Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 55. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 55  —  55. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um útgreiðslu séreignarsparnaðar.

Frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.



     1.      Hversu margir hafa nýtt sér heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt lögum nr. 13/2009 sem tóku gildi 14. mars sl.?
     2.      Hversu hátt hlutfall þeirra sem eiga inneign í séreignarsparnaði hefur nýtt sér heimildina?
     3.      Hver er heildarupphæð útgreiðslu lífeyrissjóða vegna heimildarinnar?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að heimildin til útgreiðslu standi lengur en til 1. október 2010?