Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 385. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 948  —  385. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Frá minni hluta sérnefndar um stjórnarskrármál.



    Við umræður í nefndinni lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram hugmynd að efnislegri sátt um 1. og 2. gr. frumvarpsins eins og sjá má á breytingartillögum minni hlutans. Þá var til viðbótar lögð fram tillaga til sátta um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Með samþykkt hennar væri lagður grunnur að vandaðri heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í anda umræðunnar í þinginu undanfarna mánuði.
    Því miður sló meiri hlutinn á útrétta sáttahönd sjálfstæðismanna í öllum framangreindum liðum.

Alþingi, 16. apríl 2009.



Björn Bjarnason,


frsm.


Sturla Böðvarsson.


Birgir Ármannsson.



Jón Magnússon.