Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
Þskj. 804 — 366. mál.
um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármálaráðuneyti, Skúla Eggert Þórðarson, Ingvar J. Rögnvaldsson og Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur frá ríkisskattstjóra, Bryndísi Kristjánsdóttur frá skattrannsóknarstjóra ríkisins, Jónu Björk Guðnadóttur og Friðgeir Sigurðsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Harald I. Birgisson frá Viðskiptaráði, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Einar Karl Haraldsson, Þórð H. Haraldsson, Pál Jóhannesson og Ernu Bryndísi Halldórsdóttur frá Fjárfestingarstofu, Evu Bryndísi Helgadóttur frá Lögmannafélagi Íslands og Garðar Valdimarsson frá Deloitte hf. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá skattstjóra Suðurlandsumdæmis, Ríkisendurskoðun, Deloitte hf., skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, skattstjóra Vestfjarðaumdæmis, Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði Íslands, ríkisskattstjóra, Samtökum atvinnulífsins, KPMG Endurskoðun hf., skattrannsóknarstjóra ríkisins, Samtökum fjármálafyrirtækja, Félagi viðurkenndra bókara, Fjárfestingarstofu, tollstjóranum í Reykjavík, Lögmannafélagi Íslands og Persónuvernd.
Í eftirfarandi umfjöllun verður fjallað um helstu breytingar frumvarpsins þar sem lagt er til:
1. Að vaxtagreiðslur íslenskra skattaðila til aðila sem ekki hafa heimilisfesti hér á landi og bera því takmarkaða skattskyldu verði skattlagðar.
2. Að eftirgjöf skulda samkvæmt nauðasamningi um greiðsluaðlögun skuli ekki teljast til skattskyldra tekna.
3. Að heimilt verði að skattleggja tekjur félags sem heimilisfesti hefur á lágskattasvæði með tekjum íslensks skattaðila sem á eða fer með umráð yfir því félagi.
4. Að sjálfvirk upplýsingaskylda banka og fjármálafyrirtækja gagnvart skattyfirvöldum verði útvíkkuð frá því sem verið hefur frá samþykkt laga nr. 164/2008 og að hún taki til hvers kyns vaxtaberandi eigna og hvers kyns skulda.
5. Að íslensku móðurfélagi verði skylt að veita skattyfirvöldum upplýsingar um viðskipti erlendra dótturfélaga eða útibúa sinna sem varða íslenska skattaðila eða lögaðila í lágskattaríkjum.
6. Að aðilum sem veita alþjóðlega skattaráðgjöf verði skylt að halda skrá yfir viðskiptavini sína sem skattyfirvöldum sé heimill aðgangur að.
Skattlagning vaxtagreiðslna úr landi.
Á fundum nefndarinnar var um það rætt hvort skattlagning vaxta úr landi í samræmi við 1. gr. frumvarpsins væri almenn regla í skattalöggjöf í okkar heimshluta eins og haldið er fram í almennum athugasemdum frumvarpsins. Sumir töldu þvert á móti að þessi skattlagning væri undantekning. Fjármálaráðuneytið gaf þá skýringu að í ljósi tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert væri óhætt að tala um almenna reglu í þessu sambandi.
Nefndin ræddi sjónarmið sem fram komu að skattlagning vaxtagreiðslna úr landi mundi torvelda aðgang innlendra fyrirtækja að erlendu lánsfé. Að fengnum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti bendir nefndin á í þessu sambandi að vegna tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert megi ætla að erlendi lánveitandinn muni í flestum tilvikum ekki bera neinn íslenskan skatt.
Í tilefni af athugasemdum Samtaka fjármálafyrirtækja telur nefndin eðlilegt að almenn staðgreiðsla gildi um afdráttarskattinn eins og II. kafli frumvarpsins gerir ráð fyrir.
Nefndin ræddi almennt um þær röksemdir sem liggja að baki skattlagningu vaxtagreiðslna úr landi m.a. í ljósi þess að slíkum hugmyndum hafa stjórnvöld áður hafnað. Þá var rætt hvort ástæðulaust hefði verið að taka upp skattlagningu af þessum toga ef hér á landi giltu reglur um lágmarks eigið fé fyrirtækja. Nefndin vekur athygli á því að yfirlýstur tilgangur 1. gr. frumvarpsins er að draga úr undanskotum frá skatti, koma á meira jafnræði í skattframkvæmd og auka tekjur ríkissjóðs.
Eftirgjöf skulda.
Á fundum nefndarinnar kom fram almenn ánægja með að eftirgjöf skulda samkvæmt nauðasamningi um greiðsluaðlögun yrði skattfrjáls, sbr. 2. gr. frumvarpsins. Hins vegar voru gerðar athugasemdir við þau ummæli í athugasemdum að 3. tölul. 28. gr. laga um tekjuskatt bæri að skilja samkvæmt orðanna hljóðan og á það bent að á liðnum árum hefði niðurfelling afskriftanefnda fjármálafyrirtækja ekki verið talin til skattskyldra tekna.
Að höfðu samráði við fjármálaráðuneyti og ríkisskattstjóra og í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagsmálum leggur nefndin til að umrædd grein tekjuskattslaga verði skýrð nánar og að ráðherra fái heimild til að samræma matsferli skuldaeftirgjafar, þ.m.t. afskriftir afskriftanefnda fjármálafyrirtækja, þannig að uppfyllt séu skilyrði umræddrar undanþágu, í því tilviki þegar eignir eru ekki til fyrir skuldum.
CFC-löggjöf (Controlled Foreign Corporation).
Á fundum nefndarinnar var því hreyft að CFC-reglur frumvarpsins sem fram koma í 3. gr. væru ekki eins skýrar og vera ber og í ljósi þess hversu sérhæft og flókið svið skattaréttarins þær snertu hefði verið æskilegt að viðhafa meira samráð við atvinnulífið við gerð þeirra. Vísað var til þess að óljóst orðalag greinarinnar gerði íslenskum skattaðilum erfitt fyrir að meta hvaða fjárfestingar féllu þar undir og að huga þyrfti að því að beiting þeirra samrýmdist meðalhófi.
Í athugasemdum ríkisskattstjóra kemur fram að CFC-reglur séu mikilvægar í baráttunni við skattundanskot og þann feluleik sem viðgengst hefur í kringum eignarhald á íslenskum lögaðilum. Telur nefndin í því ljósi og, ekki síður, í skugga efnahagshruns, tímabært að þessar reglur verði lögfestar.
Nefndin bendir á að málefni tengd skattaskjólum hafa lengi verið til umfjöllunar, sbr. skýrslu um umfang skattsvika sem kynnt var á Alþingi árið 2004. Þá hafi komið fram að lögfesting þessara reglna sé í samræmi við þróun innan OECD-ríkja og byggist á norskri fyrirmynd sem falli vel að uppbyggingu tekjuskattslaganna.
Nefndin leggur til í ljósi athugasemda sem fram hafa komið að í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli lokamálsgreinar 3. gr. frumvarpsins verði m.a. tilgreind þau ríki og svæði sem greininni er ætlað að taka til og að nánar verði gerð grein fyrir hugtökunum eignarhald og stjórnunarleg yfirráð.
Sjálfvirk upplýsingaskylda.
Í tengslum við 5. gr. frumvarpsins komu fram athugasemdir þar sem áréttað var mikilvægi þess að upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja væri ekki umfram það sem skattyfirvöld hefðu eðlilega eftirlitshagsmuni af. Samtök fjármálafyrirtækja tóku jafnframt fram að upplýsingar sem fyrirtækin búa yfir um viðskiptamenn sína væru viðkvæmar persónuupplýsingar sem almennt væri talið að væru bundnar þagnarskyldu starfsmanna, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Nefndin bendir á að Persónuvernd hafi talið að 5. gr. frumvarpsins ætti við gild rök að styðjast en lagt jafnframt til, að gættum sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs, að ákvæðinu yrði markaður gildistími til þriggja ára.
Nefndin vekur athygli á því að í áliti frá 18. desember sl. hafnaði efnahags- og skattanefnd að láta sjálfvirka upplýsingaskyldu eiga við um upplýsingar um skuldir og hvers konar sjóðsreikninga, sbr. lög nr. 164/2008. Nefndin telur nú að hagsmunir skattyfirvalda af umræddri upplýsingaskyldu séu ótvíræðir en tilgangur hennar er að stuðla að bættum framtalsskilum og gera skatteftirlit virkara. Einnig má gera ráð fyrir að þessi grein eins og aðrar reglur frumvarpsins um upplýsingamiðlun auðveldi rannsókn á bankahruninu.
Upplýsingaskylda íslensks móðurfélags.
Fram komu athugasemdir um að a-liður 6. gr. frumvarpsins sem varðar upplýsingaskyldu móðurfélags gæti skarast á við löggjöf í heimaríki þess dótturfélags sem hlut ætti að máli. Fjármálaráðuneytið færði þau rök fyrir ákvæðinu að móðurfélög væru ráðandi um starfsemi dótturfélaga sinna og gætu þar af leiðandi ráðið því hvernig miðlun upplýsinga væri háttað þeirra á milli. Til að hægt væri að afla upplýsinga um viðskipti íslenskra aðila við útibú íslenskra fjármálafyrirtækja þyrfti ákvæðið að vera í lögum. Skoða þyrfti í hverju tilviki fyrir sig hvort þetta ákvæði færi í bága við löggjöf í ríki dótturfélagsins.
Upplýsingaskylda aðila sem veita skattaráðgjöf.
Fram komu athugasemdir um að b-liður 6. gr. frumvarpsins væri ósamrýmanlegur þeim trúnaðarskyldum sem aðilar sem undir ákvæðið heyra bera gagnvart viðskiptavinum sínum. Þá var vísað til þess að aðilar sem krafnir væru upplýsinga af skattyfirvöldum ættu lögvarinn rétt til að bera faglegan ágreining undir dómstóla, sbr. 4. mgr. 94. gr. laga um tekjuskatt. Einnig kom fram að trúnaðarskyldan væri grundvöllur í viðskiptum endurskoðenda, lögmanna og fjármálafyrirtækja og því gæti ákvæðið orðið til þess að fyrirtæki sem veita hér alþjóðlega skattaráðgjöf flyttust úr landi.
Í umsögn skattrannsóknarstjóra kemur fram að við rannsókn ætlaðra refsiverðra brota hafi embættinu verið neitað um afhendingu gagna og upplýsinga, t.a.m. af hálfu endurskoðenda og lögmanna. Nefndin bendir jafnframt á að upplýsingaskylda b-liðar 6. gr. sé skýrt afmörkuð og að baki henni búi ríkir almannahagsmunir sem gangi framar ákvæðum um trúnaðar- og þagnarskyldu umræddra stétta.
Að lokum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði þess um upplýsingaskyldu og upplýsingagjöf komi þegar til framkvæmda sem hafa mun þýðingu við rannsókn bankahrunsins. Þau ákvæði sem varða skattskyldu sem ekki var áður fyrir hendi koma til framkvæmda síðar að teknu tilliti til sjónarmiða um afturvirkni laga.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi
1. Við 2. gr. Greinin orðist svo:
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
a. Á eftir orðinu „Eignaauki“ í 3. tölul. kemur: eða aukning ráðstöfunartekna.
b. Við 3. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um eftirgefnar skuldir sem mælt er fyrir um í nauðasamningi til greiðsluaðlögunar skv. X. kafla a í lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, eða á annan fullnægjandi hátt er sannað að eignir eru ekki til fyrir, að uppfylltum skilyrðum samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setur um hlutlægt mat á forsendum eftirgjafar, skilyrði þess að eftirgjöf teljist ekki til tekna, upplýsingagjöf skv. 92. gr. o.fl.
2. Við 3. gr. Við lokamálsgrein greinarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal birta lista yfir þau lönd og svæði sem skattlagning samkvæmt þessari grein tekur til.
3. Við bætist ný grein, er verði 5. gr., svohljóðandi:
Í stað orðanna „5.–8. tölul.“ í 3. mgr. 75. gr. laganna kemur: 5.–9. tölul.
4. Við 11. gr. Á eftir orðinu „Ákvæði“ í 4. mgr. komi: 5.
Pétur H. Blöndal og Ólöf Nordal skrifa undir álitið með fyrirvara.
Gunnar Svavarsson og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og styður álitið.
136. löggjafarþing 2008–2009.
2. uppprentun.
Þskj. 804 — 366. mál.
Viðbót.
Nefndarálit
um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
Frá efnahags- og skattanefnd.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármálaráðuneyti, Skúla Eggert Þórðarson, Ingvar J. Rögnvaldsson og Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur frá ríkisskattstjóra, Bryndísi Kristjánsdóttur frá skattrannsóknarstjóra ríkisins, Jónu Björk Guðnadóttur og Friðgeir Sigurðsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Harald I. Birgisson frá Viðskiptaráði, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Einar Karl Haraldsson, Þórð H. Haraldsson, Pál Jóhannesson og Ernu Bryndísi Halldórsdóttur frá Fjárfestingarstofu, Evu Bryndísi Helgadóttur frá Lögmannafélagi Íslands og Garðar Valdimarsson frá Deloitte hf. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá skattstjóra Suðurlandsumdæmis, Ríkisendurskoðun, Deloitte hf., skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, skattstjóra Vestfjarðaumdæmis, Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði Íslands, ríkisskattstjóra, Samtökum atvinnulífsins, KPMG Endurskoðun hf., skattrannsóknarstjóra ríkisins, Samtökum fjármálafyrirtækja, Félagi viðurkenndra bókara, Fjárfestingarstofu, tollstjóranum í Reykjavík, Lögmannafélagi Íslands og Persónuvernd.
Í eftirfarandi umfjöllun verður fjallað um helstu breytingar frumvarpsins þar sem lagt er til:
1. Að vaxtagreiðslur íslenskra skattaðila til aðila sem ekki hafa heimilisfesti hér á landi og bera því takmarkaða skattskyldu verði skattlagðar.
2. Að eftirgjöf skulda samkvæmt nauðasamningi um greiðsluaðlögun skuli ekki teljast til skattskyldra tekna.
3. Að heimilt verði að skattleggja tekjur félags sem heimilisfesti hefur á lágskattasvæði með tekjum íslensks skattaðila sem á eða fer með umráð yfir því félagi.
4. Að sjálfvirk upplýsingaskylda banka og fjármálafyrirtækja gagnvart skattyfirvöldum verði útvíkkuð frá því sem verið hefur frá samþykkt laga nr. 164/2008 og að hún taki til hvers kyns vaxtaberandi eigna og hvers kyns skulda.
5. Að íslensku móðurfélagi verði skylt að veita skattyfirvöldum upplýsingar um viðskipti erlendra dótturfélaga eða útibúa sinna sem varða íslenska skattaðila eða lögaðila í lágskattaríkjum.
6. Að aðilum sem veita alþjóðlega skattaráðgjöf verði skylt að halda skrá yfir viðskiptavini sína sem skattyfirvöldum sé heimill aðgangur að.
Skattlagning vaxtagreiðslna úr landi.
Á fundum nefndarinnar var um það rætt hvort skattlagning vaxta úr landi í samræmi við 1. gr. frumvarpsins væri almenn regla í skattalöggjöf í okkar heimshluta eins og haldið er fram í almennum athugasemdum frumvarpsins. Sumir töldu þvert á móti að þessi skattlagning væri undantekning. Fjármálaráðuneytið gaf þá skýringu að í ljósi tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert væri óhætt að tala um almenna reglu í þessu sambandi.
Nefndin ræddi sjónarmið sem fram komu að skattlagning vaxtagreiðslna úr landi mundi torvelda aðgang innlendra fyrirtækja að erlendu lánsfé. Að fengnum upplýsingum frá fjármálaráðuneyti bendir nefndin á í þessu sambandi að vegna tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert megi ætla að erlendi lánveitandinn muni í flestum tilvikum ekki bera neinn íslenskan skatt.
Í tilefni af athugasemdum Samtaka fjármálafyrirtækja telur nefndin eðlilegt að almenn staðgreiðsla gildi um afdráttarskattinn eins og II. kafli frumvarpsins gerir ráð fyrir.
Nefndin ræddi almennt um þær röksemdir sem liggja að baki skattlagningu vaxtagreiðslna úr landi m.a. í ljósi þess að slíkum hugmyndum hafa stjórnvöld áður hafnað. Þá var rætt hvort ástæðulaust hefði verið að taka upp skattlagningu af þessum toga ef hér á landi giltu reglur um lágmarks eigið fé fyrirtækja. Nefndin vekur athygli á því að yfirlýstur tilgangur 1. gr. frumvarpsins er að draga úr undanskotum frá skatti, koma á meira jafnræði í skattframkvæmd og auka tekjur ríkissjóðs.
Eftirgjöf skulda.
Á fundum nefndarinnar kom fram almenn ánægja með að eftirgjöf skulda samkvæmt nauðasamningi um greiðsluaðlögun yrði skattfrjáls, sbr. 2. gr. frumvarpsins. Hins vegar voru gerðar athugasemdir við þau ummæli í athugasemdum að 3. tölul. 28. gr. laga um tekjuskatt bæri að skilja samkvæmt orðanna hljóðan og á það bent að á liðnum árum hefði niðurfelling afskriftanefnda fjármálafyrirtækja ekki verið talin til skattskyldra tekna.
Að höfðu samráði við fjármálaráðuneyti og ríkisskattstjóra og í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagsmálum leggur nefndin til að umrædd grein tekjuskattslaga verði skýrð nánar og að ráðherra fái heimild til að samræma matsferli skuldaeftirgjafar, þ.m.t. afskriftir afskriftanefnda fjármálafyrirtækja, þannig að uppfyllt séu skilyrði umræddrar undanþágu, í því tilviki þegar eignir eru ekki til fyrir skuldum.
CFC-löggjöf (Controlled Foreign Corporation).
Á fundum nefndarinnar var því hreyft að CFC-reglur frumvarpsins sem fram koma í 3. gr. væru ekki eins skýrar og vera ber og í ljósi þess hversu sérhæft og flókið svið skattaréttarins þær snertu hefði verið æskilegt að viðhafa meira samráð við atvinnulífið við gerð þeirra. Vísað var til þess að óljóst orðalag greinarinnar gerði íslenskum skattaðilum erfitt fyrir að meta hvaða fjárfestingar féllu þar undir og að huga þyrfti að því að beiting þeirra samrýmdist meðalhófi.
Í athugasemdum ríkisskattstjóra kemur fram að CFC-reglur séu mikilvægar í baráttunni við skattundanskot og þann feluleik sem viðgengst hefur í kringum eignarhald á íslenskum lögaðilum. Telur nefndin í því ljósi og, ekki síður, í skugga efnahagshruns, tímabært að þessar reglur verði lögfestar.
Nefndin bendir á að málefni tengd skattaskjólum hafa lengi verið til umfjöllunar, sbr. skýrslu um umfang skattsvika sem kynnt var á Alþingi árið 2004. Þá hafi komið fram að lögfesting þessara reglna sé í samræmi við þróun innan OECD-ríkja og byggist á norskri fyrirmynd sem falli vel að uppbyggingu tekjuskattslaganna.
Nefndin leggur til í ljósi athugasemda sem fram hafa komið að í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli lokamálsgreinar 3. gr. frumvarpsins verði m.a. tilgreind þau ríki og svæði sem greininni er ætlað að taka til og að nánar verði gerð grein fyrir hugtökunum eignarhald og stjórnunarleg yfirráð.
Sjálfvirk upplýsingaskylda.
Í tengslum við 5. gr. frumvarpsins komu fram athugasemdir þar sem áréttað var mikilvægi þess að upplýsingaskylda fjármálafyrirtækja væri ekki umfram það sem skattyfirvöld hefðu eðlilega eftirlitshagsmuni af. Samtök fjármálafyrirtækja tóku jafnframt fram að upplýsingar sem fyrirtækin búa yfir um viðskiptamenn sína væru viðkvæmar persónuupplýsingar sem almennt væri talið að væru bundnar þagnarskyldu starfsmanna, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.
Nefndin bendir á að Persónuvernd hafi talið að 5. gr. frumvarpsins ætti við gild rök að styðjast en lagt jafnframt til, að gættum sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs, að ákvæðinu yrði markaður gildistími til þriggja ára.
Nefndin vekur athygli á því að í áliti frá 18. desember sl. hafnaði efnahags- og skattanefnd að láta sjálfvirka upplýsingaskyldu eiga við um upplýsingar um skuldir og hvers konar sjóðsreikninga, sbr. lög nr. 164/2008. Nefndin telur nú að hagsmunir skattyfirvalda af umræddri upplýsingaskyldu séu ótvíræðir en tilgangur hennar er að stuðla að bættum framtalsskilum og gera skatteftirlit virkara. Einnig má gera ráð fyrir að þessi grein eins og aðrar reglur frumvarpsins um upplýsingamiðlun auðveldi rannsókn á bankahruninu.
Upplýsingaskylda íslensks móðurfélags.
Fram komu athugasemdir um að a-liður 6. gr. frumvarpsins sem varðar upplýsingaskyldu móðurfélags gæti skarast á við löggjöf í heimaríki þess dótturfélags sem hlut ætti að máli. Fjármálaráðuneytið færði þau rök fyrir ákvæðinu að móðurfélög væru ráðandi um starfsemi dótturfélaga sinna og gætu þar af leiðandi ráðið því hvernig miðlun upplýsinga væri háttað þeirra á milli. Til að hægt væri að afla upplýsinga um viðskipti íslenskra aðila við útibú íslenskra fjármálafyrirtækja þyrfti ákvæðið að vera í lögum. Skoða þyrfti í hverju tilviki fyrir sig hvort þetta ákvæði færi í bága við löggjöf í ríki dótturfélagsins.
Upplýsingaskylda aðila sem veita skattaráðgjöf.
Fram komu athugasemdir um að b-liður 6. gr. frumvarpsins væri ósamrýmanlegur þeim trúnaðarskyldum sem aðilar sem undir ákvæðið heyra bera gagnvart viðskiptavinum sínum. Þá var vísað til þess að aðilar sem krafnir væru upplýsinga af skattyfirvöldum ættu lögvarinn rétt til að bera faglegan ágreining undir dómstóla, sbr. 4. mgr. 94. gr. laga um tekjuskatt. Einnig kom fram að trúnaðarskyldan væri grundvöllur í viðskiptum endurskoðenda, lögmanna og fjármálafyrirtækja og því gæti ákvæðið orðið til þess að fyrirtæki sem veita hér alþjóðlega skattaráðgjöf flyttust úr landi.
Í umsögn skattrannsóknarstjóra kemur fram að við rannsókn ætlaðra refsiverðra brota hafi embættinu verið neitað um afhendingu gagna og upplýsinga, t.a.m. af hálfu endurskoðenda og lögmanna. Nefndin bendir jafnframt á að upplýsingaskylda b-liðar 6. gr. sé skýrt afmörkuð og að baki henni búi ríkir almannahagsmunir sem gangi framar ákvæðum um trúnaðar- og þagnarskyldu umræddra stétta.
Að lokum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði þess um upplýsingaskyldu og upplýsingagjöf komi þegar til framkvæmda sem hafa mun þýðingu við rannsókn bankahrunsins. Þau ákvæði sem varða skattskyldu sem ekki var áður fyrir hendi koma til framkvæmda síðar að teknu tilliti til sjónarmiða um afturvirkni laga.
Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi
BREYTINGUM:
1. Við 2. gr. Greinin orðist svo:
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
a. Á eftir orðinu „Eignaauki“ í 3. tölul. kemur: eða aukning ráðstöfunartekna.
b. Við 3. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama á við um eftirgefnar skuldir sem mælt er fyrir um í nauðasamningi til greiðsluaðlögunar skv. X. kafla a í lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, eða á annan fullnægjandi hátt er sannað að eignir eru ekki til fyrir, að uppfylltum skilyrðum samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setur um hlutlægt mat á forsendum eftirgjafar, skilyrði þess að eftirgjöf teljist ekki til tekna, upplýsingagjöf skv. 92. gr. o.fl.
2. Við 3. gr. Við lokamálsgrein greinarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal birta lista yfir þau lönd og svæði sem skattlagning samkvæmt þessari grein tekur til.
3. Við bætist ný grein, er verði 5. gr., svohljóðandi:
Í stað orðanna „5.–8. tölul.“ í 3. mgr. 75. gr. laganna kemur: 5.–9. tölul.
4. Við 11. gr. Á eftir orðinu „Ákvæði“ í 4. mgr. komi: 5.
Pétur H. Blöndal og Ólöf Nordal skrifa undir álitið með fyrirvara.
Gunnar Svavarsson og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og styður álitið.
Alþingi, 24. mars 2009.
Björgvin G. Sigurðsson,
form., frsm.
Pétur H. Blöndal,
með fyrirvara.
Ellert B. Schram.
Árni Þór Sigurðsson.
Jón Bjarnason.
Ólöf Nordal,
með fyrirvara.
Helga Sigrún Harðardóttir.