Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 59. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 61  —  59. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um gengistryggðar og verðtryggðar eignir og skuldir bankanna.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hver er verðtryggingajöfnuður skulda og eigna nýju bankanna, sundurliðað eftir bönkum? Eru líkur á að nýju bankarnir hagnist á verðbólgu ef verðtryggðar eignir eru miklar í hlutfalli við verðtryggðar skuldir?
     2.      Hyggst fjármálaráðherra grípa til aðgerða svo að koma megi í veg fyrir að ríkið hagnist óeðlilega á kostnað almennings vegna verðbólgu?
     3.      Hver er gjaldeyrisjöfnuður nýju bankanna, sundurliðað eftir bönkum? Hver eru áhrif veikingar og styrkingar krónunnar á hag nýju bankanna miðað við stöðu á gjaldeyrisjöfnuði þeirra?
     4.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að ríkið hagnist óeðlilega á kostnað almennings af veikari krónu?


Skriflegt svar óskast.