Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 330, 137. löggjafarþing 156. mál: framhaldsskólar (innheimta efnisgjalds).
Lög nr. 89 18. ágúst 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 92/2008, um framhaldsskóla.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 1. mgr. 45. gr. er framhaldsskólum eftir sem áður heimilt skólaárin 2009–2010, 2010–2011 og 2011–2012 að innheimta af nemendum sem njóta verklegrar kennslu efnisgjald fyrir efni sem skóli lætur nemendum í té og þeir þurfa að nota í námi sínu. Skal það taka mið af raunverulegum efniskostnaði. Efnisgjald skal þó aldrei vera hærra en 50.000 kr. á skólaári eða 25.000 kr. á önn. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar. Um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. ágúst 2009.