Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 163. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Þskj. 299  —  163. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um skilanefndir.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hver skipar og hvernig er skipað í skilanefndir?
     2.      Hver eru verkefni, markmið, ábyrgð og valdsvið skilanefndar?
     3.      Gagnvart hverjum eru skilanefndirnar ábyrgar?
     4.      Eftir hvaða viðmiðum og/eða reglum er farið við skipun skilanefndar?
     5.      Hvernig og hve oft gera skilanefndir grein fyrir störfum sínum?
     6.      Hver hefur eftirlit með störfum skilanefnda?
     7.      Hafa fulltrúar í skilanefnd þurft að hætta störfum, og ef svo er af hverju?


Skriflegt svar óskast.