Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 56. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 63  —  56. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Ólaf Darra Andrason frá Alþýðusambandi Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tilgreindum opinberum gjöldum til að koma í veg fyrir að halli á ríkissjóði verði meiri en áætlað var. Nánar tiltekið er um að ræða hækkanir á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi (15%), bifreiðagjaldi (10%), olíugjaldi (5 kr.) og almennu vörugjaldi á bensín (10 kr.). Gjöldin voru síðast hækkuð í desember 2008.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að olíugjald hækki minna en bensíngjald í því skyni að ýta undir dísilvæðingu bílaflotans. Til að draga úr áhrifum hækkananna á flutningskostnað er lagt til að kílómetragjald, almennt og sérstakt, lækki (20%) og einnig að endurgreiðsluhlutfall olíugjalds vegna rekstrar almenningsvagna í áætlunarferðum hækki (5%).
    Áætluð áhrif frumvarpsins á tekjur ríkissjóðs á þessu ári nema um 2,7 milljörðum kr. og samtals 4,4 milljörðum kr. á ársgrundvelli.
    Meiri hlutinn leggur til þá breytingu að ákvæði til bráðabirgða falli brott og telur að það hafi ekki sjálfstæða þýðingu.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Ákvæði til bráðabirgða falli brott.
    

Alþingi, 28. maí 2009.Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Lilja Mósesdóttir.


Magnús Orri Schram.Álfheiður Ingadóttir.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.