.m.k. 15 ár alls, þar sem þess er almennt krafist að viðkomandi hafi lokið skyldunámi með fullnægjandi hætti (sem tekur a.m.k. níu ár) og starfsnámi (venjulega þriggja ára), og felur að jafnaði í sér a.m.k. tveggja ára starfsreynslu (oftast þriggja ára) og próf sem er hluti endurmenntunar, en undirbúningur fyrir það felst að jafnaði í námi sem annaðhvort fer fram samhliða starfsreynslutímanum (a.m.k. 1000 klukkustundir) eða er fullt nám (a.m.k. eitt ár).
Þýsk yfirvöld skulu senda framkvæmdastjórninni og öðrum aðildarríkjum skrá yfir það nám sem fjallað er um í þessum viðauka.
Í Hollandi:
–    Lögverndað nám sem tekur a.m.k. 15 ár alls og er það gert að skilyrði að fyrst hafi verið lokið átta ára grunnskólanámi ásamt fjögurra ára almennu framhaldsskólanámi á miðstigi („MAVO“) eða fjögurra ára undirbúningsstarfsnámi („VBO“) eða almennu framhaldsskólanámi á æðra stigi, svo og að lokið hafi verið við þriggja eða fjögurra ára starfsnámi í sérskóla á miðstigi („MBO“), sem lýkur með prófi.
–    Lögverndað nám sem tekur a.m.k. 16 ár alls og er það gert að skilyrði að fyrst hafi verið lokið átta ára grunnskólanámi ásamt fjögurra ára undirbúningsstarfsnámi („VBO“) eða æðra stigi almenns framhaldsskólanáms, svo og að lokið hafi verið við a.m.k. fjögurra ára nám á námssamningi, sem felur í sér fræðilegt nám í sérskóla í a.m.k. einn dag í hverri viku og verklegt nám í starfsþjálfunarmiðstöð eða hjá fyrirtæki hina dagana, og sem lýkur með annars eða þriðja stigs prófi.
Hollensk yfirvöld skulu senda framkvæmdastjórninni og öðrum aðildarríkjum skrá yfir það nám sem fellur undir þennan viðauka.
Í Austurríki:
–    Nám í starfsmenntaskóla á æðra stigi („Berufsbildende Höhere Schulen“) og menntastofnunum á æðra skólastigi á sviði landbúnaðar og skógræktar („Höhere Land- und Forstwirtschaftliche Lehranstalten“), þ.m.t. sérstök námssvið („einschließlich der Sonderformen“) þar sem uppbygging og námskröfur ákvarðast af lögum og stjórnsýslufyrirmælum.
    Hér er um að ræða nám sem tekur a.m.k. 13 ár alls og í því felst fimm ára starfsnám sem lýkur með lokaprófi og sé árangur fullnægjandi telst það vera sönnun um faglega hæfni.
–    Nám í meistaraskólum („Meisterschulen“), meistarabekkjum („Meisterklassen“), iðnmeistaraskólum („Werkmeisterschulen“) eða skólum fyrir byggingariðnaðarmenn („Bauhandwerkerschulen“) þar sem uppbygging og námskröfur ákvarðast af lögum og stjórnsýslufyrirmælum.
    Hér er um að ræða a.m.k. 13 ára nám alls en í því felst níu ára skyldunám, svo og annaðhvort a.m.k. þriggja ára starfsnám í sérskóla eða a.m.k. þriggja ára þjálfun hjá fyrirtæki og samhliða þjálfun í starfsmenntaskóla („Berufsschule“), en hvoru tveggja lýkur með prófi og við bætist fullnægjandi árangur í a.m.k. eins árs námi í meistaraskóla („Meisterschule“), meistarabekkjum („Meisterklassen“), iðnmeistaraskóla („Werkmeisterschulen“)eða skólum fyrir byggingariðnaðarmenn („Bauhandwerkerschule“). Í flestum tilvikum tekur námið a.m.k. 15 ár alls og í því felast starfsreynslutímabil, annaðhvort á undan námi í þessum skólum eða samhliða hlutanámi (a.m.k. 960 stundir).
Austurrísk yfirvöld skulu senda framkvæmdastjórninni og öðrum aðildarríkjum skrá yfir það nám sem fellur undir þennan viðauka.

IV. VIÐAUKI
Atvinnugreinar sem tengjast flokkun á þeirri starfsreynslu sem um getur í 17., 18., og 19. gr.
Skrá I
Yfirflokkar sem falla undir tilskipun 64/42/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 69/77/EBE, og tilskipanir 68/366/EBE og 82/489/EBE
1
Tilskipun 64/427/EBE
(tilskipun um afnám hafta: 64/429/EBE)
NICE-flokkunarkerfið (samsvarar ISIC-yfirflokkum 23–40)

Yfirflokkur     23     Textíliðnaður
                232    Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir ull
                233    Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir bómull
                234    Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir silki
                235    Framleiðsla og vinnsla textílefna í vélum fyrir hör og hamp
                236    Annar textílefnaiðnaður (júta, harðtrefjar o.s.frv.), kaðlar
                237    Framleiðsla prjónavöru og heklaðrar vöru
                238    Frágangur textílefna
                239    Annar spunaefnaiðnaður
Yfirflokkur     24     Framleiðsla skófatnaðar, fatnaðar og sængurfatnaðar
                241    Vélframleiðsla á skófatnaði (nema úr gúmmíi og tré)
                242    Handunninn skófatnaður og viðgerðir á honum
                243    Framleiðsla fatnaðar (nema fatnaðar úr loðskinni)
                244    Framleiðsla á dýnum og sængurfatnaði
                245    Skinna- og feldaiðnaður
Yfirflokkur    25     Framleiðsla úr viði og korki (nema húsgagnaframleiðsla)
                251    Sögun og iðnvinnsla viðar
                252    Framleiðsla hálfunnins viðarvarnings
                253    Raðframleiðsla byggingaíhluta úr viði, þ.m.t. gólfklæðning
                254    Framleiðsla á ílátum úr viði
                255    Framleiðsla annars viðarvarnings (nema húsgagna)
                259    Framleiðsla úr hálmi, korki, tágum, tágafléttum og spanskreyr; burstagerð
Yfirflokkur    26     260 Framleiðsla húsgagna úr viði
Yfirflokkur    27     Framleiðsla pappírs og pappírsvöru
                271    Framleiðsla á pappírsdeigi, pappír og pappa
                272    Vinnsla pappírs og pappa, og framleiðsla vara úr pappírsdeigi
Yfirflokkur    28     280 Prentun, útgáfa og skyldur iðnaður
Yfirflokkur     29     Leðuriðnaður
                291    Sútunarstöðvar og verksmiðjur sem fullvinna leður
                292    Leðurvöruframleiðsla
Úr yfirflokki    30     Gúmmí- og plastvöruframleiðsla, tilbúnir þræðir og sterkjuvörur
                301    Gúmmí- og asbestvinnsla
                302    Vinnsla plastefna
                303    Framleiðsla tilbúinna þráða
Úr yfirflokki    31     Efnaiðnaður
                311    Framleiðsla undirstöðuefna til efnaiðnaðar og frekari vinnsla slíkra efna
                312    Sérhæfð framleiðsla á efnavörum einkum til notkunar í iðnaði og landbúnaði (þar með talin framleiðsla á feiti og olíu úr jurta- og dýraríkinu fyrir iðnað sem heyrir undir ISIC- flokk 312)
                313    Sérhæfð framleiðsla efnavöru einkum til heimilis- eða skrifstofunota [(að undanskilinni framleiðslu lyfja og lyfjavara (úr ISIC-flokki 319)]
Yfirflokkur    32     320 Jarðolíuiðnaður
Yfirflokkur    33     Framleiðsla vöru úr jarðefnum, öðrum en málmi
                331    Framleiðsla byggingarvara úr leir
                332    Gler- og glervöruframleiðsla
                333    Framleiðsla á leirvörum, að meðtöldum vörum úr eldföstu efni
                334    Sements-, kalk- og gifsframleiðsla
                335    Framleiðsla byggingarefna úr steypu, sementi og gifsefni
                339    Vinna við steinhögg og framleiðsla á öðrum vörum úr jarðefnum, öðrum en málmi
Yfirflokkur    34    Framleiðsla og frumvinnsla járns og málma sem innihalda ekki járn
                341    Járn- og stáliðnaður (samkvæmt skilgreiningu í stofnsáttmála Kola- og stálbandalags Evrópu (KSE), þ.m.t. koksvinnsla sem er rekin í tengslum við stáliðnaðarfyrirtæki)
                342    Framleiðsla á stálrörum
                343    Vírdráttur, kalddráttur, kaldvölsun flatjárns og flatstáls, kaldmótun
                344    Framleiðsla og frumvinnsla málma sem innihalda ekki járn
                345    Málmsteypur sem vinna bæði með járn og málma sem innihalda ekki járn
Yfirflokkur    35     Framleiðsla málmvara (að undanskildum vélbúnaði og flutningatækjum)
                351    Smíði, stönsun og þrýstismíði
                352    Annað vinnslustig og yfirborðsmeðferð
                353    Burðarvirki úr málmi
                354    Ketilsmíði, framleiðsla kera til iðnaðar
                355    Framleiðsla áhalda og tækja og fullunninna hluta úr málmi (nema raffanga)
                359    Hliðargreinar véltæknistarfsemi
Yfirflokkur    36     Framleiðsla véla sem ekki eru rafknúnar
                361    Framleiðsla landbúnaðarvéla og dráttarvéla
                362    Framleiðsla á skrifstofuvélum
                363    Framleiðsla véla til málmvinnslu og annarra vélaverkfæra og festinga og tenginga á þau og önnur vélknúin verkfæri
                364    Framleiðsla textílvéla og fylgihluta þeirra, framleiðsla saumavéla
                365    Framleiðsla véla og búnaðar fyrir matvæla- og drykkjarvöruiðnað og fyrir efnaiðnað og skyldan iðnað
                366    Framleiðsla tækja og búnaðar fyrir námur, járn- og stálverksmiðjur og fyrir byggingariðnað; lyftitæki og færibönd
                367    Framleiðsla sendibúnaðar
                368    Framleiðsla vélbúnaðar til annars tiltekins iðnaðar
                369    Framleiðsla annarra órafknúinna véla og búnaðar
Yfirflokkur    37     Raftækniiðnaður
                371     Framleiðsla rafmagnsvíra og kapla
                372     Framleiðsla hreyfla, rafala, spennubreyta, rofa og annars búnaðar til raforkuframleiðslu
                373     Framleiðsla raffanga til atvinnunota
                374     Framleiðsla fjarskiptabúnaðar, mæla, annarra mælitækja og rafmagnslækningatækja
                375     Framleiðsla rafeindabúnaðar, útvarps- og sjónvarpsviðtækja, hljómflutningstækja
                376     Framleiðsla raftækja til heimilisnota
                377     Framleiðsla lampa- og ljósabúnaðar
                378     Framleiðsla rafhlaðna og rafgeyma
                379     Viðgerðir, samsetning og sérhæfð uppsetning raffanga
Úr yfirflokki    38     Framleiðsla flutningatækja
                383    Framleiðsla vélknúinna ökutækja og hluta þeirra
                384    Viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, bifhjólum og reiðhjólum
                385    Framleiðsla bifhjóla, reiðhjóla og hluta þeirra
                389    Framleiðsla flutningatækja sem er ekki skilgreind annars staðar
Yfirflokkur    39     Ýmiss konar framleiðsluiðnaður
                391    Framleiðsla nákvæmra mælitækja og mæli- og stjórntækja
                392    Framleiðsla á lækninga- og skurðlækningatækjum og hjálpartækjum (að undanskildum sjúkraskófatnaði)
                393    Framleiðsla ljósmynda- og sjóntækja
                394    Framleiðsla og viðgerðir á úrum og klukkum
                395    Skartgripa- og góðmálmasmíði
                396    Framleiðsla og viðgerðir hljóðfæra
                397    Framleiðsla leikja, leikfanga, íþróttatækja og íþróttavarnings
                399    Annar framleiðsluiðnaður
Yfirflokkur    40     Byggingarstarfsemi
                400    Byggingar (ósérhæfðar), niðurrif
                401    Húsbyggingar (húsnæði eða annað)
                402    Mannvirkjagerð, vega- og brúargerð, lagning járnbrauta o.fl.
                403    Lagnir
                404    Skreytingar og frágangur

2
Tilskipun 68/366/EBE
(tilskipun um afnám hafta: 68/365/EBE)
NICE-flokkunarkerfið

Yfirflokkur    20A    200 Framleiðsluiðnaður með dýra- og jurtafeiti og olíur
                20B    Matvælaframleiðsluiðnaður (að undanskildum drykkjarvöruiðnaði)
                201    Slátrun, vinnsla og geymsla kjöts
                202    Mjólkur- og mjólkurvöruiðnaður
                203    Niðurlagning og geymsla ávaxta og grænmetis
                204    Niðurlagning og geymsla fisks og annarra sjávarafurða
                205    Framleiðsla á kornvöru
                206    Framleiðsla á brauðvörum, þ.m.t. tvíbökur og kex
                207    Sykuriðnaður
                208    Framleiðsla á kakói, súkkulaði og sælgæti
                209    Framleiðsla á ýmsum matvælum
Yfirflokkur    21    Drykkjarvöruiðnaður
                211     Framleiðsla etanóls með gerjun, framleiðsla gers og vínanda
                212     Víngerð og framleiðsla annarra áfengra drykkjarvara úr ómöltuðu korni
                213     Öl- og bjórgerð
                214     Framleiðsla gosdrykkja og annarra kolsýrðra drykkja
                úr 30    Framleiðsla á gúmmívörum, plastefnum, gerviþráðum og sterkjuafurðum
                304     Framleiðsla á sterkjuafurðum

3
Tilskipun 82/489/EBE
ISIC-flokkunarkerfið

Ur 855         Hárgreiðslustofur (að undanskilinni starfsemi fótaaðgerðafræðinga og skólum snyrtifræðinga)

SKRÁ II
Yfirflokkar tilskipana 75/368/EBE, 75/369/EBE og 82/470/EBE

1
Tilskipun 75/368/EBE (starfsemi sem um getur í 1. mgr. 5. gr.)
ISIC-flokkunarkerfið

Ur 04            Fiskveiðar
                043    Fiskveiðar í ám og vötnum
Ur 38            Framleiðsla flutningatækja
                381    Skipasmíðar og viðgerðir
                382    Framleiðsla járnbrautartækja
                386    Framleiðsla loftfara (þ.m.t. geimtæki)
Úr 71            Starfsemi tengd flutningum og starfsemi önnur en flutningar, sem fellur undir eftirfarandi flokka:
                úr 711    Þjónusta við svefn- og veitingavagna, viðhald járnbrautatækja í viðhaldsskýlum, hreinsun vagna
                úr 712    Viðhald tækja fyrir farþegaflutninga innanbæjar, í úthverfum og milli bæja og borga
                úr 713    Viðhald tækja fyrir annan farþegaflutning á landi (svo sem bifreiða, langferðabíla og leigubifreiða)
                úr 714    Rekstur og viðhald mannvirkja tengdum samgöngum á landi (t.d. vega, jarðgangna og tollbrúa, birgðageymsla, bílastæða, strætisvagna- og sporvagnastöðva)
                úr 716    Starfsemi tengd samgöngum á skipgengum vatnaleiðum (t.d. rekstur og viðhald vatnaleiða, hafna og annarra mannvirkja tengdum samgöngum á skipgengum vatnaleiðum; dráttar- og lóðsþjónusta í höfnum, lagning bauja, ferming og afferming skipa og önnur skyld starfsemi svo sem björgun skipa, dráttur og rekstur húsbáta)
73                Boðskipti: póst- og fjarskiptaþjónusta
Ur 85            Persónuleg þjónusta
                854    Þvottahús og þvottaþjónusta, þurrhreinsun og litun
                úr 856    Ljósmyndastofur: ljósmyndun og auglýsingaljósmyndun að frátöldum blaðaljósmyndurum
                úr 859    Persónuleg þjónusta sem er ekki skilgreind annars staðar (einungis viðhald og þrif á húseignum eða vistarverum)

2
Tilskipun 75/369/EBE (6. gr.: þegar starfsemin telst til iðnaðar eða handverks)
ISIC-flokkunarkerfið

Eftirtalin farandstarfsemi:
a)    kaup og sala á vöru:
    –    kaupmanna á faraldsfæti, götusala eða farandsala (úr ISIC-flokki 612),
    –    á yfirbyggðum mörkuðum nema þegar um fastar starfsstöðvar er að ræða og á útimörkuðum,
b)    starfsemi sem gildandi bráðabirgðaráðstafanir ná yfir þegar ljóst er að starfsemi sem flokkast undir farandviðskipti er undanskilin eða ekki er minnst á starfrækslu slíkrar farandstarfsemi.

3
Tilskipun 82/470/EBE (1. og 3. mgr. 6. gr.)
Flokkar 718 og 720 í ISIC-flokkunarkerfinu

Starfsemin nær einkum og sér í lagi til:
–    skipulagningar og sölu, beint eða gegn þóknun, á einum þætti eða fleirum (flutningi, fæði, gistingu, skoðunarferðum o.s.frv.) vegna ferðar eða dvalar, óháð því um hvers konar ferð er að ræða (undirliður a í B-lið 2. gr.),
–    þeirra sem starfa sem milliliðir verktaka á mismunandi sviðum flutninga og þeirra sem afgreiða eða senda vörur og standa fyrir svipaðri starfsemi:
    aa)     með því að ganga frá samningum við verktaka á sviði flutninga fyrir hönd umbjóðenda,
    bb)     með því að velja flutningsaðferð, fyrirtæki og þá leið sem er hagstæðust fyrir umbjóðandann,
    cc)     með því að sjá um framkvæmdaatriði er varða flutninginn (t.d. pökkun vegna flutningsins); með því að sjá um ýmsa aðra þætti er tengjast flutningnum (t.d. tryggja ísbirgðir fyrir kælivagna),
    dd)     með því að ganga frá formsatriðum er tengjast flutningnum, t.d. ganga frá fylgibréfi; með því að flokka og skipta vörusendingum,
    ee)     með því að samhæfa hin ýmsu stig flutningsins, með því að tryggja flutning, endursendingar, umfermingu og aðrar aðgerðir á endastöð,
    ff)     með því að sjá bæði um farm- og flutningstæki og flutningsleið fyrir þá aðila sem afgreiða eða taka á móti vörum:
            –    mat á flutningskostnaði og yfirferð á sundurliðuðum reikningum
            –    ráðstafanir sem gera verður til bráðabirgða eða frambúðar í nafni og fyrir hönd skipseiganda eða fyrirtækis sem sér um flutning á sjó (við hafnaryfirvöld, skipaverslanir o.s.frv.).
            (Starfsemi sem talin er upp í a-, b-, og d-lið A-liðar 2. gr.).

Skrá III
Tilskipanir 64/222/EBE, 68/364/EBE, 68/368/EBE, 75/368/EBE, 75/369/EBE, 70/523/EBE og 82/470/EBE

1
Tilskipun 64/222/EBE
(tilskipun um afnám hafta: 64/223/EBE og 64/224/EBE)

1.    Starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga sem stunda heildverslun, að undanskilinni heildverslun með lyf og lyfjavörur, eiturefni og lifandi smitefni og kol (úr flokki 611).
2.    Atvinnustarfsemi milliliðar sem hefur umboð og fyrirmæli frá einum eða fleiri einstaklingum til að semja eða annast viðskipti í þeirra nafni og fyrir þeirra hönd.
3.    Atvinnustarfsemi milliliðar sem, án þess að hafa um það varanleg fyrirmæli, kemur á sambandi einstaklinga sem óska eftir beinum samningum sín á milli, kemur viðskiptum þeirra í kring eða aðstoðar við að leiða slík viðskipti til lykta.
4.    Atvinnustarfsemi milliliðar sem kemur inn í viðskipti í eigin nafni en fyrir annarra hönd.
5.    Atvinnustarfsemi milliliðar sem fæst við heildsöluverslun á uppboðum fyrir annarra hönd.
6.    Atvinnustarfsemi milliliða sem afla pantana með því að ganga í hús.
7.    Þjónustustarfsemi sem tengist atvinnustarfsemi milliliðar sem starfar hjá einu eða fleiri verslunarfyrirtækjum, iðnaðarfyrirtækjum eða litlum handverksfyrirtækjum.

2
Tilskipun 68/364/EBE
(tilskipun um afnám hafta: 68/363/EBE)

ISIC úr flokki 612: Smásöluverslun
Starfsemi sem er undanskilin:
012     Leiga á tækjum til landbúnaðar
640     Leiga á fasteignum
713     Leiga á bifreiðum, vögnum og hestum
718     Leiga á lestar- og flutningsvögnum
839     Leiga á tækjabúnaði til verslunarfyrirtækja
841     Miðabókanir og myndaleiga fyrir kvikmyndahús
842     Miðabókanir og leiga á búnaði fyrir leikhús
843     Báta- og hjólaleiga, leiga á sjálfsalaleiktækjum og -spilavélum
853     Leiga á herbergjum með húsgögnum
854     Leiga á hreinu líni
859     Fataleiga

3
Tilskipun 68/368/EBE
(tilskipun um afnám hafta: 68/367/EBE)
ISIC-flokkunarkerfið

ISIC úr flokki 85
1.        Veitingahús, kaffihús, ölstofur og aðrir veitingastaðir (ISIC-flokkur 852).
2.        Hótel, leiguherbergi, tjaldstæði og aðrir gististaðir (ISIC-flokkur 853).

4
Tilskipun 75/368/EBE (7. gr.)
Öll starfsemi í viðaukanum við tilskipun 75/368/EBE, að undanskilinni þeirri starfsemi sem skráð er í 1. mgr. 5. gr. þessarar tilskipunar (Skrá II, 1. liður í þessum viðauka).
ISIC-flokkunarkerfið

úr 62         Bankar og aðrar fjármálastofnanir
            úr 620     Einkaleyfisstofur og löggildingarstofur
úr 71         Flutningar
            úr 713     Farþegaflutningar á vegum, að frátöldum flutningi með bifreiðum
            úr 719     Flutningur fljótandi vetniskolefnis og annarra fljótandi efna eftir leiðslum
úr 82         Þjónusta á vegum sveitarfélaga
            827         Bókasöfn, söfn, grasa- og dýragarðar úr
84             Leikja- og skemmtiþjónusta
            843         Leikja- og skemmtiþjónusta sem er ekki skilgreind annars staðar:
                        –    Starfsemi tengd íþróttum (íþróttasvæði, skipulagning íþróttamannvirkja o.s.frv.) þó ekki starfsemi íþróttaleiðbeinenda
                        –    Leikir (hesthús og tamningasvæði fyrir veðhlaupahesta, leikjasvæði, veðhlaupabrautir o.s.frv.)
                        –    Önnur afþreyingarstarfsemi (fjölleikahús, skemmtigarðar og aðrar skemmtanir)
úr 85         Persónuleg þjónusta
            úr 851    Heimilishjálp
            úr 855     Snyrtistofur og handsnyrtiþjónusta, að frátalinni þjónustu fótaaðgerðafræðinga og skólum snyrtifræðinga og hárgreiðslufólks
            úr 859     Persónuleg þjónusta sem er ekki skilgreind annars staðar, nema íþrótta- og sjúkranuddarar og fjallaleiðsögumenn, sem skiptast í eftirfarandi flokka
                        –    Sótthreinsun og meindýraeyðing
                        –    Fataleiga og geymsluaðstaða
                        –    Hjúskaparmiðlun og önnur skyld þjónusta
                        –    Stjörnuspeki, spádómar og þess háttar
                        –    Sorphirða og önnur skyld starfsemi
                        –    Útfararþjónusta og viðhald kirkjugarða
                        –    Boðberar og túlkandi leiðsögumenn

5
Tilskipun 75/369/EBE (5. gr.)

Eftirtalin farandstarfsemi:
a)     kaup og sala á vöru:
    –    kaupmanna á faraldsfæti, götusala eða farandsala (úr ISIC-flokki 612)
    –    á yfirbyggðum mörkuðum nema þegar um fastar starfsstöðvar er að ræða og á útimörkuðum
b)    starfsemi sem gildandi bráðabirgðaráðstafanir ná yfir þegar ljóst er að starfsemi sem flokkast undir farandviðskipti er undanskilin.

6
Tilskipun 70/523/EBE

Starfsemi sjálfstætt starfandi einstaklinga sem veita þjónustu á sviði heildsölu og umboðsverslunar með kol (úr flokki 6112, ISIC-flokkunarkerfið)

7
Tilskipun 82/470/EBE (2.mgr. 6. gr.)

(Starfsemi sem talin er upp í c- og e-lið A-hluta, b-lið B-hluta, C- og D-hluta 2. gr.)
Starfsemin nær einkum og sér í lagi til:
–    leigu á járnbrautarvögnum til farþega- eða vöruflutninga
–    starfs milliliða í sölu, kaupum eða leigu skipa
–    skipulagningar, samningagerðar og frágangs samninga vegna flutninga þeirra sem flytjast á brott
–    móttöku fyrir hönd þess sem leggur vöruna inn á öllum hlutum og vörum sem lagðar eru inn í vöruskemmur, pakkhús, húsgagnalager, í kæligeymslur, geymsluturna (síló) o.s.frv., hvort sem tollskoða þarf vöruna eða ekki
–    útvegunar á kvittun fyrir móttöku til handa þeim aðila sem leggur vöruna inn
–    útvegunar hólfa, fóðurs og sölusvæða vegna skammtímavistunar búpenings sem bíður sölu eða flutnings til eða frá markaði
–    skoðunar eða tæknilegs mats á vélknúnum ökutækjum
–    mælingar, vigtunar og mats á vörum.

V. VIÐAUKI
Viðurkenning á grundvelli samræmingar lágmarkskrafna um menntun
V.1. LÆKNIR
5.1.1. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi í undirstöðunámi í læknisfræði

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir prófskírteinið Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunardagsetning
België/Belgique/ Belgien Diploma van arts/ Diplôme de docteur en médecine –    Les universités/De universiteiten
–    Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française/De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap
20. desember 1976
Ceská republika Diplom o ukoncení studia ve studijním programu vseobecné lékarství (doktor medicíny, MUDr.) Lékárská fakulta univerzity v Ceské republice –    Vysvedcení o státní rigorózní zkousce 1. maí 2004
Danmark Bevis for bestået lægevidenskabelig embedseksamen Medicinsk universitetsfakultet –    Autorisation som læge, udstedt af Sundhedsstyrelsen og
–    Tilladelse til selvstændigt virke som læge (dokumentation for gennemført praktisk uddannelse), udstedt af Sundhedsstyrelsen
20. desember 1976
Deutschland –    Zeugnis über die Ärztliche Prüfung
–    Zeugnis über die Ärztliche Staatsprüfung und Zeugnis über die Vorbereitungszeit als Medizinalassistent, soweit diese nach den deutschen Rechtsvorschriften noch für den Abschluss der ärztlichen Ausbildung vorgesehen war
Zuständige Behörden 20. desember 1976
Eesti Diplom arstiteaduse õppekava läbimise kohta Tartu Ülikool 1. maí 2004
..... .....o I....... –    I...... ..o.. ..v........o.,
–    ..o.. ........v ......, ..... I....... ..v........o.
1. janúar 1981
España Título de Licenciado en Medicina y Cirugía –    Ministerio de Educación y Cultura
–    El rector de una Universidad
1. janúar 1986
France Diplôme d'Etat de docteur en médecine Universités 20. desember 1976
Ireland Primary qualification Competent examining body Certificate of experience 20. desember 1976
Italia Diploma di laurea in medicina e chirurgia Università Diploma di abilitazione all'esercizio della medicina e chirurgia 20. desember 1976
...... ............. ........ ...... ....... ......... 1. maí 2004
Latvija ãrsta diploms Universitãtes tipa augstskola 1. maí 2004
Lietuva Aukstojo mokslo diplomas, nurodantis suteikta gydytojo kvalifikacija Universitetas Internaturos pazymejimas, nurodantis suteikta medicinos gydytojo profesine kvalifikacija 1. maí 2004
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine, chirurgie et accouchements, Jury d'examen d'Etat Certificat de stage 20. desember 1976
Magyarország Általános orvos oklevél (doctor medicinae universae, röv.: dr. med. univ.) Egyetem 1. maí 2004
Malta Lawrja ta' Tabib tal- Medi- cina u l-Kirurgija Universita' ta' Malta Certifikat ta' registrazzjoni mahrug mill-Kunsill Mediku 1. maí 2004
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd artsexamen Faculteit Geneeskunde 20. desember 1976
Österreich 1. Urkunde über die Verleihung des akademischen Grades Doktor der gesamten Heilkunde (bzw. Doctor medicinae universae, Dr.med.univ.) 1.    Medizinische Fakultät einer Universität 1. janúar 1994
2. Diplom über die spezifische Ausbildung zum Arzt für Allgemeinmedizin bzw. Facharztdiplom 2.    Österreichische Ärztekammer
Polska Dyplom ukonczenia studiów wyzszych na kierunku lekarskim z tytulem «lekarza» 1.    Akademia Medyczna
2.    Uniwersytet Medyczny
3.    Collegium Medicum Uniwersytetu Jagiellonskiego
Lekarski Egzamin Panstwowy 1. maí 2004
Portugal Carta de Curso de licenciatura em medicina Universidades Diploma comprovativo da conclusão do internato geral emitido pelo Ministério da Saúde 1. janúar 1986
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naslov «doktor medicine/doktorica medicine» Univerza 1. maí 2004
Slovensko Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «doktor medicíny» («MUDr.») Vysoká skola 1. maí 2004
Suomi/ Finland Lääketieteen lisensiaatin tutkinto/Medicine licentiatexamen –    Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet
–    Kuopion yliopisto
–    Oulun yliopisto
–    Tampereen yliopisto
–    Turun yliopisto
Todistus lääkärin Perústerveydenhuollon lisäkoulutuksesta/Exame nbe vis om tilläggsutbildning för läkare inom primärvården 1. janúar 1994
Sverige Läkarexamen Universitet Bevis om praktisk utbildning som utfärdas av Socialstyrelsen 1. janúar 1994
United Kingdom Primary qualification Competent examining body Certificate of experience 20. desember 1976

5.1.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi sérmenntaðra lækna

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir prófskírteinið Viðmiðunardagsetning
België/Belgique/
Belgien
Bijzondere beroepstitel van geneesheerspecialist/Titre professionnel particulier de médecin spécialiste Minister bevoegd voor Volksgezondheid/Ministre de la Santé publique 20. desember 1976
Ceská republika Diplom o specializaci Ministerstvo zdravotnictví 1. maí 2004
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som speciallæge Sundhedsstyrelsen 20. desember 1976
Deutschland Fachärztliche Anerkennung Landesärztekammer 20. desember 1976
Eesti Residentuuri lõputunnistus eriarstiabi erialal Tartu Ülikool 1. maí 2004
..... ....o. I....... ........... 1.    .o........ ...o..o..... 1. janúar 1981
2.    .o......
España Título de Especialista Ministerio de Educación y Cultura 1. janúar 1986
France 1.    Certificat d'études spéciales de médecine 1.    Universités 20. desember 1976
2.    Attestation de médecin spécialiste qualifié 2.    Conseil de l'Ordre des médecins
3.    Certificat d'études spéciales de médecine 3.    Universités
4.    Diplôme d'études spécialisées ou spécialisation complémentaire qualifiante de médecine 4.    Universités
Ireland Certificate of Specialist doctor Competent authority 20. desember 1976
Italia Diploma di medico specialista Università 20. desember 1976
...... ............. ........... ........... ....... ......... 1. maí 2004
Latvija «Sertifikãts»–kompetentu iestãzu izsniegts dokuments, kas apliecina, ka persona ir nokãrtojusi sertifikãcijas eksãmenu specialitãte Latvijas Ãrstu biedriba Latvijas Ãrstniecibas personu profesionãlo organizãciju savieniba 1. maí 2004
Lietuva Rezidenturos pazymejimas, nurodantis suteikta gydytojo specialisto profesine kvalifikacija Universitetas 1. maí 2004
Luxembourg Certificat de médecin spécialiste Ministre de la Santé publique 20. desember 1976
Magyarország Szakorvosi bizonyítvány Az Egészségügyi, Szociális és Családügyi Minisztérium illetékes testülete 1. maí 2004
Malta Certifikat ta' Specjalista Mediku Kumitat ta' Approvazzjoni dwar Specjalisti 1. maí 2004
Nederland Bewijs van inschrijving in een Specialistenregister –    Medisch Specialisten Registratie Commissie (MSRC) van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot Bevordering der Geneeskunst
–    Sociaal-Geneeskundigen Registratie Commissie van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot Bevordering der Geneeskunst
20. desember 1976
Österreich Facharztdiplom Österreichische Ärztekammer 1. janúar 1994
Polska Dyplom uzyskania tytulu specjalisty Centrum Egzaminów Medycznych 1. maí 2004
Portugal 1. Grau de assistente 1.    Ministério da Saúde 1. janúar 1986
2. Titulo de especialista 2.    Ordem dos Médicos
Slovenija Potrdilo o opravljenem specialisticnem izpitu 1.    Ministrstvo za zdravje 1. maí 2004
2.    Zdravniska zbornica Slovenije
Slovensko Diplom o specializácii Slovenská zdravotnícka univerzita 1. maí 2004
Suomi/ Finland Erikoislääkärin tutkinto/ Specialläkarexamen 1.    Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet 1. janúar 1994
2.    Kuopion yliopisto
3.    Oulun yliopisto
4.    Tampereen yliopisto
5.    Turun yliopisto
Sverige Bevis om specialkompetens som läkare, utfärdat av Socialstyrelsen Socialstyrelsen 1. janúar 1994
United Kingdom Certificate of Completion of specialist training Competent authority 20. desember 1976

5.1.3. Heiti náms í sérgreinum læknisfræði

Land
Svæfingalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Almennar skurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Anesthésie-réanimation/Anesthesie reanimatie Chirurgie/Heelkunde
Ceská republika Anesteziologie a resuscitace Chirurgie
Danmark Anæstesiologi Kirurgi elsler kirurgiske sygdomme
Deutschland Anästhesiologie (Allgemeine) Chirurgie
Eesti Anestesioloogia Üldkirurgia
..... .v.......o.o... ....o......
España Anestesiología y Reanimación Cirugía general y del aparato digestivo
France Anesthésiologie-Réanimation chirurgicale Chirurgie générale
Ireland Anaesthesia General surgery
Italia Anestesia e rianimazione Chirurgia generale
...... ............... ...... ...........
Latvija Anesteziologija un reanimatologija Kirurgija
Lietuva Anesteziologija reanimatologija Chirurgija
Luxembourg Anesthésie-réanimation Chirurgie générale
Magyarország Aneszteziológia és intenzív terápia Sebészet
Malta Anestezija u Kura Intensiva Kirurgija Generali
Nederland Anesthesiologie Heelkunde
Österreich Anästhesiologie und Intensivmedizin Chirurgie
Polska Anestezjologia i intensywna terapia Chirurgia ogólna
Portugal Anestesiologia Cirurgia geral
Slovenija Anesteziologija, reanimatologija in perioperativna intenzivna medicina Splosna kirurgija
Slovensko Anestéziológia a intenzívna medicína Chirurgia
Suomi/Finland Anestesiologia ja tehohoito/Anestesiologi och intensivvård Yleiskirurgia/Allmän kirurgi
Sverige Anestesi och intensivvård Kirurgi
United Kingdom Anaesthetics General surgery
Land Taugaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Fæðinga- og kvenlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Neurochirurgie Gynécologie – obstétrique/Gynaecologie en verloskunde
Ceská republika Neurochirurgie Gynekologie a porodnictví
Danmark Neurokirurgi eller kirurgiske nervesygdomme Gynækologi og obstetrik eller kvindesygdomme og fødselshjælp
Deutschland Neurochirurgie Frauenheilkunde und Geburtshilfe
Eesti Neurokirurgia Sünnitusabi ja günekoloogia
..... ....o....o...... .........-..v...o.o...
España Neurocirugía Obstetricia y ginecología
France Neurochirurgie Gynécologie – obstétrique
Ireland Neurosurgery Obstetrics and gynaecology
Italia Neurochirurgia Ginecologia e ostetricia
...... ................ ......... – ............
Latvija Neirokirurgija Ginekologija un dzemdnieciba
Lietuva Neurochirurgija Akuserija ginekologija
Luxembourg Neurochirurgie Gynécologie – obstétrique
Magyarország Idegsebészet Szülészet-nogyógyászat
Malta Newrokirurgija Ostetricja u Ginekologija
Nederland Neurochirurgie Verloskunde en gynaecologie
Österreich Neurochirurgie Frauenheilkunde und Geburtshilfe
Polska Neurochirurgia Poloznictwo i ginekologia
Portugal Neurocirurgia Ginecologia e obstetricia
Slovenija Nevrokirurgija Ginekologija in porodnistvo
Slovensko Neurochirurgia Gynekológia a pôrodníctvo
Suomi/Finland Neurokirurgia/Neurokirurgi Naistentaudit ja synnytykset/ Kvinnosjukdomar och förlossningar
Sverige Neurokirurgi Obstetrik och gynekologi
United Kingdom Neurosurgery Obstetrics and gynaecology
Land Lyflækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Augnlækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Médecine interne/Inwendige geneeskunde Ophtalmologie/Oftalmologie
Ceská republika Vnitrní lékarství Oftalmologie
Danmark Intern medicin Oftalmologi eller øjensygdomme
Deutschland Innere Medizin Augenheilkunde
Eesti Sisehaigused Oftalmoloogia
..... ...o.o... ......o.o...
España Medicina interna Oftalmología
France Médecine interne Ophtalmologie
Irerland General medicine Ophthalmic surgery
Italia Medicina interna Oftalmologia
...... ...o.o... ............
Latvija Internã medicina Oftalmologija
Lietuva Vidaus ligos Oftalmologija
Luxembourg Médecine interne Ophtalmologie
Magyarország Belgyógyászat Szemészet
Malta Medicina Interna Oftalmologija
Nederland Interne geneeskunde Oogheelkunde
Österreich Innere Medizin Augenheilkunde und Optometrie
Polska Choroby wewnetrzne Okulistyka
Portugal Medicina interna Oftalmologia
Slovenija Interna medicina Oftalmologija
Slovensko Vnútorné lekárstvo Oftalmológia
Suomi/Finland Sisätaudit/Inre medicin Silmätaudit/Ögonsjukdomar
Sverige Internmedicin Ögonsjukdomar (oftalmologi)
United Kingdom General (internal) medicine Ophthalmology
Land Háls-, nef- og eyrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Barnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Oto-rhino-laryngologie/ Otorhinolaryngologie Pédiatrie/Pediatrie
Ceská republika Otorinolaryngologie Detské lékarství
Danmark Oto-rhino-laryngologi eller øre-næse- halssygdomme Pædiatri eller sygdomme hos børn
Deutschland Hals-Nasen-Ohrenheilkunde Kinder- und Jugendmedizin
Eesti Otorinolarüngoloogia Pediaatria
..... ..o..vo......o.o... ...........
España Otorrinolaringología Pediatría y sus áreas específicas
France Oto-rhino-laryngologie Pédiatrie
Ireland Otolaryngology Paediatrics
Italia Otorinolaringoiatria Pédiatria
...... ................... ...........
Latvija Otolaringologija Pediatrija
Lietuva Otorinolaringologija Vaiku ligos
Luxembourg Oto-rhino-laryngologie Pédiatrie
Magyarország Fül-orr-gégegyógyászat Csecsemo- és gyermekgyógyászat
Malta Otorinolaringologija Pedjatrija
Nederland Keel-, neus- en oorheelkunde Kindergeneeskunde
Österreich Hals-, Nasen-und Ohrenkrankheiten Kinder-und Jugendheilkunde
Polska Otorynolaryngologia Pediatria
Portugal Otorrinolaringologia Pediatria
Slovenija Otorinolaringológija Pediatrija
Slovensko Otorinolaryngológia Pediatria
Suomi/Finland Korva-, nenä- ja kurkkutaudit/Öron-, näs- och halssjukdomar Lastentaudit/Barnsjukdomar
Sverige Öron-, näs- och halssjukdomar (oto-rhino- laryngologi) Barn- och ungdomsmedicin
United Kingdom Otolaryngology Paediatrics
Land Lungnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Þvagfæraskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Pneumologie Urologie
Ceská republika Tuberkulóza a respiracní nemoci Urologie
Danmark Medicinske lungesygdomme Urologi eller urinvejenes kirurgiske sygdomme
Deutschland Pneumologie Urologie
Eesti Pulmonoloogia Uroloogia
..... ......o.o...-.v...ovo.o... ...o.o...
España Neumología Urología
France Pneumologie Urologie
Ireland Respiratory medicine Urology
Italia Malattie dell'apparato respiratorio Urologia
...... ............. – ............ .........
Latvija Ftiziopneimonologija Urologija
Lietuva Pulmonologija Urologija
Luxembourg Pneumologie Urologie
Magyarország Tüdogyógyászat Urológia
Malta Medicina Respiratorja Urologija
Nederland Longziekten en tuberculose Urologie
Österreich Lungenkrankheiten Urologie
Polska Choroby pluc Urologia
Portugal Pneumologia Urologia
Slovenija Pnevmologija Urologija
Slovensko Pneumológia a ftizeológia Urológia
Suomi/Finland Keuhkosairaudet ja allergologia/ Lungsjukdomar och allergologi Urologia/Urologi
Sverige Lungsjukdomar (pneumologi) Urologi
United Kingdom Respiratory medicine Urology
Land Bæklunarskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Líffærameinafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Chirurgie orthopédique/Orthopedische heelkunde Anatomie pathologique/Pathologische anatomie
Ceská republika Ortopedie Patologická anatomie
Danmark Ortopædisk kirurgi Patologisk anatomi eller vævs- og celleundersøgelser
Deutschland Orthopädie (und Unfallchirurgie) Pathologie
Eesti Ortopeedia Patoloogia
..... ...o...... ...o.o.... .v..o....
España Cirugía ortopédica y traumatología Anatomía patológica
France Chirurgie orthopédique et traumatologie Anatomie et cytologie pathologiques
Ireland Trauma and orthopaedic surgery Histopathology
Italia Ortopedia e traumatologia Anatomia patologica
...... .......... ................ – .........
Latvija Traumatologija un ortopedija Patologija
Lietuva Ortopedija traumatologija Patologija
Luxembourg Orthopédie Anatomie pathologique
Magyarország Ortopédia Patológia
Malta Kirurgija Ortopedika Istopatologija
Nederland Orthopedie Pathologie
Österreich Orthopädie und Orthopädische Chirurgie Pathologie
Polska Ortopedia i traumatologia narzadu ruchu Patomorfologia
Portugal Ortopedia Anatomia patologica
Slovenija Ortopedska kirurgija Anatomska patologija in citopatologija
Slovensko Ortopédia Patologická anatómia
Suomi/Finland Ortopedia ja traumatologia/Ortopedi och traumatologi Patologia/Patologi
Sverige Ortopedi Klinisk patologi
United Kingdom Trauma and orthopaedic surgery Histopathology
Land Taugalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Geðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Neurologie Psychiatrie de l'adulte/Volwassen psychiatrie
Ceská republika Neurologie Psychiatrie
Danmark Neurologi eller medicinske nervesygdomme Psykiatri
Deutschland Neurologie Psychiatrie und Psychotherapie
Eesti Neuroloogia Psühhiaatria
..... ....o.o... ..........
España Neurología Psiquiatría
France Neurologie Psychiatrie
Ireland Neurology Psychiatry
Italia Neurologia Psichiatria
...... .......... ..........
Latvija Neirologija Psihiatrija
Lietuva Neurologija Psichiatrija
Luxembourg Neurologie Psychiatrie
Magyarország Neurológia Pszichiátria
Malta Newrologija Psikjatrija
Nederland Neurologie Psychiatrie
Österreich Neurologie Psychiatrie
Polska Neurologia Psychiatria
Portugal Neurologia Psiquiatria
Slovenija Nevrologija Psihiatrija
Slovensko Neurológia Psychiatria
Suomi/Finland Neurologia/Neurologi Psykiatria/Psykiatri
Sverige Neurologi Psykiatri
United Kingdom Neurology General psychiatry
Land Geislagreining
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Geislameðferð
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Radiodiagnostic/Röntgendiagnose Radiothérapie-oncologie/Radiotherapie- oncologie
Ceská republika Radiologie a zobrazovací metody Radiacní onkologie
Danmark Diagnostik radiologi eller røntgenundersøgelse Onkologi
Deutschland (Diagnostische) Radiologie Strahlentherapie
Eesti Radioloogia Onkoloogia
..... ....vo....v...... ....vo........... – .........
España Radiodiagnóstico Oncología radioterápica
France Radiodiagnostic et imagerie médicale Oncologie radiothérapique
Ireland Diagnostic radiology Radiation oncology
Italia Radiodiagnostica Radioterapia
...... ........... ................. .........
Latvija Diagnostiskã radiologija Terapeitiskã radiologija
Lietuva Radiologija Onkologija radioterapija
Luxembourg Radiodiagnostic Radiothérapie
Magyarország Radiológia Sugárterápia
Malta Radjologija Onkologgija u Radjoterapija
Nederland Radiologie Radiotherapie
Österreich Medizinische Radiologie-Diagnostik Strahlentherapie – Radioonkologie
Polska Radiologia i diagnostyka obrazowa Radioterapia onkologiczna
Portugal Radiodiagnóstico Radioterapia
Slovenija Radiologija Radioterapija in onkologija
Slovensko Rádiológia Radiacná onkológia
Suomi/Finland Radiologia/Radiologi Syöpätaudit/Cancersjukdomar
Sverige Medicinsk radiologi Tumörsjukdomar (allmän onkologi)
United Kingdom Clinical radiology Clinical oncology
Land Lýtalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Klínísk líffræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Chirurgie plastique, reconstructrice et esthétique/Plastische, reconstructieve en esthetische heelkunde Biologie clinique/Klinische biologie
Ceská republika Plastická chirurgie
Danmark Plastikkirurgi
Deutschland Plastische (und Ästhetische) Chirurgie
Eesti Plastika- ja rekonstruktiivkirurgia Laborimeditsiin
..... ........ ....o......
España Cirugía plástica, estética y reparadora Análisis clínicos
France Chirurgie plastique, reconstructrice et esthétique Biologie médicale
Ireland Plastic, reconstructive and aesthetic surgery
Italia Chirurgia plastica e ricostruttiva Patologia clinica
...... ........ ...........
Latvija Plastiskã kirurgija
Lietuva Plastine ir rekonstrukcine chirurgija Laboratorine medicina
Luxembourg Chirurgie plastique Biologie clinique
Magyarország Plasztikai (égési) sebészet Orvosi laboratóriumi diagnosztika
Malta Kirurgija Plastika
Nederland Plastische Chirurgie
Österreich Plastische Chirurgie Medizinische Biologie
Polska Chirurgia plastyczna Diagnostyka laboratoryjna
Portugal Cirurgia plástica e reconstrutiva Patologia clínica
Slovenija Plasticna, rekonstrukcijska in estetska kirurgija
Slovensko Plastická chirurgia Laboratórna medicína
Suomi/Finland Plastiikkakirurgia/Plastikkirurgi
Sverige Plastikkirurgi
United Kingdom Plastic surgery
Land Örveru- og gerlafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Lífefnafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien
Ceská republika Lékarská mikrobiologie Klinická biochemie
Danmark Klinisk mikrobiologi Klinisk biokemi
Deutschland Mikrobiologie (Virologie) und Infektionsepidemiologie Laboratoriumsmedizin
Eesti
..... –    I...... ..o...o.o...
–    ....o..o.o...
España Microbiología y parasitología Bioquímica clínica
France
Ireland Microbiology Chemical pathology
Italia Microbiologia e virologia Biochimica clinica
...... .............
Latvija Mikrobiologija
Lietuva
Luxembourg Microbiologie Chimie biologique
Magyarország Orvosi mikrobiológia
Malta Mikrobijologija Patologija Kimika
Nederland Medische microbiologie Klinische chemie
Österreich Hygiene und Mikrobiologie Medizinische und Chemische Labordiagnostik
Polska Mikrobiologia lekarska
Portugal
Slovenija Klinicna mikrobiologija Medicinska biokemija
Slovensko Klinická mikrobiológia Klinická biochémia
Suomi/Finland Kliininen mikrobiologia/Klinisk mikrobiologi Kliininen kemia/Klinisk kemi
Sverige Klinisk bakteriologi Klinisk kemi
United Kingdom Medical microbiology and virology Chemical pathology
Land Ónæmisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Brjóstholsskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Chirurgie thoracique/Heelkunde op de thorax (*)
Ceská republika Alergologie a klinická imunologie Kardiochirurgie
Danmark Klinisk immunologi Thoraxkirurgi eller brysthulens kirurgiske sygdomme
Deutschland Thoraxchirurgie
Eesti Torakaalkirurgia
..... ........... .......
España Immunología Cirugía torácica
France Chirurgie thoracique et cardiovasculaire
Ireland Immunology (clinical and laboratory) Thoracic surgery
Italia –    Chirurgia toracica;
–    Cardiochirurgia
...... .......... ........... .......
Latvija Imunologija Torakãlã kirurgija
Lietuva Krutines chirurgija
Luxembourg Immunologie Chirurgie thoracique
Magyarország Allergológia és klinikai immunológia Mellkassebészet
Malta Immunologija Kirurgija Kardjo-Toracika
Nederland Cardio-thoracale chirurgie
Österreich Immunologie
Polska Immunologia kliniczna Chirurgia klatki piersiowej
Portugal Cirurgia cardiotorácica
Slovenija Torakalna kirurgija
Slovensko Klinická imunológia a alergológia Hrudníková chirurgia
Suomi/Finland Sydän-ja rintaelinkirurgia/Hjärt- och thoraxkirurgi
Sverige Klinisk immunologi Thoraxkirurgi
United Kingdom Immunology Cardo-thoracic surgery
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*) 1. janúar 1983
Land Barnaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Æðaskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Chirurgie des vaisseaux/ Bloedvatenheelkunde (*)
Ceská republika Detská chirurgie Cévní chirurgie
Danmark Karkirurgi eller kirurgiske blodkarsygdomme
Deutschland Kinderchirurgie Gefäßchirurgie
Eesti Lastekirurgia Kardiovaskulaarkirurgia
..... ....o...... .....v .....o....o......
España Cirugía pediátrica Angiología y cirugía vascular
France Chirurgie infantile Chirurgie vasculaire
Ireland Paediatric surgery
Italia Chirurgia pediatrica Chirurgia vascolare
...... ........... ...... ........... .......
Latvija Bernu kirurgija Asinsvadu kirurgija
Lietuva Vaiku chirurgija Kraujagysliu chirurgija
Luxembourg Chirurgie pédiatrique Chirurgie vasculaire
Magyarország Gyermeksebészet Érsebészet
Malta Kirurgija Pedjatrika Kirurgija Vaskolari
Nederland
Österreich Kinderchirurgie
Polska Chirurgia dziecieca Chirurgia naczyniowa
Portugal Cirurgia pediátrica Cirurgia vascular
Slovenija Kardiovaskularna kirurgija
Slovensko Detská chirurgia Cievna chirurgia
Suomi/Finland Lastenkirurgia/Barnkirurgi Verisuonikirurgia/Kärlkirurgi
Sverige Barn- och ungdomskirurgi
United Kingdom Paediatric surgery
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*) 1. janúar 1983
Land Hjartalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Meltingarfæralækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Cardiologie Gastro-entérologie/Gastro-enterologie
Ceská republika Kardiologie Gastroenterologie
Danmark Kardiologi Medicinsk gastroenterologi eller medicinske mavetarmsygdomme
Deutschland Innere Medizin und Schwerpunkt Kardiologie Innere Medizin und Schwerpunkt Gastroenterologie
Eesti Kardioloogia Gastroenteroloogia
..... .....o.o... ......v...o.o...
España Cardiología Aparato digestivo
France Pathologie cardio-vasculaire Gastro-entérologie et hépatologie
Ireland Cardiology Gastro-enterology
Italia Cardiologia Gastroenterologia
...... ........... ................
Latvija Kardiologija Gastroenterologija
Lietuva Kardiologija Gastroenterologija
Luxembourg Cardiologie et angiologie Gastro-enterologie
Magyarország Kardiológia Gasztroenterológia
Malta Kardjologija Gastroenterologija
Nederland Cardiologie Leer van maag-darm-leverziekten
Österreich
Polska Kardiologia Gastrenterologia
Portugal Cardiologia Gastrenterologia
Slovenija Gastroenterologija
Slovensko Kardiológia Gastroenterológia
Suomi/Finland Kardiologia/Kardiologi Gastroenterologia/Gastroenterologi
Sverige Kardiologi Medicinsk gastroenterologi och hepatologi
United Kingdom Cardiology Gastro-enterology
Land Gigtarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Almenn blóðmeinafræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien Rhumathologie/reumatologie
Ceská republika Revmatologie Hematologie a transfúzní lékarství
Danmark Reumatologi Hæmatologi eller blodsygdomme
Deutschland Innere Medizin und Schwerpunkt Rheumatologie Innere Medizin und Schwerpunkt Hämatologie und Onkologie
Eesti Reumatoloogia Hematoloogia
..... ......o.o... .....o.o...
España Reumatología Hematología y hemoterapia
France Rhumatologie
Ireland Rheumatology Haematology (clinical and laboratory)
Italia Reumatologia Ematologia
...... ............ ...........
Latvija Reimatologija Hematologija
Lietuva Reumatologija Hematologija
Luxembourg Rhumatologie Hématologie
Magyarország Reumatológia Haematológia
Malta Rewmatologija Ematologija
Nederland Reumatologie
Österreich
Polska Reumatologia Hematologia
Portugal Reumatologia Imuno-hemoterapia
Slovenija
Slovensko Reumatológia Hematológia a transfúziológia
Suomi/Finland Reumatologia/Reumatologi Kliininen hematologia/Klinisk hematologi
Sverige Reumatologi Hematologi
United Kingdom Rheumatology Haematology
Land Efnaskipta- og innkirtlalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Endurhæfingalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Médecine physique et réadaptation/Fysische geneeskunde en revalidatie
Ceská republika Endokrinologie Rehabilitacní a fyzikální medicína
Danmark Medicinsk endokrinologi eller medicinske hormonsygdomme
Deutschland Innere Medizin und Schwerpunkt Endokrinologie und Diabetologie Physikalische und Rehabilitative Medizin
Eesti Endokrinoloogia Taastusravi ja füsiaatria
..... .v.o...vo.o... ...... I...... ... ..o.........
España Endocrinología y nutrición Medicina física y rehabilitación
France Endocrinologie, maladies métaboliques Rééducation et réadaptation fonctionnelles
Ireland Endocrinology and diabetes mellitus
Italia Endocrinologia e malattie del ricambio Medicina fisica e riabilitazione
...... .............. ...... ....... ... ............
Latvija Endokrinologija Rehabilitologija Fiziskã rehabilitãcija Fizikãlã medicina
Lietuva Endokrinologija Fizine medicina ir reabilitacija
Luxembourg Endocrinologie, maladies du métabolisme et de la nutrition Rééducation et réadaptation fonctionnelles
Magyarország Endokrinológia Fizioterápia
Malta Endokrinologija u Dijabete
Nederland Revalidatiegeneeskunde
Österreich Physikalische Medizin
Polska Endokrynologia Rehabilitacja medyczna
Portugal Endocrinologia –    Fisiatria
–    Medicina física e de reabilitação
Slovenija Fizikalna in rehabilitacijska medicina
Slovensko Endokrinológia Fyziatria, balneológia a liecebná rehabilitácia
Suomi/Finland Endokrinologia/Endokrinologi Fysiatria/Fysiatri
Sverige Endokrina sjukdomar Rehabiliteringsmedicin
United Kingdom Endocrinology and diabetes mellitus
Land Taugageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Húð- og kynsjúkdómalækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Neuropsychiatrie (*) Dermato-vénéréologie/Dermato-venerologie
Ceská republika Dermatovenerologie
Danmark Dermato-venerologi eller hud- og kønssygdomme
Deutschland Nervenheilkunde (Neurologie und Psychiatrie) Haut- und Geschlechtskrankheiten
Eesti Dermatoveneroloogia
..... ....o.o... – .......... ......o.o... – ...o....o.o...
España Dermatología médico-quirúrgica y venereología
France Neuropsychiatrie (**) Dermatologie et vénéréologie
Ireland
Italia Neuropsichiatria (***) Dermatologia e venerologia
...... .......... – .......... ............ – ..............
Latvija Dermatologija un venerologija
Lietuva Dermatovenerologija
Luxembourg Neuropsychiatrie (****) Dermato-vénéréologie
Magyarország Borgyógyászat
Malta Dermato-venerejologija
Nederland Zenuw- en zielsziekten (*****) Dermatologie en venerologie
Österreich Neurologie und Psychiatrie Haut- und Geschlechtskrankheiten
Polska Dermatologia i wenerologia
Portugal Dermatovenereologia
Slovenija Dermatovenerologija
Slovensko Neuropsychiatria Dermatovenerológia
Suomi/Finland Ihotaudit ja allergologia/Hudsjukdomar och allergologi
Sverige Hud- och könssjukdomar
United Kingdom
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.: Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*)         1. ágúst 1987, að undanskildum einstaklingum sem hófu nám fyrir þann dag
(**)          31. desember 1971
(***)     31. október 1999
(****)     Ekki er lengur veittur vitnisburður um menntun og hæfi fyrir nám sem hófst eftir 5. mars 1982
(*****)     9. júlí 1984
Land Geislalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Barnageðlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Psychiatrie infanto-juvénile/Kinder- en jeugdpsychiatrie
Ceská republika Detská a dorostová psychiatrie
Danmark Børne- og ungdomspsykiatri
Deutschland Radiologie Kinder- und Jugendpsychiatrie und - psychotherapie
Eesti
..... ....vo.o... – ....o.o... ....o..........
España Electrorradiología
France Electro-radiologie (*) Pédo-psychiatrie
Ireland Radiology Child and adolescent psychiatry
Italia Radiologia (**) Neuropsichiatria infantile
...... ...............
Latvija Bernu psihiatrija
Lietuva Vaiku ir paaugliu psichiatrija
Luxembourg Électroradiologie (***) Psychiatrie infantile
Magyarország Radiológia Gyermek-és ifjúságpszichiátria
Malta
Nederland Radiologie (****)
Österreich Radiologie
Polska Psychiatria dzieci i mlodziezy
Portugal Radiologia Pedopsiquiatria
Slovenija Otroska in mladostniska psihiatrija
Slovensko Detská psychiatria
Suomi/Finland Lastenpsykiatria/Barnpsykiatri
Sverige Barn- och ungdomspsykiatri
United Kingdom Child and adolescent psychiatry
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*)          3. desember 1971
(**)          31. október 1993
(***)     Ekki er lengur veittur vitnisburður um menntun og hæfi fyrir nám sem hófst eftir 5. mars 1982
(****)     8. júlí 1984
Land
Öldrunarlækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Nýrnalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien
Ceská republika Geriatrie Nefrologie
Danmark Geriatri eller alderdommens sygdomme Nefrologi eller medicinske nyresygdomme
Deutschland Innere Medizin und Schwerpunkt Nephrologie
Eesti Nefroloogia
..... ....o.o...
España Geriatría Nefrología
France Néphrologie
Ireland Geriatric medicine Nephrology
Italia Geriatria Nefrologia
...... .......... ..........
Latvija Nefrologija
Lietuva Geriatrija Nefrologija
Luxembourg Gériatrie Néphrologie
Magyarország Geriátria Nefrológia
Malta Gerjatrija Nefrologija
Nederland Klinische geriatrie
Österreich
Polska Geriatria Nefrologia
Portugal Nefrologia
Slovenija Nefrologija
Slovensko Geriatria Nefrológia
Suomi/Finland Geriatria/Geriatri Nefrologia/Nefrologi
Sverige Geriatrik Medicinska njursjukdomar (nefrologi)
United Kingdom Geriatrics Renal medicine
Land Smitsjúkdómar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Félagslækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/ Belgien
Ceská republika Infekcní lékarství Hygiena a epidemiologie
Danmark Infektionsmedicin Samfundsmedicin
Deutschland Öffentliches Gesundheitswesen
Eesti Infektsioonhaigused
..... ......... I......
España Medicina preventiva y salud pública
France Santé publique et médecine sociale
Ireland Infectious diseases Public health medicine
Italia Malattie infettive Igiene e medicina preventiva
...... ....... ........ –    ............
–    ......... .......
Latvija Infektologija
Lietuva Infektologija
Luxembourg Maladies contagieuses Santé publique
Magyarország Infektológia Megelozo orvostan és népegészségtan
Malta Mard Infettiv Sahha Pubblika
Nederland Maatschappij en gezondheid
Österreich Sozialmedizin
Polska Choroby zakazne Zdrowie publiczne, epidemiologia
Portugal Infecciologia Saúde pública
Slovenija Infektologija Javno zdravje
Slovensko Infektológia Verejné zdravotníctvo
Suomi/Finland Infektiosairaudet/Infektionssjukdomar Terveydenhuolto/Hälsovård
Sverige Infektionssjukdomar Socialmedicin
United Kingdom Infectious diseases Public health medicine
Land Lyfjafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Atvinnusjúkdómalækningar
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Médecine du travail/Arbeidsgeneeskunde
Ceská republika Klinická farmakologie Pracovní lékarství
Danmark Klinisk farmakologi Arbejdsmedicin
Deutschland Pharmakologie und Toxikologie Arbeitsmedizin
Eesti
..... I...... ... ........
España Farmacología clínica Medicina del trabajo
France Médecine du travail
Ireland Clinical pharmacology and therapeutics Occupational medicine
Italia Farmacologia Medicina del lavoro
...... ....... ... ........
Latvija Arodslimibas
Lietuva Darbo medicina
Luxembourg Médecine du travail
Magyarország Klinikai farmakológia Foglalkozás-orvostan (üzemorvostan)
Malta Farmakologija Klinika u t-Terapewtika Medicina Okkupazzjonali
Nederland –    Arbeid en gezondheid, bedrijfsgeneeskunde
–    Arbeid en gezondheid, verzekeringsgeneeskunde
Österreich Pharmakologie und Toxikologie Arbeits- und Betriebsmedizin
Polska Farmakologia kliniczna Medycyna pracy
Portugal Medicina do trabalho
Slovenija Medicina dela, prometa in sporta
Slovensko Klinická farmakológia Pracovné lekárstvo
Suomi/Finland Kliininen farmakologia ja lääkehoito/Klinisk farmakologi och läkemedelsbehandling Työterveyshuolto/Företagshälsovård
Sverige Klinisk farmakologi Yrkes- och miljömedicin
United Kingdom Clinical pharmacology and therapeutics Occupational medicine
Land Ofnæmislækningar
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Geislalæknisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Médecine nucléaire/Nucleaire geneeskunde
Ceská republika Alergologie a klinická imunologie Nukleární medicína
Danmark Medicinsk allergologi eller medicinske overfølsomhedssygdomme Klinisk fysiologi og nuklearmedicin
Deutschland Nuklearmedizin
Eesti
..... .......o.o... ....v... I......
España Alergología Medicina nuclear
France Médecine nucléaire
Ireland
Italia Allergologia ed immunologia clinica Medicina nucleare
...... ............. ........ .......
Latvija Alergologija
Lietuva Alergologija ir klinikine imunologija
Luxembourg Médecine nucléaire
Magyarország Allergológia és klinikai immunológia Nukleáris medicina (izotóp diagnosztika)
Malta Medicina Nukleari
Nederland Allergologie en inwendige geneeskunde Nucleaire geneeskunde
Österreich Nuklearmedizin
Polska Alergologia Medycyna nuklearna
Portugal Imuno-alergologia Medicina nuclear
Slovenija Nuklearna medicina
Slovensko Klinická imunológia a alergológia Nukleárna medicína
Suomi/Finland Kliininen fysiologia ja isotooppilääketiede/ Klinisk fysiologi och nukleärmedicin
Sverige Allergisjukdomar Nukleärmedicin
United Kingdom Nuclear medicine
Land Kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði)
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti
Belgique/België/ Belgien
Ceská republika Maxilofaciální chirurgie
Danmark
Deutschland
Eesti
.....
España Cirugía oral y maxilofacial
France Chirurgie maxillo-faciale et stomatologie
Ireland
Italia Chirurgia maxillo-facciale
......
Latvija Mutes, sejas un zoklu kirurgija
Lietuva Veido ir zandikauliu chirurgija
Luxembourg Chirurgie maxillo-faciale
Magyarország Szájsebészet
Malta
Nederland
Österreich Mund- Kiefer- und Gesichtschirurgie
Polska Chirurgia szczekowo-twarzowa
Portugal Cirurgia maxilo-facial
Slovenija Maxilofaciálna kirurgija
Slovensko Maxilofaciálna chirurgia
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom
Land Blóðmeinafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti
Belgique/België/Belgien
Ceská republika
Danmark Klinisk blodtypeserologi (*)
Deutschland
Eesti
.....
España
France Hématologie
Ireland
Italia
......
Latvija
Lietuva
Luxembourg Hématologie biologique
Magyarország
Malta
Nederland
Österreich
Polska
Portugal Hematologia clinica
Slovenija
Slovensko
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*)     1. janúar 1983, að undanskildum einstaklingum sem hófu nám fyrir þennan dag og luku námi fyrir lok ársins 1988
Land Munnfræði
Lágmarkslengd náms: 3 ár
Húðsjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien
Ceská republika
Danmark
Deutschland
Eesti
.....
España Estomatología
France Stomatologie
Ireland Dermatology
Italia Odontostomatologia (*)
......
Latvija
Lietuva
Luxembourg Stomatologie
Magyarország
Malta Dermatologija
Nederland
Österreich
Polska
Portugal Estomatologia
Slovenija
Slovensko
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Dermatology
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*)     31. desember 1994
Land Kynsjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Hitabeltissjúkdómafræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien
Ceská republika
Danmark
Deutschland
Eesti
.....
España
France
Ireland Genito-urinary medicine Tropical medicine
Italia Medicina tropicale
......
Latvija
Lietuva
Luxembourg
Magyarország Trópusi betegségek
Malta Medicina Uro-genetali
Nederland
Österreich Spezifische Prophylaxe und Tropenhygiene
Polska Medycyna transportu
Portugal Medicina tropical
Slovenija
Slovensko Tropická medicína
Suomi/Finland
Sverige
United Kingdom Genito-urinary medicine Tropical medicine
Land
Meltingarfæraskurðlækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Slysa- og bráðalækningar
Lágmarkslengd náms: 5 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Chirurgie abdominale/Heelkunde op het abdomen (*)
Ceská republika –    Traumatologie
–    Urgentní medicína
Danmark Kirurgisk gastroenterologi eller kirurgiske mavetarmsygdomme
Deutschland Visceralchirurgie
Eesti
.....
España Cirugía del aparato digestivo
France Chirurgie viscérale et digestive
Ireland Emergency medicine
Italia Chirurgia dell'apparato digerente
......
Latvija
Lietuva Abdominaline chirurgija
Luxembourg Chirurgie gastro-entérologique
Magyarország Traumatológia
Malta Medicina tal-Accidenti u l-Emergenza
Nederland
Österreich
Polska Medycyna ratunkowa
Portugal
Slovenija Abdominalna kirurgija
Slovensko Gastroenterologická chirurgia –    Úrazová chirurgia
–    Urgentná medicína
Suomi/Finland Gastroenterologinen kirurgia/ Gastroenterologisk kirurgi
Sverige
United Kingdom Accident and emergency medicine
Dagsetning niðurfellingar í skilningi 3.mgr. 27. gr.:
(*)     1. janúar 1983
Land Klínísk taugalífeðlisfræði
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Tann-, munn- og kjálkaskurðlækningar (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum) (1)
Lágmarkslengd náms: 4 ár
Heiti Heiti
Belgique/België/Belgien Stomatologie et chirurgie orale et maxillofaciale/Stomatologie en mond-, kaak- en aangezichtschirurgie
Ceská republika
Danmark Klinisk neurofysiologi
Deutschland Mund-, Kiefer- und Gesichtschirurgie
Eesti
.....
España Neurofisiología clínica
France
Ireland Clinical neurophysiology Oral and maxillo-facial surgery
Italia
...... .......-.....-..................
Latvija
Lietuva
Luxembourg Chirurgie dentaire, orale et maxillo-faciale
Magyarország Arc-állcsont-szájsebészet
Malta Newrofizjologija Klinika Kirurgija tal-ghadam tal-wiccc
Nederland
Österreich
Polska
Portugal
Slovenija
Slovensko
Suomi/Finland Kliininen neurofysiologia/Klinisk neurofysiologi Suu- ja leukakirurgia/Oral och maxillofacial kirurgi
Sverige Klinisk neurofysiologi
United Kingdom Clinical neurophysiology Oral and maxillo-facial surgery
(*)     Nám sem veitir vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem sérfræðingur í tann-, munn- og kjálkaskurðlækningum (undirstöðunám í læknisfræði og tannlækningum) gerir ráð fyrir að undirstöðunámi í læknisfræði sé lokið (24. gr.) og þar að auki að undirstöðunámi í tannlækningum sé lokið og það staðfest (34. gr.).

5.1.4. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi almennra heimilislækna

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
België/Belgique/Belgien Ministerieel erkenningsbesluit van huisarts/Arrêté ministériel d'agrément de médecin généraliste Huisarts/Médecin généraliste 31. desember 1994
Ceská republika Diplom o specializaci «vseobecné lékarství» Vseobecný lékar 1. maí 2004
Danmark Tilladelse til at anvende betegnelsen alment praktiserende læge/Speciallægel i almen medicin Almen praktiserende læge/ Speciallæge i almen medicin 31. desember 1994
Deutschland Zeugnis über die spezifische Ausbildung in der Allgemeinmedizin Facharzt/Fachärztin für Allgemeinmedizin 31. desember 1994
Eesti Diplom peremeditsiini erialal Perearst 1. maí 2004
..... T..... ........ ........... ....... ........ I..... .. .......... ....... ........ 31. desember 1994
España Título de especialista en medicina familiar y comunitaria Especialista en medicina familiar y comunitaria 31. desember 1994
France Diplôme d'Etat de docteur en médecine (avec document annexé attestant la formation spécifique en médecine générale) Médecin qualifié en médecine générale 31. desember 1994
Ireland Certificate of specific qualifications in general medical practice General medical practitioner 31. desember 1994
Italia Attestato di formazione specifica in medicina generale Medico di medicina generale 31. desember 1994
...... ...... ........... ....... ........ ...... ....... ........ 1. maí 2004
Latvija Gimenes ãrsta sertifikãts Gimenes (vispãrejãs prakses) ãrsts 1. maí 2004
Lietuva Seimos gydytojo rezidenturos pazymejimas Seimos medicinos gydytojas 1. maí 2004
Luxembourg Diplôme de formation spécifique en medicine générale Médecin généraliste 31. desember 1994
Magyarország Háziorvostan szakorvosa bizonyítvány Háziorvostan szakorvosa 1. maí 2004
Malta Tabib tal-familja Medicina tal-familja 1. maí 2004
Nederland Certificaat van inschrijving in het register van erkende huisartsen van de Koninklijke Nederlandsche Maatschappij tot bevordering der geneeskunst Huisarts 31. desember 1994
Österreich Arzt für Allgemeinmedizin Arzt für Allgemeinmedizin 31. desember 1994
Polska Diplôme: Dyplom uzyskania tytulu specjalisty w dziedzinie medycyny rodzinnej Specjalista w dziedzinie medycyny rodzinnej 1. maí 2004
Portugal Diploma do internato complementar de clínica geral Assistente de clínica geral 31. desember 1994
Slovenija Potrdilo o opravljeni specializaciji iz druzinske medicine Specialist druzinske medicine/Specialistka druzinske medicine 1. maí 2004
Slovensko Diplom o specializácii v odbore «vseobecné lekárstvo» Vseobecný lekár 1. maí 2004
Suomi/ Finland Todistus lääkärin Perústerveydenhuollon lisäkoulutuksesta/ Bevis om tilläggsutbildning av läkare i primärvård Yleislääkäri/Allmänläkare 31. desember 1994
Sverige Bevis om kompetens som allmänpraktiserande läkare (Europaläkare) utfärdat av Socialstyrelsen Allmänpraktiserande läkare (Europaläkare) 31. desember 1994
United Kingdom Certificate of prescribed/equivalent experience General medical practitioner 31. desember 1994

V.2.HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í ALMENNRI HJÚKRUN
5.2.1. Námsáætlun fyrir hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun

Nám sem veitir vitnisburð um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun skal vera í tveimur hlutum sem hér segir:
A.     Fræðileg kennsla
        a.    Hjúkrun:
            –    Eðli og siðfræði starfsgreinarinnar
            –    Undirstöðuatriði varðandi heilbrigði og hjúkrun
            –    Undirstöðuatriði hjúkrunar í tengslum við:
                –    almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar
                –    almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga
                –    ungbarnavernd og barnalækningar
                –    mæðravernd
                –    geðheilsu og geðlæknisfræði
                –    umönnun aldraðra og öldrunarlækningar

    b.    Undirstöðugreinar:
        –    Líffærafræði og lífeðlisfræði
        –    Meinafræði
        –    Gerlafræði, veirufræði og sníklafræði
        –    Lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði
        –    Næringarfræði
        –    Heilsufræði:
            –    forvarnarlæknisfræði
            –    heilbrigðisfræðsla
        Lyfjafræði

    c.    Félagsvísindi:
        –    Félagsfræði
        –    Sálfræði
        –    Undirstöðuatriði í stjórnunarfræði
        –    Undirstöðuatriði í kennslufræði
        –    Löggjöf um heilbrigðis- og félagsmál
        –    Lagalegar hliðar hjúkrunar
B.         Klínísk kennsla
        –    Hjúkrun í tengslum við:
            –    almenna læknisfræði og sérgreinar læknisfræðinnar
            –    almennar skurðlækningar og sérgreinar skurðlækninga
            –    ungbarnavernd og barnalækningar
            –    mæðravernd
            –    geðheilsu og geðlæknisfræði
            –    umönnun aldraðra og öldrunarlækningar
            –    heimahjúkrun
Kennsla í einni eða fleirum þessara greina má vera hluti af eða í tengslum við aðrar námsbrautir.
Fræðilegu kennsluna verður að laga að og samræma klínísku kennslunni á þann hátt að hægt sé að öðlast þá þekkingu og færni sem um getur í þessum viðauka á fullnægjandi hátt.

5.2.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Starfsheiti Viðmiðunar- dagsetning
België/Belgique/ Begien –    Diploma gegradueerde verpleger/verpleegster/Di pl ôme d'infirmier(ère) gradué(e)/Diplom eines (einer) graduierten Krankenpflegers (pflegerin)
–    Diploma in de ziekenhuisverpleegkunde / Brevet d'infirmier(ère) hospitalier(ère)/Brevet eines (einer) Krankenpflegers (pflegerin)
–    Brevet van verpleegassistent(e)/Brevet d'hospitalier(ère)/Brevet einer Pflegeassistentin
–    De erkende opleidingsinstituten/ Les établissements d'enseignement reconnus/Die anerkannten Ausbildungsanstalten
–    De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française/Der zuständige Prüfungsausschüß der Deutschsprachigen Gemeinschaft
–    Hospitalier(ère)/ Verpleegassistent(e)
–    Infirmier(ère) hospitalier(ère)/Ziekenh uis verpleger(- verpleegster)
29. júní 1979
Ceská republika
1.    Diplom o ukoncení studia ve studijním programu osetrovatelství ve studijním oboru vseobecná sestra (bakalár, Bc.), accompanied by the following certificate: Vysvedcení o státní záverecné zkousce 1.    Vysoká skola zrízená nebo uznaná státem 1.    Vseobecná sestra 1. maí 2004
2.    Diplom o ukoncení studia ve studijním oboru diplomovaná vseobecná sestra (diplomovaný specialista, DiS.), accompanied by the following certificate: Vysvedcení o absolutoriu 2.    Vyssí odborná skola zrízená nebo uznaná státem 2.    Vseobecný osetrovatel
Danmark Eksamensbevis efter gennemført sygeplejerskeuddannelse Sygeplejeskole godkendt af Undervisningsministeriet Sygeplejerske 29. júní 1979
Deutschland Zeugnis über die staatliche Prüfung in der Krankenpflege Staatlicher Prüfungsausschuss Gesundheits- und Krankenpflegerin/Gesundh eitsund Krankenpfleger 29. júní 1979
Eesti Diplom õe erialal 1.    Tallinna Meditsiinikool
2.    Tartu Meditsiinikool
3.    Kohtla-Järve Meditsiinikool
õde 1. maí 2004
..... 1.    ...... ............ .../.... ...... 1.    ............ ...... ............. . .......... ........., .......... . ........... 1. janúar 1981
2.    ........... ............ ........ ......... ....... ........ ... ............ ......... ............ ............. ....µ.... (......) 2.    ........... ............ ........ ......... ....... ........ ... ............
3.    ...... ....µ...... ............ 3.    ......... ....... '......
4.    ...... ....... ......µ.. ..... ........ ...... .......... ...... ... ........ 4.    ......... ...... ... ........
5.    ...... ....... ......µ.. ... ............ ..... ........ ...... .......... ...... ... ........ 5.    ......... ...... ... ........
6.    ...... .µ.µ.... ............ 6.    ..... .......... ....... ........ ... ............
España Título de Diplomado universitario en Enfermería –    Ministerio de Educación y Cultura
–    El rector de una universidad
Enfermero/a diplomado/a 1. janúar 1986
France –    Diplôme d'Etat d'infirmier(ère)
–    Diplôme d'Etat d'infirmier(ère) délivré en vertu du décret no 99- 1147 du 29 décembre 1999
Le ministère de la santé Infirmer(ère) 29. júní 1979
Ireland Certificate of Registered General Nurse An Bord Altranais (The Nursing Board) Registered General Nurse 29. júní 1979
Italia Diploma di infermiere professionale Scuole riconosciute dallo Stato Infermiere professionale 29. júní 1979
...... ....... ....... ............ ........... ..... ............. .......... 1. maí 2004
Latvija 1.    Diploms par mãsas kvalifikãcijas iegusanu 1.    Mãsu skolas Mãsa 1. maí 2004
2.    Mãsas diploms
2.    Universitãtes tipa augstskola pamatojoties uz Valsts eksãmenu komisijas lemumu
Lietuva 1.    Aukstojo mokslo diplomas, nurodantis suteikta bendrosios praktikos slaugytojo profesine kvalifikacija 1.    Universitetas Bendrosios praktikos slaugytojas 1. maí 2004
2.    Aukstojo mokslo diplomas (neuniversitetines studijos), nurodantis suteikta bendrosios praktikos slaugytojo profesine kvalifikacija 2.    Kolegija
Luxembourg –    Diplôme d'Etat d'infirmier
–    Diplôme d'Etat d'infirmier hospitalier gradué
Ministère de l'éducation nationale, de la formation professionnelle et des sports Infirmier 29. júní 1979
Magyarország 1. Ápoló bizonyítvány 1. Iskola Ápoló 1. maí 2004
2.    Diplomás ápoló oklevél 2.    Egyetem/foiskola
3.    Egyetemi okleveles ápoló oklevél 3.    Egyetem
Malta Lawrja jew diploma fl- istudji tal-infermerija Universita' ta' Malta Infermier Registrat tal- Ewwel Livell 1. maí 2004
Nederland 1.    Diploma's verpleger A, verpleegster A, verpleegkundige A 1.    Door een van overheidswege benoemde examencommissie Verpleegkundige 29. júní 1979
2.    Diploma verpleegkundige MBOV (Middelbare Beroepsopleiding Verpleegkundige) 2.    Door een van overheidswege benoemde examencommissie
3.    Diploma verpleegkundige HBOV (Hogere Beroepsopleiding Verpleegkundige) 3.    Door een van overheidswege benoemde examencommissie
4.    Diploma beroepsonderwijs verpleegkundige — Kwalificatieniveau 4 4.    Door een van overheidswege aangewezen opleidingsinstelling
5.    Diploma hogere beroepsopleiding verpleegkundige — Kwalificatieniveau 5 5.    Door een van overheidswege aangewezen opleidingsinstelling
Österreich 1.    Diplom als «Diplomierte Gesundheits- und Krankenschwester, Diplomierter Gesundheits- und Krankenpfleger» 1.    Schule für Gesundheits- Krankenpflege           allgemeine und –    Diplomierte Krankenschwester
–    Diplomierter Krankenpfleger
1. janúar 1994
2.    Diplom als «Diplomierte Krankenschwester, Diplomierter Krankenpfleger» 2.    Allgemeine Krankenpflegeschule
Polska Dyplom ukonczenia studiów wyzszych na kierunku pielegniarstwo z tytulem «magister pielegniarstwa» Instytucja prowadzaca ksztalcenie na poziomie wyzszym uznana przez wlasciwe wladze (Higher educational institution recognised by the competent authorities) Pielegniarka 1. maí 2004
Portugal 1.    Diploma do curso enfermagem geral     de 1.    Escolas de Enfermagem Enfermeiro 1. janúar 1986
2.    Diploma/carta de curso de bacharelato em enfermagem 2.    Escolas Superiores de Enfermagem
3.    Carta de licenciaturaenfermagem curso de em 3.    Escolas Superiores de Enfermagem; Escolas Superiores de Saúde
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naslov «diplomirana medicinska sestra/diplomirani zdravstvenik» 1.    Univerza
2.    Visoka strokovna sola
Diplomirana medicinska sestra/Diplomirani zdravstvenik 1. maí 2004
Slovensko

1.    Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «magister z osetrovatelstva» («Mgr.») 1.     Vysoká skola Sestra 1. maí 2004
2.    Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «bakalár z osetrovatelstva» («Bc.») 2.         Vysoká skola
3.    Absolventský studijnomdiplomovaná sestra diplom v odbore vseobecná 3.    Stredná zdravotnícka skola
Suomi/ Finland
1.    Sairaanhoitajan tutkinto/ Sjukskötarexamen 1.    Terveydenhuolto- oppilaitokset/ Hälsovårdsläroanstalter Sairaanhoitaja/Sjukskötare
1. janúar 1994
2.    Sosiaali-ja terveysalan ammattikorkeakoulututkint o, sairaanhoitaja (AMK)/Yrkeshögskoleexa men inom hälsovård och det sociala området, sjukskötare (YH) 2.    Ammattikorkeakoulut/ Yrkeshögskolor
Sverige Sjuksköterskeexamen Universitet eller högskola Sjuksköterska 1. janúar 1994
United Kingdom Statement of Registration as a Registered General Nurse in part 1 or part 12 of the register kept by the United Kingdom Central Council for Nursing, Midwifery and Health Visiting Various –    State Registered Nurse
–    Registered General Nurse
29. júní 1979

V.3. TANNLÆKNAR
5.3.1 Námsáætlun fyrir tannlækna

Nám sem veitir formlegan vitnisburð um menntun og hæfi tannlækna skal í það minnsta fela í sér eftirtaldar námsgreinar: kennsla í einni eða fleirum þessara greina má vera hluti af eða í tengslum við aðrar námsbrautir.
A.     Undirstöðunámsgreinar
    –    Efnafræði
    –    Eðlisfræði
    –    Líffræði


B.    Námsgreinar er tengjast líffræði læknisfræðinnar og almennri læknisfræði
    –    Líffærafræði
    –    Fósturfræði
    –    Vefjafræði, þ.m.t. frumufræði
    –    Lífeðlisfræði
    –    Lífefnafræði (eða lífeðlisfræðileg efnafræði)
    –    Líffærameinafræði
    –    Almenn meinafræði
    –    Lyfjafræði
    –    Örverufræði
    –    Heilsufræði
    –    Forvarnarlæknisfræði og faraldsfræði
    –    Geislalækningar
    –    Sjúkraþjálfun
    –    Almennar skurðlækningar
    –    Almennar lækningar, þ.m.t. barnalækningar
    –    Háls-, nef- og eyrnalækningar
    –    Húð- og kynsjúkdómalækningar
    –    Almenn sálfræði
    –    Sálsýkisfræði
    –    Taugameinafræði
    –    Svæfingar og deyfingar
C.    Námsgreinar sem tengjast tannlækningum beint
    –    Tann- og munngervafræði
    –    Efnisfræði tannlækninga og tækjabúnaður til tannlækninga
    –    Tannfyllingar
    –    Forvarnartannlækningar
    –    Svæfingar, deyfingar og notkun róandi lyfja í tannlækningum
    –    Sérhæfð skurðlæknisfræði
    –    Sérhæfð meinafræði
    –    Klínískar starfsvenjur
    –    Barnatannlækningar
    –    Tannréttingar
    –    Tannhaldsfræði
    –    Röntgenfræði og myndgreining í tannlækningum
    –    Bit og starfsemi kjálkans
    –    Fagfélög, siðfræði og löggjöf
    –    Félagslegar hliðar tannlækninga

5.3.2. Vitnisburður um formlega grunnmenntun og hæfi tannlækna

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Vottorð sem fylgir vitnisburði Starfsheiti Viðmiðunardagsetning
België/Belgique/
Belgien
Diploma van tandarts/Diplôme licencié en science dentaire –    De universiteiten/Les universités
–    De bevoegde Examencommis sie van de Vlaamse Gemeenschap/Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
Licentiaat in de tandheelkunde/Lic encié en science dentaire 28. janúar 1980
Ceská republika Diplom o ukoncení studia ve studijním programu zubní lékarství (doktor zubního lékarství, MDDr.) Lékarská fakulta univerzity v Ceské republice Vysvedcení o státní rigorózní zkousce Zubní lékar 1. maí 2004
Danmark Bevis for tandlægeeksamen (odontologisk kandidateksamen) Tandlægehøjskoler ne, Sundhedsvidenskabeligt universitetsfakultet Autorisation som tandlæge, udstedt af Sundhedsstyrelsen Tandlæge 28. janúar 1980
Deutschland Zeugnis über die Zahnärztliche Prüfung Zuständige Behörden Zahnarzt 28. janúar 1980
Eesti Diplom hambaarstiteaduse õppekava läbimise kohta Tartu Ülikool Hambaarst 1. maí 2004
..... .....o ..ov......... ..v........o ........... . .......... ........... 1. janúar 1981
España Título de Licenciado en Odontología El rector de una universidad Licenciado en odontología 1. janúar 1986
France Diplôme d'Etat de docteur en chirurgie dentaire Universités Chirurgien- dentiste 28. janúar 1980
Ireland –    Bachelor in Dental Science (B.Dent.Sc.)
–    Bachelor of Dental Surgery (BDS)
–    Licentiate in Dental Surgery (LDS)
–    Universities
–    Royal College of Surgeons in Ireland
–    Dentist
–    Dental practitioner
–    Dental surgeon
28. janúar 1980
Italia Diploma di laurea in Odontoiatria e Protesi Dentaria Università Diploma di abilitazione all'esercizio della professione di odontoiatra Odontoiatra 28. janúar 1980
...... ............. ........ ........... ............ ......... ........... 1. maí 2004
Latvija Zobãrsta diploms Universitãtes tipa augstskola Rezidenta diploms par zobãrsta pecdiploma izglitibas programmas pabeigsanu, ko izsniedz universitãtes tipa augstskola un «Sertifikãts» – kompetentas iestãdes izsniegts dokuments, kas apliecina, ka persona ir nokãrtojusi sertifikãcijas eksãmenu zobãrstniecibã Zobãrsts 1. maí 2004
Lietuva Aukstojo mokslo diplomas, nurodantis suteikta gydytojo odontologo kvalifikacija Universitetas Internaturos pazymejimas, nurodantis suteikta gydytojo odontologo profesine kvalifikacija Gydytojas odontologas 1. maí 2004
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine dentaire Jury d'examen d'Etat Médecin-dentiste 28. janúar 1980
Magyarország Fogorvos oklevél (doctor medicinae dentariae, röv.: dr. med. dent.) Egyetem Fogorvos 1. maí 2004
Malta Lawrja fil- Kirurgija Dentali Universita' ta Malta Kirurgu Dentali 1. maí 2004
Nederland Universitair getuigschrift van een met goed gevolg afgelegd tandartsexamen Faculteit Tandheelkunde Tandarts 28. janúar 1980
Österreich Bescheid über die Verleihung des akademischen Grades «Doktor der Zahnheilkunde» Medizinische Fakultät der Universität Zahnarzt 1. janúar 1994
Polska Dyplom ukonczenia studiów wyzszych z tytulem «lekarz dentysta» 1.    Akademia Medyczna,
2.    Uniwersytet Medyczny,
3.    Collegium Medicum Uniwersytetu Jagiellonskiego
Lekarsko – Dentystyczny Egzamin Panstwowy Lekarz dentysta 1. maí 2004
Portugal Carta de curso de licenciatura em medicina dentária –    Faculdades
–    Institutos Superiores
Médico dentista 1. janúar 1986
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naslov «doktor dentalne medicine/doktorica dentalne medicine» –    Univerza Potrdilo o opravljenem strokovnem izpitu za poklic zobozdravnik/zobo zdra vnica Doktor dentalne medicine/Doktoric a dentalne medicine 1. maí 2004
Slovensko Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «doktor zubného lekárstva» («MDDr.») –    Vysoká skola Zubný lekár 1. maí 2004
Suomi/ Finland Hammaslääketiete en lisensiaatin tutkinto/Odontolog ie licentiatexamen –    Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet
–    Oulun yliopisto
–    Turun yliopisto
Terveydenhuollon oikeusturvakeskuksen päätös käytännön palvelun hyväksymisestä/ Beslut av Rättskyddscentralen för hälsovården om godkännande av praktisk tjänstgöring Hammaslääkäri/ Tandläkare 1. janúar 1994
Sverige Tandläkarexamen –    Universitetet i Umeå
–    Universitetet i Göteborg
–    Karolinska Institutet
–    Malmö Högskola
Endast för examensbevis som erhållits före den 1 juli 1995, ett utbildningsbevis som utfärdats av Socialstyrelsen Tandläkare 1. janúar 1994
United Kingdom –    Bachelor of Dental Surgery (BDS or B.Ch.D.)
–    Licentiate in Dental Surgery
–    Universities
–    Royal Colleges
–    Dentist
–    Dental practitioner
–    Dental surgeon
28. janúar 1980

5.3.3. Vitnisburður um menntun og hæfi sérmenntaðra tannlækna

Tannréttingar
Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Viðmiðunardagsetning
België/Belgique/ Belgien Titre professionnel particulier de dentiste spécialiste en orthodontie/ Bijzondere beroepstitel van tandarts specialist in de orthodontie Ministre de la Santé publique/Minister bevoegd voor Volksgezondheid 27. janúar 2005
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som specialtandlæge i ortodonti Sundhedsstyrelsen 28. janúar 1980
Deutschland Fachzahnärztliche Anerkennung für Kieferorthopädie; Landeszahnärztekammer 28. janúar 1980
Eesti Residentuuri lõputunnistus ortodontia erialal Tartu Ülikool 1. maí 2004
..... ....o. ..ov......... ........... ... ...o.ov..... –    .o........ ...o..o.....
–    .o......
1. janúar 1981
France Titre de spécialiste en orthodontie Conseil National de l'Ordre des chirurgiens dentistes 28. janúar 1980
Ireland Certificate of specialist dentist in orthodontics Competent authority recognised for this purpose by the competent minister 28. janúar 1980
Italia Diploma di specialista in Ortognatodonzia Università 21. maí 2005
...... ............. ........... ... ....... ........... .... ........... ............ ......... 1. maí 2004
Latvija «Sertifikãts»– kompetentas iestãdes izsniegts dokuments, kas apliecina, ka persona ir nokãrtojusi sertifikãcijas eksãmenu ortodontijã Latvijas Ãrstu biedriba 1. maí 2004
Lietuva Rezidenturos pazymejimas, nurodantis suteikta gydytojo ortodonto profesine kvalifikacija Universitetas 1. maí 2004
Magyarország Fogszabályozás szakorvosa bizonyítvány Az Egészségügyi, Szociális és Családügyi Minisztérium illetékes testülete 1. maí 2004
Malta Certifikat ta' specjalista dentali fl- Ortodonzja Kumitat ta' Approvazzjoni dwar Specjalisti 1. maí 2004
Nederland Bewijs van inschrijving als orthodontist in het Specialistenregister Specialisten Registratie Commissie (SRC) van de Nederlandse Maatschappij tot bevordering der Tandheelkunde 28. janúar 1980
Polska Dyplom uzyskania tytulu specjalisty w dziedzinie ortodoncji Centrum Egzaminów Medycznych 1. maí 2004
Slovenija Potrdilo o opravljenem specialisticnem izpitu iz celjustne in zobne ortopedije 1.    Ministrstvo za zdravje
2.    Zdravniska zbornica Slovenije
1. maí 2004
Suomi/Finland Erikoishammaslääkärin tutkinto, hampaiston oikomishoito/Specialtand- läkarexamen, tandreglering –    Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet
–    Oulun yliopisto
–    Turun yliopisto
1. janúar 1994
Sverige Bevis om specialistkompetens i tandreglering Socialstyrelsen 1. janúar 1994
United Kingdom Certificate of Completion of specialist training in orthodontics Competent authority recognised for this purpose 28. janúar 1980

Tannskurðlækningar
Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Viðmiðunardagsetning
Danmark Bevis for tilladelse til at betegne sig som specialtandlæge i hospitalsodontologi Sundhedsstyrelsen 28. janúar 1980
Deutschland Fachzahnärztliche Anerkennung für Oralchirurgie/Mundchirurgie Landeszahnärztekammer 28. janúar 1980
..... ....o. ..ov......... ........... ... .v..o....o....... (up to 31 December 2002) –    .o........ ...o..o.....
–    .o......
1. janúar 2003
Ireland Certificate of specialist dentist in oral surgery Competent authority recognised for this purpose by the competent minister 28. janúar 1980
Italia Diploma di specialista in Chirurgia Orale Università 21. maí 2005
...... ............. ........... ... ....... ........... .... ......... ........... ............ ......... 1. maí 2004
Lietuva Rezidenturos pazymejimas, nurodantis suteikta burnos chirurgo profesine kvalifikacija Universitetas 1. maí 2004
Magyarország Dento-alveoláris sebészet szakorvosa bizonyítvány Az Egészségügyi, Szociális és Családügyi Minisztérium illetékes testülete 1. maí 2004
Malta Certifikat ta' specjalista dentali fil- Kirurgija talhalq Kumitat ta' Approvazzjoni dwar Specjalisti 1. maí 2004
Nederland Bewijs van inschrijving als kaakchirurg in het Specialistenregister Specialisten Registratie Commissie (SRC) van de Nederlandse Maatschappij tot bevordering der Tandheelkunde 28. janúar 1980
Polska Dyplom uzyskania tytulu specjalisty w dziedzinie chirurgii stomatologicznej Centrum Egzaminów Medycznych 1. maí 2004
Slovenija Potrdilo o opravljenem specialisticnem izpitu iz oralne kirurgije 1.    Ministrstvo za zdravje
2.    Zdravniska zbornica Slovenije
1. maí 2004
Suomi/ Finland Erikoishammaslääkärin tutkinto, suu- ja leukakirurgia/Specialtandläkar-examen, oral och maxillofacial kirurgi –    Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet
–    Oulun yliopisto
–    Turun yliopisto
1. janúar 1994
Sverige Bevis om specialist-kompetens i tandsystemets kirurgiska sjukdomar Socialstyrelsen 1. janúar 1994
United Kingdom Certificate of completion of specialist training in oral surgery Competent authority recognised for this purpose 28. janúar 1980

V.4. DÝRALÆKNAR
5.4.1. Námsáætlun fyrir dýralækna

Nám sem veitir formlegan vitnisburð um menntun og hæfi dýralækna skal í það minnsta fela í sér þær námsgreinar sem skráðar eru hér á eftir.
Kennsla í einni eða fleiri greinum getur verið hluti af eða í tengslum við annað nám.
A.    Undirstöðunámsgreinar
        –    Eðlisfræði
        –    Efnafræði
        –    Dýralíffræði
        –    Plöntulíffræði
        –    Líffræðileg stærðfræði
B.     Sérgreinar
        a.    Undirstöðuvísindagreinar:
            –    Líffærafræði (þ.m.t. vefjafræði og fósturfræði)
            –    Lífeðlisfræði
            –    Lífefnafræði
            –    Erfðafræði
            –    Lyfjafræði
            –    Lyfsölufræði dýralækninga
            –    Eiturefnafræði
            –    Örverufræði
            –    Ónæmisfræði
            –    Faraldsfræði
            –    Siðareglur starfsgreinarinnar

b.    Klínískar greinar:
    –    Fæðingalækningar
    –    Meinafræði (þ.m.t. líffærameinafræði)
    –    Sníklafræði
    –    Klínísk læknavísindi og skurðlækningar (þ.m.t. svæfingar og deyfingar)
    –    Klínískir fyrirlestrar um hin ýmsu húsdýr, fiðurfénað og aðrar dýrategundir
    –    Forvarnarlæknisfræði
    –    Geislalækningar
    –    Æxlun og æxlunartruflanir
    –    Dýralækningar á vegum ríkisins og lýðheilsa
    –    Heilbrigðislöggjöf um dýr og dýraafurðir og réttarlæknisfræði
    –    Meðferðarfræði
    –    Forspjallsvísindi

c.    Búfjárframleiðsla:
    –    Búfjárframleiðsla
    –    Fóðrun
    –    Ræktunarfræði
    –    Búhagfræði
    –    Búfjárrækt
    –    Heilsufræði dýralækninga
    –    Atferlisfræði og verndun dýra
d.    Hollustuhættir í matvælaframleiðslu
    –    Eftirlit með dýramatmælum og matvælum sem eru upprunnin í dýraríkinu
    –    Matvælaeftirlit og matvælatækni
    –    Starfsreynsla (þ.m.t. starfsreynsla í sláturhúsum og á matvælaframleiðslustöðum)
Verklegt nám getur verið í formi þjálfunartímabils, að því tilskildu að þjálfunin sé fullt starf undir stjórn lögbærs yfirvalds og standi ekki lengur en í sex mánuði á samanlögðu fimm ára námstímabili.
Skipta skal fræðilegu og verklegu námi á milli hinna ýmsu flokka námsgreina þannig að jafnvægi og samræming náist milli þekkingar og reynslu sem gerir dýralæknum kleift að gegna skyldum sínum.

5.4.2. Vitnisburður um menntun og hæfi dýralækna

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunar-
dagsetning
België/Belgique/
Belgien
Diploma van dierenarts/ Diplôme de docteur en médecine vétérinaire –    De universiteiten/Les universités
–    De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
21. desember 1980
Ceská republika –    Diplom o ukoncení studia ve studijním programu veterinární lékarství (doktor veterinární medicíny, MVDr.)
–    Diplom o ukoncení studia ve studijním programu veterinární hygiena a ekologie (doktor veterinární medicíny, MVDr.)
Veterinární fakulta univerzity v Ceské republice 1. maí 2004
Danmark Bevis for bestået kandidateksamen i veterinærvidenskab Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole 21. desember 1980
Deutschland Zeugnis über das Ergebnis des Dritten Abschnitts der Tierärztlichen Prüfung und das Gesamtergebnis der Tierärztlichen Prüfung Der Vorsitzende des Prüfungsausschusses für die Tierärztliche Prüfung einer Universität oder Hochschule 21. desember 1980
Eesti Diplom: täitnud veterinaarmeditsiini õppekava Eesti Põllumajandusülikool 1. maí 2004
..... .....o ...v........ ............ ............ ... ......... 1. janúar 1981
España Título de Licenciado en Veterinaria –    Ministerio de Educación y Cultura
–    El rector de una universidad
1. janúar 1986
France Diplôme d'Etat de docteur vétérinaire 21. desember 1980
Ireland –    Diploma of Bachelor in/of Veterinary Medicine (MVB)
–    Diploma of Membership of the Royal College of Veterinary Surgeons (MRCVS)
21. desember 1980
Italia Diploma di laurea in medicina veterinaria Università Diploma di abilitazione all'esercizio della medicina veterinaria 1. janúar 1985
...... ............. ........ K......... ........... ......... 1. maí 2004
Latvija Veterinãrãrsta diploms Latvijas Lauksaimniecibas Universitãte 1. maí 2004
Lietuva Aukstojo mokslo diplomas (veterinarijos gydytojo (DVM)) Lietuvos Veterinarijos Akademija 1. maí 2004
Luxembourg Diplôme d'Etat de docteur en médecine vétérinaire Jury d'examen d'Etat 21. desember 1980
Magyarország Állatorvos doktor oklevél – dr. med. vet. Szent István Egyetem Állatorvos-tudományi Kar 1. maí 2004
Malta Licenzja ta' Kirurgu Veterinarju Kunsill tal-Kirurgi Veterinarji 1. maí 2004
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd diergeneeskundig/veearts enijkundig examen 21. desember 1980
Österreich –    Diplom-Tierarzt
–    Magister medicinae veterinariae
Universität –    Doktor der Veterinärmedizin
–    Doctor medicinae veterinariae
–    Fachtierarzt
1. janúar 1994
Polska Dyplom lekarza weterynarii 1.    Szkola Glówna Gospodarstwa Wiejskiego w Warszawie
2.    Akademia Rolnicza we Wroclawiu
3.    Akademia Rolnicza w Lublinie
4.    Uniwersytet Warminsko-Mazurski w Olsztynie
1. maí 2004
Portugal Carta de curso de licenciatura em medicina veterinária Universidade 1. janúar 1986
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naslov «doktor veterinarske medicine/ doktorica veterinarske medicine» Univerza Spricevalo o opravljenem drzavnem izpitu s podrocja veterinarstva 1. maí 2004
Slovensko Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «doktor veterinárskej medicíny» («MVDr.») Univerzita veterinárskeho lekárstva 1. maí 2004
Suomi/ Finland Eläinlääketieteen lisensiaatin tutkinto/ Veterinärmedicine licentiatexamen Helsingin yliopisto/Helsingfors universitet 1. janúar 1994
Sverige Veterinärexamen Sveriges Lantbruksuniversitet 1. janúar 1994
United Kingdom 1.    Bachelor of Veterinary Science (BVSc)
2.    Bachelor of Veterinary Science (BVSc)
3.    Bachelor of Veterinary Medicine (BvetMB)
4.    Bachelor of Veterinary Medicine and Surgery (BVM&S)
5.    Bachelor of Veterinary Medicine and Surgery (BVM&S)
6.    Bachelor of Veterinary Medicine (BvetMed)
1.    University of Bristol
2.    University of Liverpool
3.    University of Cambridge
4.    University of Edinburgh
5.    University of Glasgow
6.    University of London
21. desember 1980

V.5. LJÓSMÆÐUR
5.5.1. Námsáætlun fyrir ljósmæður (Námsleið I og II)

Námsáætlunin sem veitir vitnisburð um formlega menntun og hæfi ljósmæðra felur í sér eftirtalda tvo hluta:
A.    Fræðileg og verkleg kennsla
        a.    Almennar námsgreinar
            –    Undirstaða í líffærafræði og lífeðlisfræði
            –    Undirstaða í meinafræði
            –    Undirstaða í gerlafræði, veirufræði og sníklafræði
            –    Undirstaða í lífeðlisfræði, lífefnafræði og geislalæknisfræði
            –    Barnalækningar, með sérstakri áherslu á nýbura
            –    Heilsufræði, heilbrigðisfræðsla, forvarnarlæknisfræði, greining sjúkdóma á byrjunarstigi
            –    Næring og næringarfræði, með sérstakri áherslu á konur, nýbura og ungbörn
            –    Undirstaða í félagsfræði og atriðum er lúta að félagslækningum
            –    Lyfjafræði
            –    Sálfræði
            –    Kennslufræði
            –    Heilbrigðis- og félagsmálalöggjöf og heilbrigðiskerfi
            –    Siðareglur starfsgreinarinnar og löggjöf um hana
            –    Kynfræðsla og fjölskylduáætlanir
            –    Réttarvernd móður og barns

b.    Námsgreinar er varða störf ljósmæðra sérstaklega
    –    Líffærafræði og lífeðlisfræði
    –    Fósturfræði og fósturþroski
    –    Meðganga, fæðing og sængurlega
    –    Meinafræði í tengslum við kvensjúkdóma- og fæðingarfræði
    –    Undirbúningur undir fæðingu og foreldrahlutverkið, þ.m.t. sálfræðilegir þættir
    –    Undirbúningur fæðingar (auk þekkingar og notkunar á tæknilegum búnaði er tengist fæðingarfræði)
    –    Verkjastillandi lyf, svæfingar og deyfingar og endurlífgun
    –    Lífeðlisfræði og meinafræði nýbura
    –    Umönnun og eftirlit með nýburum
    –    Sálfræðilegir og félagslegir þættir
B.     Verklegt og klínískt nám
        Þetta nám verður að fara fram undir viðeigandi eftirliti:
        –    Ráðgjöf til þungaðra kvenna, sem felur í sér a.m.k. 100 skoðanir á meðgöngutíma.
        –    Eftirlit og umönnun a.m.k. fjörutíu þungaðra kvenna
        –    Nemi annist a.m.k. fjörutíu fæðingar en ef ekki er hægt að fylla þennan kvóta vegna þess að fæðingar eru ekki nógu margar má lækka töluna í þrjátíu að því tilskildu að neminn aðstoði við tuttugu fæðingar til viðbótar.
        –    Virk þátttaka við sitjandi fæðingar. Ef sitjandi fæðingar eru ekki á döfinni má æfing fara fram við tilbúnar aðstæður.
        –    Reynsla af spangarskurði og kynning í saumi. Kynningin á að vera bæði fræðileg kennsla og klínísk þjálfun. Þjálfun í saumi felur í sér að sauma saman sár eftir spangarskurð og einfalda spangartætingu. Þetta má æfa við tilbúnar aðstæður ef annar kostur er ekki fyrir hendi.
        –    Eftirlit og umönnun fjörutíu kvenna í áhættuflokki við þungun, fæðingu eða eftir fæðingu.
        –    Eftirlit og umönnun (þ.m.t. skoðun) a.m.k. 100 kvenna eftir fæðingu og heilbrigðra nýbura.
        –    Eftirlit og umönnun nýbura sem þarfnast sérstakrar umönnunar, þ.m.t. fyrirburar, nýburar sem eru fæddir fyrir eða eftir eðlilegan meðgöngutíma, léttburar og veikir nýburar.
        –    Umönnun veikra kvenna á sviði kven- og fæðingarlækninga.
        –    Kynning á umönnun sjúkra á sviði lyflækningar og skurðlækninga. Kynningin á að vera bæði fræðileg kennsla og klínísk þjálfun.
Fræðilega og verklega námið (A-hluti námsáætlunarinnar) verður að vera þannig að jafnvægi og samræming náist við klínísku þjálfunina (B-hluti sömu námsáætlunar) til þess að hægt sé að öðlast þá þekkingu og reynslu sem talin er upp í þessum viðauka á viðhlítandi hátt.
Kennsla í klínískum greinum skal vera í formi starfsþjálfunar undir eftirliti á deildum sjúkrahúsa eða á öðrum heilbrigðisstofnunum sem lögbær yfirvöld eða stofnanir viðurkenna. Meðan á starfsþjálfuninni stendur skulu ljósmóðurnemar taka þátt í starfsemi þessara deilda svo framarlega sem starfsemin stuðlar að menntun þeirra. Þeim skal gerð grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfsemi ljósmóður felur í sér.

5.5.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi ljósmæðra

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Starfsheiti Viðmiðunar- dagsetning
België/Belgique/
Belgien
Diploma van vroedvrouw/Diplôme d'accoucheuse –    De erkende opleidingsinstituten/Les établissements d'enseignement
–    De bevoegde Examen- commissie van de Vlaamse Gemeenschap/Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
Vroedvrouw/ Accoucheuse 23. janúar 1983
Ceská republika 1.    Diplom o ukoncení studia ve studijním programu osetrovatelství ve studijním oboru porodní asistentka (bakalár, Bc.) – Vysvedcení o státní záverecné zkousce 1.    Vysoká skola zrízená nebo uznaná státem Porodní asistentka/ porodní asistent 1. maí 2004
2.    Diplom o ukoncení studia ve studijním oboru diplomovaná porodní asistentka (diplomovaný specialista, DiS.) – Vysvedcení o absolutoriu 2. Vyssí odborná skola zrízená nebo uznaná státem
Danmark Bevis for bestået jordemodereksamen Danmarks jordemoderskole Jordemoder 23. janúar 1983
Deutschland Zeugnis über die staatliche Prüfung für Hebammen und Entbindungspfleger Staatlicher Prüfungsausschuss –    Hebamme
–    Entbindungspfleger
23. janúar 1983
Eesti Diplom ämmaemanda erialal 1.    Tallinna Meditsiinikool
2.    Tartu Meditsiinikool
–    Ämmaemand 1. maí 2004
..... 1.    ...... ........ .......... ............ ............. ......... (......) 1.    ........... ............ ........ (......) –    ....
–    ........
23. janúar 1983
2.    ...... ... ........ ..... ... ........ ...... ........ ...... ... ....... ........ (.....) 2.    ..... .......... ....... ........ ... ............
3.    ...... ..... ........ ...... ..... 3.    ......... ...... ... ........
España –    Título de Matrona
–    Título de Asistente obstétrico (matrona)
–    Título de Enfermería obstétrica-ginecológica
Ministerio de Educación y Cultura –    Matrona
–    Asistente obstétrico
1. janúar 1986
France Diplôme de sage-femme L'Etat Sage-femme 23. janúar 1983
Ireland Certificate in Midwifery An Board Altranais Midwife 23. janúar 1983
Italia Diploma d'ostetrica Scuole riconosciute dallo Stato Ostetrica 23. janúar 1983
...... ....... ... .......... ......... .......... ........... ..... ............ .... 1. maí 2004
Latvija Diploms par vecmãtes kvalifikãcijas iegusanu Mãsu skolas Vecmãte 1. maí 2004
Lietuva 1.    Aukstojo mokslo diplomas, nurodantis suteikta bendrosios praktikos slaugytojo profesine kvalifikacija, ir profesines kvalifikacijos pazymejimas, nurodantis suteikta akuserio profesine kvalifikacija – Pazymejimas, liudijantis profesine praktika akuserijoje 1. Universitetas Akuseris 1. maí 2004
2.    Aukstojo mokslo diplomas (neuniversitetines studijos), nurodantis suteikta bendrosios praktikos slaugytojo profesine kvalifikacija, ir profesines kvalifikacijos pazymejimas, nurodantis suteikta akuserio profesine kvalifikacija – Pazymejimas, liudijantis profesine praktika akuserijoje 2. Kolegija
3.    Aukstojo mokslo diplomas (neuniversitetines studijos), nurodantis suteikta akuserio profesine kvalifikacija 3. Kolegija
Luxembourg Diplôme de sage-femme Ministère de l'éducation nationale, de la formation professionnelle et des sports Sage-femme 23. janúar 1983
Magyarország Szülészno bizonyítvány Iskola/foiskola Szülészno 1. maí 2004
Malta Lawrja jew diploma fl- Istudji tal-Qwiebel Universita' ta' Malta Qabla 1. maí 2004
Nederland Diploma van verloskundige Door het Ministerie van Volksgezondheid, Welzijn en Sport erkende opleidingsinstellingen Verloskundige 23. janúar 1983
Österreich Hebammen-Diplom –    Hebammenakademie
–    Bundeshebammenlehranstalt
Hebamme 1. janúar 1994
Polska Dyplom ukonczenia studiów wyzszych na kierunku poloznictwo z tytulem «magister poloznictwa» Instytucja prowadzaca ksztalcenie na poziomie wyzszym uznana przez wlasciwe wladze (Higher educational institution recognised by the competent authorities) Polozna 1. maí 2004
Portugal 1.    Diploma de enfermeiro especialista em enfermagem de saúde materna e obstétrica 1. Ecolas de Enfermagem Enfermeiro especialista em enfermagem de saúde materna e obstétrica 1. janúar 1986
2.    Diploma/carta de curso de estudos superiores especializados em enfermagem de saúde materna e obstétrica 2. Escolas Superiores de Enfermagem
3.    Diploma (do curso de póslicenciatura) de especialização em enfermagem de saúde materna e obstétrica 3.    –    Escolas Superiores de Enfermagem
    –    Escolas Superiores de Saúde
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naslov «diplomirana babica/ diplomirani babicar» 1.    Univerza
2.    Visoka strokovna sola
diplomirana babica/ diplomirani babicar 1. maí 2004
Slovensko 1.    Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «bakalár z pôrodnej asistencie» («Bc.»)
2.    Absolventský diplom v studijnom odbore diplomovaná pôrodná asistentka
1.    Vysoká skola
2.    Stredná zdravotnícka skola
Pôrodná asistentka 1. maí 2004
Suomi/ Finland 1.    Kätilön tutkinto/ barnmorskeexamen 1.    Terveydenhuolto- oppilaitokset/hälsovård släroansta lter Kätilö/Barnmorska 1. janúar 1994
2.    Sosiaali-ja terveysalan ammattikorkeakoulutut kinto, kätilö (AMK)/ yrkeshögskoleexame n inom hälsovård och det sociala området, barnmorska (YH) 2.    Ammattikorkeakoulut/ Yrkeshögskolor
Sverige Barnmorskeexamen Universitet eller högskola Barnmorska 1. janúar 1994
United Kingdom Statement of registration as a Midwife on part 10 of the register kept by the United Kingdom Central Council for Nursing, Midwifery and Health visiting Various Midwife 23. janúar 1983

V.6. LYFJAFRÆÐINGAR
5.6.1. Nám fyrir lyfjafræðinga

–    Plöntu- og dýralíffræði
–    Eðlisfræði
–    Almenn og ólífræn efnafræði
–    Lífræn efnafræði
–    Efnagreining
–    Lyfjaefnafræði, þ.m.t. lyfjagreining
–    Almenn og hagnýt lífefnafræði (læknisfræðileg)
–    Líffærafræði og lífeðlisfræði, íðorðaforði læknisfræðinnar
–    Örverufræði
–    Lyfjafræði og lyfjameðferðarfræði
–    Lyfjagerðarfræði
–    Eiturefnafræði
–    Lyfjafræði náttúruefna
–    Löggjöf og, eftir því sem við á, siðareglur starfsgreinarinnar.
Hlutfallið á milli fræðilegs og verklegs náms í hverri grein skal vera með þeim hætti að hæfileg áhersla sé lögð á bóklega námið til að viðhalda því fræðilega yfirbragði sem þarf að vera á námi á háskólastigi.

5.6.2. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi lyfjafræðinga

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Vottorð sem fylgir prófskírteininu Viðmiðunar- dagsetning
België/Belgique/ Belgien Diploma van apotheker/ Diplôme de pharmacien –    De universiteiten/Les universités
–    De bevoegde Examencommissie van de Vlaamse Gemeenschap/Le Jury compétent d'enseignement de la Communauté française
1. október 1987
Ceská republika Diplom o ukoncení studia ve studijním programu farmacie (magistr, Mgr.) Farmaceutická fakulta univerzity v Ceské republice Vysvedcení o státní záverecné zkousce 1. maí 2004
Danmark Bevis for bestået farmaceutisk kandidateksamen Danmarks Farmaceutiske Højskole 1. október 1987
Deutschland Zeugnis über die Staatliche Pharmazeutische Prüfung Zuständige Behörden 1. október 1987
Eesti Diplom proviisori õppekava läbimisest Tartu Ülikool 1. maí 2004
..... ..... ....... ............. ............ .......... ............ 1. október 1987
España Título de Licenciado en Farmacia –    Ministerio de Educación y Cultura
–    El rector de una universidad
1. október 1987
France –    Diplôme d'Etat de pharmacien
–    Diplôme d'Etat de docteur en pharmacie
Universités 1. október 1987
Ireland Certificate of Registered Pharmaceutical Chemist 1. október 1987
Italia Diploma o certificato di abilitazione all'esercizio della professione di farmacista ottenuto in seguito ad un esame di Stato Università 1. nóvember 1993
...... ............. ........ ............ ......... ............. 1. maí 2004
Latvija Farmaceita diploms Universitãtes tipa augstskola 1. maí 2004
Lietuva Aukstojo mokslo diplomas, nurodantis suteikta vaistininko profesine kvalifikacija Universitetas 1. maí 2004
Luxembourg Diplôme d'Etat de pharmacien Jury d'examen d'Etat + visa du ministre de l'éducation nationale 1. október 1987
Magyarország Okleveles gyógyszerész oklevél (magister pharmaciae, röv: mag. Pharm) Egyetem 1. maí 2004
Malta Lawrja fil-farmacija Universita' ta' Malta 1. maí 2004
Nederland Getuigschrift van met goed gevolg afgelegd apothekersexamen Faculteit Farmacie 1. október 1987
Österreich Staatliches Apothekerdiplom Bundesministerium für Arbeit, Gesundheit und Soziales 1. október 1994
Polska Dyplom ukonczenia studiów wyzszych na kierunku farmacja z tytulem magistra 1.    Akademia Medyczna
2.    Uniwersytet Medyczny
3.    Collegium Medicum Uniwersytetu Jagiellonskiego
1. maí 2004
Portugal Carta de curso de licenciatura em Ciências Farmacêuticas Universidades 1. október 1987
Slovenija Diploma, s katero se podeljuje strokovni naziv «magister farmacije/ magistra farmacije» Univerza Potrdilo o opravljenem strokovnem izpitu za poklic magister farmacije/magistra farmacije 1. maí 2004
Slovensko Vysokoskolský diplom o udelení akademického titulu «magister farmácie» («Mgr.») Vysoká skola 1. maí 2004
Suomi/ Finland Proviisorin tutkinto/Provisorexamen –    Helsingin yliopisto/ Helsingfors universitet
–    Kuopion yliopisto
1. október 1994
Sverige Apotekarexamen Uppsala universitet 1. október 1994
United Kingdom Certificate of Registered Pharmaceutical Chemist 1. október 1987

V.7. ARKITEKTAR
5.7.1. Vitnisburður um formlega menntun og hæfi arkitekta sem viðurkenndur er skv. 46. gr.

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Stofnunin sem veitir vitnisburð um menntun og hæfi Vottorð sem fylgir vitnisburði Viðmiðunar- skólaár
België/ Belgique/ Belgien 1.    Architect/Architecte
2.    Architect/Architecte
3.    Architect
4.    Architect/Architecte
5.    Architect/Architecte
6.    Burgelijke ingenieur- architect
1.    Nationale hogescholen voor architectuur
2.    Hogere-architectuur- instituten
3.    Provinciaal Hoger Instituut voor Architectuur te Hasselt
4.    Koninklijke Academies voor Schone Kunsten
5.    Sint-Lucasscholen
6.    Faculteiten Toegepaste Wetenschappen van de Universiteiten
6.    «Faculté Polytechnique» van Mons
1988/1989
1.    Architecte/Architect
2.    Architecte/Architect
3.    Architect
4.    Architecte/Architect
5.    Architecte/Architect
6.    Ingénieur-civil – architecte
1.    Ecoles nationales supérieures d'architecture
2.    Instituts supérieurs d'architecture
3.    Ecole provinciale supérieure d'architecture de Hasselt
4.    Académies royales des Beaux-Arts
5.    Ecoles Saint-Luc 6. Facultés des sciences appliquées des universités
6.    Faculté polytechnique de Mons

Danmark Arkitekt cand. arch. –    Kunstakademiets Arkitektskole i København
–    Arkitektskolen i Århus
1988/1989
Deutschland Diplom-Ingenieur, Diplom- Ingenieur Univ. –    Universitäten (Architektur/Hochbau)
–    Technische Hochschulen (Architektur/Hochbau)
–    Technische Universitäten (Architektur/Hochbau)
–    Universitäten-Gesamthochschulen (Architektur/ Hochbau)
–    Hochschulen für bildende Künste
–    Hochschulen für Künste
1988/1989
Diplom-Ingenieur, Diplom- Ingenieur FH –    Fachhochschulen (Architektur/ Hochbau) (1)
–    Universitäten-Gesamthochschulen (Architektur/ Hochbau) bei entsprechenden Fachhochschulstudiengängen
E.... ....... ........... – ......... –    ...... ........ ........... (...), ..... ............ – .........
–    ............ ........... ............ (...), ..... ............ – ......... ... ............ ......
........ ... ....... .. ....... ............ ....... (...) ... . ..... ......... ... ...... .............. .... ..... ... .............. 1988/1989
España Título oficial de arquitecto Rectores de las universidades enumeradas a continuación:
–    Universidad Politécnica de Cataluña, Escuelas Técnicas Superiores de Arquitectura de Barcelona o del Vallès;
–    Universidad Politécnica de Madrid, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Madrid;
–    Universidad Politécnica de Las Palmas, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Las Palmas;
–    Universidad Politécnica de Valencia, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Valencia;
–    Universidad de Sevilla, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Sevilla;
–    Universidad de Valladolid, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Valladolid;
–    Universidad de Santiago de Compostela, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de La Coruña;
–    Universidad del País Vasco, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de San Sebastián;
–    Universidad de Navarra, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Pamplona;
–    Universidad de Alcalá de Henares, Escuela Politécnica de Alcalá de Henares;
1988/1989

1999/2000
1999/2000 1997/1998 1998/1999 1999/2000 1998/1999 1999/2000

1994/1995
–    Universidad Alfonso X El Sabio, Centro Politécnico Superior de Villanueva de la Cañada;
–    Universidad de Alicante, Escuela Politécnica Superior de Alicante;
–    Universidad Europea de Madrid;
–    Universidad de Cataluña, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Barcelona;
–     Universidad Ramón Llull, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de La Salle;
–    Universidad S.E.K. de Segovia, Centro de Estudios Integrados de Arquitectura de Segovia;
–    Universidad de Granada, Escuela Técnica Superior de Arquitectura de Granada.
France 1.    Diplôme d'architecte DPLG, y compris dans le cadre de la formation professionnelle continue et de la promotion sociale. 1.    Le ministre chargé de l'architecture 1988/1989
2.    Diplôme d'architecte ESA 2.    Ecole spéciale d'architecture de Paris
3.    Diplôme d'architecte ENSAIS 3.    Ecole nationale supérieure des arts et industries de Strasbourg, section architecture
Ireland 1.    Degree of Bachelor of Architecture (B.Arch. NUI) 1.    National University of Ireland to architecture graduates of University College Dublin 1988/1989
2.    Degree of Bachelor of Architecture (B.Arch.) (Previously, until 2002 – Degree standard diploma in architecture (Dip. Arch)) 2.    Dublin Institute of Technology, Bolton Street, Dublin (College of Technology, Bolton Street, Dublin)
3.    Certificate of associateship (ARIAI) 3.    Royal Institute of Architects of Ireland
4.    Certificate of membership (MRIAI) 4.    Royal Institute of Architects of Ireland
Italia –    Laurea in architettura
–    Università di Camerino
–    Università di Catania Sede di Siracusa
–    Università di Chieti
–    Università di Ferrara
–    Università di Firenze
–    Università di Genova
–    Università di Napoli Federico II
–    Università di Napoli II
–    Università di Palermo
–    Università di Parma
–    Università di Reggio Calabria
–    Università di Roma «La Sapienza»
–    Universtià di Roma III
–    Università di Trieste
–    Politecnico di Bari
–    Politecnico di Milano
–    Politecnico di Torino
–    Istituto universitario di architettura di Venezia
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente
1988/1989
–    Laurea in ingegneria edile – architettura –    Università dell'Aquilla
–    Università di Pavia
–    Università di Roma«La Sapienza»
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente 1998/1999
–    Laurea specialistica in ingegneria edile architettura –    Università dell'Aquilla
–    Università di Pavia
–    Università di Roma «La Sapienza»
–    Università di Ancona
–    Università di Basilicata Potenza
–    Università di Pisa
–    Università di Bologna
–    Università di Catania
–    Università di Genova
–    Università di Palermo
–    Università di Napoli Federico II
–    Università di Roma Tor Vergata
–    Università di Trento
–    Politecnico di Bari
–    Politecnico di Milano
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente 2003/2004
–    Laurea specialistica quinquennale in Architettura
–    Laurea specialistica quinquennale in Architettura
–    Laurea specialistica quinquennale in Architettura
–    Laurea specialistica in Architettura
–    Prima Facoltà di Architettura dell'Università di Roma «La Sapienza»
–    Università di Ferrara
–    Università di Genova
–    Università di Palermo
–    Politecnico di Milano
–    Politecnico di Bari
–    Università di Roma III
–    Università di Firenze
–    Università di Napoli II
–    Politecnico di Milano II
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente
Diploma di abilitazione all'esercizo indipendente della professione che viene rilasciato dal ministero della Pubblica istruzione dopo che il candidato ha sostenuto con esito positivo l'esame di Stato davanti ad una commissione competente
1998/1999 1999/2000 2003/2004 2004/2005
Nederland 1.    Het getuigschrift van het met goed gevolg afgelegde doctoraal examen van de studierichting bouwkunde, afstudeerrichting architectuur 1.    Technische Universiteit te Delft Verklaring van de Stichting Bureau Architectenregister die bevestigt dat de opleiding voldoet aan de normen van artikel 46. 1988/1989
2.    Het getuigschrift van het met goed gevolg afgelegde doctoraal examen van de studierichting bouwkunde, differentiatie architectuur en urbanistiek 2.    Technische Universiteit te Eindhoven
3.    Het getuigschrift hoger beroepsonderwijs, op grond van het met goed gevolg afgelegde examen verbonden aan de opleiding van de tweede fase voor beroepen op het terrein van de architectuur, afgegeven door de betrokken examencommissies van respectievelijk:
    –    de Amsterdamse Hogeschool voor de Kunsten te Amsterdam
    –    de Hogeschool Rotterdam en omstreken te Rotterdam
    –    de Hogeschool Katholieke Leergangen te Tilburg
    –    de Hogeschool voor de Kunsten te Arnhem
    –    de Rijkshogeschool Groningen te Groningen
    –    de Hogeschool Maastricht te Maastricht
Österreich 1.    Diplom-Ingenieur, Dipl.- Ing. 1.    Technische Universität Graz (Erzherzog-Johann- Universität Graz) 1998/1999
2.    Dilplom-Ingenieur, Dipl.- Ing. 2.    Technische Universität Wien
3.    Diplom-Ingenieur, Dipl.- Ing. 3.    Universität Innsbruck (Leopold-Franzens- Universität Innsbruck)
4.    Magister der Architektur, Magister architecturae, Mag. Arch. 4.    Hochschule für Angewandte Kunst in Wien
5.    Magister der Architektur, Magister architecturae, Mag. Arch. 5.    Akademie der Bildenden Künste in Wien
6.    Magister der Architektur, Magister architecturae, Mag. Arch. 6.    Hochschule für künstlerishe und industrielle Gestaltung in Linz
Portugal Carta de curso de licenciatura em Arquitectura Para os cursos iniciados a partir do ano académico de 1991/92 –    Faculdade de arquitectura da Universidade técnica de Lisboa
–    Faculdade de arquitectura da Universidade do Porto
–    Escola Superior Artística do Porto
–    Faculdade de Arquitectura e Artes da Universidade Lusíada do Porto
1988/1989 1991/1992
Suomi/ Finland Arkkitehdin tutkinto/ Arkitektexamen –    Teknillinen korkeakoulu/ Tekniska högskolan (Helsinki)
–    Tampereen teknillinen korkeakoulu/Tammerfors tekniska högskola
–    Oulun yliopisto/ Uleåborgs universitet
1998/1999
Sverige Arkitektexamen Chalmers Tekniska Högskola AB Kungliga Tekniska Högskolan Lunds Universitet 1998/1999
United Kingdom 1.    Diplomas in architecture 1.    –    Universities
    –    Colleges of Art
    –    Schools of Art
Certificate of architectural education, issued by the Architects Registration Board. The diploma and degree courses in architecture of the universities, schools and colleges of art should have met the requisite threshold standards as laid down in Article 46 of this Directive and in Criteria for validation published by the Validation Panel of the Royal Institute of British Architects and the Architects Registration Board. EU nationals who possess the Royal Institute of British Architects Part I and Part II certificates, which are recognised by ARB as the competent authority, are eligible. Also EU nationals who do not possess the ARB-recognised Part I and Part II certificates will be eligible for the Certificate of Architectural Education if they can satisfy the Board that their standard and length of education has met the requisite threshold standards of Article 46 of this Directive and of the Criteria for validation. 1988/1989
2.    Degrees in architecture 2.    Universities
3.    Final examination 3.    Architectural Association
4.    Examination in architecture 4.    Royal College of Art
5.    Examination Part II 5.    Royal Institute of British Architects

VI. VIÐAUKI
Áunnin réttindi sem gilda um starfgreinarnar sem eru háðar viðurkenningu á grundvelli samræmingar á lágmarkskröfum um menntun
Vitnisburður um formlega menntun og hæfi arkitekta sem njóta áunninna réttinda skv. 1. mgr. 49. gr.

Land Vitnisburður um formlega menntun og hæfi Viðmiðunarskólaár
België/Belgique/ Belgien –    prófskírteini sem eru veitt af æðri skólum á sviði byggingarlistar eða æðri menntastofnunum á sviði byggingarlistar (architecte – architect) í hverju ríki
–    prófskírteini sem eru veitt af æðra héraðsskólanum í Hasselt á sviði byggingarlistar (architect)
–    prófskírteini sem eru veitt af hinum konunglegu listaakademíum á sviði fagurra lista (architecte – architect)
–    prófskírteini sem eru veitt af „écoles Saint-Luc“ (architecte – architect)
–    háskólaprófskírteini í byggingarverkfræði, ásamt lærlingsvottorði sem veitt er af félagi arkitekta sem veitir handhafa leyfi til að kalla sig arkitekt (architecte – architect)
–    prófskírteini í byggingarlist sem eru veitt af prófanefndum ríkja eða aðalprófanefndum í byggingarlist (architecte – architect)
–    prófskírteini í byggingarverkfræði/byggingarlist og byggingarlist/verkfræði sem eru veitt af háskóladeildum í hagnýtum vísindum og af tækniskólanum í Mons (ingénieur – architecte, ingénieur – architect)
1987/1988
Ceská republika –    prófskírteini sem veitt eru af deildum „Ceské vysoké ucení technické“ (tékkneski tækniháskólinn í Prag):
    „Vysoká skola architektury a pozemního stavitelství“ (deild byggingarlistar og mannvirkjagerðar) (til 1951),
    „Fakulta architektury a pozemního stavitelství“ (deild byggingarlistar og mannvirkjagerðar) (frá 1951 til 1960),
    „Fakulta stavební“ (byggingarverkfræðideild) (frá 1960) á eftirfarandi fræðasviðum: mannvirkjagerð og burðarvirki, mannvirkjagerð, smíði og byggingarlist, byggingarlist (þ.m.t. borgarskipulag og skipulag landnotkunar), almenn mannvirkjagerð og mannvirkjagerð vegna iðnaðar eða landbúnaðarframleiðslu eða í námi í byggingarverkfræði á fræðasviðinu mannvirkjagerð og byggingarlist,
    „Fakulta architektury“ (byggingarlistardeild) (frá 1976) á eftirfarandi fræðasviðum: byggingarlist, borgarskipulag og skipulag landnotkunar eða í náminu: byggingarlist og borgarskipulag á fræðasviðinu: byggingarlist, kenningar í byggingarlistarhönnun, borgarskipulag og skipulag landnotkunar, saga byggingarlistarinnar og endurgerð sögulegra minnismerkja eða byggingarlist og mannvirkjagerð,
–    prófskírteini sem eru veitt af „Vysoká skola technická Dr. Edvarda Benese“ (til 1951) á fræðasviðinu byggingarlist og mannvirkjagerð,
–    prófskírteini sem eru veitt af „Vysoká skola stavitelství v Brne“ (frá 1951 til 1956) á fræðasviðinu byggingarlist og mannvirkjagerð,
–    prófskírteini sem veitt eru af „Vysoké ucení technické v Brne“, af „Fakulta architektury“ (byggingarlistardeild) (frá 1956) á fræðasviðinu byggingarlist og borgarskipulag eða „Fakulta stavební“ (byggingarverkfræðideild) (frá 1956) á fræðasviðinu mannvirkjagerð,
–    prófskírteini sem eru veitt af „Vysoká skola bánská – Technická univerzita Ostrava“, „Fakulta stavební“ (byggingarverkfræðideild) (frá 1997) á fræðasviðinu skipulag og byggingarlist eða fræðasviðinu byggingarverkfræði,
–    prófskírteini sem eru veitt af „Technická univerzita v Liberci“, „Fakulta architektury“ (byggingarlistardeild) (frá 1994) í náminu byggingarlist og borgarskipulag á fræðasviðinu byggingarlist,
–    prófskírteini sem veitt eru af „Akademie výtvarných umení v Praze“ í námi í fögrum listum á fræðasviðinu byggingarlistarhönnun,
–    prófskírteini sem veitt eru af „Vysoká skola umelecko-prumyslová v Praze“ í námi í fögrum listum á fræðasviðinu byggingarlist,
–    staðfesting um starfsleyfi veitt af „Ceská komora architektu“ án þess að fræðasvið sé tilgreint eða á fræðasviðinu mannvirkjagerð,
2006/2007
Danmark –    prófskírteini sem eru veitt af ríkisskólum í byggingarlist í Kaupmannahöfn og Árósum (arkitekt)
–    skráningarvottorð sem er gefið út af nefnd arkitekta samkvæmt lögum nr. 202 frá 28. maí 1975 (registreret arkitekt)
–    prófskírteini sem eru veitt af æðri skólum í byggingarverkfræði (bygningskonstruktør), ásamt vottorði frá lögbærum yfirvöldum þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi staðist prófun á formlegri menntun og hæfi, sem felst í í mati á áætlunum sem umsækjandi gerir og kemur í framkvæmd samtímis því sem hann stundar í reynd þá starfsemi sem um getur í 48. gr. þessarar tilskipunar í sex ár hið minnsta
1987/1988
Deutschland –    prófskírteini sem eru veitt af æðri stofnunum á sviði fagurra lista (Dipl.-Ing., Architekt (HfbK))
–    prófskírteini sem eru veitt af byggingarlistardeildum (Architektur/Hochbau) í „Technische Hochschulen“, af tækniháskólum og háskólum og, að svo miklu leyti sem þessar stofnanir hafa verið sameinaðar „Gesamthochschulen“, af „Gesamthochschulen“ (Dipl.-Ing. og aðrir síðari námstitlar handhafa þessara prófskírteina)
–    prófskírteini sem eru veitt af byggingarlistardeildum (Architektur/Hochbau) í „Fachhochschulen“ og, að svo miklu leyti sem þessar stofnanir hafa verið sameinaðar „Gesamthochschulen“, af byggingarlistardeildum (Architektur/ Hochbau) í „Gesamthochschulen“ ásamt, í þeim tilvikum þar sem námstímabilið er þrjú til fjögur ár, vottorði með staðfestingu á fjögurra ára starfsreynslu í Sambandslýðveldinu Þýskalandi sem gefið er út af sérfræðistofnun í samræmi við 1. mgr. 47. gr. (Ingenieur grad. og aðrir síðari námstitlar handhafa þessara prófskírteina)
–    prófskírteini (Prüfungszeugnisse) sem veitt eru fyrir 1. janúar 1973 af byggingarlistardeildum í „Ingenieurschulen“ og „Werkkunstschulen“, ásamt vottorði frá lögbærum yfirvöldum þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi staðist prófun á formlegri menntun og hæfi, sem felst í mati á áætlunum sem umsækjandi gerir og kemur í framkvæmd samtímis því sem hann stundar í reynd þá starfsemi sem um getur í 48. gr. þessarar tilskipunar í sex ár hið minnsta
1987/1988
Eesti –    diplom arhitektuuri erialal, väljastatud Eesti Kunstiakadeemia arhitektuuri teaduskonna poolt alates 1996 aastast (prófskírteini í byggingarlist frá byggingarlistardeild eistnesku listaakademíunnar frá 1996), väljastatud Tallinna Kunstiülikooli poolt 1989–1995 (veitt af listaakademíunni í Tallinn á árunum 1989–1995), väljastatud Eesti NSV Riikliku Kunstiinstituudi poolt 1951–1988 (veitt af listastofnun eistneska sovétlýðveldisins á árunum 1951–1988) 2006/2007
E.... –    prófskírteini í verkfræði/byggingarlist sem eru veitt af Metsovion Polytechnion í Aþenu, ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði/byggingarlist sem eru veitt af Aristotelion Panepistimion í Þessalóníku ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði/byggingarverkfræði sem eru veitt af Metsovion Polytechnion í Aþenu ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði/byggingarverkfræði sem eru veitt af Aristotelion Panepistimion í Þessalóníku, ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði/byggingarverkfræði sem eru veitt af Panepistimion Thrakis, ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði/byggingarverkfræði sem eru veitt af Panepistimion Patron, ásamt vottorði sem er gefið út af tæknimálaráði Grikklands er veitir rétt til að stunda starfsemi á sviði byggingarlistar
1987/1988
España opinber titill arkitekts (título oficial de arquitecto) sem veitt er af menntamála- og vísindaráðuneytinu eða háskólum 1987/1988
France –    arkitektaprófskírteini ríkisstjórnarinnar sem veitt var af menntamálaráðuneytinu fram til 1959 og eftir það af menningarmálaráðuneytinu (architecte DPLG)
–    prófskírteini sem eru veitt af „Ecole spéciale d'architecture“ (architecte DESA)
–    prófskírteini sem hafa verið veitt frá 1955 af „Ecole nationale supérieure des arts et industries de Strasbourg“ (sem áður hét „Ecole nationale d'ingénieurs de Strasbourg“), byggingarlistardeild (architecte ENSAIS)
1987/1988
Ireland –    fyrsta háskólagráða í byggingarlist sem er veitt af ríkisrekna háskólanum á Írlandi (B Arch. (NUI)) arkitektum sem útskrifast frá „University College“ í Dublin
–    prófskírteini er veitir gráðu í byggingarlist sem er veitt af „College of Technology, Bolton Street“ í Dublin (Dipl. Arch.)
–    félagsskírteini í „Royal Institute of Architects of Ireland“ (ARIAI)
–    félagsskírteini í „Royal Institute of Architects of Ireland“ (MRIAI)
1987/1988
Italia –    prófskírteini „laurea in architettura“ sem eru veitt af háskólum, tækniskólum og æðri menntastofnunum í Feneyjum og Reggio Calabria, ásamt prófskírteini, sem er veitt af menntamálaráðherra, er heimilar handhafa að starfa á eigin vegum sem arkitekt hafi umsækjandi staðist, frammi fyrir þar til bæru ráði, opinber próf er heimilar honum að starfa á eigin vegum sem arkitekt (dott. Architetto)
–    prófskírteini „laurea in ingegneria“ í byggingarverkfræði sem eru veitt af háskólum og tækniskólum, ásamt prófskírteini, sem er veitt af menntamálaráðherra, er heimilar handhafa að starfa á eigin vegum sem arkitekt hafi umsækjandi staðist, frammi fyrir þar til bæru ráði, opinbert próf er heimilar honum að starfa á eigin vegum sem arkitekt (dott. Ing. Architetto eða dott. Ing. In ingegneria civile)
1987/1988
...... –    ........ ........ ... ...... ............ ... ......... ... .. ............ ... ....... ............ ...... (skráningarskírteini vegna skráningar á skrá yfir arkitekta sem gefin er út af Tæknistofnun Kýpur (ETEK)) 2006/2007
Latvija –    «Arhitekta diploms» ko izsniegusi Latvijas Valsts Universitãtes Inzenierceltniecibas fakultãtes Arhitekturas nodala lidz 1958.gadam, Rigas Politehniskã Instituta Celtniecibas fakultãtes Arhitekturas nodala no 1958 gada lidz 1991.gadam, Rigas Tehniskãs Universitãtes Arhitekturas fakultãte kops 1991. gada, un «Arhitekta prakses sertifikãts», ko izsniedz Latvijas Arhitektu savieniba („prófskírteini arkitekts“ sem er veitt af byggingarlistaskor byggingarverkfræðideildar Ríkisháskóla Lettlands til 1958, byggingarlistaskor byggingarverkfræðideildar Tækniskólans í Riga 1958–1991, byggingarlistardeild Tækniháskólans í Riga frá 1991 og 1992 og skráningarvottorð frá Arkitektafélagi Lettlands) 2006/2007
Lietuva –    prófskírteini verkfræðinga/arkitekta sem veitt voru af Kauno politechnikos institutas til 1969 (inzinierius architektas/architektas)
–    prófskírteini arkitekts/B.A. í byggingarlist/M.A. í byggingarlist sem veitt voru af Vilnius inzinerinis statybos institutas til 1990, Vilniaus technikos universitetas til 1996, Vilnius Gedimino technikos universitetas frá 1996 (architektas/ architektûros bakalauras/architekturos magistras)
–    prófskírteini sérfræðinga sem lokið hafa námi í byggingarlist/B.A. í byggingarlist/M.A. í byggingarlist sem veitt voru af LTSR Valstybinis dailes institutas til 1990; Vilniaus dailes akademija frá 1990 (architektûros kursas/architektûros bakalauras/architektûros magistras)
–    prófskírteinin B.A. í byggingarlist/M.A. í byggingarlist sem veitt eru af Kauno technologijos universitetas frá 1997 (architekturos bakalauras/architekturos magistras); öllum prófskírteinum skal fylgja vottorð gefið út af vottunarnefnd sem veitir rétt til að starfa á sviði byggingarlistar (löggiltir arkitektar/Atestuotas architektas)
2006/2007
Magyarország –    „okleveles építészmérnök“ prófskírteini (prófskírteini í byggingarlist, M.Sc. í byggingarlist) sem eru veitt af háskólum
–    „okleveles építész tervezo muvész“ prófskírteini (M.Sc. í byggingarlist og byggingarverkfræði) sem eru veitt af háskólum
2006/2007
Malta –    Perit: Lawrja ta' Perit frá Universita' ta' Malta sem veitir rétt til skráningar sem „Perit“; 2006/2007
Nederland –    vottorð þar sem fram kemur að handhafi þess hafi hlotið prófgráðu í byggingarlist sem byggingarlistardeildirnar í tækniskólunum í Delft eða Eindhoven veita (bouwkundig ingenieur)
–    prófskírteini sem byggingarlistarakademíur viðurkenndar af ríkinu veita (architect)
–    prófskírteini sem voru veitt af hinum eldri byggingarlistarskólum (Hoger Bouwkunstonderricht) fram til ársins 1971 (architect HBO)
–    prófskírteini sem voru veitt fyrrum byggingarlistarskólum (voortgezet Bouwkunstonderricht) fram til ársins 1970 (architect VBO)
–    vottorð þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi staðist próf sem arkitektaráðið „Bond van Nederlandse Architecten“ stendur að (Samband hollenskra arkitekta, BNA) (architect)
–    prófskírteini frá „Stichting Instituut voor Architectuur“ („Arkitektastofnun“) (IVA) sem veitt er að loknu námi sem þessi stofnun stendur fyrir og nær yfir fjögur ár hið minnsta (architect), ásamt vottorði frá lögbærum yfirvöldum þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi staðist prófun á formlegri menntun og hæfi, sem felst í mati á áætlunum sem umsækjandi gerir og kemur í framkvæmd samtímis því sem hann stundar í reynd þá starfsemi sem um getur í 44. gr. þessarar tilskipunar í sex ár hið minnsta
–    vottorð sem er gefið út af lögbærum yfirvöldum þar sem fram kemur að hlutaðeigandi einstaklingur hafi, fyrir 5. ágúst 1985, hlotið prófgráðuna „Kandidaat in de bouwkunde“ sem tækniskólarnir í Delft eða Eindhoven veita og að hann hafi í minnst fimm ár næst fyrir þann dag stundað starfsemi á sviði byggingarlistar sem er þess eðlis að tryggt sé, samkvæmt þeim kröfum sem eru gerðar í Hollandi, að hann sé fær um að stunda starfsemi af þessu tagi (architect)
–    vottorð sem er gefið út af lögbærum yfirvöldum aðeins til einstaklinga sem hafa náð 40 ára aldri fyrir 5. ágúst 1985 þar sem staðfest er að hlutaðeigandi einstaklingar hafi í minnst fimm ár fyrir þann dag stundað starfsemi á sviði byggingarlistar sem er þess eðlis að tryggt sé, samkvæmt þeim kröfum sem eru gerðar í Hollandi, að þeir séu færir um að stunda starfsemi af þessu tagi (architect)
–    ekki þarf að viðurkenna vottorðin, sem um getur í sjöunda og áttunda lið, eftir gildistöku laga og reglna í Hollandi um það hverjir megi hefja og stunda starfsemi á sviði byggingarlistar og kalla sig arkitekta, að því tilskildu að þessi vottorð veiti ekki heimild til að fá að hefja og stunda slíka starfsemi samkvæmt þessum ákvæðum
1987/1988
Österreich –    prófskírteini sem eru veitt af tækniháskólum í Vín og Graz og af háskólanum í Innsbruck, deild byggingaverkfræði („Bauingenieurwesen“) og byggingarlistar („Architektur“), á sviði byggingarlistar, byggingarverkfræði („Bauingenieurwesen“) eða byggingartækni („Hochbau“) og hagverkfræði („Wirtschaftsingenieurwesen – Bauwesen“)
–    prófskírteini sem eru veitt af háskóla fyrir „Bodenkultur“ á sviði,,Kulturtechnik und Wasserwirtschaft“
–    prófskírteini sem eru veitt af nytjalistarskólanum í Vín á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini sem eru veitt af listaakademíunni í Vín á sviði byggingarlistar
–    prófskírteini í verkfræði (Ing.) sem eru veitt af tækniskólum eða byggingatækniskólum á æðra skólastigi ásamt leyfi til að kalla sig ,,Baumeister“ til staðfestingar á a.m.k. sex ára starfsreynslu í Austurríki, staðfest með prófi
–    prófskírteini sem eru veitt af list- og iðnhönnunarskólanum í Linz á sviði byggingarlistar
1997/1998
–    vottorð um menntun og hæfi sem byggingaverkfræðingur eða verkfræðiráðgjafi á sviði byggingartækni (,,Hochbau“, ,,Bauwesen“,,,Wirtschaftsingenieurwesen-Bauwesen“, ,,Kulturtechnik und Wasserwirtschaft“) samkvæmt lögum um byggingatæknifræði (Ziviltechnikergesetz, BGB1. nr. 156/1994)
Polska Prófskírteini frá byggingarlistardeildum í:
–    tækniháskólanum í Varsjá, byggingarlistardeildinni í Varsjá (Politechnika Warszawska, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: inzynier architekt, magister nauk technicznych, inzynier architekt, inzyniera magistra architektury, magistra inzyniera architektury, magistra inzyniera architekta, magister inzynier architekt (frá 1945 til 1948, titillinn: inzynier architekt, magister nauk technicznych, frá 1951 til 1956, titillinn: inzynier architekt, frá 1954 til 1957, annað stig, titillinn: inzyniera magistra architektury, frá 1957 til 1959, titillinn: inzyniera magistra architektury, frá 1959 til 1964, titillinn: magistra inzyniera architektury, frá 1964 til 1982, titillinn: magistra inzyniera architekta, frá 1983 til 1990, titillinn: magister inzynier architekt, frá 1991 titillinn: magistra inzyniera architekta),
–    tækniháskólanum í Kraká, byggingarlistardeildinni í Kraká (Politechnika Krakowska, Wydzial Architektury), starfsheitið arkitekt: magister inzynier architect (frá 1945 til 1953, námu- og málmvinnsluháskólinn, tæknideild byggingarlista – Akademia Górniczo-Hutnicza, Politechniczny Wydzial Architektury)
–    tækniháskólanum í Wroclaw, byggingarlistardeildinni í Varsjá (Politechnika Wroclawska, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: inzynier architekt, magister nauk technicznych; magister inzynier architektury; magister inzynier architekt (frá 1949 til 1964, titillinn: inzynier architekt, magister nauk technicznych; frá 1956 til 1964, titillinn: magister inzynier architektury; frá 1964, titillinn: magister inzynier architekt)
–    tækniháskólanum í Silesíu, byggingarlistardeildinni í Gliwice (Politechnika Slaska, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: inzynier architect, magister inzynier architekt (frá 1945 til 1955, verkfræði- og mannvirkjadeild – Wydzial Inzynieryjno-Budowlany, titillinn: inzynier architekt; frá 1961 til 1969, deild iðnaðarmannvirkja og almennrar verkfræði – Wydzial Budownictwa Przemyslowego i Ogólnego, titillinn: magister inzynier architekt; frá 1969 til 1976, deild byggingarverkfræði og byggingarlistar – Wydzial Budownictwa i Architektury, titillinn: magister inzynier architekt; frá 1977, byggingarlistardeild – Wydzial Architektury, titillinn: magister inzynier architekt og frá 1995, titillinn: inzynier architekt)
–    tækniháskólanum í Poznan, byggingarlistardeildinni í Poznan (Politechnika Poznanska, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: inzynier architekt, inzynier architekt, magister inzynier architekt (frá 1945 til 1955, verkfræðiskóli, byggingarlistardeild – Szkola Inzynierska, Wydzial Architektury titillinn: inzynier architektury; frá 1978 titillinn: magister inzynier architekt og frá 1999 titillinn: inzynier architekt)
–    tækniháskólanum í Gdansk, byggingarlistardeildinni í Gdansk (Politechnika Gdanska, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: magister inzynier architekt (frá 1945 til 1969 byggingarlistadeild – Wydzial Architektury, frá 1969 til 1971 byggingarverkfræði- og byggingarlistardeild – Wydzial Budownictwa i Architektury, frá 1971 til 1981 stofnun byggingarlistar og borgarskipulags – Instytut Architektury i Urbanistyki, frá 1981 byggingarlistardeild – Wydzial Architektury)
–    tækniháskólanum í Bialystok, byggingarlistardeildinni í Bialystok (Politechnika Bialystok, Wydzial Architektury); starfsheitið arkitekt: magister inzynier architect (frá 1975 til 1989, stofnun byggingarlistar – Instytut Architektury)
–    tækniháskólanum í Lódz, deild byggingarverkfræði, byggingarlistar og umhverfisverkfræði í Lódz (Politechnika Lódzka, Wydzial Budownictwa, Architektury i Inzynierii Srodowiska), starfsheitið arkitekt: inzynier architekt, magister inzynier architekt (frá 1973 til 1993 deild byggingarverkfræði og byggingarlistar – Wydzial Budownictwa i Architektury og frá 1992 deild byggingarverkfræði, byggingarlistar og umhverfisverkfræði – Wydzial Budownictwa, Architektury i Inzynierii Srodowiska, titillinn: frá 1973 til 1978 titillinn: inzynier architekt, frá 1978 titillinn: magister inzynier architekt)
–    tækniháskólanum í Szczecin, deild byggingarverkfræði og byggingarlistar í Szczecin (Politechnika Szczeciñska, Wydzial Budownictwa i Architektury), starfsheitið arkitekt: inzynier architekt, magister inzynier architekt (frá 1948 til 1954, æðri verkfræðiskóli, byggingarlistardeild – Wyzsza Szkola Inzynierska, Wydzial Architektury, titillinn: inzynier architect, frá 1970 titillinn: magister inzynier architekt og frá 1998 titillinn: inzynier architect)
Öllum þessum prófskírteinum skal fylgja félagsskírteini, gefið út af viðeigandi svæðissamtökum arkitekta í Póllandi, sem veitir réttindi til að starfa á sviði byggingarlistar í Póllandi.
2006/2007
Portugal –    prófskírteinið „diploma do curso especial de arquitectura“ sem veitt er af listaskólum í Lissabon og Porto
–    prófskírteini arkitekts „diploma de arquitecto“ sem er veitt af listaskólum í Lissabon og Porto
–    prófskírteinið „diploma do curso de arquitectura“ sem veitt er af æðri listaskólum í Lissabon og Porto
–    prófskírteinið „diploma de licenciatura em arquitectura“ sem veitt er af æðri listaskólanum í Lissabon
–    prófskírteinið „carta de curso de licenciatura em arquitectura“ sem veitt er af tækniháskólanum í Lissabon og í Porto
–    háskólaprófskírteini í byggingarverkfræði („licenciatura em engenharia civil“) sem veitt er af æðri tæknistofnun tækniháskólans í Lissabon
–    háskólaprófskírteini í byggingarverkfræði („licenciatura em engenharia civil“) sem veitt er af verkfræðideild (de Engenharia) háskólans í Porto
–    háskólaprófskírteini í byggingarverkfræði („licenciatura em engenharia civil“) sem veitt er af tækni- og vísindadeild háskólans í Coimbra
–    háskólaprófskírteini í byggingarverkfræði, framleiðslusvið („licenciatura em engenharia civil, produção“) sem veitt er af háskólanum í Minho
1987/1988
Slovenija –    „univerzitetni diplomirani inzenir arhitekture/univerzitetna diplomirana inzenirka arhitekture“ (háskólaprófskírteini í byggingarlist) frá byggingarlistardeild, ásamt vottorði frá lögbæru yfirvaldi á sviði byggingarlistar sem er viðurkennt að lögum og veitir réttindi til að starfa á sviði byggingarlistar
–    háskólaprófskírteini frá tæknideildum sem veitir titilinn „univerzitetni diplomirani inzenir (univ.dipl.inz.)/univerzitetna diplomirana inzenirka“ sem fylgir vottorð frá lögbæru yfirvaldi á sviði byggingarlistar sem er viðurkennt að lögum og veitir réttindi til að starfa á sviði byggingarlistar
2006/2007
Slovensko –    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist og mannvirkjagerð“ („architektúra a pozemné stavitelstvo“) frá tækniháskóla Slóvakíu (Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava á árunum 1950–1952 (titillinn: Ing),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist“ („architektúra“) frá deild byggingarlistar og mannvirkjagerðar tækniháskóla Slóvakíu (Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava á árunum 1952–1960 (titillinn: Ing. arch),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „mannvirkjagerð“ („pozemné stavitelstvo“) frá deild byggingarlistar og mannvirkjagerðar tækniháskóla Slóvakíu (Fakulta architektúry a pozemného stavitelstva, Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava á árunum 1952–1960 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist“ („architektúra“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava á árunum 1961–1976 (titillinn: Ing. arch),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „mannvirkjagerð“ („pozemné stavby“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava á árunum 1961–1976 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist“ („architektúra“) frá byggingarlistardeild tækniháskóla Slóvakíu (Fakulta architektúry, Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava frá 1977 (titillinn: Ing. arch),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „þéttbýlisskipulag“ („urbanizmus“) frá byggingarlistardeild tækniháskóla Slóvakíu (Fakulta architektúry, Slovenská vysoká skola technická) í Bratislava frá 1977 (titillinn: Ing. arch),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „mannvirkjagerð“ („pozemné stavby“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská technická univerzita) í Bratislava á árunum 1977–1997 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist og mannvirkjagerð“ („architektúra a pozemné stavby“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská technická univerzita) í Bratislava frá 1998 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „mannvirkjagerð – sérgrein: byggingarlist“ („pozemné stavby – specializácia: architektúra“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská technická univerzita) í Bratislava á árunum 2000–2001 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist og mannvirkjagerð“ („architektúra a pozemné stavby“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskóla Slóvakíu (Stavebná fakulta, Slovenská technická univerzita) í Bratislava frá 2001 (titillinn: Ing.),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „byggingarlist“ („architektúra“) frá lista- og hönnunarakademíunni (Vysoká skola výtvarných umení) í Bratislava frá 1969 (titillinn: Akad. arch. til 1990, Mgr. frá 1990–    1992, Mgr. arch. frá 1992–1996, Mgr. art. frá 1997),
–    prófskírteini á fræðasviðinu „mannvirkjagerð“ („pozemné tavitelstvo“) frá byggingarverkfræðideild tækniháskólans (Stavebná fakulta, Technická univerzita) í Kosice á árunum 1981–1991 (titillinn: Ing.),
Öllum prófskírteinunum skal fylgja:
–    staðfesting um starfsleyfi, gefið út af slóvakíska arkitektafélaginu (Slovenská komora architektov) í Bratislava án þess að fræðasvið sé tilgreint eða á fræðasviðinu „mannvirkjagerð“ („pozemné stavby“) eða „skipulag landnotkunar“ („územné plánovanie“),
–    staðfesting um starfsleyfi, gefið út af slóvakíska byggingarverkfræðingafélaginu (Slovenská komora stavebných inzinierov) í Bratislava án þess að fræðasvið sé tilgreint eða á fræðasviðinu mannvirkjagerð („pozemné stavby“)
2006/2007
Suomi/Finland –    prófskírteini sem veitt eru af byggingarlistardeildum tækniháskólans og háskólans í Oulu (arkkitehti/arkitekt)
–    prófskírteini frá tæknistofnunum (rakennusarkkitehti/byggnadsarkitekt)
1997/1998
Sverige –    prófskírteini sem veitt eru af arkitektaskólanum við konunglega tækniháskólann, Chalmerstækniháskólanum og tækniháskólanum í Lundi (arkitekt, háskólaprófskírteini í byggingarlist)
–    félagsskírteini „Svenska Arkitekters Riksförbund“ (SAR), hafi viðkomandi einstaklingar öðlast menntun í ríki sem fellur undir þessa tilskipun
1997/1998
United Kingdom –    sú menntun og hæfi sem fæst eftir að hafa staðist próf frá:
–    „Royal Institute of British Architects“
–    deildum í byggingarlist við háskóla, tækniskóla, sérskóla, akademíur, tækni- og listaskóla sem voru, frá og með 10. júní 1985, viðurkennd af arkitektaráði Breska konungsríkisins sem fullnægjandi skilyrði fyrir skráningu í félagatal (Architect)
–    vottorð þar sem fram kemur að handhafi hafi öðlast rétt til að kalla sig arkitekt í krafti a- og b-lið 1. liðar 6. þáttar eða 1. liðar 6. þáttar í lögum um skráningu arkitekta („Architects Registration Act“) frá 1931 (Architect)
–    vottorð þar sem fram kemur að handhafi hafi öðlast rétt til að kalla sig arkitekt í krafti 2. þáttar í lögum um skráningu arkitekta („Architects Registration Act“) frá 1938 (Architect)
1987/1988

VII. VIÐAUKI
Skjöl og vottorð sem kann að vera krafist í samræmi við 1. mgr. 50. gr.

1.      Skjöl
a)     Sönnun ríkisfangs viðkomandi einstaklings.
b)     Afrit af hæfnisvottorði eða vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem veitir aðgang að viðkomandi starfsgrein og staðfesting á starfsreynslu viðkomandi einstaklings, ef við á.
        Lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins geta mælst til þess við umsækjanda að hann veiti upplýsingar um menntun sína að því marki sem nauðsynlegt er til að hægt sé að ákvarða hvort hugsanlega sé verulegur mismunur á henni og þeirri menntun sem krafist er í aðildarríkinu eins og mælt er fyrir um í 14. gr. Ef ómögulegt reynist fyrir umsækjanda að veita þessar upplýsingar skulu lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins hafa samband við upplýsinga- og þjónustumiðstöð, lögbært yfirvald eða aðrar viðkomandi stofnanir í heimaaðildarríkinu.
c)     Að því er varðar þau tilvik sem um getur í 16. gr. skal fylgja vottorð um eðli starfseminnar og hversu lengi hún var stunduð, gefið út af lögbæru yfirvaldi eða stofnun í heimaaðildarríkinu eða því aðildarríki sem erlendi ríkisborgarinn kemur frá.
d)     Krefji lögbært yfirvald í gistiaðildarríki þann sem æskir að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein um vottorð um óflekkað mannorð eða yfirlýsingu um að hann hafi ekki orðið gjaldþrota, eða frestar eða bannar iðkun þeirrar starfsemi vegna alvarlegra ávirðinga í starfi eða vegna afbrots, skal það aðildarríki taka sem fullgilda sönnun, að því er varðar ríkisborgara aðildarríkja sem æskja þess að leggja stund á þá starfsgrein á yfirráðasvæði þess, framvísun skjala sem lögbær yfirvöld í heimaaðildarríkinu eða aðildarríkinu sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá gefa út og votta að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt. Þessi yfirvöld verða að láta í té þau skjöl sem krafist er innan tveggja mánaða.
        Gefi lögbær yfirvöld í heimaaðildarríkinu eða aðildarríkinu, sem hinn erlendi ríkisborgari kemur frá, ekki út þau skjöl sem um getur í fyrstu undirgrein skal eiðsvarin yfirlýsing koma í stað þeirra eða, í ríkjum þar sem engin ákvæði eru til um eiðsvarnar yfirlýsingar, drengskaparheit sem viðkomandi gefur frammi fyrir þar til bæru dóms-eða stjórnsýsluyfirvaldi eða, eftir atvikum, lögbókanda eða fullgildum fagaðila í heimaaðildarríkinu eða aðildarríkinu sem viðkomandi kemur frá; umrætt yfirvald eða lögbókandi skal gefa út vottorð sem staðfestir áreiðanleika yfirlýsingarinnar eða drengskaparheitsins.
e)     Ef gistiaðildarríki krefst þess af eigin ríkisborgurum, sem æskja þess að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein, að þeir leggi fram skjal um líkamlegt og andlegt heilbrigði umsækjanda ber því aðildarríki að taka sem fullgilda sönnun framvísun á skjalinu sem krafist er í heimaaðildarríkinu. Ef heimaaðildarríki gefur ekki út slíkt skjal ber gistiaðildarríkinu að taka við vottorði sem lögbær yfirvöld í því ríki gefa út. Í þessu tilviki verða lögbær yfirvöld heimaaðildarríkisins að láta í té skjalið sem krafist er innan tveggja mánaða.
f)     Fari gistiaðildarríki fram á það við eigin ríkisborgara, sem æskja þess að hefja störf í lögverndaðri starfsgrein, að þeir láti í té:
        –    sönnun um fjárhagsstöðu umsækjanda,
        –    sönnun þess efnis að umsækjandi sé tryggður gagnvart þeirri fjárhagslegri áhættu sem fylgir ábyrgð á atvinnustarfsemi í samræmi við þau lög og reglur sem í gildi eru í gistiaðildarríkinu að því er varðar þá skilmála og umfang vátryggingarinnar, ber því aðildarríki að taka sem fullgilda sönnun staðfestingu þess efnis sem gefin er út af bönkum og vátryggingafélögum í öðru aðildarríki.
2.      Vottorð
Til að auðvelda beitingu III. kafla III. bálks þessarar tilskipunar geta aðildarríkin mælt fyrir um að þeir sem uppfylla skilyrði þessarar tilskipunar um menntun leggi fram, til viðbótar vitnisburði um formlega menntun og hæfi, vottorð frá lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríki þeirra um að vitnisburður um formlega menntun og hæfi sé í samræmi við það sem um getur í tilskipuninni.
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 198, 28.7.2005, bls. 45, og EES-viðbætir nr. 38, 28.7.2005, bls. 26.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 47, 21.2.2008, bls. 36, og EES-viðbætir nr. 9, 21.2.2008, bls. 29.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 255, 30.9.2005, bls. 22.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. ESB L 363, 20.12.2006, bls. 141.
Neðanmálsgrein: 5
(5)    Stjtíð. ESB L 79, 20.3.2007, bls. 38.
Neðanmálsgrein: 6
(6)    Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(7)    Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 8
(8)    Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 9
(9)    Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 10
(10)    Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 11
(11)    Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 7.
Neðanmálsgrein: 12
(12)    Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 13
(13)    Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 14
(14)    Stjtíð. EB L 223, 21.8.1985, bls. 15.
Neðanmálsgrein: 15
(15)    Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 34.
Neðanmálsgrein: 16
(16)    Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 37.
Neðanmálsgrein: 17
(17)    Stjtíð. EB L 19, 24.1.1989, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 18
(18)    Stjtíð. EB L 209, 24.7.1992, bls. 25.
Neðanmálsgrein: 19
(19)    Stjtíð. EB L 165, 7.7.1993, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 20
(20)    Stjtíð. EB L 201, 31.7.1999, bls. 77.
Neðanmálsgrein: 21
(21)    Stjtíð. EB L 385, 31.12.1981, bls. 25.
Neðanmálsgrein: 22
(22)    Stjtíð. EB L 199, 31.7.1985, bls. 56.
Neðanmálsgrein: 23
(*)     Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 24
(1)    Stjtíð. EB C 181 E, 30.7.2002, bls. 183.
Neðanmálsgrein: 25
(2)    Stjtíð. ESB C 61, 14.3.2003, bls. 67.
Neðanmálsgrein: 26
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 11. febrúar 2004 (Stjtíð. ESB C 97 E, 22.4.2004, bls. 230), sameiginleg afstaða ráðsins frá 21. desember 2004 (Stjtíð. ESB C 58 E, 8.3.2005, bls. 1) og afstaða Evrópuþingsins frá 11. maí 2005 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB). Ákvörðun ráðsins frá 6. júní 2005.
Neðanmálsgrein: 27
(4)        Stjtíð. EB L 178, 17.7.2000, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 28
(1)    Stjtíð. EB L 19, 24.1.1989, bls. 16. Tilskipuninni var breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB (Stjtíð. EB L 206, 31.7.2001, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 29
(2)    Stjtíð. EB L 209, 24.7.1992, bls. 25. Tilskipuninni var síðast breytt með ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2004/108/EB (Stjtíð. ESB L 32, 5.2.2004, bls. 15).
Neðanmálsgrein: 30
(3)    Stjtíð. EB L 201, 31.7.1999, bls. 77.
Neðanmálsgrein: 31
(4)    Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 32
(5)    Stjtíð. EB L 176, 15.7.1977, bls. 8. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2001/19/EB.
Neðanmálsgrein: 33
(6)    Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 34
(7)    Stjtíð. EB L 233, 24.8.1978, bls. 10. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 35
(8)    Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2001/19/EB.
Neðanmálsgrein: 36
(9)    Stjtíð. EB L 362, 23.12.1978, bls. 7. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2001/19/EB.
Neðanmálsgrein: 37
(10)    Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 38
(11)    Stjtíð. EB L 33, 11.2.1980, bls. 8. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2001/19/EB.
Neðanmálsgrein: 39
(12)    Stjtíð. EB L 223, 21.8.1985, bls. 15. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 40
(13)    Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 34. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2001/19/EB.
Neðanmálsgrein: 41
(14)    Stjtíð. EB L 253, 24.9.1985, bls. 37. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 42
(15)    Stjtíð. EB L 165, 7.7.1993, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1882/2003 (Stjtíð. ESB L 284, 31.10.2003, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 43
(1)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 44
(2)    Stjtíð. EB L 78, 26.3.1977, bls. 17. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 45
(3)    Stjtíð. EB L 77, 14.3.1998, bls. 36. Tilskipuninni var breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 46
(1)    Stjtíð. EB L 145, 13.6.1977, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2004/66/EB (Stjtíð. ESB L 168, 1.5.2004, bls. 35).
Neðanmálsgrein: 47
(1)    Stjtíð. EB L 281, 23.11.1995, bls. 31. Tilskipuninni var breytt með reglugerð (EB) nr. 1882/2003.
Neðanmálsgrein: 48
(2)    Stjtíð. EB L 201, 31.07.2002, bls. 37.
Neðanmálsgrein: 49
(1)    Írskir ríkisborgarar heyra einnig til eftirtalinna félaga eða samtaka í Breska konungsríkinu: Institute of Chartered Accountants in England and Wales Institute of Chartered Accountants of Scotland Institute of Actuaries Faculty of Actuaries The Chartered Institute of Management Accountants Institute of Chartered Secretaries and Administrators Royal Town Planning Institute Royal Institution of Chartered Surveyors Chartered Institute of Building.
Neðanmálsgrein: 50
(2)    Eingöngu að því er varðar endurskoðun.
Neðanmálsgrein: 51
(1)    Frá og með 1. júní 1994 kom starfsheitið „Physiotherapeut(in)“ í stað „Krankengymnast(in)“. Hins vegar er starfsmönnum í greininni, sem fengu prófskírteini fyrir þann dag, heimilt að nota fyrra heitið, „Krankengymnast(in)", óski þeir þess.
Neðanmálsgrein: 52
(1)    Heimilt er stytta lágmarksnámstíma úr þremur árum í tvö ár hafi viðkomandi einstaklingur menntun og hæfi til að setjast í háskóla („Abitur“), þ.e. hafi hann lokið 13 ára námi og starfsnámi eða hafi menntun og hæfi til að setjast í „Fachhochschule“ („Fachhochschulereife“), m.ö.o. hefur lokið 12 ára námi.