Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 53. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 690  —  53. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum.

Frá viðskiptanefnd.     1.      Við 1. gr. Orðin ,,sbr. 5. mgr. 104. gr.“ í 1. málsl. 3. efnismgr. falli brott.
     2.      Við 2. gr. Í stað hlutfallstölunnar ,,33%“ í 1. og 2. tölul. a-liðar komi: 30%.
     3.      Við 5. gr. Orðin „eða er skyldugur til“ í 1. efnismgr. falli brott.
     4.      Við 6. gr. Við bætist nýr stafliður er orðist svo: Á eftir 1. málsl. 8. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Óski tilboðsgjafi eða tilboðshafi eftir því að Fjármálaeftirlitið endurskoði tilboðsverð skal tilboðsgjafi eða útgefandi standa straum af kostnaði sem hlýst vegna verðmats skv. 1. málsl. Sé um að ræða kostnað sem til fellur hjá Fjármálaeftirlitinu skal greitt samkvæmt gjaldskrá sem samþykkt er af stjórn þess og birt í Stjórnartíðindum. Sé verðmat framkvæmt af utanaðkomandi matsaðila ber tilboðsgjafa eða útgefanda að greiða fyrir verðmatið samkvæmt reikningi matsaðila.
     5.      Við 9. gr.
               a.      Við 1. efnismálsl. a-liðar bætist: enda sé um að ræða viðskipti vegna samþykkis yfirtökutilboðs.
               b.      Á eftir 1. efnismálsl. a-liðar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Undanþágan gildir ekki sé um að ræða viðskipti við annan aðila en þann sem lagði fram yfirtökutilboðið.
               c.      Í stað orðsins „Ekki“ í 2. efnismálsl. b-liðar komi: Einungis.
     6.      Við 17. gr. Greinin orðist svo:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Nú átti eigandi hlutafjár a.m.k. 30% atkvæðisréttar í félagi sem hefur fjármálagerninga tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði fyrir 1. apríl 2009 og hefur hann þá tíma til 31. mars 2011 að fullnægja tilboðsskyldu sinni eða draga svo úr hlutafjáreign sinni að hann fari niður fyrir yfirtökumörk. Auki hann við hlut sinn á tímabilinu gilda reglur laganna um tilboðsskyldu. Sami tímafrestur gildir hafi aðili farið með yfirráð í félagi á grundvelli samstarfs skv. 100. gr. laganna. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að framlengja tímafresti 1. málsl. þessa ákvæðis, tvisvar sinnum í 6 mánuði í senn ef aðstæður á markaði leiða til þess að ósanngjarnt er að krefjast þess að aðili selji sig niður fyrir yfirtökumörk innan tímamarkanna.