Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 289. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 638  —  289. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.



    Eftirfarandi breytingar verði á 2. gr.:
     a.      Í stað orðanna „1. júlí 2010“ í 1. málsl. komi: 1. janúar 2011.
     b.      Á eftir orðinu „íbúðarhúsnæðis“ í 1. og 2. málsl. komi: og frístundahúsnæðis.
     c.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. janúar 2011 skal endurgreiða byggjendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu þess háttar húsnæðis. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af þjónustu arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga vegna hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhald þess háttar húsnæðis. Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þessarar endurgreiðslu.
             Ákvæði 1. mgr. nær á viðkomandi tímabili jafnframt til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.