Ferill 145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.Þingskjal 163  —  145. mál.


Skýrsla

forsætisráðherra um meðferð og framkvæmd
ályktana Alþingis 2012.

(Lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.)
    Samkvæmt 8. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis skal forsætisráðherra í október ár hvert leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd þeirra ályktana sem þingið samþykkti á næstliðnu ári og kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar, nema lög kveði á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Í skýrslunni skal enn fremur fjalla um meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstaks ráðherra. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar.
    Skýrsla sú, sem nú er lögð fram, nær til ályktana Alþingis á árinu 2012. Forsætisráðuneytið óskaði eftir því að viðkomandi ráðuneyti tækju saman greinargerðir um meðferð og framkvæmd þeirra þingsályktana og málefna sem þeim hefði verið falin meðferð á og fara svör ráðuneytanna hér á eftir.
    Þá fylgir skýrslunni einnig yfirlit yfir framkvæmd ályktana þingsins þrjú ár aftur í tímann í samræmi við fyrrnefnt ákvæði laga um þingsköp Alþingis. Er yfirlitið unnið á grundvelli upplýsinga frá viðkomandi ráðuneytum.


FORSÆTISRÁÐUNEYTI

Þál. 1/141 um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun,
11. október 2012 – þskj. 241.

    Forsætisráðherra skipaði í apríl sl. starfshóp sem ætlað er að kanna þróun og regluverk í póstverslun og gera tillögur um lagabreytingar og aðrar ráðstafanir til að skapa póstverslun viðeigandi samkeppnisstöðu til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnufyrirtæki. Samkvæmt þingsályktuninni áttu niðurstöður að liggja fyrir 1. september sl. en vegna tafa sem urðu á skipan í nefndina hefur ekki reynst unnt að ljúka vinnu starfshópsins á tilætluðum tíma. Áætlað er að tillögur starfshópsins liggi fyrir í nóvember nk.

Þál. 16/140 um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi, 20. mars 2012 – þskj. 1020.

    Forsætisráðherra skipaði 26. september 2012 verkefnastjórn sem ætlað var að undirbúa gerð aðgerðaráætlunar um eflingu græna hagkerfisins. Verkefnastjórnin skilaði áfangaskýrslu í nóvember sama ár og lokaskýrslu í janúar 2013 þar sem þær tillögur sem eru að finna í þingsályktuninni eru flokkaðar í tillögur sem lagt er til að settar verði í forgang á árinu 2013, tillögur þar sem undirbúningsvinna hefjist árið 2013 og loks tillögur sem komi til framkvæmda á árinu 2014. Í apríl 2013 skipaði forsætisráðherra nýja verkefnastjórn sem ætlað er að hafa eftirlit með framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar fyrir árið 2013 og móta nýja áætlun fyrir árið 2014. Er að vænta skýrslu frá verkefnastjórninni í byrjun næsta árs um árangur starfsins á árinu 2013.

Þál. 19/140 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands,
11. maí 2012 – þskj. 1297.

    Með forsetaúrskurði nr. 86/2012 frá 4. júlí 2012 um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, sbr. forsetaúrskurð nr. 99/2012 frá 30. ágúst 2012, var sett á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Úrskurðurinn tók gildi 1. september 2012.

Þál. 17/140 um úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði,
21. mars 2012 – þskj. 1032.

    Í október 2012 skipaði forsætisráðuneytið nefnd um aukna vernd neytenda á fjármálamarkaði. Nefndin skilaði skýrslu sinni í apríl síðastliðnum auk tillagna um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði.
    Helstu tillögur nefndarinnar til úrbóta og bættrar neytendaverndar á fjármálamarkaði eru:
     *      Afnám stimpilgjalda af neytendalánum. Í stimpilgjöldunum felast aðgangshindranir á bankamarkaði. Slík aðgerð dregur úr kostnaði neytenda og heimila við lántöku.
     *      Bann við innheimtu lántökugjalda umfram vexti af neytendalánum. Lagt er til að bannað verði að innheimta lántökugjald sem hlutfall af lánsfjárhæð.
     *      Uppgreiðslugjöld verði takmörkuð þannig að þau miði sannanlega við endurfjármögnunaráhættu lánveitanda.
     *      Samanburðarverðsjá á fjármálamarkaði. Sett verði á fót vefsíða þar sem allar upplýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt.
     *      Fleiri tegundir húsnæðislána.
     *      Ítarleg rannsókn á bankamarkaði. Lagt er til að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti beiti sér fyrir rannsókn á bankamarkaði og geri samanburð á gjaldtöku fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum og öðrum nágrannaríkjum.
     *      Nefndin leggur einnig til að nýtt embætti Umboðsmanns neytenda verði sett á fót og Neytendastofa og talsmaður neytenda verði lögð niður í núverandi mynd. Gert er ráð er fyrir að mál sem snúa beint að neytendum verið í forgrunni hins nýja embættis Umboðsmanns neytenda.
     *      Loks leggur nefndin til nokkrar breytingar á lögum m.a. í þá veru að viðurlög við brotum á neytendalöggjöfinni verði hert. Þá er áhersla lögð á að stutt verði við fjármálalæsi almennings af hálfu hins opinbera.


ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTI

Þál. 6/140 um norræna hollustumerkið Skráargatið, 16. febrúar 2012 – þskj. 817.

    Þingsályktunin leiddi til þess að sett voru lög nr. 19/2012 um br. á lögum nr. 93/1995 um matvæli. Drög að reglugerð með stoð í þessum lögum liggja fyrir og fyrirhugað er að gefa hana út á næstu vikum.

Þál. 44/140 um stefnu um beina erlenda fjárfestingu, 11. júní 2012 – þskj. 1497.

    Í þingsályktun um stefnu um beina erlenda fjárfestingu er lagt fyrir efnahags- og viðskiptaráðherra og iðnaðarráðherra að leggja fyrir Alþingi tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands og efla markaðs- og kynningarstarf í því skyni. Jafnframt skuli móta tillögur um samhæfða stjórnsýslu til að styðja við markmið þingsályktunartillögunnar. Málefni erlendrar fjárfestingar heyra nú undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í nóvember 2012 fól ráðherra Fjárfestingavaktinni næstu skref í málinu, m.a. að fara yfir lagaumgjörð og viðskiptaumhverfi erlendrar fjárfestingar og tillögugerð um hvernig heppilegast væri að efla markaðs- og kynningarstarf fyrir erlendar fjárfestingar. Fjárfestingavaktin skilaði ráðherra tillögum sínum í maí sl. og er nú unnið að því í ráðuneytinu að greina tillögur vaktarinnar og koma þeim í réttan farveg.

Þál. 4/140 um lagningu raflína í jörð, 1. febrúar 2012 – þskj. 748.

    Nefnd um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð skilaði lokaskýrslu til atvinnuvegaráðherra í febrúar 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði skýrslu nefndarinnar fyrir Alþingi fyrr í októbermánuði og mun mæla fyrir henni innan skamms.


FJÁRMÁLA- OG EFNAHAGSRÁÐUNEYTI

    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á umræddu tímabili.


INNANRÍKISRÁÐUNEYTI

Þál. 3/141 um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2014,
29. nóvember 2012 – þskj. 592.

    Unnið er samkvæmt þessari ályktun og skilar ráðherra skýrslu um hana á hverju ári.

Þál. 4/141 um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2022,
29. nóvember 2012 – þskj. 593.

    Unnið er samkvæmt þessari ályktun og skilar ráðherra skýrslu um hana á hverju ári.

Þál. 48/140 um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022, 19. júní 2012 – þskj. 1630.

    Unnið er samkvæmt þessari ályktun og skilar ráðherra skýrslu um hana á hverju ári.

Þál. 49/140 um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og
löggæsluáætlunar fyrir Ísland, 19. júní 2012 – þskj. 1648.

    Með þingsályktunni var innanríkisráðherra falið að skipa nefnd hagsmunaaðila og fulltrúa allra þingflokka á Alþingi um grundvallarskilgreiningar á löggæslu og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland til þess að fjalla um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland. Jafnframt er kveðið á um að ráðherra leggi tillögu til þingsályktunar um löggæsluáætlun fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 2013.
    Nefndin var skipuð og tók til starfa í nóvember 2012 er allar tilnefningar höfðu borist frá þingflokkum. Þar sem nefndin hóf ekki störf fyrr en síðla árs 2012 var það niðurstaða nefndarinnar að ekki væri hægt að ljúka gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland fyrir tilsettan tíma enda um mjög krefjandi verkefni að ræða. Brýnt væri hins vegar að beina sjónum Alþingis að stöðu löggæslu í landinu sem væri grafalvarleg. Nefndin ákvað því að skila til ráðherra skýrslu um eflingu lögreglunnar, sem ætlað er að vera leiðarljós um endanlega gerð löggæsluáætlunar og stefnumarkandi fyrir vinnu að löggæslu- og verkefnaáætlun samkvæmt þingsályktunartillögunni. Skýrsla nefndarinnar var kynnt og rædd á Alþingi 16. mars 2013.
Í framhaldi af alþingiskosningum sl. vor var að nýju óskað tilnefninga frá þingflokkum sem nú sitja á Alþingi. Ekki hafa allar tilnefningar borist en reiknað er með að nefndin verði skipuð á næstu dögum er tilnefningar hafa borist.

Þál. 45/140 um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi,
11. júní 2012 – þskj. 1511.

    Með þingsályktuninni fól Alþingi innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaáætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir. Aðgerðaáætlunin átti að liggja fyrir eigi síðar en 1. október 2012. Jafnframt ályktar Alþingi að fela fjármálaráðherra að tryggja að í frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs verði gert ráð fyrir 50 millj. kr. fjárveitingu til starfa rannsóknar- og aðgerðarteymis lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem hafi samvinnu við lögreglulið um allt land.
    Stýrihópur Ríkislögreglustjóra um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi hefur í störfum sínum tekið mið af þingsályktunni og hefur átt gott samstarf við önnur stjórnvöld víða í kerfinu. Stýrihópurinn setti sér uppfærða aðgerðaáætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi á árinu 2012 og er unnið að endurskoðun hennar fyrir árið 2014. Sérstöku rannsóknarteymi fjögurra rannsóknarlögreglumanna til að rannsaka skipulagða brotastarfsemi með áherslu á vélhjólagengi var komið á laggirnar í tengslum við starfsemi stýrihópsins og hefur starf teymisins skilað miklum árangri. Aukið var við verkefni hópsins sem einnig hefur sérstaklega skoðað mansal og vændi.
    Þrír rannsóknarlögreglumenn komu frá rannsóknardeild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu (LRH) og einn frá lögreglunni á Suðurnesjum. Auk þess var saksóknari frá LRH í hálfu starfi vegna hópsins.

Þál. 37/140 um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs
að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd,
24. maí 2012 – þskj. 1407.

    Í samræmi við þingsályktunina fór ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fram 20. október 2012.

MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTI

Þál. 12/140 um vestnorrænt samstarf um listamannagistingu,
23. febrúar 2012 – þskj. 871.

    Samkvæmt samstarfssamningi landanna mun Ísland árið 2014/2015 bera ábyrgð á því að efla tengslanet listamanna, m.a. með því að nýta listamannaíbúðir í löndunum í þessu skyni. Þess ber einnig að geta að með stofnun Norrænu menningargáttarinnar (KKN-Kulturkontakt Nord) var komið á stuðningskerfi fyrir þá listamenn sem vilja dvelja tímabundið á öðrum Norðurlöndum eða Eystrasaltsríkjunum, svokallaðri norrænni ferða- og dvalarstyrkjaáætlun.

Þál. 13/140 um ráðstefnu um tónlistarhefðir vestnorrænnu landanna og
möguleika til tónlistarmenntunar til hagsbóta fyrir vestnorrænu löndin,
23. febrúar 2012 – þskj. 872.

    Þessi ályktun hefur ekki verið tekin til formlegrar meðferðar enn sem komið er hjá vestnorrænu menntamálaráðherrunum, en skoðað verður á þeirra vettvangi hvort þetta verkefni geti orðið hluti af endurnýjuðum samstarfssamningi landanna.

Þál. 14/140 um vestnorrænt samstarf á sviði kvikmynda- og
sjónvarpsþáttagerðar, 23. febrúar 2012 – þskj. 873.

    Efni ályktunarinnar hefur verið tekið fyrir á samráðsfundi ráðherranna og Vestnorræna ráðsins. Þá sendu ráðherrarnir sameiginlegt bréf til Ríkisútvarpsins, Færeyska útvarpsins og Grænlenska útvarpsins þar sem vakin var athygli á ályktun ráðsins. Jafnframt var þeim greint frá þeirri skoðun ráðherranna að mikilvægt væri að þessar þjóðir hefðu með sér gott samstarf, ekki síst í því skyni að auka þekkingu á tungumáli þeirra og menningu.
    Í tilefni ályktunarinnar leitaði ráðuneytið jafnframt umsagnar hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og hjá Ríkisútvarpinu. Í umsögn Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram vilji til þess að undirbúa og bjóða til málþings hér á landi þar sem kvikmynda- og dagskrárgerðarfólki frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum gæfist kostur á að kynnast, miðla reynslu, auka tengsl og samstarf. Ráðuneytið telur að til greina komi að í endurnýjuðum samningi landanna verði áhersla lögð á aukið samstarf landanna í kvikmyndamálum.
    Í umsögn RÚV kemur m.a. fram að aukin samvinna er við Færeyjar sérstaklega um ýmsa þáttagerð og hafa verið sýndir íslenskir þættir í færeysku sjónvarpi og færeyskir þættir í íslensku sjónvarpi meira en áður hefur verið. Sérstök ánægja hafi verið með samstarf um söfnunartónleika frá Hörpu. Á fréttasviðinu á RÚV í vaxandi samskiptum við Færeyska útvarpið um vinnslu og skipti á fréttaefni. Þessi samskipti fara bæði fram á sameiginlegum vettvangi fréttastofa norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna og með beinum milliliðalausum hætti. Aðalfréttatímar RÚV og Kastljóss eru sendir út í Færeyjum. Við þetta má svo bæta við að Rás 1 hefur verið með ýmsa þætti um Færeyjar.
    Minna er um formleg samskipti við Grænland en þó eru dæmi um kaup á grænlenskum heimildaþáttum á undanförnum árum. Á Rás 1 eru reglulegir pistlar frá Grænlandi. Árið 2011 kom menntamálaráðherra Grænlands í sérstaka heimsókn til RÚV í þeim tilgangi að byggja upp tengsl við starfsfólk RÚV og þótti sú heimsókn takast mjög vel. Það reynist hins vegar örðugt að auka samskipti landanna á fréttasviðinu. Töluvert hefur verið sóst eftir því af hálfu RÚV og DR sérstaklega að eiga meiri og nánari samskipti við Grænlenska útvarpið um reglubundin skipti á fréttaefni en sá vilji hefur ekki náð fram að ganga. Alltaf þegar tilefni gefast hefur þó greiðlega gengið að fá efni frá þessum grönnum okkar. Það er hinsvegar frekar fátítt að grænlenskir fréttamenn leiti aðstoðar eða sækist eftir fréttaefni frá RÚV.
    Ráðuneytið vill vekja athygli á því að í formennskuáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sviði menningarmála verður horft sérstaklega til vestnorræns samstarfs og m.a. verður hugað að þeim verkefnum sem fyrrgreindur samstarfssamningur kveður á um.


UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTI


Þál. 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni,
23. febrúar 2012 – þskj. 870.

    Í þingsályktun nr. 11/140 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni er skorað á ríkisstjórnina að láta, í samvinnu við Færeyjar og Grænland, skilgreina sameiginlega hagsmuni landanna með tilliti til meðferðar á endurvinnanlegu brotajárni og gefa Vestnorræna ráðinu skýrslu um hvernig meðferð þess er háttað í löndunum þremur.
    Ráðuneytið hefur með bréfum, dags. 3. september 2012 og 7. júní 2013, farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það láti Norðurlandaskrifustofu í té greinargerð ráðuneytisins um viðbrögð við ályktun Vestnorræna ráðsins 4/2011 um vestnorrænt samstarf um meðferð á endurvinnanlegu brotajárni. Í greinargerð ráðuneytisins er gerð grein fyrir hvernig meðferð brotajárns er háttað hérlendis. Ráðuneytið lýsir sig jafnframt tilbúið að kanna möguleika á samvinnu um meðferð brotajárns í löndunum þremur komi fram ósk um það frá Færeyjum og Grænlandi.


UTANRÍKISRÁÐUNEYTI


Þál. 6/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu
á bókun 31 við EES-damninginn (vernd mikilvægra grunnvirkja),
22. desember 2012 – þskj. 879.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 101/2012, frá 30. apríl 2012, um breytingu á bókun 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun ráðsins 2008/114/EB frá 8. desember 2008 um að greina og tilnefna grunnviði í Evrópu og meta þörfina á að efla vernd þeirra.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 5. mars 2013.

Þál. 7/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn (greiðsludráttur í viðskiptum), 22. desember 2012 – þskj. 880.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2012, frá 30. mars 2012, um breytingu á XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/7/ESB frá 16. febrúar 2011 um átak gegn greiðsludrætti í verslunarviðskiptum (endurútgefin).
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.

Þál. 8/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn (réttindi starfsmanna starfsmannaleigna),
22. desember 2012 – þskj. 881.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2012, frá 13. júlí 2012, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/104/EB frá 19. nóvember 2008 um vinnu á vegum starfsmannaleigu.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.

Þál. 9/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn (textílvörur), 22. desember 2012 – þskj. 278.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2012, frá 28. september 2012, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 frá 27. september 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 73/44/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 96/73/EB og 2008/121/EB.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.

Þál. 10/141 um ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka (fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 22. desember 2012 – þskj. 883.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2012, frá 28. september 2012, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/73/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar og 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. mars 2013. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.

Þál. 12/141 um fullgildingu viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar
um spillingu, 22. desember 2012 – þskj. 885.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarbókun við samning á sviði refsiréttar um spillingu sem gerð var í Strassborg 15. maí 2003.
    Viðbótarbókunin var fullgilt af Íslands hálfu 15. febrúar 2013 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. júlí sama ár.

Þál. 10/140 um skilgreiningu á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi breyttrar stöðu norðurslóða í alþjóðakerfinu af völdum loftlagsbreytinga,
23. febrúar 2012 – þskj. 869.

     Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að standa fyrir skilgreiningu, í samstarfi við Færeyjar og Grænland, á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi þeirra breytinga sem hlýnandi loftslag hefur á undanförnum áratugum haft í för með sér fyrir norðurskautið og alþjóðakerfið allt. Ráðstefna verði haldin á vegum utanríkisráðuneyta landanna með þátttöku stjórnmálamanna og sérfræðinga til að ræða og vinna að samkomulagi um sameiginlega stefnu landanna gagnvart þessum breytingum.
    Ríkisstjórn Íslands hefur lagt áherslu á að styrkja pólitísk og viðskiptaleg tengsl við Grænland og Færeyjar, ekki síst í ljósi sameiginlegra hagsmuna sem tengjast auðlindanýtingu, siglingum og umhverfismálum, en samstarfið fellur vel að áherslum Íslands í málefnum norðurslóða. Í þessu sambandi má nefna fyrirhugaða opnun ræðisskrifstofu Íslands í Nuuk sem verður formlega opnuð 8. nóvember 2013.

Þál. 15/140 um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna
gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegrai misnotkun,
15. mars 2012 – þskj. 999.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun sem gerður var í Lanzarote 25. október 2007.
    Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 4. september 2012 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 1. janúar 2013.

Þál. 8/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta)
við EES-samninginn, 23. febrúar 2012 – þskj. 867.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011, frá 30. september 2011, um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/425/ESB frá 28. júlí 2010 um breytingu á ákvörðun 2009/767/EB að því er varðar að semja, viðhalda og birta áreiðanlegar skrár um þá vottunaraðila sem aðildarríkin hafa eftirlit með eða veita faggildingu.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 21. mars 2012. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2012.

Þál. 21/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup)
við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1303.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1150/2009 frá 10. nóvember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1564/2005 að því er varðar stöðluð eyðublöð fyrir birtingu auglýsinga við opinber innkaup í samræmi við tilskipanir ráðsins 89/665/EBE og 92/13/EBE.
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1177/2009 frá 30. nóvember 2009 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, 2004/18/EB og 2009/81/EB að því er varðar beitingu viðmiðunarfjárhæða við útboð og gerð samninga.
     3.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/66/EB frá 11. desember 2007 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/665/EBE og 92/13/EBE að því er varðar aukna skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 9/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 54/2010 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn,
23. febrúar 2012 – þskj. 868.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2010, frá 30. apríl 2010, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/38/EB frá 6. maí 2009 um stofnun evrópsks samstarfsráðs eða samþykkt reglna í fyrirtækjum og fyrirtækjasamstæðum, er starfa á bandalagsvísu, varðandi upplýsingamiðlun til starfsmanna og samráð við starfsmenn (endurútgefin).
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 5. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 32/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 67/2011 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar,
prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn,
16. maí 2012 – þskj. 1368.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin).
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 46/140 um samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er
varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða
sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA),
18. júní 2012 – þskj. 1614.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni fyrir Íslands hönd að samþykkja rammasamning milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA).
    Samningurinn var samþykktur af Íslands hálfu 20. júní 2012. Hann öðlaðist gildi 21. júní 2012.

Þál. 22/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar,
prófanir og vottun) við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1304.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/23/EB frá 23. maí 2007 um að setja á markað flugeldavörur, og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/43/EB frá 4. apríl 2008 um að koma á, samkvæmt tilskipun ráðsins 93/15/EBE, kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 5. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 23/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi)
við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1305.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2009, frá 29. maí 2009, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/35/EB um mengun sem á upptök sín um borð í skipum og innleiðingu viðurlaga við brotum.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 5. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 24/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál)
við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1306.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB frá 19. nóvember 2008 um úrgang og um niðurfellingu tiltekinna tilskipana.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 33/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál)
við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1369.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2011, frá 21. október 2011, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/50/EB frá 21. maí 2008 um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 25/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur)
við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1307.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 161/2011, frá 2. desember 2011, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/485/ESB frá 1. september 2010 um hæfi lögbærra yfirvalda í Ástralíu og Bandaríkjunum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/43/EB.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. júlí 2012. Hún öðlaðist gildi 1. september 2012.

Þál. 29/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna)
við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1365.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2009, frá 4. desember 2009, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun ráðsins 2004/113/EB frá 13. desember 2004 um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 5. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 26/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi)
við EES-samninginn, 11. maí 2012 – þskj. 1308.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2011, frá 1. apríl 2011, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 392/2009 frá 23. apríl 2009 um bótaábyrgð flutningsaðila vegna slysa við farþegaflutninga á sjó.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. júlí 2013.

Þál. 31/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta)
við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1367.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2010, frá 10. nóvember 2010, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (UCITS).
     2.      Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/83/EB frá 27. júlí 2009 um breytingu á tilteknum viðaukum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB að því er varðar tæknileg ákvæði um áhættustýringu.
     3.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/110/EB frá 16. september 2009 um stofnun og rekstur rafeyrisfyrirtækja og varfærniseftirlit með þeim, breytingu á tilskipunum 2005/60/EB og 2006/48/EB og um niðurfellingu á tilskipun 2000/46/EB.
     4.      Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2009/384/EB frá 30. apríl 2009 um starfskjarastefnu á sviði fjármálaþjónustu.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 5. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 18/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi)
við EES-samninginn, 25. apríl 2012 – þskj. 1234.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     2.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana.
     3.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     4.      Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 frá 12. júní 2009.
     5.      Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. P1, U1 og U2 frá 12. júní 2009.

    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 31. maí 2012. Hún öðlaðist gildi 1. júní 2012.

Þál. 30/140 um staðfestingu samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun), 16. maí 2012 – þskj. 1366.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun) sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 15. desember 2005.
    Samningurinn var staðfestur af Íslands hálfu 6. mars 2012. Hann öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 16. október sama ár.

Þál. 20/140 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum
á árinu 2012, 11. maí 2012 – þskj. 1302.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2012 sem gerðir voru í London 14. október 2011:
     1.      Sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2012.
     2.      Samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands á árinu 2012.
     3.      Samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2012.

    Samningarnir, sem einungis voru til eins árs, voru staðfestir af Íslands hálfu 1. mars 2012. Þeim var beitt til bráðabirgða frá 1. janúar 2012.

Þál. 36/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, Kína, samnings um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Hong Kong, Kína,
16. maí 2012 – þskj. 1372.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Hong Kong, Kína sem undirritaður var af ráðherrum EFTA-ríkjanna og af Hong Kong, Kína 21. júní 2011 í Schaan, samning milli sömu aðila um vinnumál sem gerður var samhliða fríverslunarsamningnum og landbúnaðarsamning milli Íslands og Hong Kong, Kína sem einnig var undirritaður í Schaan sama dag.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012. Þeir öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.

Þál. 34/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa og landbúnaðarsamnings milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs
Arabaríkjanna við Persaflóa,
16. maí 2012 – þskj. 1370.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd annars vegar fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa sem undirritaður var 22. júní 2009 í Hamar og hins vegar landbúnaðarsamning milli Íslands og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa sem undirritaður var sama dag.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012. Samningarnar hafa ekki öðlast gildi vegna þess að aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa hafa ekki enn fullgilt þá.

Þál. 35/140 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Svartfjallalands og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Svartfjallalands, 16. maí 2012 – þskj. 1371.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Svartfjallalands sem undirritaður var 14. nóvember 2011 í Genf og landbúnaðarsamning milli Íslands og Lýðveldisins Svartfjallalands sem einnig var undirritaður í Genf sama dag.
    Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 22. júní 2012. Þeir öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.

Þál. 28/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta)
við EES-samninginn, 16. maí 2012 – þskj. 1364.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB að því er varðar eiginfjárkröfur vegna veltubókar og endurverðbréfana og eftirlit með starfskjarastefnu.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. nóvember 2012.

Þál. 39/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta)
við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1445.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 20/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 frá 16. september 2009 um lánshæfismatsfyrirtæki.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún hefur ekki enn öðlast gildi.

Þál. 40/140 um heimild til staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu
EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál)
við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1446.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/29/ EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að bæta og víkka út kerfi Bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 26. júli 2012. Hún öðlaðist gildi 27. júlí 2012.

Þál. 41/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur)
við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1447.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/30/ESB frá 19. janúar 2011 um jafngildi opinberra eftirlits-, gæðatryggingar-, rannsóknar- og viðurlagakerfa fyrir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki í tilteknum þriðju löndum og umbreytingartímabil vegna endurskoðunarstarfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja í Evrópusambandinu sem eru frá tilteknum þriðju löndum.
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 4. júlí 2012. Hún öðlaðist gildi 1. september 2012.

Þál. 42/140 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar
nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta)
við EES-samninginn, 1. júní 2012 – þskj. 1448.

    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB frá 25. nóvember 2009 um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II).
    Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 6. september 2012. Hún öðlaðist gildi 1. desember 2012.

Þál. 38/140 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar
innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2012,
24. maí 2012 – þskj. 1408.

     Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2012 sem gengið var frá með bréfaskiptum í Þórshöfn og Reykjavík 23. mars 2012.
    Samningurinn, sem einungis var til eins árs, var staðfestur af Íslands hálfu 29. mars 2012. Honum var beitt til bráðabirgða frá 23. mars 2012.


VELFERÐARRÁÐUNEYTI

Þál. 3/140 um staðgöngumæðrun, 18. janúar 2012 – þskj. 702.

    Starfshópur var skipaður 10. september 2012 um undirbúning frumvarps til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Starfshópurinn er að vinna að verkefninu. Frumvarp til laga um staðgöngumæðrun er á skrá yfir þingmál sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi vorið 2014.

Þál. 5/140 um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í
forvarnarskyni, 16. febrúar 2012 – þskj. 816.

    Þingsályktunin féll að þeirri velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 sem unnið var að í ráðuneytinu. Henni var því fylgt eftir með því að setja hana inn í velferðarstefnuna. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er á skrá yfir þingmál sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi. Vinnan heldur áfram þegar afgreiðslu Alþingis er lokið.

Þál. 43/140 um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014,
11. júní 2012 – þskj. 1496.

    Í framkvæmdaáætluninni eru tilgreindar 43 aðgerðir og ábyrgðaraðili fyrir hverja og eina. Unnið er að framgangi flestra verkefnanna undir yfirumsjón ábyrgðaraðila. Kostnaðaráætlun sem lögð var fram með þingsályktunartillögunni gerði ráð fyrir kostnaði að fjárhæð 150 m.kr. á framkvæmdatímanum en ekki hefur tekist að fjármagna verkefni að fullu og háir það framgangi verkefna á sumum sviðum. Nýlega var haldið málþing um framkvæmdaáætlunina þar sem staðan var rædd, ásamt áskorunum og lausnum við framkvæmd verkefna.

Þál. 27/140 um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks,
15. maí 2012 – þskj. 1338.

    Þingsályktunin féll að þeirri velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 sem unnið var að í ráðuneytinu. Henni var því fylgt eftir með því að setja hana inn í heilbrigðisáætlunina. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er á skrá yfir þingmál sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi. Vinnan heldur áfram þegar afgreiðslu Alþingis er lokið.


Staðan á framkvæmd þingsályktana frá árunum 2009 – 2011


2011
Forsætisráðuneyti

Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 19/139 um skipun stjórnlagaráðs, 24. mars 2011 – þskj. 1120. Stjórnlagaráð lauk störfum 29. júlí 2011 með því að forseta Alþingis var afhent frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ráðið var síðan kvatt saman að nýju 8.–11. mars 2012 til að fjalla um spurningar og ábendingar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þál. 33/139 um menntun og atvinnusköpun ungs fólks, 7. júní 2011 – þskj. 1654. Starfshópur um samþættingu mennta- og atvinnumála, skilaði í nóvember 2012 skýrslu með tillögum sínum til forsætisráðherra.
Þál. 44/139 um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta, 15. júní 2011 – þskj. 1812. Háskóla Íslands var veitt fjárveiting fyrir stöðunni og var skipað í hana frá og með 1. apríl 2012.
Þál. 1/140 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu, 29. nóvember 2011 – þskj. 407. Nýr sendiherra Íslands gagnvart Palestínu afhenti trúnaðarbréf sitt 11. mars 2012.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 23/139 um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010–2013, 15. apríl 2011 – þskj. 1328. Unnið hefur verið eftir þessari ályktun síðan hún var samþykkt, í apríl 2011.
Fyrir liggja drög að lokaskýrslu vegna byggðaáætlunar. Endanleg útgáfa verður lögð fram á Alþingi á næstu vikum.
Þál. 24/139 um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, 2. maí 2011 – þskj. 1350. Á fjárlögum 2013 var veitt 15 m.kr. fjárheimild til að mæta kostnaði við kjarnsýnatöku á Gammasvæðinu, til samræmis við þál.
Þál. 34/139 um ferðamálaáætlun 2011–2020, 7. júní 2011 – þskj. 1657. Í febrúar sl. á 141. löggjafarþingi lagði atvinnuvega-og nýsköpunarráðherra fyrir Alþingi skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar (þingskjal 988 – 580 mál). Þar er farið ítarlega yfir stöðuna á framkvæmd ferðamálaáætlunar og vísast því til þeirrar umfjöllunar. Auk þess sem þar kemur fram má nefna að í ráðuneytinu og hjá Ferðamálastofu er nú unnið að einföldun regluverks sem snertir ferðaþjónustuna og einnig er verið að útfæra nýjar leiðir til að standa undir fjármögnun uppbyggingar ferðamannastaða í íslenskri náttúru. Þá kynnti Ferðamálastofa nýlega skýrslu sem ber heitið „Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu“ en í ferðamálaáætlun er sérstakur kafli um kannanir, rannsóknir og spár.
Þál. 35/139 um orkuskipti í samgöngum, 7. júní 2011 – þskj. 1658. Orkuskiptin eru ágætlega á veg komin og búið að lögfesta ýmsar breytingar varðandi skattlagningu ökutækja og eldsneytis til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum.
Frv. til l. um sölu sjávarafla o.fl. vísað til ríkisstjórnarinnar, 31. mars 2011 – þskj. 1265. Endurskoðun laga um umgengni nytjastofna sjávar stendur yfir.
Þál. 55/139 um samvinnu milli vestnorrænu ríkjanna um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskstofnum, 16. september 2011 – þskj. 1967. Samvinna þessara ríkja á sér þegar stað innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði nefndarinnar (NEAFC) auk samvinnu á tví- og þríhliða grundvelli.


Fjármála- og efnahagsráðuneyti:
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins á
umræddu tímabili.

Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 14/139 um flug til Grænlands um Ísafjarðarflugvöll, 16. mars 2011 – þskj. 1063. Með þingsályktuninni var ráðherra falið að gera úttekt á kostnaði og mögulegum leiðum til þess að tryggja að á Ísafjarðarflugvelli verði nægjanlegur búnaður og aðstaða til að unnt verði að sinna þaðan flugi til Grænlands. Úttektin og niðurstöður hennar verði kynntar samgöngunefnd Alþingis.
Þingsályktunin var send ISAVIA og Flugmálastjórn til skoðunar. Niðurstöður af könnun málsins liggja nú fyrir.
Þál. 15/139 um úttekt á gerð göngubrúar yfir Ölfusá við Selfoss, 16. mars 2011 – þskj. 1064.
Með þingsályktuninni var ráðherra falið að láta meta kosti þess að gera göngubrú yfir Ölfusá við Selfoss og meta kostnað við slíka framkvæmd. Ráðherra fól Vegagerðinni að gera umrædda úttekt og lá hún fyrir í febrúar sl. Í henni kemur fram að líklegir staðir fyrir göngubrú séu rétt fyrir neðan og rétt fyrir ofan brúna yfir Ölfusá. Þetta mun hafa þau áhrif að umferðaröryggi mun aukast á brúnni sem er þó gott fyrir. Rýmra verður um alla umferð þegar hægt verður að taka þann hluta sem nú er notaður fyrir gangandi og hjólandi fólk undir bílaumferð. Þá mun brúin falla að skipulagi sveitarfélagsins en misvel eftir kostum. Ekki var metinn kostnaður við stíga og lagnir sem þó þarf að gera heldur eingöngu kostnað við brúna sjálf. Sá kostnaður er metinn um 380 m.kr.
Þál. 18/139 um kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, 17. mars 2011 – þskj. 1072. Samið var við Lagastofnun Háskóla Íslands um útgáfu á kynningarefni sem dreift var á öll heimili á landinu auk þess sem opnuð var vefsíða með kynningarefni.
Þál. 21/139 um úttekt á öryggisbúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, 31. mars 2011 – þskj. 1204. Með þingsályktuninni var ráðherra falið að gera könnun á nauðsyn þess að endurnýja björgunarbúnað Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og kynna samgöngunefnd Alþingis niðurstöður könnunarinnar. Könnun á öryggisbúnaði Herjólfs fór fram á árinu 2011. Var niðurstaðan sú að sá öryggisbúnaður sem nú er í Herjólfi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkt búnaðar og sé nægilegur á þeim siglingaleiðum sem Herjólfur hefur heimildir til að sigla á. Var Alþingi tilkynnt um þá niðurstöðu með bréfi dags. 12. maí 2011.
Þál. 29/139 um göngubrú yfir Markarfljót, 17. maí 2011 – þskj. 1437. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að hefja undirbúning að smíði göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Vegagerðin hefur áætlað kostnað við framangreindar framkvæmdir í heild um 200 m.kr. Væntanlega væri hægt að framkvæma í einhverjum áföngum, þótt brúin sjálf ásamt varnargörðum þyrfti að byggjast í einum áfanga.
Á fjárlögum 2013 er 45 m.kr. fjárveiting til verkefnisins. Hún dugar þó ekki til að framkvæmdir hefjist.
Þál. 54/139 um eflingu samgangna milli Vestur-Norðurlanda, 16. september 2011 – þskj. 1966. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að stofna vinnuhóp, í samvinnu við Færeyjar og Grænland og með mögulegri þátttöku Norrænu Atlantsnefndarinnar til að vinna tillögur til eflingar innviða flug- og sjósamgangna á milli Vestur-Norðurlandanna í þágu aukins samstarfs á sviði ýmiss konar viðskipta og þjónustu auk vöru- og farþegaflutninga á milli landanna. Umræddur starfshópur hefur ekki verið skipaður en málið er í skoðun í ráðuneytinu.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 22/139 um eflingu skapandi greina, 7. apríl 2011 – þskj. 1279. Skipaður hefur verið samstarfshópur um uppbyggingu skapandi greina á grundvelli tillögu frá samstarfshópi um skapandi greinar sem fram kom í skýrslunni „Skapandi greinar – sýn til framtíðar“, september 2012. Hlutverk hópsins er að vinna að samræmdri uppbyggingu skapandi greina og gera tillögur til stjórnvalda um nauðsynlegar aðgerðir og fylgja þeim eftir. Á fjárlögum 2013 er veitt sérstöku fé til þessara greina.
Þál. 56/139 um samvinnu milli ríkissjónvarpsstöðva vestnorrænu ríkjanna, 16. september 2011 – þskj. 1968. RÚV á í samstarfi við bæði grænlenska útvarpið og þó sérstaklega það færeyska sem fer vaxandi.


Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
    Engar ályktanir Alþingis féllu undir verkefnasvið umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á umræddu tímabili.

Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 4/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1053. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011. Hún öðlaðist gildi 1. júlí 2013.
Þál. 5/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1054. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. júní 2011 og öðlaðist gildi 1. ágúst 2011.
Þál. 6/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2009 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. mars 2011, 16. mars 2011 – þskj. 1055. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 7/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 80/2008 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1056. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 8/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1057. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 9/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2010 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1058. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011. Hún öðlaðist gildi 1. maí 2013.
Þál. 10/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1059. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 11/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2010 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1060. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 1. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 12/139 um heimild til staðfestingar tveggja ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. mars 2011 – þskj. 1061. Ákvarðanirnar voru teknar af sameiginlegu EES-nefndinni 1. apríl 2011 og öðluðust gildi 2. apríl 2011.
Þál. 13/139 um gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga, 16. mars 2011 – þskj. 1062. Í 7. kafla skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem lögð var fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi, er gerð grein fyrir stefnumörkun utanríkisráðherra varðandi gerð fjárfestingasamninga við önnur ríki (sjá 593. mál, þskj. 1007, bls. 109).
Þál. 16/139 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. mars 2011 – þskj. 1090. Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 24. maí 2011 og öðluðust gildi 1. júlí 2011.
Þál. 18/139 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 22. mars 2011 – þskj. 1091. Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 13. maí 2011 og öðluðust gildi 1. júlí 2011.
Þál. 20/139 um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 28. mars 2011 – þskj. 1148. Í 2. kafla skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem lögð var fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi, er fjallað um framkvæmd norðurslóðastefnunnar (sjá 593. mál, þskj. 1007, bls. 13–17).
Þál. 25/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Albaníu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Albaníu, 17. maí 2011 – þskj. 1433. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust þeir gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 26/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Perús og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Perús, 17. maí 2011 – þskj. 1434. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 27/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Serbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Lýðveldisins Serbíu, 17. maí 2011 – þskj. 1435. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi að því er Ísland varðar 1. október sama ár.
Þál. 28/139 um fullgildingu fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Úkraínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Úkraínu, 17. maí 2011, þskj. 1436. Samningarnir voru fullgiltir af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðluðust gildi 1. júní 2012.
Þál. 31/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn, 27. maí 2011 – þskj. 1568. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 32/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2009 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 27. maí 2011 – þskj. 1569. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 16. september 2011 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2011.
Þál. 36/139 um staðfestingu samnings milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur, 10. júní 2011 – þskj. 1722. Samningurinn var staðfestur af Íslands hálfu 29. júní 2011 og öðlaðist gildi 3. október 2011.
Þál. 37/139 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2011, 10. júní 2011 – þskj. 1723. Samningunum, sem einungis voru til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2011. Þeim var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 38/139 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011, 10. júní 2011 – þskj. 1724. Samningurinn, sem einungis var til eins árs, öðlaðist gildi til bráðabirgða 22. febrúar 2011. Honum var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 39/139 um heimild til staðfestingar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 10. júní 2011 – þskj. 1725. Ákvörðunin var tekin af sameiginlegu EES-nefndinni 19. desember 2011 og öðlaðist gildi 1. mars 2013.
Þál. 40/139 um fullgildingu Singapúr-samnings um vörumerkjarétt, 10. júní 2011 – þskj. 1731. Ísland fullgilti samninginn 5. september 2012 og öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar 14. desember sama ár.
Þál. 41/139 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014, 10. júní 2011 – þskj. 1732. Í mars 2013 samþykkti Alþingi þál. 21/141 um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 sem tók við af þál. 41/139. Gefin var út skýrsla um framkvæmd þál. 41/139 fyrir tímabilið 2011–2012.
Þál. 45/139 um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, 16. september 2011 – þskj. 1945. Nefnd um mótun þjóðaröryggistefnu fyrir Ísland var skipuð í upphafi árs 2012 á grundvelli þál. 45/139. Síðan þá hefur nefndin unnið að framfylgd ályktunarinnar og eru tillögur hennar á lokastigi.
Þál. 46/139 um fullgildingu Árósasamnings um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum, 16. september 2011 – þskj. 1951. Samningurinn var fullgiltur af Íslands hálfu 7. október 2011 og öðlaðist gildi hvað Ísland varðar 18. janúar 2012.
Þál. 47/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2008 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfisvernd) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1959. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 48/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XII. viðauka (Frjálsir fjármagnsflutningar) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1960. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 49/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2009 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1961. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 50/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2010 um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 1962. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 51/139 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2010 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. september 2011 – þskj. 2011. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 10. nóvember 2011 og öðlaðist gildi 1. janúar 2012.
Þál. 52/139 um athugun á fyrirkomulagi fraktflutninga við austurströnd Grænlands, 16. september 2011 – þskj. 1964. Í tengslum við heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, í september 2011, óskaði utanríkisráðuneytið eftir að ræða fyrirkomulag fraktflutninga við austurströnd Grænlands. Í aðdraganda þess fundar töldu grænlensk stjórnvöld ekki tímabært að taka það til umræðu þar sem málið væri til skoðunar hjá samgöngunefnd grænlenska þingsins. Í sama mánuði kom út ítarleg úttekt á vegum innviða- og samgönguráðuneytis Grænlands (d. Undersøgelse af mulighederne for alternativ godsforsyning af Østgrønland). Í úttektinni er í meginatriðum lagst gegn því að miklar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi fraktflutninga við austanvert Grænland. Vegna fyrirkomulags á siglingum og þjónustu milli Danmerkur og Grænlands hefur málið lítið hreyfst.
Frv. til l. um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja vísað til ríkisstjórnarinnar, 29. ágúst 2011 – þskj. 1826. Nefnd um mótun þjóðaröryggistefnu fyrir Ísland var skipuð í upphafi árs 2012 á grundvelli þál. 45/139. Síðan þá hefur nefndin unnið að framfylgd ályktunarinnar og eru tillögur hennar á lokastigi.

Velferðarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 30/139 um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 19. maí 2011 – þskj. 1480. Skýrsla um framkvæmd áætlunar í jafnréttismálum verður lögð fram 1. nóvember 2013 á jafnréttisþingi. Þar kemur fram staðan á verkefnum áætlunarinnar. Flestum verkefnunum er lokið. Önnur verkefni eru viðvarandi. Eftir jafnréttisþing verður hafin vinna við gerð þingsályktunartillögu um framkvæmd jafnréttismála til næstu fjögurra ára.
Þál. 53/139 um vestnorrænt samstarf til að bæta aðstæður einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum, 16. september 2011 – þskj. 1965. Efni þál. var tekið upp að hluta á ráðstefnu NORA í Reykjavík í nóvember 2012. Það var einnig rætt með öðru á fundum vestnorrænna ráðherra heilbrigðismála sem haldinn var á Ísafirði 14. jan. 2013. Það var einnig rætt í tengslum við fund Vestnorræna ráðsins sem haldinn var á Ísafirði 14.–17. jan 2013.


2010
Forsætisráðuneyti:

Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 18/138 um eflingu græna hagkerfisins Lokaskýrsla nefndar var gefin út í september 2011.
Þál. 29/138 um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010.


Lagabreytingar
Endurskoðun stjórnarskrárinnar Forsætisráðherra mun á næstunni skipa nýja stjórnarskrárnefnd til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Endurskoðun á stjórnsýslulögum Í skoðun í forsætisráðuneytinu.
Endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og lögum um Landsdóm Endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og lögum um Landsdóm (Alþingi)
Endurskoðun starfsmannalaga Í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Endurskoðun á upplýsingalögum Ný upplýsingalög nr. 140/2012 gengu í gildi 1. janúar 2013.
Endurskoðun löggjafar um reikningsskil og bókhald Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram frumvarp á 141. löggjafarþingi en það hlaut ekki afgreiðslu, sjá þingmál nr. 93.
Endurskoðun laga um endurskoðendur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram frumvarp á 141. löggjafarþingi en það hlaut ekki afgreiðslu, sjá þingmál nr. 503.
Endurskoðun laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kröfur til stjórnarmanna hafa þegar verið auknar, sbr. lög nr. 122/2011. Tveir starfshópar eru að störfum vegna annarra atriða. Öðrum var falið að endurskoða ákvæði laga um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar í lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og hinum var falið að endurskoða viðurlagaheimildir sömu laga. Það hefur tafist að þeir skili tillögum, en það er a.m.k. gert ráð fyrir að frumvarp um viðurlagaheimildirnar fari fyrir vorþingið 2013–2014 (fjármála- og efnahagsráðuneytið).
Endurskoðun löggjafar um eftirlit með fjármálastarfsemi á vettvangi SÍ og FME Unnar hafa verið 2 úttektir/skýrslur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi. Sú fyrri var unnin af hálfu efnahags- og fjármálaráðherra og bar heitið Framtíðarskipan fjármálakerfisins – og hin seinni var skýrslan Heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi, sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram á 141. löggjafarþingi.
Nefndir hafa verið skipaðar til þess að semja frumvörp til laga, sem m.a. byggja á niðurstöðum þessara skýrslna og breytingum sem gerðar hafa verið á regluverki Evrópusambandsins og í samræmi við tillögur Bankaeftirlitsnefndar BIS. Fyrstu frumvörpin eru á þingmálalista fjármála- og efnahagsráðherra á yfirstandandi þingi.
Sérstakri stofnun falið að spá fyrir um efnahagshorfur Skoðað verði hvort fela eigi sjálfstæðri ríkisstofnun að spá fyrir um efnahagshorfur (í skoðun hjá Alþingi í samráði við Stjórnarráðið).
Endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands Ný lög hafa verið sett nr. 115/2011.
Endurskoðun á lögum um þingsköp Alþingis Lagabreytingar hafa verið samþykktar, sbr. l. nr. 84/2011.
Endurskoðun löggafar um starfsemi á fjármálamarkaði Lagabreytingar hafa verið samþykktar, sbr. lög nr. 75/2010.
Endurskoðun löggjafar um háskóla Lögum um háskóla hefur verið breytt, sbr. lög nr. 67/2012.
Endurskoðun löggjafar um fjölmiðla Ný lög hafa verið sett, sbr. lög nr. 38/2011.
– Rannsóknir og úttektir
Starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi frá setningu laga nr. 129/1997 Lífeyrirssjóðirnir settu á fót nefnd sem hefur lokið störfum en meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi lagði til ítarlegri rannsókn en tillaga þess efnis náði ekki fram að ganga, sjá 16. mál. á 141. löggjafarþingi.
Aðdragandi og orsakir falls sparisjóða á Íslandi frá því að viðskipti með stofnfé voru gefin frjáls Rannsóknarnefnd að störfum.

Stjórnsýsluúttekt á FME og SÍ Í athugun hjá Alþingi.
– Aðrar tillögur
Tryggt verði með lögum og reglum að ráðherrar geti ekki gengið inn á verk- og ábyrgðarsvið annarra Ný lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.
Fundargerðir ríkisstjórnar verði skráðar með skýrum hætti og birtar opinberlega Ný lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.
Settar verði skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða Breyting á þingskapalögum, sbr. lög nr. 84/2011.
Stjórnvöldum beri ávallt að hafa tiltæka viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli

Sjá samstarfssamning SÍ og FME og skýrslu nefndar um fjármálastöðugleika.
Skýrt sé hvaða aðilar hafi heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu, fjármálalegan stöðugleika o.fl. Skýrsla um framtíð fjármálamarkaðar og opinbert eftirlit o.fl. liggur fyrir.
Stofnaður verði samráðsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands um efnahagsmál Vettvangur tryggður í nýjum sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
Settar verði reglur um starfsemi samráðshópa og skráningu fundargerða almennt í Stjórnarráðinu
Í vinnslu í forsætisráðuneytinu á grundvelli nýrra laga um Stjórnarráð Íslands.
Endurskoðað verði verklag við framlagningu stjórnarfrumvarpa með það að markmiði að auka sjálfstæði þingsins Að hluta tekið á í breyttum þingskapalögum en einnig hyggst forsætisráðherra leggja fram haustið 2013 frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni, sem tekur að hluta til á þessu efni.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 28/138 um áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands frá 6. september 2010 – þskj. 1474. Í tilefni af þingsályktunartillögunni var farið af stað sumarið 2010 með verkefni sem kallast „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Verkefninu var ætlað að safna gögnum um ferðamennsku á hálendinu sem notuð yrði í stefnumótun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að hægt væri að setja fram áætlun um hvernig nýta ætti miðhálendið til fjölbreytilegrar útivistar og ferðamennsku án þess að gengið sé á auðlindina. Verkefnið byggir á hugmyndafræðinni um þolmörk ferðamennsku og skiptist í þrennt og var unnið undir stjórn Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Rögnvalds Ólafssonar við Háskóla Íslands með stuðningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisis (áður iðnaðarráðuneytis), alls fengust til þess 14 m.kr. á tímabilinu 2010–2012.
Framundan er að setja fram stefnu um hvernig nýta eigi miðhálendið fyrir greinina, hvers konar ferðamennsku eigi að stunda á mismunandi svæðum hálendisins og til hvaða markhópa eigi að höfða. Stefnumótun ferðamennsku er hins vegar flókið ferli og getur bæði verið erfitt að samþætta hana við aðrar greinar og einnig að fá ferðaþjónustuna til að tala einni röddu því hagsmunir fyrirtækja í greininni eru margskonar og geta verið ólíkir.
Ráðuneytið vann að málinu í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hafði forgöngu um að láta gera úttekt á stöðu mála m.t.t. ferðamennsku á miðhálendinu. Lokadrög skýrslu um þá úttekt liggja fyrir og er skýrslan væntanleg innan fárra vikna.
Þál. 8/138 um skýrslu sjávarútvegsráðherra Vestur-Norðurlanda um formlega samvinnu landanna á sviði sjávarútvegs, 10. maí 2010 – þskj. 1064. Leitað hefur verið eftir samvinnu hinna Vestur-Norrænu ríkjanna um gerð þessarar „sameiginlegu skýrslu“.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 24/138 um skipun nefndar sem kanni forsendur verðtryggingar á Íslandi frá 16. júní 2010 – þskj. 1413. Nefndin lauk störfum 2011 og afhenti efnahags- og viðskiptaráðherra skýrslu.
Þál. 21/138 um aðgang fjárlaganefndar að upplýsingakerfum ríkisins frá 11. júní 2010 – þskj. 1310.


Fjárlaganefnd hefur frá árinu 2011 haft aðgang að þeim gögnum sem samkomulag er um við Fjársýslu ríkisins.

Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 22/138 um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2009–2012 frá 15. júní 2010 – þskj. 1381. Unnið hefur verið skv. þessari þingsáætlun og hefur ráðherra skilað árlega skýrslu um framkvæmd áætlunarinnar.
Þál. 30/138 um málshöfðun gegn ráðherra frá 28. september 2010 – þskj. 1538. Framkvæmd lokið með dómi Landsdóms í máli nr. 3/2011 23. apríl 2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 7/138 um árlegan vestnorrænan dag frá 10. maí 2010 – þskj. 1063. Haldin hátíð í fyrsta sinn 7.–9. september 2012. Næst haldin í Nuuk á Grænlandi.
Þál. 9/138 um vestnorrænt tilraunaverkefni á sviði fjarkennslu á háskólastigi frá 10. maí 2010 – þskj. 1065. Málið hefur verið skoðað og ekki forsendur til að hefja verkefnið, m.a. v/kostnaðar.
Þál. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis frá 16. júní 2010 – þskj. 1392. Stýrihópur um framgang þingsályktunarinnar skipaður 3. maí 2012 eftir að 6 m.kr. voru veittar til verkefnisins. Á þingmálaskrá forsætisráðherra er frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (þagnarskylda) sem
flutt verður að tilstuðlan stýrihópsins.

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. nr. 3/138 um náttúruverndaráætlun
2009–2013 frá 2. febrúar 2010 – þskj. 654.
Náttúruverndaráætlun 2009–2013 felur í sér friðlýsingu 11 svæða, auk tveggja vistgerða og
tegunda háplantna, mosa, fléttna og hryggleysingja.
Eftirfarandi friðlýsingar eru í höfn:
          Búsvæði tjarnaklukku á Hálsum í Djúpavogshreppi
          Svæði í Skaftártungum og á Síðuafrétti með breiskjuhraunavist (sem verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði), – Langisjór og nágrenni var friðlýst með breytingu á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs,
          Álftanes og Skerjafjörður að hluta, þ.e. í landi Garðabæjar og Kópavogs.
Unnið er að frekari friðlýsingum skv. náttúruverndaráætlun.

Þál. 28/138 um áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands frá 6. september 2010 – þskj. 1474 Sjá svar varðandi þessa tillögu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 4/138 um heillaóskir til litháísku þjóðarinnar í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar hennar, 8. mars 2010 – þskj. 777. Ályktuninni var ekki beint til utanríkisráðuneytisins.
Forseti Alþingis, sem var viðstödd athöfn í Vilníus í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, afhenti þarlendum stjórnvöldum ályktunina í litháískri þýðingu.
Þál. 5/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009, um að fella inn í EES-samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB frá 12. desember 2006 um þjónustu á innri markaðnum (Þjónustutilskipun), og um breytingu á X. viðauka (Hljóð og myndmiðlun) og XI. viðauka (Fjarskiptaþjónusta) við samninginn, 25. mars 2010 – þskj. 885.

Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 31. mars 2010 og öðlaðist gildi 1. maí 2010.

Þál. 6/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 25. mars 2010 – þskj. 886. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 17. september 2010 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 10/138 um samkomulag milli Íslands og Grænlands um skipti á útsendum sendifulltrúum, 10. maí 2010 – þskj. 1066.
Alþingi veitti utanríkisráðuneytinu fjárheimild í fjárlögum 2013 til að opna ræðisskrifstofu á Grænlandi á miðju ári. Aðalræðismaður var skipaður frá 1. júlí og verður skrifstofan formlega opnuð í nóvember 2013.
Þál. 12/138 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn, 18. maí 2010 – þskj. 1135. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 8. september 2010 og öðlaðist gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 13/138 um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2010, 18. maí 2010 – þskj. 1136. Samningunum, sem einungis voru til eins árs, var beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 2010. Þeim var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 14/138 um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2010, 18. maí 2010 – þskj. 1137. Samningurinn, sem einungis var til eins árs, öðlaðist gildi til bráðabirgða 22. mars 2010. Honum var ekki veitt formlegt gildi.
Þál. 15/138 um fullgildingu mansalsbókunar við Palermósamninginn, 19. maí 2010 – þskj. 1138. Mansalsbókunin við Palermósamninginn var fullgilt 9. júní 2010 og öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 22. júlí sama ár.
Þál. 17/138 um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 og nr. 7/2010 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, 10. júní 2010 – þskj. 1272.

Ákvarðanirnar voru staðfestar af Íslands hálfu 8. september 2010 og öðluðust gildi 1. nóvember 2010.
Þál. 26/138 um árlega ráðstefnu á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna, 6. september 2010 – þskj. 1471. Árið 2011 studdi utanríkisráðuneytið tvær ráðstefnur sem haldnar voru í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA), ráðstefnu alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna og sjötta alþjóðlega rannsóknaþing norðursins. Þá studdi ráðuneytið ráðstefnu í heimskautarétti sem haldin var á Grænlandi og skipulögð af HA í samræmi við áherslur í norðurslóðastefnu Íslands um aukið samstarf við Grænland. Unnið er að skipulagningu tveggja daga ráðstefnu um norðurslóðir á Akureyri í samstarfi við HA og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og norskar norðurslóðastofnanir. Ráðstefnan er haldin í tilefni af stofnun Nansen prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við háskólann og samkomulag Íslands og Noregs um aukið samstarf í norðurslóðavísindum sem undirritað var á Akureyri í september 2011.
Þál. 27/138 um aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, 6. september 2010 – þskj. 1472. Ísland gerðist aðili að samningnum 1. mars 2011 og öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar 31. mars sama ár.
Þál. 1/139 um friðarverðlaunahafa Nóbels árið 2010, 21. október 2010 – þskj. 118. Utanríkisráðherra hvatti í yfirlýsingu kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels 2010, úr haldi. Enginn ætti að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Liu Xiaobo væri verðugur handhafi Nóbelsverðlauna og verðlaunin væru mikilvæg viðurkenning á framlagi hans og baráttu fyrir mannréttindum í Kína. Utanríkisráðherra lagði enn fremur áherslu á að íslensk stjórnvöld ættu hreinskiptin samskipti við Kína eins og önnur ríki.

Velferðarráðuneyti
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 11/138 um að auka samvinnu og gagnkvæma upplýsingamiðlun um málefni aldraðra á Vestur-Norðurlöndum, 10. maí 2010 – þskj. 1067. Sjá upplýsingar í skýrslu 2011 um vestnorræna ráðherrafundi og ráðstefnur um velferðarmál.
Þál. 16/138 um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun frá 8. júní 2010 – þskj. 1241. Þróunarverkefni komið vel á veg. Handbók um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) gefin út í febrúar 2012. Leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga v. NPA og aðrar leiðbeiningar tilbúnar í júní 2012.
50 samningar vegna NPA fyrirliggjandi í júní
2013.
Þál. 19/138 um bólusetningar barna gegn pneumókokkasýkingum frá 10. júní 2010 – þskj. 1277. Framkvæmd lokið.
Þál. 20/138 um bólusetningu gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini frá 10. júní 2010 – þskj. 1278. Framkvæmd lokið.
Þál. 3/139 um rannsókn á Íbúðalánasjóði o.fl. frá 17. desember 2010 – þskj. 611. Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis skilaði skýrslu 2. júlí 2013. Slóðin að skýrslunni er:
http://rna.althingi.is/ibud alanasjodur/skyrslanefnd arinnar/


2009
Forsætisráðuneyti:

Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 10/136 um rannsóknarsetur um utanríkis- og öryggismál, 30. mars 2009 – þskj. 853. Ríkisstjórnin vísaði ályktun þessari til nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu.

Innanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 6/136 um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 18 2. nóvember 1992, 16. mars 2009 – þskj. 733. Á vegum ráðuneytisins hefur verið samið frumvarp sem lögleiðir samninginn sem íslensk lög. Það frumvarp var tilbúið á tilsettum tíma. Þess má geta að sáttmálinn hefur verið lögfestur með lögum nr. 19/2013 á grundvelli þingmanna frumvarpsins.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 5/136 um íslenska málstefnu, 12. mars 2009 – þskj. 699. Samstarf ráðuneytinsins og Íslenskrar málnefndar í starfshópi um framgang íslenskrar málstefnu hefur fest sig í sessi og verður áfram unnið að málefnum hennar meðan þurfa þykir.

Utanríkisráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 4/136 um staðfestingu tveggja viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu, 12. febrúar 2009 – þskj. 537.

Samningarnir voru staðfestir af Íslands hálfu 24. febrúar 2009. Viðbótarsamningurinn um aðild lýðveldisins Albaníu öðlaðist gildi 27. mars 2009 en viðbótarsamningurinn um aðild lýðveldisins Króatíu öðlaðist gildi 30. mars sama ár. Albanía og Króatía gerðust aðilar að Norður-Atlantshafssamningnum 1. apríl sama ár.
Þál. 7/136 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, 16. mars 2009 – þskj. 737. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 14. maí 2009 og öðlaðist gildi 1. júlí 2009.
Þál. 8/136 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn, 16. mars 2009 – þskj. 738. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 14. maí 2009 og öðlaðist gildi 1. ágúst 2009.
Þál. 9/136 um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka (Gagnkvæm viðurkenning á starfsmenntun og hæfi) og bókun 37 við EES-samninginn, 16. mars 2009 – þskj. 739. Ákvörðunin var staðfest af Íslands hálfu 14. maí 2009 og öðlaðist gildi 1. júlí 2009.
Þál. 1/137 um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, 16. júlí 2009 – þskj. 283. Með bréfi forsætis- og utanríkisráðherra dags. 16. júlí 2009 var sótt um aðild að Evrópusambandinu. Ný ríkisstjórn hefur gert hlé á aðildarviðræðum við ESB.

Velferðarráðuneyti:
Þingsályktun: Framkvæmd ekki hafin Framkvæmd hafin Framkvæmd lokið
Þál. 11/136 um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum, 31. mars 2009 – þskj. 867. Framkvæmd
lokið.
Þál. 12/136 um úttekt á aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði, 31. mars 2009 – þskj. 869. Ýmis verkefni sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks miða að bættu aðgengi fyrir þann hóp. Benda má á verkefni sem miðar að því að tryggja öllum jafnt aðgengi að manngerðu umhverfi. Verkefnið er tvíþætt: Úttekt á aðgengismálum og hins vegar áætlun um úrbætur sem liggi fyrir í árslok 2013. Þetta verkefni er á ábyrgð sveitarfélaganna.
Einnig má nefna verkefni sem lýtur að því að tryggja aðgengi fatlaðra nemenda og aðstandenda að skólum landsins.