Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 434. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 731  —  434. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um minnisblöð, hljóðritanir o.fl. varðandi Icesave-ábyrgðir.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Eru til minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.–6. október sl.?
     2.      Ef svo er, geta þau gögn varpað ljósi á þá atburðarás sem deilt hefur verið um varðandi mögulegan flýti á því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu?
     3.      Ef svo er, hvert er meginefni þessara gagna?
     4.      Eru til minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn sem benda til þess að forsætisráðherra hafi með einhverjum hætti komið að ákvörðun Seðlabankans um lánveitingar til a) Landsbankans, b) Kaupþings á framangreindum tíma – og ef svo er, með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.