Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 85. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 211  —  85. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
                   1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
                  Hlutafé viðskiptabanka og lánafyrirtækis skal að lágmarki nema jafnvirði 5 milljóna evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni. Stofnfé sparisjóðs með starfsemi á Íslandi skal að lágmarki nema jafnvirði 1 milljónar evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni.
     2.      Á eftir 1. gr., er verði 2. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                   Við 51. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Stofnfjáreigendur sparisjóðs kjósa tvo stjórnarmenn, hlutaðeigandi sveitarstjórnir eða héraðsnefndir tilnefna tvo stjórnarmenn og innstæðueigendur einn stjórnarmann samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum sjóðsins. Ef starfssvæði sparisjóðs nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag skulu viðkomandi sveitarstjórnir eða héraðsnefndir koma sér saman um tilnefningu stjórnarmanna, þannig að fulltrúi hvers sveitarfélags sitji ekki lengur en tvö ár samfleytt í stjórn sjóðsins.
                  Stjórnin kýs sér formann úr sínum hópi. Heimilt er að kjósa varamenn, jafnmarga aðalmönnum, eftir sömu reglum og gilda um kosningu aðalmanna. Kosning stjórnar skal vera hlutbundin ef óskað er.
                  Í stjórn sparisjóðs sem er með fleiri en 15 starfsmenn skulu starfsmenn kjósa einn fulltrúa í stjórn sjóðsins. Fulltrúa starfsmanna er ekki heimilt að vera formaður eða varaformaður sjóðsins.
     3.      7. gr. falli brott.
     4.      10. gr., er verði 11. gr., orðist svo:
                   70.–77. gr. laganna falla brott.