Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.

Þskj. 105  —  89. mál.



Frumvarp til laga

um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna
innan Stjórnarráðs Íslands.

(Lagt fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)




1. ÞÁTTUR
Breytingar á heitum ráðuneyta.
    I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneyti.
     b.      Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: mennta- og menningarmálaráðuneyti.
     c.      Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
     d.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.

2. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
II. KAFLI
Breyting á lögum um hönnun, nr. 46/2001, með síðari breytingum.
2. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneyti“ í 1. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
     b.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

III. KAFLI
Breyting á lögum um félagamerki, nr. 155/2002, með síðari breytingum.
3. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneyti“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
     b.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

IV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
4. gr.

    Í stað orðanna „iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti“ í 1. mgr. 145. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.

V. KAFLI
Breyting á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð,
nr. 42/1903, með síðari breytingum.

5. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. og 5. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga,
nr. 7/1936, með síðari breytingum.

6. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 40. gr. a laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um aðild Íslands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs
á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, nr. 25/1976.

7. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „framfarastofnunarinnar“ í heiti laganna kemur: framfarastofnunar.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins, nr. 34/1977.
8. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

IX. KAFLI
Brottfall laga um stjórn efnahagsmála o.fl., nr. 13/1979.
9. gr.

    Lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála, falla úr gildi.

X. KAFLI

Breyting á lögum um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga
eða hagfræðinga, nr. 27/1981, með síðari breytingum.

10. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum.
11. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. b og 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 5. gr., 3. málsl. 6. gr., 3. mgr. 8. gr. a, 3. málsl. 7. mgr. 22. gr., 1. málsl. 8. mgr. 22. gr., 2. málsl. 2. mgr. 28. gr., 2. mgr. 45. gr., 1. málsl. 1. mgr. 69. gr., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 69. gr., 1. málsl. 3. mgr. 69. gr., 1. málsl. 1. mgr. 70. gr., 2. málsl. 3. mgr. 75. gr., 3. tölul. 1. mgr. 88. gr. og 90. gr. laganna kemur: ráðherra.
     c.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, með síðari breytingum.
12. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr., 5. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 2. gr. a og 2. málsl. 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. a laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri,
nr. 34/1991, með síðari breytingum.

13. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
     c.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 7. málsl. 1. mgr. 5. gr., 1. málsl. 2. mgr. 5. gr., 1. málsl. 4. mgr. 5. gr., 1. málsl. 1. mgr. 7. gr., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 7. gr., 3. málsl. 1. mgr. 10. gr., 2. mgr. 11. gr., 5. og 7. málsl. 1. mgr. 12. gr., 1. málsl. 2. mgr. 12. gr., 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. og 13. gr. laganna kemur: ráðherra.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.
14. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. málsl. 3. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 17. gr. laganna og í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning, nr. 88/1992.
15. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum,
nr. 99/1993, með síðari breytingum.

16. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 87. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.
17. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 107. gr. b og 1. mgr. 107. gr. h laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.
18. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 133. gr. a og 1. mgr. 133. gr. g laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands
og Búnaðarbanka Íslands, nr. 50/1997, með síðari breytingum.

19. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1., 2. og 4. málsl. 1. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr., 4. málsl. 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðherra.
     b.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., nr. 60/1997.
20. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa,
nr. 131/1997, með síðari breytingum.

21. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um verslunaratvinnu, nr. 28/1998, með síðari breytingum.
22. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytisins“ í 2. málsl. 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 2. málsl. 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
     c.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 19. gr. og 1. málsl. 25. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIII. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.
23. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi,
nr. 87/1998, með síðari breytingum.

24. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 3. málsl. 3. gr., 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. málsl. 16. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur,
nr. 33/1999, með síðari breytingum.

25. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. og 44. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi
fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.

26. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2.–4. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit
með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

27. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr., 3. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustukaup, nr. 42/2000, með síðari breytingum.
28. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. 40. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000, með síðari breytingum.
29. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. 99. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
30. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.
31. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr., 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 76. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXII. KAFLI

Breyting á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, nr. 30/2003.

32. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 67. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004,
með síðari breytingum.

33. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 12. gr., 2. mgr. 72. gr., 3. mgr. 113. gr., 119. gr., 3. mgr. 140. gr. og 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 141. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa,
nr. 99/2004, með síðari breytingum.

34. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr., fyrirsögn 23. gr. og 1. málsl. 26. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytis“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 146/2004.
35. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005.
36. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 17. gr., 2. málsl. 1. mgr. 18. gr., 2. mgr. 22. gr., 29. gr., 2. mgr. 44. gr., 50. gr. og 1. málsl. 58. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXVII. KAFLI
Breyting á samkeppnislögum, nr. 44/2005.
37. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 35. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.
38. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti
og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.

39. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 28. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XL. KAFLI
Breyting á lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007.
40. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLI. KAFLI
Breyting á innheimtulögum, nr. 95/2008.
41. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 12. gr., e-lið 1. mgr. 18. gr. og 1. málsl. 21. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009.
42. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 2. gr., 3. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 11. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLIII. KAFLI
Breyting á kvikmyndalögum, nr. 137/2001.
43. gr.

    Í stað orðanna „iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti“ í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: iðnaðarráðuneyti.

XLIV. KAFLI
Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum.
44. gr.

     a.      Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr., 3. málsl. 3. mgr. og 4. mgr. 5. gr., 2. mgr. 18. gr., 2. málsl. 2. mgr. 21. gr., 1. málsl. 1. mgr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 23. gr., 1. málsl. 2. mgr. 24. gr., 2. málsl. 1. mgr. 25. gr., 1.–3. málsl. 3. mgr. 25. gr., i- og j-lið 28. gr., 2. mgr. 32. gr., 3. mgr. 33. gr. og 39. gr. laganna kemur: ráðherra.
     b.      Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 22. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLV. KAFLI
Breyting á lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.
45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                  Við Hagstofu Íslands skal starfrækja sjálfstæða rannsóknareiningu sem er aðskilin hagskýrslustarfseminni. Rannsóknareiningin skal fylgjast með afkomu þjóðarbúsins, semja þjóðhagsspár og áætlanir og birta opinberlega.

46. gr.

    Í stað orðanna „verkefni sín“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: hagskýrsluverkefni.

47. gr.

    Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

XLVI. KAFLI
Breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.
48. gr.

     a.      Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. 94. gr. b, 1. málsl. 1. mgr. 116. gr. og 4. mgr. 126. gr. laganna kemur: ráðherra.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008.
49. gr.

     a.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 1. málsl. 6. mgr. 3. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
     b.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytinu“ í 2. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
     c.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 26. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

XLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum.
50. gr.

     a.      Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 42. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: Ráðherra.
     b.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara,
nr. 103/1994, með síðari breytingum.

51. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 4. málsl. 6. gr. og 1. málsl. 11. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

L. KAFLI
Breyting á lögum um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum.
52. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 2. gr., a-lið 1. mgr. 9. gr. og 16. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

LI. KAFLI
Breyting á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu,
nr. 30/2002, með síðari breytingum.

53. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. og 2. málsl. 20. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

3. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
LII. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.
54. gr.

     a.      Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. 1. gr., 1. málsl. 8. gr., 1. málsl. 1. mgr. 42. gr. og 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 46. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.
     b.      Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 3. mgr. 93. gr. og 3. mgr. 98. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.

LIII. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
55. gr.

     a.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 32. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
     b.      Í stað orðsins „fjármálaráðuneytis“ í 8. mgr. 19. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytis.
     c.      Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 3. mgr. 10. gr., 1. mgr. 24. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 33. gr. laganna kemur: ráðherra.

LIV. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda,
nr. 62/2005, með síðari breytingum.

56. gr.

     a.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 1. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðherra.

LV. KAFLI
Breyting á lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000.
57. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 20. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LVI. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu,
nr. 134/1995, með síðari breytingum.

58. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 5. mgr. 16. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: Ráðherra.
     b.      Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LVII. KAFLI
Breyting á lögum um gerð samninga um hlutdeild
í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997.

59. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 9. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LVIII. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002.
60. gr.

     a.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.
     b.      Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 14. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LIX. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu,
nr. 57/2005, með síðari breytingum.

61. gr.

    Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LX. KAFLI
Breyting á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.
62. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LXI. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu
um neytendavernd, nr. 56/2007.

63. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LXII. KAFLI
Breyting á lögum um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum.
64. gr.

    Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 16. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

4. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum fjármálaráðuneytisins.
LXIII. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007.
65. gr.

    7. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

Umboð fjármálaráðherra.


    Fjármálaráðherra fer með eignarhlut íslenska ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf.

LXIV. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun Matvælarannsókna hf., nr. 68/2006.
66. gr.

    Í stað orðsins „Sjávarútvegsráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

LXV. KAFLI
Breyting á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin
um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006.

67. gr.

    Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

LXVI. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur
Keflavíkurflugvallar o.fl., nr. 76/2008.

68. gr.

    Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

LXVII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006.
69. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu.

5. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
LXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Grænlandssjóð, nr. 102/1980.
70. gr.

    Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 2. málsl. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Mennta- og menningarmálaráðherra.

LXIX. KAFLI
Gildistaka.
71. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2009 að frátöldum ákvæðum 66., 68. og 69. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2010.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Við flutning verkefna frá fjármálaráðuneyti til Hagstofu Íslands, sbr. b-lið 45. gr. laga þessara, skal bjóða hlutaðeigandi starfsmönnum að sinna þeim verkefnum áfram hjá Hagstofu Íslands. Við flutninginn verða ekki breytingar á starfskjörum starfsmanna. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eiga ekki við um ráðstöfun starfa samkvæmt þessari grein. Um flutning starfsmanna á milli ráðuneyta gildir ákvæði 14. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá 10. maí síðastliðnum eru boðaðar víðtækar breytingar á verkefnum ráðuneyta sem og aðrar umbætur í ríkisrekstri og í frumvarpi þessu er kveðið á um þær breytingar sem gerðar verða í fyrsta áfanga.
    Í ljósi umtalsverðra breytinga á íslensku samfélagi á undanförnum árum og vegna breyttrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar bankahruns og efnahagssamdráttar er talið tímabært að endurskoða skipulag ríkisreksturs í heild sinni. M.a. er talið nauðsynlegt að meta hvort og þá hvernig sé unnt að hagræða og draga úr kostnaði en um leið auka skilvirkni í ríkisrekstri, einfalda stjórnsýslu og bæta þá þjónustu sem sérstök áhersla verður lögð á. Þetta kallar m.a. á breytta verkaskiptingu milli ráðuneyta og stofnana en einnig þarf að huga að því að auka samstarf þannig að ríkið í heild og einstök ráðuneyti og stofnanir vinni saman sem ein heild. Byggja þarf upp öflugar einingar á öllum málefnasviðum ríkisins og vinna þannig með skilvirkum hætti að þeim verkefnum sem löggjafinn felur framkvæmdarvaldinu að sinna á hverjum tíma.
    Við þær breytingar sem fram undan eru er mikilvægt að forgangsraða og tryggja sem minnsta skerðingu á grunnþjónustu og þeim verkefnum sem samstaða er um að ríkið sinni. Liður í því er að stækka og fækka einingum, gera þær hagkvæmari og skilvirkari og forgangsraða betur en gert hefur verið og draga þannig úr kostnaði ríkissjóðs til frambúðar.
    Þeir þættir sem huga þarf að við fyrirhugaðar breytingar eru:
          Hvernig má hagræða án þess að skerða þjónustu?
          Hvernig má hagræða og bæta þjónustu?
          Hvernig má efla rafræna þjónustu og draga úr kostnaði til lengri tíma?
          Hvernig má samþætta þjónustu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga?
          Hvernig má gera þjónustu ríkisins sveigjanlegri og hagkvæmari?
          Hvernig má auka skilvirkni?
          Hvernig má virkja starfsfólk betur og auka sveigjanleika í starfi?
          Hvernig má efla þróun og nýsköpun innan stjórnsýslunnar?
    Þær breytingar sem boðaðar eru í þessu frumvarpi eru í raun fyrsti þátturinn í þeim stjórnkerfisumbótum sem ráðast þarf í á næstu mánuðum og árum. Þær snúast um tilfærslu verkefna milli ráðuneyta til þess að bæta stjórnsýslu en í kjölfarið verður síðan ráðist í breytingar á stofnanakerfinu sjálfu. Þær hafa það meginmarkmið að einfalda stjórnsýslu og bæta þannig þjónustu við atvinnulíf og almenning, efla fagráðuneytin og gefa forsætisráðuneytinu meira svigrúm til að sinna forustu við stefnumótun og samhæfingu milli ráðuneyta og stjórnsýslunnar í heild. Breytingar á skipulagi ráðuneyta og stofnana verða innleiddar í áföngum á kjörtímabilinu. Að mati ríkisstjórnarinnar er brýnast að styrkja viðskiptaráðuneytið nú þegar sem ráðuneyti efnahagsmála. Í því sambandi má benda á þá niðurstöðu finnska sérfræðingsins Kaarlo Jännäri að nauðsynlegt sé að fækka þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála.
    Til þess að tryggja sem best framkvæmd þeirra breytinga sem gera þarf hefur verið sett á fót verkefnisstjórn um stjórnkerfisumbætur þar sem eiga sæti ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins auk sérfræðinga ráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins og fulltrúar þeirra ráðuneyta sem verkefnaflutningur varðar í hverju tilviki fyrir sig. Þá hafa breytingarnar verið ræddar á vettvangi ríkisstjórnarinnar og á reglulegum fundum ráðuneytisstjóra. Við þær breytingar sem framundan eru mun jafnframt verða haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.
    Flutningur verkefna innan stjórnsýslunnar krefst í sumum tilfellum lagabreytinga en í öðrum tilvikum nægja breytingar á reglugerð nr. 177/2007, um Stjórnarráð Íslands, og í einhverjum tilfellum einföld bréfaskipti á milli ráðuneyta.
    Eins og kveðið er á um í 14. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, skal bjóða hlutaðeigandi starfsmönnum að færast með þeim verkefnum sem flytjast milli ráðuneyta og til Hagstofu Íslands. En samkvæmt ákvæðinu verða ekki breytingar á starfskjörum starfsmanna við flutning.
    Hér á eftir verður gefið yfirlit yfir þær stjórnkerfisbreytingar sem til stendur að hrinda í framkvæmd á árinu 2009.

A. Breytingar sem öðlast gildi eigi síðar en 1. september 2009.
     I.      Breytingar á heitum ráðuneyta, þ.e. efnahags- og viðskiptaráðuneyti í stað viðskiptaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneyti í stað menntamálaráðuneytis, dómsmála- og mannréttindaráðuneyti í stað dóms- og kirkjumálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í stað samgönguráðuneytis.
     II.      Flutningur frá forsætisráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis á forræði menningarstofnana, menningarverkefna og sjóða, svo sem Gljúfrasteins og Þjóðmenningarhússins, stafkirkjunnar á Heimaey, Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal, samnings við Vesturfarasetur og Grænlandssjóðs.
     III.      Flutningur verkefna sem tengjast efnahagsstjórn frá forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneytinu til efnahags- og viðskiptaráðuneytis, þ.e. efnahagsskrifstofu forsætisráðuneytisins, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og samskipta við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem tengjast efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda. Sett verður á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn undir forystu forsætisráðherra. Jafnframt flutningur á málefnum sem varða endurskoðendur, framkvæmd bókhalds og ársreikninga. Í fjármálaráðuneytinu verða áfram þau verkefni sem unnin eru á efnahagsskrifstofu og tengjast fjárlagagerð og stjórn ríkisfjármála, svo sem tekjuáætlun fjárlaga og mat á tekjuáhrifum skattabreytinga.
     IV.      Flutningur Norðurlandaskrifstofu og utanumhalds vegna norrænnar samvinnu frá forsætisráðuneyti til utanríkisráðuneytis.
     V.      Sett verður á fót ráðherranefnd um jafnréttismál undir forystu forsætisráðherra en jafnréttismál almennt (Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð, kærunefnd jafnréttismála og jafnréttisskrifstofa FTR) verða áfram í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Fjallað verður um framtíðarfyrirkomulag og staðsetningu jafnréttismála innan Stjórnarráðsins í tengslum við fyrirhugaða sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins og stofnun nýs innanríkisráðuneytis.
     VI.      Flutningur verkefna sem tengjast fasteignamati og fasteignaskráningu frá fjármálaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga frá samgönguráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
     VII.      Flutningur málefna er varða mansal frá félags- og tryggingamálaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
     VIII.      Flutningur á lögum um prentrétt frá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti yfir í mennta- og menningarmálaráðuneytið.
     IX.      Flutningur umsýslu vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga frá viðskiptaráðuneyti til utanríkisráðuneytis.
     X.      Flutningur á eignarhaldi ríkisins í opinberum hlutafélögum til fjármálaráðuneytisins. Um er að ræða RÚV, Íslandspóst, Farice, Landskerfi bókasafna, Austurhöfn og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.
     XI.      Flutningur neytendamála úr viðskiptaráðuneyti í dómsmála- og mannréttindaráðuneytið. Er þar um að ræða ýmis lög er varða verkefni Neytendastofu og talsmanns neytenda. Lög um neytendalán munu áfram um sinn heyra undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið sem og lög um rafrænar undirskriftir og rafræn viðskipti.
    Nauðsynlegar lagabreytingar vegna þessara atriða er að finna í lagafrumvarpi þessu, en sum þeirra kalla ekki á lagabreytingu.

B. Breytingar sem taka gildi eigi síðar en 1. janúar 2010.
     I.      Flutningur á umsýslu með eignum til fjármálaráðuneytisins svo sem þjóðlendum frá forsætisráðuneytinu, jarðeignum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og varnar- og öryggissvæðum á Keflavíkurflugvelli frá utanríkisráðuneytinu. Þannig verður þekking á eignaumsýslu samhæfð á einum stað innan stjórnkerfisins. Með því að breytingar taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2010 gefst fjármálaráðuneytinu ráðrúm til að fara yfir og endurskipuleggja fyrirkomulag eignaumsýslu ríkisins, m.a. í tengslum við stofnanir sínar, Fasteignir ríkissjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins. Síðar á árinu verður lagt fram frumvarp um nauðsynlegar lagabreytingar vegna framangreinds.
     II.      Flutningur á eignarhlut ríkisins í Flugstoðum og Keflavíkurflugvelli færist til fjármálaráðuneytis samkvæmt lagafrumvarpi þessu. Gert er ráð fyrir að fjármálaráðuneytið komi að þeirri vinnu sem nú stendur yfir og fjallar um sameiningu félaganna. Þá flyst eignarhlutur ríkisins í Matvælarannsóknum hf. til fjármálaráðuneytis samkvæmt frumvarpinu.

C. Aðrar stjórnkerfisumbætur.
    Skipurit forsætisráðuneytis verður endurskoðað með það að markmiði að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki við stefnumótun og samhæfingu milli ráðuneyta og á vettvangi stjórnsýslunnar almennt. Einnig verður skipulag hins nýja efnahags- og viðskiptaráðuneytis endurskoðað í ljósi aukinna verkefna.
    Settur verður á fót vinnuhópur á vegum forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins um fyrirkomulag stjórnsýsluumbóta og hagræðingarmála hjá ríkinu, svo sem varðandi rafræna stjórnsýslu. Markmiðið er skýrari verkaskipting og öflug samvinna ráðuneytanna.
    Sett verður á fót nefnd til þess að fara yfir fyrirkomulag og mögulega hagræðingu vegna reksturs grunnskráa hjá ríkinu, þ.e. þjóðskrár, fasteignaskrár, fyrirtækjaskrár, ársreikningsskrár og ökutækjaskrár.
    Settur hefur verið á fót starfshópur um skipulag og verkefni ríkisstofnana. Verkefninu er stýrt af forsætisráðuneytinu og það unnið í samráði við ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta. Starfshópurinn mun vinna með ráðuneytum og stofnunum að breytingum á skipulagi og stofnanagerð ríkisins.

Athugasemdir við einstaka þætti frumvarpsins.


    Verður nú vikið nánar að efni þessa frumvarps. Í 1. þætti frumvarpsins eru lagðar til breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands varðandi heiti nokkurra ráðuneyta. Um nánari rök fyrir því vísast til athugasemda við 1. gr. frumvarpsins. Rétt er að taka fram að þótt heiti ráðuneytis breytist er ekki brýn þörf á því að breyta öllum þeim lögum þar sem ráðuneytið kemur fyrir. Það ætti ekki að valda misskilningi hvaða ráðuneyti eigi í hlut þótt notuð séu í lögum fyrri heiti þeirra. Reglugerð nr. 177/2007, um Stjórnarráð Íslands, mun jafnframt sem fyrr kveða ítarlega á um verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Þó er í frumvarpi þessu farin sú leið að breyta heiti viðskiptaráðuneytis alls staðar þar sem það kemur fyrir í lögum í efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
    Í 2. þætti frumvarpsins eru lagðar til breytingar sem leiðir af ákvörðun um flutning málaflokka til efnahags- og viðskiptaráðuneytis, en gert er ráð fyrir að til ráðuneytisins flytjist forræði efnahagsmála sem nú er bæði í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Einnig er lagt til að til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins flytjist málefni Seðlabanka Íslands. Með breytingunni munu Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands þannig heyra undir sama ráðuneyti og ætti það að auðvelda samþættingu í störfum þessara tveggja stofnana. Málefni Seðlabankans voru á forræði viðskiptaráðherra þar til í byrjun árs 2000 þegar þau voru flutt til forsætisráðuneytisins. Þá er lagt til að málefni Hagstofu Íslands flytjist til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og að við Hagstofu Íslands verði starfrækt sjálfstæð rannsóknareining sem er aðskilin frá þeirri hagskýrslustarfsemi sem fyrir er. Rannsóknareiningin skal fylgjast með afkomu þjóðarbúsins, semja þjóðhagsspár og áætlanir og birta opinberlega. Með þessu fyrirkomulagi er undirstrikað mikilvægi þess að efnahagsspá innan ríkisins sé sjálfstæð og trúverðug. Aðilar innan ríkisins, eins og efnahags- og viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og fleiri, munu síðan nota þessar upplýsingar frá Hagstofunni við sína vinnu. Er þarna um að ræða hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Loks er gert ráð fyrir að til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins flytjist málefni er varða bókhald, endurskoðendur og ársreikninga, en þau verkefni tengjast mjög félagarétti sem nú er á forræði viðskiptaráðuneytisins.
    Í 3. þætti frumvarpsins eru lagðar til breytingar á verkefnum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
    Í fyrsta lagi er þar um að ræða forræði sveitarstjórnarkosninga. Dómsmálaráðuneytið hefur annast framkvæmd alþingiskosninga og forsetakjörs frá upphafi. Er því talið hagkvæmt að fela því ráðuneyti jafnframt að annast framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Þykir fara best á því að eitt og sama ráðuneyti annist framkvæmd alþingiskosninga, forsetakjörs og almennra sveitarstjórnarkosninga, sameiningarkosninga sveitarfélaga og framkvæmd annarra almennra kosninga, þ.m.t. þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess má geta að dómsmálaráðuneytið hefur ávallt annast framkvæmd þess hluta sveitarstjórnarkosninga sem lýtur að atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, ásamt utanríkisráðuneytinu. Margvísleg samlegðaráhrif munu hljótast af þessu fyrirkomulagi.
    Í öðru lagi er um að ræða forræði yfir fasteignamati og skráningu. Með þessari lagabreytingu heyra tvær grunnskrár landsins undir sama ráðuneytið, Fasteignaskrá Íslands sem fer með skráningu allra fasteigna í landinu og Þjóðskrá sem annast almannaskráningu og útgáfu ýmissa vottorða og skilríkja því viðkomandi. Breytingin stuðlar því að aukinni samvinnu og samræmingu í skráarvinnslu ríkisins, auk þess að falla vel að fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um stofnun innanríkisráðuneytis. Breytingin felur jafnframt í sér aukna möguleika á rekstrarhagræði með ýmiss konar samrekstri og samvinnu við rekstur upplýsingakerfa. Er það framhald á núverandi samvinnu, en nú þegar sér Fasteignaskráin um rekstur þinglýsingakerfis sýslumannsembætta. Fasteignaskráin hefur þá sérstöðu að bæði ríki og sveitarfélög nýta og uppfæra upplýsingar úr henni. Að auki eru ýmis sameiginleg rekstrarmál fasteignaskrár og þjóðskrár, svo sem öryggismál, rekstur gagnagrunna og margvísleg hugbúnaðarþróun, sem geta leitt til rekstrarhagræðis og lækkunar útgjalda. Í þinglýsingarskrám er jafnframt að finna upplýsingar um ökutæki, skip og flugvélar og er því búið í haginn fyrir frekar samþættingu á skráarhaldi ríkisins með þessari breytingu.
    Í þriðja lagi er lagt til að neytendamál verði færð úr viðskiptaráðuneytinu yfir til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Er þar um að ræða ýmis lög er varða verkefni á vegum Neytendastofu og talsmanns neytenda. Lög um neytendalán munu áfram heyra undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið en þar stendur til að hefja vinnu við lagabreytingar til að skýra betur hlutverk Fjármálaeftirlitsins og Neytendastofu samkvæmt lögunum. Þá verða lög um rafrænar undirskriftir og rafræn viðskipti áfram á verksviði efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
    Í 4. þætti eru lagðar til breytingar á verkefnum fjármálaráðuneytisins.
    Lagðar eru til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf., lögum um stofnun Matvælarannsókna hf., lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðum á Keflavíkurflugvelli, lögum um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. og lögum um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands sem fela í sér að eigendahlutverk ríkisins í viðkomandi félögum er fært til fjármálaráðuneytisins frá viðkomandi fagráðuneytum. Með eigendahlutverki er átt við hvernig ríkið kemur fram sem eigandi í fyrirtækjum, m.a. þeim sem starfa á markaði. Skipulag þess, þ.e. hvaða aðili innan ríkisins fer með eignarhaldið, skiptir miklu máli fyrir trúverðugleika og möguleika annarra fyrirtækja á markaði til þess að stunda samkeppni.
    Á undanförnum árum hefur þróunin innan landa OECD verið í þá átt að færa eignarhald fyrirtækja í eigu ríkisins frá hlutaðeigandi fagráðuneyti til eins ráðuneytis þar sem lögð er áhersla á ríkið sem eiganda. Markmið með breytingunum er m.a. að tryggja að ríkið hafi eina samræmda eigendastefnu til að auka trúverðugleika og einingu um hlutverk ríkisins sem eiganda. Með þessu fyrirkomulagi má auk þess draga verulega úr þeirri hættu sem felst í að sami aðili sé í eigendafyrirsvari tiltekins félags auk þess að hann hafi með höndum faglegt eftirlit með starfsemi félagsins eða almennu starfsumhverfis þess. Aðgreining ólíkra hlutverka auðveldar þannig annars vegar óháða stefnumótun og reglusetningu starfsumhverfisins sem félagið starfar við og hins vegar sjálfstæða faglega stefnumótun um hlutverk ríkisins sem eiganda slíks félags. Slíkt fyrirkomulag auðveldar jafnframt innleiðingu samræmdra leiðbeininga um upplýsingagjöf, skipan stjórna o.fl. Þá eru fagráðuneyti oft og tíðum kaupendur þjónustu frá opinberum hlutafélögum sem undir þau heyra. Slíkir samningar eru gerðir með þjónustusamningum og aðgreining hlutverka innan ríkisins er til þess fallin að efla kaupendahlutverk ríkisins gagnvart slíkri þjónustu. Með þessum breytingum eru einnig dregin skýr skil milli hefðbundinna ríkisstofnana annars vegar og félaga sem ríkið rekur í takmarkaðri ábyrgð, svo sem hlutafélög, sem stundum starfa einnig á samkeppnismarkaði, hins vegar.
    Ríkið hefur á undanförnum árum stigið skref í þessa átt, t.d. með flutningi orkufyrirtækja í eigu ríkisins frá iðnaðarráðuneytinu til fjármálaráðuneytisins og þar eru einnig fyrir eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þrátt fyrir þessa formbreytingu færist ekki yfir til ráðuneytisins vald yfir þeim málefnasviðum sem fyrirtækin starfa á og önnur ráðuneyti munu áfram setja reglur um markaðina og kaupa af þeim þjónustu eins og fyrr. Fjármálaráðuneytið mun hafa frumkvæði að mótun eigendastefnu fyrir ríkið, auk þess sem stefnt er að því að sett verði á fót sérstök valnefnd sem á grundvelli leiðbeininga sjái um tilnefningar stjórnarmanna í þau fyrirtæki sem ríkið á hluti í og tryggi þannig faglega skipan stjórnar.
    Í 5. þætti eru lagðar til breytingar á verkefnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins að því er varðar málefni Grænlandssjóðs. Jafnframt verða flutt úr umsjón forsætisráðuneytisins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins Gljúfrasteinn, Þjóðmenningarhúsið, stafkirkjan á Heimaey, Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal og samningur við Vesturfarasetur en ekki er kveðið á um þau verkefni í lögum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er að finna breytingar á 4. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969. Ný heiti sumra ráðuneyta eiga að endurspegla betur meginverkefni þeirra. Þótt heiti ráðuneytis breytist er ekki rétt að líta svo á að um niðurlagningu embætta eða starfa sé að ræða. Nafnbreytingin hefur því engin áhrif á réttarstöðu embættismanna og annarra starfsmanna, sbr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands.

Um 2.–43. gr.


    Í 2.–43. gr. frumvarpsins er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum þannig að þar sem vísað er í viðskiptaráðherra og viðskiptaráðuneyti í lögum verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Er breytingin til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að breyta heiti og málefnasviði ráðuneytisins og ráðherrans. Þá er í 9. gr. frumvarpsins lagt til að lög um stjórn efnahagsmála verði felld úr gildi, en nú er aðeins í gildi X. kafli þeirra, sem fjallar um verðlagsmál og skrifstofu verðlagsstjóra, Verðlagsstofnun. Sú stofnun var lögð niður þegar Samkeppnisstofnun var stofnuð 1. mars 1993 á grunni Verðlagsstofnunar þegar samkeppnislög, nr. 8/1993, tóku gildi.

Um 44. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni Seðlabanka Íslands frá forsætisráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis er í greininni lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í lögum um Seðlabanka Íslands verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra í stað forsætisráðherra nú.

Um 45.–47. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni Hagstofu Íslands frá forsætisráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis er í greinunum lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra í stað forsætisráðherra nú. Í b-lið 45. gr. er jafnframt lagt til að við Hagstofu Íslands verði starfrækt sjálfstæð rannsóknareining sem hafi það verkefni að vinna við þjóðhagsspár og áætlanir. Talið er skynsamlegt að vinna við að fylgjast með afkomu þjóðarbúsins og semja þjóðhagsspár og áætlanir verði í sjálfstæðri stofnun.

Um 48. gr.


     Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni er varða ársreikninga frá fjármálaráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis er í greininni lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í lögum um ársreikninga verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra í stað fjármálaráðherra nú.

Um 49. gr.


     Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni er varða endurskoðendur frá fjármálaráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis er í greininni lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í lögum um endurskoðendur verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra í stað fjármálaráðherra nú.

Um 50. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni er varða bókhald frá fjármálaráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis er í greininni lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í lögum um bókhald verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra í stað fjármálaráðherra nú.

Um 51.–53. gr.


    Í greinunum er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum þannig að þar sem vísað er í viðskiptaráðherra og viðskiptaráðuneyti í lögum verði vísað til efnahags- og viðskiptaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Er breytingin til samræmis við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að breyta heiti og málefnasviði ráðuneytisins og ráðherrans.

Um 54. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni sveitarstjórnarkosninga frá samgönguráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins er lagt til að gerðar verði breytingar á þeim ákvæðum þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytis.

Um 55. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa málefni er varða skráningu og mat fasteigna frá fjármálaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins er lagt til að gerðar verði breytingar á þeim ákvæðum þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytis.

Um 56.–64. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa neytendamál frá viðskiptaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis er í greinunum lagt til að þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytisins í viðkomandi lögum verði vísað til dómsmála- og mannréttindaráðherra í stað viðskiptaráðherra nú.

Um 65.–69. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa eignarhluti í félögum sem ríkið á til fjármálaráðuneytisins frá viðkomandi fagráðuneytum eru lagðar til breytingar á þeim ákvæðum laga um Ríkisútvarpið ohf., laga um stofnun Matvælarannsókna hf., laga um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðum á Keflavíkurflugvelli, laga um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. og laga um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands þar sem kveðið er á um hvaða ráðherra fari með eigendahlutverkið í viðkomandi félögum.

Um 70. gr.


    Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að færa menningarverkefni frá forsætisráðuneytinu yfir í mennta- og menningarmálaráðuneyti er lagt til að gerðar verði breytingar á þeim ákvæðum laga um Grænlandssjóð þar sem kveðið er á um aðkomu ráðherra og ráðuneytis.

Um 71. gr.


    Samkvæmt ákvæðinu er lagt til að framangreindar stjórnkerfisbreytingar komi til framkvæmda 1. september 2009 að frátöldum ákvæðum 66., 68. og 69. gr. sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar 2010.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Í ákvæðinu er mælt fyrir um rétt starfsmanna við flutning verkefna frá fjármálaráðuneyti til Hagstofu Íslands, sbr. b-lið 45. gr., en samkvæmt ákvæðinu skal bjóða hlutaðeigandi starfsmönnum að sinna þeim verkefnum áfram hjá Hagstofu Ísland. Við flutninginn verða ekki breytingar á starfskjörum starfsmanna. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eiga ekki við um ráðstöfun starfa samkvæmt þessari grein. Um flutning starfsmanna á milli ráðuneyta gildir ákvæði 14. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum vegna breytinga á heitum ráðuneyta og tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands, í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 10. maí 2009. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að markmið breytinganna sé að einfalda stjórnsýslu, nýta betur fjármuni ríkisins en bæta um leið þjónustu þess við atvinnulíf og almenning, efla fagráðuneytin og gefa forsætisráðuneytinu meira svigrúm til að sinna stefnumótun og samhæfingu milli ráðuneyta. Stefnt er að því að innleiða breytingarnar í áföngum á yfirstandandi kjörtímabili. Í þessu frumvarpi eru lagðar til lagabreytingar vegna þeirra stjórnkerfisbreytinga sem til stendur að gera í fyrsta áfanga og er flestum þeirra ætlað að taki gildi 1. september 2009. Í athugasemdum frumvarpsins kemur einnig fram að ekki sé í öllum tilvikum þörf á lagabreytingum vegna tilflutnings verkefna, í sumum tilvikum nægi að breyta reglugerð um Stjórnarráð Íslands og í einhverjum tilfellum dugi bréfaskipti milli ráðuneyta. Í lagagreinum frumvarpsins er því ekki mælt fyrir um tilflutning verkefna þar sem þannig háttar til.
    Breytingar þær sem mælt er fyrir um í frumvarpinu lúta flestar að flutningi verkefna til efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Er þar um að ræða flutning frá forsætisráðuneyti á málefnum Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands og flutning frá fjármálaráðuneyti á málefnum er varða ársreikninga, endurskoðendur og bókhald. Jafnframt er bætt við ákvæði í lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð þess efnis að við stofnunina skuli starfrækja sjálfstæða rannsóknareiningu sem skuli fylgjast með afkomu þjóðarbúsins, semja þjóðhagsspár og áætlanir og birta opinberlega. Þá er í frumvarpinu mælt fyrir um flutning verkefna til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis. Er þar um að ræða flutning á málefnum sveitarstjórnarkosninga frá samgönguráðuneyti, flutning á málefnum fasteignamats og fasteignaskráningu frá fjármálaráðuneyti og flutning neytendamála frá viðskiptaráðuneyti. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um flutning á eignarhaldi ríkisins í opinberum hlutafélögum til fjármálaráðuneytis frá öðrum ráðuneytum. Loks er í frumvarpinu mælt fyrir um flutning á málefnum Grænlandssjóðs frá forsætisráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis.
    Í athugasemdum við frumvarpið er nánar fjallað um stjórnkerfisbreytingar sem til stendur að hrinda í framkvæmd á árinu 2009 en þarfnast ekki lagabreytinga. Þar er í fyrsta lagi um að ræða flutning verkefna sem tengjast efnahagsstjórn frá forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti til efnahags- og viðskiptaráðuneytis, þ.e. frá efnahagsskrifstofum ráðuneytanna, auk samskipta við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem tengjast efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda. Í fjármálaráðuneytinu verða þó áfram þau verkefni sem unnin eru á efnahagsskrifstofu og tengjast fjárlagagerð og stjórn ríkisfjármála, svo sem tekjuáætlun fjárlaga og mat á tekjuáhrifum skattabreytinga. Í öðru lagi flyst forræði ýmissa menningarstofnana, menningarverkefna og sjóða frá forsætisráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis og Norðurlandaskrifstofa og utanumhald vegna norrænnar samvinnu flyst frá forsætisráðuneyti til utanríkisráðuneytis. Í þriðja lagi er flutningur málefna er varða mansal frá félags- og tryggingamálaráðuneyti til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis, flutningur á umsjón laga um prentrétt frá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti til mennta- og menningarmálaráðuneytis, flutningur á umsýslu vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti til utanríkisráðuneytis og flutningur á eignarhaldi ríkisins í opinberum hlutafélögum til fjármálaráðuneytis.
    Í athugasemdunum kemur einnig fram að síðar á þessu ári verði lagt fram frumvarp um frekari tilflutning verkefna milli ráðuneyta sem taki gildi 1. janúar 2010. Gert er ráð fyrir að þar verði aðallega um að ræða flutning til fjármálaráðuneytis á forsvari og umsýslu ýmissa eigna, svo sem lóðum og lendum, sem til þessa hafa verið á höndum annarra ráðuneyta.
    Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að áhrif frumvarpsins og þeirra breytinga sem um er fjallað í athugasemdum á kostnað ríkissjóðs verði einkum í formi tilflutnings á kostnaði milli ráðuneyta og stofnana og auki þannig ekki heildarkostnað ríkissjóðs. Í fjárlögum munu áhrifin koma fram í tilflutningi fjárlagaliða og fjárheimilda milli ráðuneyta. Í einhverjum tilvikum kann þó að koma til breytinga á kostnaði, svo sem vegna breytinga á starfsmannafjölda eða húsnæði, en komi til slíkra ófyrirséðra útgjalda eða biðlauna verður að fjalla um það sérstaklega.