Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 134. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 297  —  134. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið að nýju milli 2. og 3. umræðu. Fram hefur komið að eðli innheimtunnar hefur breyst úr innheimtu á afnotagjöldum í skattheimtu. Áður sá Ríkisútvarpið um innheimtu afnotagjalds en við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um Ríkisútvarpið í lok síðasta árs var gjaldtakan færð til skattyfirvalda. Á þeim tíma sem Ríkisútvarpið sá um innheimtu afnotagjaldanna var m.a. samið sérstaklega við Öryrkjabandalag Íslands um afslátt frá gjaldinu til handa lögblindum og heyrnarskertum.
    Nefndin telur eðlilegt að litið verði til sanngirnissjónarmiða við gjaldtökuna eins og verið hefur og beinir því til ríkisstjórnarinnar að skoðað verði sem allra fyrst hvaða afslættir voru veittir á gjöldunum og hvernig unnt er að viðhalda þeim.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Skúli Helgason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. júlí 2009.Oddný G. Harðardóttir,


form., frsm.


Ásmundur Einar Daðason.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Jónína Rós Guðmundsdóttir.


Eygló Harðardóttir.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.Unnur Brá Konráðsdóttir.


Margrét Tryggvadóttir.