Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 259. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 782  —  259. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um greiðslur til líffæragjafa.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.     1.      Við 10. gr. Í stað orðanna „fimmtánda virka dag hvers mánaðar, enda hafi líffæragjafi skilað inn nauðsynlegum gögnum til framkvæmdaraðila fyrir fimmta virka dag mánaðarins“ í 6. mgr. komi: fyrsta virka dag hvers mánaðar, enda hafi líffæragjafi skilað inn nauðsynlegum gögnum til framkvæmdaraðila innan frests sem ákveðinn skal í reglugerð.
     2.      Við 11. gr.
              a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, er verði 2. málsl., svohljóðandi: Líffæragjafi sem minnka þarf starfshlutfall sitt áður en til líffæragjafar kemur getur jafnframt átt rétt á hlutfallslegum greiðslum skv. 8. og 10. gr. í samræmi við minnkað starfshlutfall.
              b.      Orðin „en áður“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
     3.      Við 13. gr. Orðin „í a.m.k. eina önn“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
     4.      Við 15. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þær skulu inntar af hendi í samræmi við 6. mgr. 10. gr.
     5.      Við 19. gr. Í stað orðanna „þegar gildi“ komi: gildi 1. janúar 2010.
     6.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar.