Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 339. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 726  —  339. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um verktakavinnu fyrir heilbrigðisráðuneytið.

     1.      Hvaða verkefnum sinntu verktakar fyrir heilbrigðisráðuneytið á tímabilinu 1.6.2007– 1.2.2009?
    Frá 1.6.2007–1.2.2009 voru verktakar fengnir til að sinna eftirfarandi verkefnum fyrir ráðuneytið:
          Ráðgjafavinna fyrir ráðherra og ráðuneyti.
          Vinna vegna funda með ýmsum aðilum.
          Vinna við gerð frumvarpa fyrir ráðuneytið.
          Vinna við mótun, gerð og kynningu á heilsustefnu.
          Vinna vegna framkvæmdar heilsustefnu.
          Vinna vegna stefnumótunardags ráðuneytisins.
          PR-vinna og ráðgjöf vegna PR-mála.
          Fjölmiðlaþjálfun og ráðgjöf því tengd.
          Ráðgjafavinna og fundir vegna lyfjamála.
          Úttekt á Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
          Vinna við undirbúning skipulagsbreytinga o.fl.
          Vinna vegna hagræðingarverkefna.
          Mótun hugmynda að skipulagi stofnana ráðuneytisins (stjórnsýslu- og eftirlitsstofnana).
    Verkefnin sem talin eru upp hér eru ný verkefni sem verktakar voru fengnir til að sinna frá 1.6.2007– 1.2.2009. Verktakar sinna ýmsum öðrum verkefnum fyrir ráðuneytið sem ekki eru talin upp hér að framan en um er að ræða verkefni sem byrjað var á fyrir 1.6.2007 eða hafa verið unnin tilfallandi fyrir ráðuneytið á undanförnum árum. Hér má nefna ráðgjöf við öldrunarmál, rekstur og hugbúnaðargerð vegna Rai-matskerfis og vistunarmatskerfis, túlkaþjónustu, sálfræðiþjónustu vegna Breiðavíkur- og Byrgismála, ráðningarþjónustu auk hugbúnaðarþjónustu og annarrar þjónustu vegna upplýsingatæknimála. Þá er kerfisfræðiþjónusta og önnur þjónusta vegna nefndar um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu ekki talin hér með.

     2.      Hversu margir verktakar störfuðu fyrir ráðuneytið á því tímabili og hverjir voru þeir?
    Eftirfarandi verktakar voru fengnir til starfa fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1.6.2007 til og með 1.2.2009:
     1.      Rannsóknir & Greining ehf.
     2.      Hið íslenska ráðgjafahús.
     3.      Franca ehf.
     4.      S&G Ráðgjöf ehf.
     5.      Andi.
     6.      Argyron ehf.
     7.      Reykjavík Economics.
     8.      DP lögmenn/DP fasteignir.

     3.      Hvað greiddi ráðuneytið verktökunum fyrir vinnu þeirra?
    Greiðslur til verktakanna voru eftirfarandi:
Verktaki Fjárhæð án vsk Fjárhæð með vsk
Rannsóknir & Greining ehf. 1.200.000 1.494.000
Hið íslenska ráðgjafahús 2.040.500 2.540.424
Franca ehf. 2.030.800 2.528.816
S&G Ráðgjöf ehf. 1.392.000 1.739.050
Andi 2.475.000 3.081.375
Argyron ehf. 8.572.500 10.672.762
Reykjavík Economics 742.500 924.413
DP lögmenn/DP fasteignir 1.062.500 1.322.813

     4.      Hversu stór hluti af vinnu verktakanna fyrir ráðuneytið tengist fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á heilbrigðiskerfinu?
    Vinna samkvæmt eftirfarandi sundurliðun tengist fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í heilbrigðiskerfinu:
Verktaki Verkefni Fjöldi tíma Fjárhæð
án vsk
Fjárhæð
með vsk
Argyron ehf. Undirbúningur skipulagsbreytinga o.fl. 249 3.112.500 3.875.062
S&G Ráðgjöf Hagræðingaraðgerðir 8 88.000 109.560
Samtals 257 3.200.500 3.984.622

     5.      Voru verkefnin sem verktakarnir sinntu boðin út eða auglýst á vegum ráðuneytisins?
    Verkefnin sem verktakarnir sinntu voru ekki boðin út eða auglýst á vegum ráðuneytisins.