Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 358. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 698  —  358. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, og lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.

Frá viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ómar Þór Eyjólfsson og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá viðskiptaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að við lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi bætist ákvæði um heimild Fjármálaeftirlitsins til að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum sem byggjast á lögunum. Verði frumvarpið að lögum fellur brott sambærilegt ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti og mun stofnuninni þá heimilt að birta opinberlega niðurstöður í fleiri tilvikum en samkvæmt gildandi rétti þar sem heimildin er nú bundin við verðbréfaviðskipti.
    Gert er ráð fyrir þeirri undantekningu að ekki verði birtar upplýsingar sem geta stefnt hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu eða geta valdið hlutaðeigandi aðilum tjóni sem telst ekki í eðlilegu samræmi við umrætt brot. Þá skal Fjármálaeftirlitið birta opinberlega þá stefnu sem það fylgir við framkvæmd birtingar.
    Birgir Ármannsson, Höskuldur Þórhallsson og Árni M. Mathiesen voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 10. mars 2009.Álfheiður Ingadóttir,


form., frsm.


Gunnar Svavarsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.Guðfinna S. Bjarnadóttir.


Birkir J. Jónsson.


Jón Magnússon.