Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 357. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 694  —  357. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, lögfræðing í iðnaðarráðuneyti.
    Markmið frumvarpsins er að innleiða nýjan staðal um atvinnugreinaflokkun fyrir álagningu iðnaðarmálagjalds þannig að í stað ÍSAT 95 staðalsins komi ÍSAT2008. Í frumvarpinu er lögð til ein breyting af tæknilegum toga. Að öðru leyti eru ekki gerðar efnisbreytingar á álagningunni og óbreytt hvaða atvinnustarfsemi er gjaldskyld.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Einar Már Sigurðarson og Björk Guðjónsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. mars 2009.Katrín Júlíusdóttir,


form., frsm.


Álfheiður Ingadóttir.


Eygló Harðardóttir.Helgi Hjörvar.


Herdís Þórðardóttir.


Kristján Þór Júlíusson.Grétar Mar Jónsson.