Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 321. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 677  —  321. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.



    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu en stuttu áður hafði nefndin fengið Völu Rebekku Þorsteinsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Tómas Möller og Gunnar Baldursson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Guðjón Rúnarsson og Marínó Tryggvason frá Samtökum fjármálafyrirtækja á sinn fund til að ræða breytingartillögu minni hluta efnahags- og skattanefndar.
    Meiri hlutinn telur brýnt að frumvarpið verði samþykkt með áorðnum breytingum sem hann lagði til við 2. umræðu málsins. Meiri hlutinn telur það jafnframt koma til greina að endurskoða fyrirkomulag útgreiðslu að fenginni reynslu og með hliðsjón af öðrum úrræðum til lausnar greiðsluvanda einstaklinga og heimila. Mælist nefndin til þess að fjármálaráðuneytið skoði breytingartillögu minni hlutans í þessu ljósi og meti þörfina á frekari úrræðum á síðari stigum.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Bjarni Benediktsson og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 9. mars 2009.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Gunnar Svavarsson.



Árni Þór Sigurðsson.


Jón Bjarnason.


Birkir J. Jónsson.