Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 226. máls.

Þskj. 251  —  226. mál.Frumvarp til laga

um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri lögum.

(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)
I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. tölul. og 3. málsl. 4. tölul. 1. mgr. 2. gr., 1. málsl. 2. mgr. 10. gr., 2. og 3. málsl. 3. mgr. 18. gr., 4. málsl. 1. mgr. 27. gr., tvívegis í 2. mgr. 1. tölul. 31. gr. og 2. málsl. 6. tölul. 37. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóra í því skattumdæmi þar sem móðurfélag er heimilisfast“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

3. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. 58. gr. laganna og orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

4. gr.

    1. mgr. 59. gr. laganna orðast svo:
    Tekjuskatt skal miða við tekjur næsta almanaksár á undan skattákvörðun, nema annað sé venjulegt rekstrarár í atvinnugrein aðila eða hann sýnir, þegar hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár. Getur ríkisskattstjóri þá veitt honum heimild til að hafa það reikningsár í stað almanaksársins. Úrskurður ríkisskattstjóra skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

5. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 60. gr. laganna og orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

6. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjóra“ í 3. málsl. 3. mgr. 62. gr. og orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 3. mgr. 64. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra; og: Ríkisskattstjóri.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
     b.      1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
     c.      Í stað 3. og 4. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvörðun ríkisskattstjóra er kæranleg í samræmi við ákvæði 99. gr. laganna og er úrskurður ríkisskattstjóra endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
     d.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði fyrir framangreindum ívilnunum.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 6. mgr. og 3. málsl. 7. mgr. A-liðar og 1. málsl. 12. mgr. og 2. málsl. 13. mgr. B-liðar kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað 3. og 4. málsl. 8. mgr. A-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu barnabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
     c.      Í stað 4. og 5. málsl. 12. mgr. B-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu vaxtabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

9. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 3. málsl. 1. tölul. og 2. málsl. 7. tölul. 73. gr. og í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 78. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
     a.      Greinin orðast svo:
                  Landið er eitt skattumdæmi og skal starfsstöðvum skipað niður samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra að fengnum tillögum ríkisskattstjóra.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 85. gr. laganna:
     a.      Greinin orðast svo:
                  Fjármálaráðherra skipar ríkisskattstjóra til fimm ára í senn. Engan má skipa í það embætti nema hann uppfylli eftirgreind skilyrði:
                  1.      Hafi óflekkað mannorð eða hafi ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga.
                  2.      Sé lögráða og hafi forræði fjár síns.
                  3.      Sé íslenskur ríkisborgari.
                  4.      Hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða sé löggiltur endurskoðandi. Víkja má þó frá ákvæði þessa töluliðar ef maður hefur aflað sér víðtækrar sérmenntunar eða sérþekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar.
        Þá ræður ráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum og ríkisskattstjóri.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

12. gr.

    86. gr. laganna fellur brott.

13. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 87. gr. laganna:
     a.      Greinin orðast svo:
                  Ríkisskattstjóra er heimilt að ráða umboðsmenn til að sinna afmörkuðum verkefnum vegna skattframkvæmdar.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

14. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 88. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

15. gr.

    Fyrirsögn VIII. kafla laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri o.fl.

16. gr.

    89. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 90. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanni hans“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóra“ og orðanna „skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
     c.      Í stað orðsins „skattstjóra“ og orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanni hans“ í 1. málsl. 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðanna „afhenda skattstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu“ í 6. mgr. kemur: honum sé afhent skýrsla.

19. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. 93. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
     a.      4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur.

21. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1.–4. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 95. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 96. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóri“ hvarvetna í 1.–3. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr.,1. og 2. málsl. 4. mgr. og í 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
     b.      1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Ríkisskattstjóri skal innan tveggja mánaða að jafnaði kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun álagningar og senda hann í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt til skattaðila eða þess sem framtalsskyldan hvílir á.
     c.      3. málsl. 5. mgr. fellur brott.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Þegar skattstjórar hafa lokið álagningu á skattaðila skulu þeir“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á skattaðila skal hann; og orðin „í umdæminu“ í sama málslið falla brott.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 3., 4. og 5. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
     c.      Orðin „ríkisskattstjóra og“ í 5. málsl. 1. mgr. falla brott.
     d.      Í stað orðanna „skulu skattstjórar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: skal ríkisskattstjóri; og orðin „í umdæminu“ í sama málslið falla brott.
     e.      Orðin „í hverju sveitarfélagi“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     f.      Í stað orðanna „Skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanns hans“ og orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. og orðsins „skattstjóri“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
     c.      Í stað 4.–6. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurðir ríkisskattstjóra skulu rökstuddir og sendir kærendum í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
     d.      Orðin „ríkisskattstjóra og“ í 7. málsl. 1. mgr. falla brott.
     e.      2. mgr. orðast svo:
                  Úrskurðir skulu uppkveðnir og undirritaðir af ríkisskattstjóra eða þeim starfsmönnum hans sem fengið hafa til þess sérstaka heimild.
     f.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Kærur til ríkisskattstjóra.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 100. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Á eftir orðinu „yfirskattanefnd“ kemur: þó ekki ákvörðunum skv. 65. gr.

26. gr.

    101. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri skal hafa með höndum álagningu opinberra gjalda samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Ríkisskattstjóri skal í því skyni setja framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og verklagsreglum. Ríkisskattstjóri skal enn fremur birta reglur og ákvarðanir sem hann metur að hafi þýðingu fyrir skattaðila og eftir atvikum gefa út og hafa til sölu.
    Ríkisskattstjóri getur að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni leiðrétt álagningu á skattaðila ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa í hliðstæðu máli hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun skattstjóra eða ríkisskattstjóra var byggð á. Breyting af þessu tilefni getur tekið til skattstofns eða skatts frá og með því tekjuári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, þó lengst sex ár aftur í tímann, talið frá því ári þegar úrskurður eða dómur var kveðinn upp. Beiðni um endurupptöku skal borin fram innan eins árs frá því að skattaðila var eða mátti vera kunnugt um tilefni hennar. Skattaðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörðun samkvæmt þessari málsgrein undir yfirskattanefnd.

27. gr.

    102. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti skattskila fyrir og eftir álagningu opinberra gjalda og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um skattstofn eða skattskyldu manna og lögaðila.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 103. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á“ í 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á.
     b.      Orðin „og 5. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     d.      Orðin „skattstjórum og“ í 3. mgr. falla brott.
     e.      Í stað orðanna „sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra“ í 6. mgr. kemur: sbr. 96. og 97. gr.

29. gr.

    105. gr. laganna fellur brott.

30. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 106. gr. laganna orðast svo: Fjármálaráðherra hefur eftirlit með því að ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri ræki skyldur sínar.

31. gr.

    Orðið „skattstjórum“ í 107. gr. laganna fellur brott.

32. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 108. gr. laganna og í stað „skattstjóra“ í 4. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

33. gr.

    Í stað orðanna „Skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkisskattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 117. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

34. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 5. mgr. 119. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „Ríkisskattstjóra“ í 120. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

35. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 121. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins.

36. gr.

    123. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,
með síðari breytingum.

37. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. og þrisvar í 2. málsl. 3. mgr. og í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. og 1. og 3. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
     b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra samkvæmt ákvæði þessu skal vera endanleg úrlausn málsins á staðgreiðsluári.
     c.      4. mgr. fellur brott.

38. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. og 3. málsl. 4. mgr. 11. gr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 12. gr., 1. og 3. málsl. 2. mgr. 14. gr. og 2. málsl. og fyrirsögn 21. gr. laganna og í stað orðsins „skattstjóri“ í 4. málsl. 4. mgr. 11. gr., 5. málsl. 2. mgr. 20. gr. og 1. málsl. 21. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

39. gr.

    21. gr. a laganna fellur brott.

40. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
     a.      2. mgr. fellur brott.
     b.      Orðin „og breytt ákvörðun skattstjóra ef ástæða er til“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
     c.      Orðið „skattstjórum“ í 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.

41. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn sem hann felur.

42. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti staðgreiðsluskila og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um staðgreiðsluskyldu, stofn og afdrátt staðgreiðslu.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 5. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. 6. mgr. 96. gr.
     c.      Orðin „nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt“ í 3. mgr. falla brott.

43. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 4. mgr. 28. gr. og 1. málsl. 4. mgr. 29. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 4. mgr. og 6. mgr. 28. gr. og orðsins „skattstjórar“ í 33. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið ákvörðun og álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., skal hann útbúa skrá um þessa álögðu skatta og gjöld sem nefnd skal álagningarskrá.
     b.      Í stað orðanna „Að móttekinni álagningarskrá skv. 1. mgr. skal ríkisskattstjóri ákveða“ í 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal ákveða.

45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
     a.      Orðið „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      Í stað orðsins „skattstjórum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
46. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra þar sem aðilar eiga lögheimili“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

47. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr., 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „Skattstjórar“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. og orðsins „Skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 8. gr., 3. og 4. málsl. 5. mgr. 9. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri.

48. gr.

    3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „þess skattstjóra sem annaðist álagningu gjaldsins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
     c.      Í stað orðanna „og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: getur skotið úrskurði ríkisskattstjóra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.
50. gr.

    Í stað orðanna „Fjármálaráðherra felur tilteknum skattstjóra eða ríkisskattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri fer með.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
51. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

52. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra þar sem hann er heimilisfastur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. og 4. mgr. og orðsins „skattstjóra“ í 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

53. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. A laganna:
     a.      Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóra í því skattumdæmi þar sem móðurfélagið er heimilisfast“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

54. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 4. mgr. 6. gr., 2. málsl. 7. mgr. 16. gr., 3. mgr., 1. og 4. málsl. 4. mgr., 5. mgr. og 6. mgr. 24. gr., 2. málsl. 5. mgr. 25. gr., 3. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 2. mgr., 3. málsl. 3. mgr. og 4. málsl. 4. mgr. 26. gr., 1. málsl. 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 29. gr., 1. málsl. 1. mgr. 33. gr., 1. málsl. 3. mgr. 35. gr. og 4. málsl. 1. mgr. 42. gr. og orðsins „skattyfirvöldum“ í 2. málsl. 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 4. mgr. 6. gr., 1. mgr., 2., 4. og 5. málsl. 2. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr., 3. og 4. málsl. 4. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 25. gr., tvívegis í 1. málsl. og 2. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. og tvívegis í 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. og í 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

55. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „ábyrgðarbréfi“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: almennri póstsendingu eða rafrænt.
     b.      3. málsl. 4. mgr. fellur brott.
     c.      Orðin „skattstjóri eða“ í 6. mgr. falla brott.

56. gr.

    Á eftir orðinu „ábyrgðarbréfi“ í 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: almennri póstsendingu eða rafrænt.

57. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
     b.      Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur.

58. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
     a.      1.–3. mgr. falla brott.
     b.      Orðin „skattstjóri eða“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðsins „skattstjórum“ í 3. málsl. 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     d.      Orðin „nema hann feli hana skattstjóra“ í 5. mgr. falla brott.

59. gr.

    45. gr. laganna fellur brott.

60. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Skattstjórar skulu“ í 1. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri skal.
     b.      Orðin „í umdæminu“ í 1. málsl. falla brott.
     c.      Í stað orðanna „Skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 3. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri.

61. gr.

    Í stað orðanna „skattstjórar, skattrannsóknarstjóri ríkisins, ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 47. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
62. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

63. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. og orðsins „skattstjóri“ í 4. og 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
     b.      7. mgr. fellur brott.

64. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Skattstjórar skulu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal.
     b.      Í stað orðanna „Þeir skulu“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Hann skal.
     c.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna,
með síðari breytingum.

65. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjórum“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.
66. gr.

    Í stað orðanna „skattstjórar og ríkisskattstjóri úrskurða um“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri úrskurðar um.

67. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Orðin „skattstjóra og“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Viðkomandi sveitarfélagi er eftir atvikum heimilt að kæra úrskurði ríkisskattstjóra til nefndarinnar með sama hætti og skattaðilar og að uppfylltum sömu skilyrðum.

68. gr.

    Orðin „skattstjóra eða“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

69. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Hafi ríkisskattstjóri kært úrskurð skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Hafi sveitarfélag kært úrskurð ríkisskattstjóra.
     b.      3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     c.      Orðið „skattstjóra“ tvívegis í 2. mgr. fellur brott.
     d.      Orðin „frá skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.

70. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

71. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ tvívegis í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nefndin skal tilkynna skattaðila og umboðsmanni hans um þá ákvörðun.
     c.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.

72. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „hafa legið fyrir skattstjóra“ í 1. málsl. kemur: lágu fyrir.
     b.      5. málsl. fellur brott.

73. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „gefa út“ kemur: birta á vefsíðu sinni.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Birting úrskurða.

74. gr.

    Orðin „samhliða því að endurrit úrskurðar er sent skattstjóra“ í 1. málsl. 18. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með síðari breytingum.
75. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjórum“ í 3. mgr. 79. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun til aldraðra, með síðari breytingum.
76. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

77. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

78. gr.

    Í stað orðsins „skattstjórum“ í 2. málsl. 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
79. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 3. mgr. 21. gr. og 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 25. gr. og orðsins „skattstjórar“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. 25. gr. og 31. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

80. gr.

    Í stað orðanna „hlutaðeigandi skattstjóra“ í 7. mgr. 24. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

81. gr.

    Í stað 1. og 2. málsl. 26. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri semur skrá um álagt útsvar í hverju sveitarfélagi að lokinni álagningu.

82. gr.

    Orðin „eða ábendingu skattstjóra“ í 2. mgr. 34. gr. laganna falla brott.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
með síðari breytingum.

83. gr.

    10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins og yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,
með síðari breytingum.

84. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 3. mgr. 1. gr., 2.–4. mgr. 9. gr., 1. málsl. 2. mgr. og tvívegis í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr., 3. málsl. 1. mgr. 16. gr. og 1. málsl. 1. mgr., 2. málsl. 4. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. og tvívegis í 3. mgr. 13. gr., 1. málsl. 4. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 17. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

85. gr.

    5. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.

86. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Orðin „og breytt ákvörðun skattstjóra ef ástæða er til“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
     b.      Orðið „skattstjórum“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.

87. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
     b.      Í stað orðanna „geta skattstjóri og ríkisskattstjóri krafist“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: er ríkisskattstjóra heimilt að krefjast.
     c.      Í stað orðanna „hafa þessir aðilar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hefur ríkisskattstjóri.

88. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a.      Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit.
     b.      4. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans skv. 1. mgr. svo og 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri vísar til hans skv. 1. mgr. svo og 6. mgr. 96. gr.
     d.      Orðin „nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt“ í 3. mgr. falla brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.
89. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

90. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanns hans“ í 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Orðin „á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður“ í 1. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
     d.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.
91. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. tölul. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XVI. KAFLI
Breyting á áfengislögum nr. 75/1998, með síðari breytingum.
92. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum,
með síðari breytingum.

93. gr.

    Orðin „skattstjóra eða“ í 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
94. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjórar leggja“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri leggur.
     b.      Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum.
95. gr.

    Í stað orðsins „Skattstjóra“ í 1. málsl. 9. mgr. 7. gr. a laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

96. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „skattstjóra þar sem aðili hefur lögheimili“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
     b.      Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. og 3. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

97. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Skattstjórar“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri.
     b.      3. málsl. fellur brott.

98. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 10. gr. a og orðsins „Skattstjóri“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: Ríkisskattstjóri.

99. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Kæru skal beint til tollstjóra eða til ríkisskattstjóra.
     b.      Orðið „skattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: getur skotið úrskurði ríkisskattstjóra.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.
100. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra í sínu skattumdæmi“ í 2. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

101. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra í sínu umdæmi“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

102. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1.–3. málsl. 9. gr., þrisvar í 1. málsl. og 2. málsl. 1. mgr. og 2.–4. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

103. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald,
með síðari breytingum.

104. gr.

    3. málsl. 2. gr. laganna fellur brott.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja.
105. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 6. mgr. 3. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXIII. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
106. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. tölul. 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., með síðari breytingum.
107. gr.

    Í stað orðanna „skattstjórar leggja“ í 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri leggur.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
108. gr.

    Í stað orðanna „viðkomandi skattstjóra“ í d-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar,
með síðari breytingum.

109. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. og orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 14. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
110. gr.

    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. mgr. 59. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu.
111. gr.

    Í stað orðanna „lagðir á af skattstjóranum í Reykjavík“ í 1. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: lagðir á af ríkisskattstjóra.

112. gr.

    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins.

113. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Ríkisskattstjóri skal taka við öllum óloknum málum skattstjóra á hvaða stigi sem þau kunna að standa þegar lög þessi öðlast gildi. Þannig skal ríkisskattstjóri taka við öllum óloknum kærum, erindum, fyrirspurnum og öðrum þeim málum þar sem skattstjóri hefur ekki lokið málsmeðferð samkvæmt þeim lögum sem honum er falin framkvæmd á. Ákvæði um réttindi og skyldur þar sem vísað er til fyrri ákvarðana skattstjóra skulu halda gildi sínu þrátt fyrir að ríkisskattstjóri komi í þeirra stað.

II.


    Stöður skattstjóra skv. 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eru lagðar niður frá og með 1. janúar 2010 og skal þeim sem gegna embætti skattstjóra boðið starf hjá embætti ríkisskattstjóra. Um biðlaunarétt gilda ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frá og með 1. janúar 2010 skulu störf starfsmanna skattstjóra færast til embættis ríkisskattstjóra. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er flutt í framhaldi af vinnu starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði 6. júlí 2009. Hópurinn fékk það meginhlutverk að gera tillögur um leiðir til að lækka kostnað við rekstur skattkerfisins þar sem megináherslan yrði lögð á að sameina og fækka skattstofum án þess að það bitnaði á afköstum skattyfirvalda og þjónustu við skattgreiðendur.
    Frumvarp þetta er samið af fjármálaráðuneytinu í framhaldi af störfum starfshópsins en hann skipuðu: ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri rekstrarskrifstofu fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóri ásamt tveimur skattstjórum.
    Meginniðurstöður starfshópsins voru þessar:
    Núverandi skattframkvæmd er sinnt af embætti ríkisskattstjóra og níu skattstofum. Skattstofurnar eru á Akranesi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Hellu, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjavík. Tvær skattstofur eru nokkuð stórar í samanburði við aðrar ríkisstofnanir, ein er millistór og sex skattstofur eru litlar. Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um rekstrarveltu og ársverk í umræddum stofnunum:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Kostirnir við núverandi fyrirkomulag eru m.a. þeir að með landfræðilegri dreifingu skattstofa myndast ákveðin nærþjónusta við lögaðila og einstaklinga. Auk þess skapar starfsemin störf á landsbyggðinni og mikla staðarþekkingu er að finna á skattstofum. Ókostirnir við slíkt skipulag eru hins vegar skortur á sérhæfingu, ójafnvægi í starfsmannafjölda miðað við skattgreiðendur, óhagkvæmar rekstrareiningar með litlum skattstofum, það að mönnun í stöður fyrir háskólamenntað starfsfólk á fámennum atvinnusvæðum hefur reynst vandkvæðum bundin og mikill kostnaður af mörgum starfseiningum.
    Miklar breytingar hafa orðið á íslenska skattkerfinu sem og starfsemi og hlutverki skattyfirvalda. Þróun í upplýsingatækni hefur gjörbylt vinnulagi og afköstum í skattframkvæmdinni og bætt gæði hennar til muna. Fyrrgreindar breytingar hafa leitt til þess að staðsetning skattstofa í kringum landið skiptir minna máli nú en áður.
    Við endurskipulagningu skattumdæma og breytta verkaskiptingu eru þrjú markmið lögð til grundvallar:
          að lækka kostnað við rekstur skattkerfisins í heild þannig að hann rúmist innan fjárheimilda sem koma til með að skerðast á næstu árum,
          að fækka óhagkvæmum rekstrareiningum, en efla enn frekar þær einingar sem eftir standa,
          að tryggja áframhaldandi árangur og skilvirkni skattyfirvalda.
    Til þess að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum þarf að ráðast í varanlegan niðurskurð í rekstri ríkisstofnana og verkefna. Stofnanir skattkerfisins þurfa í þessu sambandi að skera niður um tæpar 140 millj. kr. á næsta ári og viðbúið að niðurskurður á árinu 2011 verði annar eins. Breytt verkaskipting og sameining skattstofa þarf að taka mið af fyrirliggjandi áætlunum um lækkun útgjalda. Til þess að svo megi verða þarf að endurmeta starfsmannaþörf, beita þeim úrræðum sem skilgreind hafa verið til þess að lækka rekstrarkostnað, byggja á breyttri verkaskiptingu í starfsemi skattkerfisins, svo sem með því að taka upp sameiginlega símsvörun fyrir skattstofur og ríkisskattstjóra, dreifa álagningarvinnu milli starfsstöðva, sem og þjónustuveri ríkisskattstjóra, endurskoða vinnubrögð og setja nýja verkferla í tengslum við fyrirframgert framtal, einfalda kæruafgreiðslu og auka vélrænar keyrslur og vinnslur sem byggjast á samræmdum grunni.
    Í frumvarpinu er lagt til að landið verði gert að einu skattumdæmi undir yfirstjórn embættis ríkisskattstjóra. Starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins verði áfram rekin en í breyttri mynd og það tryggt að hlutfallslegt vægi starfseminnar á landsbyggðinni minnki ekki. Skattstofur, sem þó eru ekki sjálfstæðar stofnanir, verði áfram reknar í hverjum landshluta um sig, á Vesturlandi og Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Auk þess mun ein skattstofa sinna því svæði sem til þessa hefur verið þjónustað af skattstofunum í Reykjavík og á Reykjanesi. Ljóst þykir að sameina þurfi skattstofur Reykjavíkur og Reykjaness í eina skattstofu en með breyttum verkefnum á árinu 2010. Margt mælir með að skattstofa verði rekin í Hafnarfirði, enda er aðalskrifstofa ríkisskattstjóra í Reykjavík. Þannig verði embætti ríkisskattstjóra rekið með fimm útstöðvum, þar af fjórum á landsbyggðinni, sem kallist skattstofur og stýrt verði af forstöðumönnum, en jafnframt verður verkefnum dreift víðar með fjarvinnslu þar sem því verður við komið.
    Frumvarpið gerir þannig ráð fyrir því að sjálfstæð embætti skattstjóra verði sameinuð undir stjórn ríkisskattstjóra. Starfshópurinn sem fyrr var getið um hefur í störfum sínum gert ráð fyrir því að ríkisskattstjóri reki starfsstöðvar í öllum landshlutum, skattstofur, sem sinni almennt og eftir því sem aðstæður krefja þeirri þjónustu og verkefnum sem skattkerfinu er á hverjum tíma ætlað að annast. Má í þessu sambandi hafa hliðsjón af því að staðsetning ein og sér á landsbyggðinni eða innan landshluta, þegar í hlut eiga þjónustustofnanir ríkisins, hefur almennt ekki verið talin hafa í för með sér lækkað þjónustustig við þá sem erindi hafa átt við viðkomandi stofnun. Samfara því að landið verði eitt skattumdæmi verði störf endurskilgreind og verkefni sameinuð frá því sem verið hefur í samræmi við breytt skipulag. Úrlausn verkefna í rafrænu starfsumhverfi er almennt óháð staðsetningu starfsmanna, þannig að tilflutningi og úthlutun verkefna á landsvísu má haga eftir álagi hverju sinni. Gildandi umdæmaskipting hefur og staðið í vegi sameiningar og æskilegrar sérhæfingar við úrlausn og magnafgreiðslu sams konar verkefna, en slíkt vinnulag er ein meginforsenda þess að unnt verði að ná rekstrarhagræðingu. Þannig hefur verið talið miðað við heildarumsvif í almennum rekstri að óhagkvæmt sé að starfrækja samtímis svo sem nú er átta eða níu staðbundnar deildir, svo sem í virðisaukaskatti, eða sama fjölda deilda er hafa með höndum álagningu einstaklingsframtala. Sé litið til baka hefur verið svo um flest samkynja verkefni skattkerfisins að þeim er sinnt af níu aðgreindum stofnunum. Skipting landsins upp í sjálfstæð skattumdæmi hefur einnig haft í för með sér óþarfa flækjustig og flóknar málsmeðferðarreglur þegar skattaðilar hafa t.d. kosið að eiga heimili í einu skattumdæmi og reka eða skrá einkahlutafélag í öðru. Staðsetning þessi er oftar en ekki viðhöfð með skattasniðgöngu að markmiði fremur en að rekstrarleg sjónarmið búi að baki. Jafnframt því að landið verði eitt skattumdæmi á einu stjórnsýslustigi er lagt til að veittur verði sjálfstæður kæruréttur vegna þeirra ákvarðana skattstjóra í tilteknum málaflokkum sem áður voru kæranlegar til ríkisskattstjóra sem æðra stjórnvalds. Út á við er því um eitt stjórnvald að ræða þar sem starfsmenn eru bærir til að taka ákvarðanir í þeim málaflokkum sem þeim hefur verið falið að sinna – óháð staðsetningu þeirra á landsvísu eða búsetu skattaðilans.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 38/2008, um að álagning, eftirlit og önnur skattumsýsla lögaðila með tekjur og eignir umfram tiltekin stærðarmörk skyldi heyra undir Reykjavíkurumdæmi, verði felldar brott. Í upphafi átti skattumsýsla stórfyrirtækja að taka gildi í byrjun árs 2009. Vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í þjóðfélaginu haustið 2008 þótti þó rétt að fresta gildistökunni um eitt ár og var það gert með bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 173/2008. Nú er ljóst að ekki eru lengur fyrir hendi þær aðstæður sem skattumsýsla stórfyrirtækja byggist á og gerir frumvarpið því ráð fyrir því að felld verði brott þau ákvæði er sett voru með lögum nr. 38/2008.
    Reikna má með einhverri fækkun starfsmanna eftir sameiningu en að sú fækkun starfsmanna verði fyrst og fremst með þeim hætti að ekki verði ráðið í störf þeirra sem láta af störfum sökum aldurs eða af öðrum orsökum. Áhersla er lögð á að áfram verði gætt jafnvægis í skipulagi og dreifingu starfa milli höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar og að breytingar þær er frumvarp þetta felur í sér leiði ekki til lakari þjónustu. Í öðru lagi er lögð á það áhersla að breytingarnar leiði ekki til einhliða uppsagna þeirra starfsmanna sem nú starfa á skattstofum landsins og að þannig verði þau störf áfram tryggð svo sem kostur er á meðan skipulagsbreytingarnar ganga yfir. Óhjákvæmilegt er að skipulag starfseminnar þróist í tímans rás og að skipulaginu verði þannig háttað að saman fari góð nýting fjármagns og skilvirk skattframkvæmd. Með bættum samgöngum og auknum rafrænum samskiptum við skattgreiðendur þykir koma til greina að leggja einhverjar einingar niður á næstu árum eftir því sem aðstæður skapast.
    Á síðustu árum hafa skattkerfi Norðurlanda eitt af öðru tekið skref til sameiningar til að mæta vaxandi kröfum um sem mesta hagræðingu og skilvirkni jafnframt því að viðhalda sem hæstu þjónustustigi við skattgreiðendur.
    Með frumvarpi þessu og endurskipulagningu á verkaskiptingu í skattkerfinu er stefnt að aukinni skilvirkni og hagkvæmni við skattframkvæmd.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


    Meginefni frumvarpsins er sú breyting að í stað níu skattstjóra og ríkisskattstjóra verði þessi embætti sameinuð í eitt embætti, þ.e. embætti ríkisskattstjóra. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fella niður tilvísanir til embættis skattstjóra og setja hið sameinaða embætti í þess stað. Þarfnast þessar breytingar ekki frekari skýringa en fram koma í almennum athugasemdum. Í þeim tilvikum sem gera þarf efnisbreytingar sem leiðir af þessari skipulagsbreytingu, þ.e. um eitt stjórnvald verður að ræða, er vísað til eftirfarandi athugasemda við einstakar greinar.

Um 4. gr., c-lið 7. gr., b- og c-lið 8. gr. og b-lið 37. gr.


    Í gildandi rétti eru ákvarðanir skattstjóra samkvæmt þessum afmörkuðu atriðum sem um er fjallað í þessum ákvæðum kæranlegar til ríkisskattstjóra sem æðra stjórnvalds. Þær ákvarðanir sem hér um ræðir hafa þannig ekki verið kæranlegar til yfirskattanefndar. Verði frumvarp þetta að lögum leiðir það til þess að einungis verður um að ræða eitt stjórnsýslustig, þ.e. ríkisskattstjóra. Úrskurðir ríkisskattstjóra verða því endanlegir að því er varðar þessar ákvarðanir og verða ekki kærðir til æðra stjórnvalds.

Um 7. gr.


    Almenna reglan er sú að beiðnir um ívilnanir berist með skattframtölum. Sæta þær því almennri álagningarmeðferð og skattaðila er heimilt að kæra þá ákvörðun í almennum kærufresti eftir álagningu. Ríkisskattstjóri hefur sett reglur um ákvörðun ívilnunar með tilliti til samræmingar milli skattstjóra. Með skipulagsbreytingum þykir rétt, og þar sem ákvörðun um ívilnun er ekki kæranleg til yfirskattanefndar, að fjármálaráðherra setji nánari skilyrði fyrir ívilnun samkvæmt ákvæðinu.

Um 10. gr.


    Við skipulagsbreytingar samkvæmt frumvarpinu falla niður núgildandi umdæmi skattstjóra. Verða skattumdæmin sameinuð í eitt umdæmi og stjórnsýslustig. Staðbundin valdmörk falla þannig niður og ákvarðanir verða teknar óháð búsetu gjaldanda. Starfsemi hins sameinaða ríkisskattstjóraembættis verður skipað niður á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra að fengnum tillögum ríkisskattstjóra. Gert er ráð fyrir því að starfsstöðvar beri eftir sem áður heitið skattstofa þótt hlutverk þeirra breytist og þær verði ekki lengur sjálfstæðar stofnanir í fyrri mynd.

Um 12. gr., 26. gr. og a-lið 58. gr.


    Lagt er til að ákvæði 86. gr. tekjuskattslaga um umboðsmenn skattstjóra verði fellt brott, enda er ákvæðið óþarft þar sem ríkisskattstjóra mun verða heimilt að ráða umboðsmenn til að sinna afmörkuðum verkefnum vegna skattframkvæmdar, sbr. 13. gr. frumvarpsins.
    Með skipulagsbreytingu samkvæmt frumvarpinu fellur niður hið víðtæka leiðbeiningar- og samræmingarhlutverk ríkisskattstjóra gagnvart skattstjórum og er því lagt til að 2. og 3. mgr. 101. gr. tekjuskattslaga falli niður.
    Ákvæði 4. mgr. 101. gr. tekjuskattslaga verður efnislega óbreytt.
    Í a-lið 58. gr. frumvarpsins er lagt til að 2. mgr. 39. gr. laga um virðisaukaskatt verði felld brott, en þar var kveðið á um heimild ríkisskattstjóra til að breyta ákvörðun skattstjóra um virðisaukaskatt og gera aðila skatt að nýju. Vegna skipulagsbreytinga hefur hið sameinaða embætti skattstjóra og ríkisskattstjóra komið í stað skattstjóra og ákvæðið því óþarft. Er því lagt til að málsgreinin falli brott en um beiðnir gjaldanda um endurupptöku virðisaukaskatts að liðnum kærufrestum gildi ákvæði tekjuskattslaga, sbr. 5. mgr. 49. gr. laga um virðisaukaskatt.
    

Um 13. gr.


    Ákvæði um skipun ríkisskattstjóra og ráðningu vararíkisskattstjóra verða samkvæmt frumvarpinu í 85. gr. tekjuskattslaga og er því ákvæðið fellt brott að því er það varðar.
    Gert er ráð fyrir að ríkisskattstjóra verði heimilt að ráða umboðsmenn til að sinna tímabundið afmörkuðum verkefnum ef efni standa til.

Um 16. gr.


    Í núgildandi 89. gr. tekjuskattslaga eru ákvæði um skattlagningarstað manna og lögaðila. Við þá breytingu að landið allt verður eitt skattumdæmi er ákvæðið óþarft enda falla niður staðbundin valdmörk. Eftir sem áður mun álagning útsvars sem miðast við búsetu ákvarðast samkvæmt lögheimili gjaldanda í samræmi við lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.

Um 39. gr., 59. gr., b-lið 63. gr. og 85. gr.


    Ákvæði þessi, auk 16. gr. frumvarpsins að því er varðar 5. mgr. 89. gr. tekjuskattslaga, varða öll lagabreytingar, þar sem felld eru brott ákvæði sem varða fyrirhugaða skattumsýslu stórfyrirtækja þar sem ekki eru lengur fyrir hendi þær aðstæður sem kölluðu á það fyrirkomulag. Að öðru leyti þarfnast greinarnar ekki skýringar.

Um 22. gr.


    Sú efnisbreyting sem lögð er til samkvæmt þessu ákvæði er að hverfa frá fortakslausri skyldu til að senda úrskurði um endurákvörðun álagningar í ábyrgðarbréfi og þess í stað verði þeir að jafnaði sendir í almennum pósti eða rafrænt. Er þetta í takt við þær breytingar sem orðið hafa á því umhverfi og starfsháttum sem stjórnsýslan byggist á í dag þar sem rafræn samskipti verða æ algengari.

Um 25. gr.


    Í núgildandi 65. gr. tekjuskattslaga er ekki gert ráð fyrir að ákvörðun um ívilnun sé kæranleg til yfirskattanefndar. Sú efnisbreyting sem hér er lögð til byggist á því að svo verði áfram, sbr. umfjöllun um 7. gr. frumvarpsins.

Um 27. og 42. gr.


    Ákvæði þessi fjalla um eftirlitshlutverk ríkisskattstjóra. Ekki er um efnisbreytingu að ræða en miðað við mikilvægi þessa þáttar í skattframkvæmd þykir rétt að því sé skipað sérstaklega niður með þessum hætti í lögunum. Að öðru leyti þarfnast ákvæðin ekki frekari skýringar.

Um 36. gr.


    Um er að ræða ákvæði frá eldri tíð sem gengið hefur sitt skeið á enda og er því með öllu óþarft.

Um 73. gr.


    Í núgildandi ákvæði 14. gr. laga nr. 30/1992 er yfirskattanefnd gert skylt að gefa út úrskurði sína á prenti. Nú þegar eru valdir úrskurðir nefndarinnar birtir á vefsíðu hennar. Gera má ráð fyrir því að þeir sem ríkustu hagsmuni hafa af því að kynna sér úrskurðina hafi lagað sig að þessu birtingarformi. Er því lagt til að valdir úrskurðir skuli einungis birtir á vefsíðu nefndarinnar og hefðbundin útgáfa þeirra lögð af.
    

Um 113. gr.


    Greinin fjallar um gildistöku og þarfnast ekki skýringar.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003,
um tekjuskatt, og fleiri lögum.

    Með fumvarpi þessu er lagt til að skattumdæmum verði fækkað og þau sameinuð, auk þess sem verkaskiptingu milli ríkisskattstjóra og skattstofa er breytt. Markmiðið er að auka hagkvæmni og ná fram lækkun kostnaðar í rekstri skattkerfisins án þess að það bitni á þjónustu og afköstum skattyfirvalda. Lagt til að landið verði gert að einu skattumdæmi undir yfirstjórn embættis ríkisskattstjóra. Í tillögum fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að á höfuðborgarsvæðinu muni ein skattstofa sinna því svæði sem til þessa hefur verið þjónustað af skattstofunum í Reykjavík og á Reykjanesi. Reiknað er með að skattstofa verði áfram rekin í Hafnarfirði, enda er aðalskrifstofa ríkisskattstjóra í Reykjavík. Áformað er að reknar verði skattstofur á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi undir yfirstjórn ríkisskattstjóra. Þannig verði embætti ríkisskattstjóra rekið með fimm útstöðvum, þar af fjórum á landsbyggðinni, sem kallist skattstofur og stýrt verði af forstöðumönnum, en jafnframt verður verkefnum dreift víðar með fjarvinnslu þar sem því verður við komið. Núverandi skattframkvæmd er sinnt af embætti ríkisskattstjóra og níu skattstofum og eru því hugmyndir um að fækka starfsstöðvum um fjórar samtals.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 38/2008, um að álagning, eftirlit og önnur skattumsýsla lögaðila með tekjur og eignir umfram tiltekin stærðarmörk skyldi heyra undir Reykjavíkurumdæmi, verði felldar brott. Skattumsýsla stórfyrirtækja átti að taka gildi í byrjun árs 2009, en var frestað um eitt ár vegna þeirra aðstæðna sem upp komu í þjóðfélaginu síðastliðið haust. Auk þess er í frumvarpinu gert ráð fyrir að einungis verði eitt stjórnsýslustig og úrskurðir ríkisskattstjóra því endanlegir að því er varðar þær ákvarðanir sem hægt hefur verið að áfrýja frá skattstjórum til ríkisskattstjóra. Hér er átt við ákvarðanir sem ekki hafa verið kæranlegar til yfirskattanefndar. Í frumvarpi þessu eru hins vegar ekki gerðar breytingar á hlutverki yfirskattanefndar.
    Með markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum þarf að ráðast í varanlegan niðurskurð í rekstri ríkisstofnana og verkefna. Stofnunum skattkerfisins er gert að hagræða í rekstri um tæpar 140 m.kr. á næsta ári. Þessum markmiðum verður meðal annars náð með almennum launalækkunum eins og annars staðar í ríkiskerfinu, takmörkunum á yfirvinnu, uppsögn bílasamninga og lækkun ferðakostnaðar. Í sameinaðri stofnun verður auk þess að endurmeta starfsmannaþörf en áætlanir gera ráð fyrir að fækkun starfsmanna verði fyrst og fremst með þeim hætti að ekki verði ráðið í störf þeirra sem láta af störfum sökum aldurs. Meðalaldur á skattstofum er nokkuð hár og er því gert ráð fyrir að fækkun starfsfólks verði þar af leiðandi nokkuð hröð. Auk þessa verði byggt á breyttri verkaskiptingu í starfsemi, svo sem með því að taka upp sameiginlega símsvörun fyrir skattstofur og ríkisskattstjóra, dreifa álagningarvinnu milli starfsstöðva, sem og þjónustuveri ríkisskattstjóra, endurskoða vinnubrögð og setja í gang nýja verkferla í tengslum við fyrirframgert framtal, einfalda kæruafgreiðslu og auka vélrænar keyrslur og vinnslur sem byggjast á samræmdum grunni.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að markmið fjárlagafrumvarps 2010 um hagræðingu í rekstri skattkerfisins náist þannig að útgjöld ríkissjóðs lækki um 140 m.kr. á ári.