Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 649  —  313. mál.
Leiðrétting.
Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, með síðari breytingum, og breyting á lögum nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.    Nefndin hefur að eigin frumkvæði fjallað um málið á ný milli 2. og 3. umræðu og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti.
    Nefndin leggur til þá breytingu að gildistaka laganna miðist við komandi kjördag til Alþingis, hinn 25. apríl nk. Með því er komið í veg fyrir að þingmenn sem ljúka þingsetu og ráðherrar sem láta af störfum í kjölfar þingkosninganna í vor myndi á tímabilinu 1. apríl til 25. apríl 2009 lífeyrisréttindi hjá A-deild LSR. Eðlilegra þykir að viðkomandi aðilar búi við eftirlaunakerfið, sbr. lög nr. 141/2003, þar til kjörtímabili þeirra lýkur 25. apríl nk. Verður á þann hátt ekki skörun á milli lífeyriskerfa.
    Að sama skapi er lagt til að biðlaun viðkomandi aðila myndi réttindi samkvæmt lögum nr. 141/2003 í stað þess að þau myndi lífeyrisréttindi hjá A-deild LSR þann tíma sem biðlaun eru greidd.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Þingfararkaup og biðlaunagreiðslur alþingismanna sem ljúka þingsetu og ráðherra sem láta af störfum í kjölfar kjördags 25. apríl 2009 mynda eftirlaunaréttindi samkvæmt lögum nr. 141/2003.
     2.      Við 5. gr. Í stað dagsetningarinnar „1. apríl 2009“ kemur: 25. apríl 2009.

    Björgvin G. Sigurðsson, Bjarni Benediktsson og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 2009.Árni Þór Sigurðsson,


varaform., frsm.


Pétur H. Blöndal.


Ellert B. Schram.Gunnar Svavarsson.


Jón Bjarnason.


Birkir J. Jónsson.