Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 917  —  385. mál.




Breytingartillögur



við frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Við 1. grein. Greinin orðist svo:
                  Öll verðmæti í sjó, á sjávarbotni og undir honum innan efnahagslögsögu eru þjóðareign, svo og þjóðlendur, námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi.
                  Aðeins er heimilt að ráðstafa verðmætum skv. 1. mgr. til afnota tímabundið og gegn gjaldi samkvæmt nánari ákvörðun í lögum. Sala þeirra eða önnur ráðstöfun er óheimil.
                  Eignarrétti á íslenskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Tryggja ber landsmönnum öllum rétt til umgengni og útivistar í landinu.
     2.      Við 3. grein. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                  Þriðjungur alþingismanna getur ákveðið að bera samþykkt lagafrumvarp undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar, samanber þó 2. mgr. Slík ákvörðun skal tilkynnt með bréfi til forseta Alþingis áður en þrír dagar eru liðnir. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer þá fram innan þriggja mánaða. Verði frumvarpið þá samþykkt skal forseti Íslands staðfesta það sem lög.
     3.      Við 4. grein. Greinin falli brott.