Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 136. máls.
137. löggjafarþing 2009.
Prentað upp.

Þskj. 339  —  136. mál.
Form.
Frávísunartillagaí málinu: Frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar (HöskÞ).    Þar sem fram hefur komið að:
     a.      mörg álitaefni og gallar eru á málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar við þinglega meðferð málsins,

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     b.      samningarnir eru ekki í samræmi við umboð Alþingis frá 5. desember 2008 sem kvað á um að mál skyldu leidd til lykta á grundvelli hinna umsömdu viðmiða, Brussel-viðmiðanna svokölluðu, og
     c.      endurskoðunarákvæði samninganna eru þegar virk vegna skuldastöðu þjóðarinnar
leggur 2. minni hluti til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að taka upp viðræður á nýjan leik við bresk og hollensk stjórnvöld á grundvelli Brussel-viðmiðanna. Leitað verði eftir pólitískum farvegi til lausnar deilumálinu eða samningsniðurstöðu á sanngjarnari forsendum.