Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 243. máls.
Þskj. 278 — 243. mál.
Með frumvarpi þessu er lagt til að felldur verði brott 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laga um eftirlit með skipum þar sem ákvæðið verður óþarft fyrir skip undir 20 brúttótonnum nái frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna fram að ganga.
Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að haffærisskírteini verði eingöngu gefið út fyrir skip undir 20 brúttótonnum þegar fyrir liggur yfirlýsing tryggingafélags um áhafnartryggingu. Samkvæmt frumvarpi til laga um lögskráningu sjómanna sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi, þar sem lagt er til að lögskráningarskylda skipa nái til allra skráningarskyldra skipa, þ.m.t. skipa undir 20 brúttótonnum, verður slík yfirlýsing lögð fram við lögskráningu líkt og verið hefur um skip yfir 20 brúttótonn. Því er óþarft að leggja fram yfirlýsingu tryggingafélags við útgáfu haffærisskírteinis og þess vegna lagt til að málsliðurinn verði felldur brott.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.
Þskj. 278 — 243. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003.
(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)
1. gr.
2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Með frumvarpi þessu er lagt til að felldur verði brott 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laga um eftirlit með skipum þar sem ákvæðið verður óþarft fyrir skip undir 20 brúttótonnum nái frumvarp til laga um lögskráningu sjómanna fram að ganga.
Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að haffærisskírteini verði eingöngu gefið út fyrir skip undir 20 brúttótonnum þegar fyrir liggur yfirlýsing tryggingafélags um áhafnartryggingu. Samkvæmt frumvarpi til laga um lögskráningu sjómanna sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi, þar sem lagt er til að lögskráningarskylda skipa nái til allra skráningarskyldra skipa, þ.m.t. skipa undir 20 brúttótonnum, verður slík yfirlýsing lögð fram við lögskráningu líkt og verið hefur um skip yfir 20 brúttótonn. Því er óþarft að leggja fram yfirlýsingu tryggingafélags við útgáfu haffærisskírteinis og þess vegna lagt til að málsliðurinn verði felldur brott.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
um eftirlit með skipum, nr. 47/2003.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.