Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 365. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 751  —  365. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, III, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 vera sem hér segir:
              1.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
               2.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
              3.      Þriðjungi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 vera sem hér segir:
                  1.      Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
                  2.      Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
     3.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 15. mars 2009.