Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 42. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 906  —  42. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum.

Frá samgöngunefnd



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Hafnasambandi Íslands, Samtökum fiskvinnslustöðva, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Siglingastofnun og Umhverfisstofnun.
    Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að Alþingi feli samgönguráðherra að láta nú þegar hefjast handa um líkantilraunir í líkanstöð Siglingastofnunnar til að undirbúa gerð stórskipabryggju í Vestmannaeyjum. Lagt er til að kannaðir verði þrír valkostir, norðan Eiðis, innan hafnar og utan hafnar í Skansfjöru gegnt Klettsvík, en þessi þrjú svæði hafa verið til umfjöllunar hjá hafnarstjórn Vestmanneyja.
    Ljóst er að miklar breytingar eru að verða á flutningaskipaflota Íslendinga á þann veg að skipin verða sífellt stærri auk þess sem ferðum stórra farþegaskipa til landsins hefur fjölgað mikið. Það er því ljóst að gera verður ráðstafanir með hliðsjón af þessari þróun til að hafnarmannvirki landsmanna geti tekið við stærri skipum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Í stað orðanna „nú þegar“ í 1. málsl. tillgr. komi: við fyrsta tækifæri.

    Karl V. Matthíasson og Árni Þór Sigurðsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. apríl 2009.



Steinunn Valdís Óskarsdóttir,


form., frsm.


Björgvin G. Sigurðsson.


Sturla Böðvarsson.



Árni Johnsen.


Helga Sigrún Harðardóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.



Ragnheiður Ríkarðsdóttir.