Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 21. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 21  —  21. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um viðbrögð við hættu á heimsfaraldri inflúensu A.

Frá Róberti Marshall.



    Hefur ráðherra gengið úr skugga um að stofnanir samfélagsins hafi undirbúið viðbragðsáætlun vegna hættu á heimsfaraldri inflúensu A (H1N1), svokallaðrar svínaflensu, og að tryggt sé að nægar lyfjabirgðir séu í landinu til að bregðast við slíkum faraldri?


Skriflegt svar óskast.