Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 767  —  420. mál.
Leiðréttur texti.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hafstein Pálsson, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur frá umhverfisráðuneyti, Ásbjörn Jóhannesson frá SART – Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Jóhann Ólafsson frá rafmagnsöryggissviði Neytendastofu, Björn Karlsson frá Brunamálastofnun, Tryggva Axelsson og Helgu Sigurðardóttur frá Neytendastofu og Áslaugu Árnadóttur og Helgu Óskarsdóttur frá viðskiptaráðuneyti. Þá barst umsögn frá Samorku.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Markmiðið með frumvarpinu er að færa rafmagnsöryggissvið Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Til að tryggja þetta eru lagðar til breytingar á lögum um brunavarnir, nr. 75/ 2000, sem heyra undir umhverfisráðuneytið, og tvennum lögum sem heyra undir viðskiptaráðuneytið, þ.e. lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996, og lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005.
    Sátt virðist vera um yfirfærsluna hjá hlutaðeigandi ráðuneytum sem og velflestum þeim aðilum sem nefndin ræddi við. Þar sem rafmagnsöryggi bygginga tengist óhjákvæmilega brunavörnum telur nefndin málaflokkinn eiga betur heima hjá Brunamálastofnun.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Karl V. Matthíasson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. mars 2009.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Atli Gíslason.


Eygló Harðardóttir.



Katrín Júlíusdóttir.


Kjartan Ólafsson.


Árni M. Mathiesen.



Jón Gunnarsson.


Kristinn H. Gunnarsson.