Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 318. máls.

Þskj. 370  —  318. mál.



Frumvarp til laga

um tímabundna breytingu á heimildarlögum um stóriðju
vegna skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012 o.fl.

(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)




I. KAFLI
    Lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og
Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.

1. gr.

    Með lögum þessum staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd., dags. 7. desember 2009, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966 (áður breyttan með viðaukum dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984, 11. nóvember 1985, 16. nóvember 1995 og 5. mars 2007), um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum, á íslensku og ensku.
    Ákvæði viðaukasamnings þess sem um ræðir í 1. mgr. skulu hafa lagagildi hér á landi.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.
2. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Með vísan til 1. mgr. 7. gr. er heimilt að gera viðauka við aðalsamninginn um fyrirframgreiðslu hlutafélagsins á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 sem hér segir:
    Þrátt fyrir ákvæði 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er fjármálaráðherra heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð að hlutafélagið skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skal fjárhæð fyrirframgreiðslunnar taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun hlutafélagsins eftir því sem kveðið verður nánar á um í viðauka við aðalsamninginn.
    Ef uppgjörsmynt hlutafélagsins er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar hlutafélagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum hlutafélagsins, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum.
    Í reglugerðinni skal nánar kveðið á um greiðsludagsetningar, uppgjör fyrirframgreiðslu við álagningu, endurgreiðslu o.fl.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga
um álbræðslu á Grundartanga.

3. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Með vísan til 1. mgr. 6. gr. er heimilt að gera viðauka við fjárfestingarsamninginn um fyrirframgreiðslu félagsins á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 sem hér segir:
    Þrátt fyrir ákvæði 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er fjármálaráðherra heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð að félagið skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skal fjárhæð fyrirframgreiðslunnar taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun félagsins eftir því sem kveðið verður nánar á um í fjárfestingarsamningnum.
    Ef uppgjörsmynt félagsins er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar félagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum félagsins, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum.
    Í reglugerðinni skal nánar kveðið á um greiðsludagsetningar, uppgjör fyrirframgreiðslu við álagningu, endurgreiðslu o.fl.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 12/2003, um heimild til samninga
um álverksmiðju í Reyðarfirði.

4. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, sem orðast svo:
    Með vísan til 1. mgr. 6. gr. er heimilt að gera viðauka við fjárfestingarsamninginn um fyrirframgreiðslu félagsins á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 sem hér segir:
    Þrátt fyrir ákvæði 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er fjármálaráðherra heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð að félagið skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skal fjárhæð fyrirframgreiðslunnar taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun félagsins eftir því sem kveðið verður nánar á um í fjárfestingarsamningnum.
    Ef uppgjörsmynt félagsins er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar félagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum félagsins, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum.
    Í reglugerðinni skal nánar kveðið á um greiðsludagsetningar, uppgjör fyrirframgreiðslu við álagningu, endurgreiðslu o.fl.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.



Fylgiskjal.


SJÖUNDI VIÐAUKI VIÐ

Aðalsamning
milli
Ríkisstjórnar Íslands
og
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.
dags. 28. mars 1966
ásamt
sex viðaukasamningum
dags. 28. okt. 1969, 10. des. 1975, 5. nóv. 1984, 11. nóv. 1985, 16. nóv. 1995 og 5. mars 2007
ásamt fylgiskjölum tilgreindum í aðalsamningi og viðaukasamningum.


RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS (hér eftir einnig nefnd „ríkisstjórnin“), sem iðnaðarráðherra, Arnarhváli, 150 Reykjavík, kemur fram fyrir, í fyrsta lagi,

og

ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD
. (hér eftir einnig nefnt „Alcan“), sem er fyrirtæki stofnað og starfrækt samkvæmt lögum Sviss, og hefur höfuðstöðvar sínar að Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Sviss, í öðru lagi,

(en hér eftir eru framangreindir tveir aðilar sameiginlega nefndir „aðilar“),

hafa hinn 7. desember 2009 gert með sér þennan


SJÖUNDA VIÐAUKASAMNING VIÐ AÐALSAMNINGINN
FRÁ 22. MARS 1966 MEÐ SEX SÍÐARI BREYTINGUM


MEÐ ÞVÍ AÐ ríkisstjórn Íslands og Swiss Aluminium Ltd. gerðu með sér samning um byggingu og rekstur álbræðslu og annarra mannvirkja í Straumsvík, dags. 28. mars 1966, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 76, 13. maí 1966 og tók gildi 20. september 1966, með áorðnum breytingum samkvæmt (i) fyrsta viðauka, dags. 28. október 1969, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 19, 6. apríl 1970 og tók gildi 16. apríl 1970, (ii) öðrum viðauka, dags. 10. desember 1975, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 42, 25. maí 1976 og tók gildi 12. júní 1976, (iii) þriðja viðauka, dags. 5. nóvember 1984, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 104, 30. nóvember 1984 og tók gildi 30. nóvember 1984, (iv) fjórða viðauka, dags. 11. nóvember 1985, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 111, 31. desember 1985 og tók gildi 31. desember 1985, og (v) fimmta viðauka, dags. 16. nóvember 1995, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 155/1995 og tók gildi þann 29. desember 1995, og (vi) sjötta viðauka, dags. 5. mars 2007, sem staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 112/2007 og tók gildi þann 21. júní 2007, ásamt fylgiskjölum og viðaukasamningum (hér eftir nefndur „aðalsamningurinn“);

MEÐ ÞVÍ AÐ fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtök atvinnulífsins og stórnotendur raforku, hins vegar, hafa orðið sammála um ráðstafanir er hafa það að markmiði að stuðla að aukinni tekjuöflun ríkissjóðs á árunum 2010, 2011 og 2012, ásamt því að örva fjárfestingar hér á landi í því skyni að stuðla að atvinnusköpun og bættum hag þjóðarbúsins;

MEÐ ÞVÍ AÐ vegna mikils samdráttar í efnahagslífinu og erfiðrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar hans hefur það orðið að samkomulagi við nokkra af stærstu notendum raforku í landinu að þeir greiði fyrir fram árlega samtals kr. 1.200 milljónir á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðslan skiptist milli aðila í hlutfalli við raforkunotkun. Fyrirframgreiðslan er bundin við uppgjörsmynt þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga;

MEÐ ÞVÍ AÐ þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í lok árs 2012. Þess er að vænta að Ísland verði aðili að alþjóðlegu viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda er geti tekið gildi árið 2013 en ekki liggur fyrir hvernig það viðskiptakerfi verður útfært. Markmiðið er að slík skattheimta feli almennt ekki í sér lakari starfsskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði;

HAFA ÞVÍ aðilar hér með samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á aðalsamningnum í samræmi við 51. gr. aðalsamningsins, dags. 28. mars 1966, ásamt sex viðaukasamningum, (1) dags. 28. okt. 1969, (2) dags. 10. des. 1975, (3) dags. 5. nóv. 1984, (4) dags. 11. nóv. 1985, (5) 16. nóv. 1995 og (6) 5. mars 2007:

1. gr.
Heiti samnings þessa og orðskýringar við hann.


Grein 1.1. Samningur þessi heitir sjöundi viðaukasamningur við aðalsamninginn.

Grein 1.2. Ef samhengi krefst ekki annars skulu hugtök sem notuð eru í samningi þessum hafa sömu merkingu og þeim er gefin í 1. gr. aðalsamningsins.

2. gr.
Breytingar á aðalsamningi er lúta að fyrirkomulagi skattamála á árunum 2010, 2011 og 2012.


Grein 2.1 Við aðalsamninginn bætist nýtt bráðabirgðaákvæði sem hljóðar svo:

„Þrátt fyrir ákvæði 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. og 25. gr. aðalsamningsins, er fjármálaráðherra heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð að ISAL skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skal fjárhæð greiðsluskyldunnar taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun ISAL en hún er 22,73% í hlutfalli af þeim félögum sem sams konar fyrirkomulag nær til. Í fyrirframgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal ISAL því, á árunum 2010, 2011 og 2012, greiða 22,73% af 1.200 m.kr. eða 272.760.000 kr. á hverju ári.

Ef uppgjörsmynt ISAL er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar félagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu opinberra gjalda ISAL, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum. Til endurgreiðslu kemur séu eftirstöðvar af fyrirframgreiðslunni að lokinni álagningu árið 2018, í samræmi við almennar reglur um meðferð ofgreiddra skatta.“

3. gr.
Gildi og staða samnings þessa.


Grein 3.1. Við undirritun samnings þessa af hálfu aðila hans og við lokagerð hans tekur hann gildi.

Grein 3.2. Samningur þessi er gerður sem viðbótarsamningur við aðalsamninginn og skal talinn óaðskiljanlegur hluti af aðalsamningnum (með áorðnum breytingum) svo sem hann væri felldur inn í meginmál hans. Ákvæði aðalsamningsins, með öllum réttindum hans og skyldum, taka ekki öðrum breytingum en þeim sem gerðar eru í samningi þessum og halda að öðru leyti fullu gildi. Allar tilvísanir til aðalsamningsins, sem gerðar eru í fylgiskjölum eða fylgisamningunum, eða hvers þeirra sem er, eða verða gerðar síðar, skulu taldar vera gerðar til aðalsamningsins eins og honum hefur áður verið breytt og eins og honum hefur verið breytt með samningi þessum, nema samhengi krefjist annars.

Grein 3.3. Þegar samningur þessi hefur verið undirritaður af aðilum og tilkynning verið gefin út svo sem mælt er um í 51. gr. aðalsamningsins, skal samningur þessi, ásamt lagafrumvarpi þar að lútandi, lagður fyrir Alþingi til staðfestingar og samþykktar. Við staðfestingu og að fullnægðum öðrum löggjafar- og tilkynningaratriðum skal samningur þessi öðlast gildi („gildistökudagur“) og hafa lagagildi á Íslandi svo sem kveðið verður á um í staðfestingarlögunum.

4. gr.
Ýmis ákvæði.


Grein 4.1. Breyting þessi á aðalsamningnum skal undirrituð og afhent af aðilum í tveimur eintökum. Hvort eintak telst frumeintak og jafngilt hinu.

ÞESSU TIL STAÐFESTU hefur sjöundi viðaukasamningurinn við aðalsamninginn verið undirritaður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og Alcan Holdings Switzerland Ltd. þann dag sem í upphafi greinir, í tveimur eintökum.

Fyrir hönd Fyrir hönd
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS: ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD:



SEVENTH AMENDMENT TO

The Master Agreement
between
The Government of Iceland
and
ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.
dated 28 March 1966
together with
six Supplemental Agreements
dated 28 October 1969, 10 December 1975, 5 November 1984, 11 November 1985, 16 November 1995 and 5 March 2007,
together with the scheduled documents specified in the Master Agreement and Supplemental Agreements


THE GOVERNMENT OF ICELAND (hereinafter also referred to as the “ Government”), represented by its Minister of Industry, of the First Part,

and

ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD.
(hereinafter also referred to as “ Alcan”), a company organized and operated under the laws of Switzerland and having its registered office at Max Högger-Strasse 6, P.O Box, CH-8048, Zurich, Switzerland, of the Second Part,

(with both parties hereinafter referred to jointly as the “ Parties”),

have on the 7th of December 2009, entered into the following


SEVENTH SUPPLEMENTAL AGREEMENT TO THE MASTER AGREEMENT
OF 22 MARCH 1966, WITH SIX SUBSEQUENT AMENDMENTS


WHEREAS the Government and Swiss Aluminium Ltd. entered into an agreement relating to the construction and operation of an aluminium reduction plant and appurtenant facilities at Straumsvík dated March 28, 1966, ratified by Act of the Althing No. 76, May 13, 1966, and effective as of September 20, 1966, amended (I) by a First Amendment dated October 28, 1969, ratified by Act of the Althing No. 19, April 6, 1970, and effective as of April 16, 1970, (ii) by a Second Amendment dated December 10, 1975, ratified by Act of the Althing No. 42, May 25, 1976, and effective as of June 12, 1976, (iii) by a Third Amendment dated November 5, 1984, ratified by Act of the Althing No. 104, November 30, 1984, and effective as of November 30, 1984, (iv) by a Fourth Amendment dated November 11, 1985, ratified by Act of the Althing No. 111, December 31, 1985, and effective as of December 31, 1985, (v) by a Fifth Amendment dated 16 November 1995, ratified by Act of the Althing No. 155/1995 and effective as of 29 December 1995, and (vi) a Sixth Amendment dated 5 March 2007, ratified by Act of Althing No 112/2007 and effective as of 21 June 2007, together with scheduled documents and supplementary agreements (hereinafter as so amended referred to as the “Master Agreement”);

WHEREAS the Minister of Finance and the Minister of Industry, for the first part, and the Confederation of Icelandic Employers (SA) and large-scale users of electricity, for the second part, have agreed on measures designed to promote increased generation of revenues for the State Treasury in the years 2010, 2011 and 2012 and stimulate investment in Iceland for the purpose of promoting the creation of employment and improving the economy;

WHEREAS in the light of the economic recession and the resulting difficult position of the State Treasury an agreement has been reached with some of the largest users of electricity in Iceland to pay an annual amount of ISK 1,200 million in the years 2010, 2011, and 2012 as an advance payment of prospective levies of public taxes in the years 2013–2018. The advance payment will be divided among the parties in proportion to their use of electricity. The advance payment is linked to the reporting currency of the undertakings in question;

WHEREAS this arrangement, together with taxes on electricity and carbon emissions from liquid fuel to be levied under separate legislation will be in place for three years, starting in 2010. The taxes are temporary and will be discontinued at the end of 2012. It is anticipated that Iceland will become a party to an international emission trading system for greenhouse gases, which could enter into effect in 2013, but it is not clear yet what form the trading system will take. The objective is that such taxation should not result in generally less favourable operating conditions for undertakings operating in Iceland in comparison with other European states and foreign competitors in the same markets.

NOW THEREFORE the Parties have agreed to make the following amendments to the Master Agreement pursuant to Article 51 of the Agreement dated 28 March 1966, together with five amendments (1) dated 28 October 1969, (2) dated 10 December 1975, (3) dated 5 November 1984, (4) dated 11 November 1985, (5) dated 16 November 1995 and (6) dated 5 March 2007.

Article 1
Title of this Agreement and Definitions Used Therein


Section 1.1. This Agreement shall be known as the Seventh Amendment to the Master Agreement.

Section 1.2. Unless the context otherwise requires, the terms used in this Agreement shall have the meanings assigned to them in Article 1 of the Master Agreement.

Article 2
Amendments to the Master Agreement relating to prepayment of taxes in 2010, 2011 and 2012


Section 2.1. A transitional provision shall be added to the Master Agreement which reads as follows:

“Notwithstanding the provisions of Article 112 of the Income Tax Act No. 90/2003, cf. Article 25 of the Master Agreement, the Minister of Finance is authorised to provide specifically by a government regulation that the Company should pay, in three equal payments in the years 2010, 2011 and 2012, an advance on the levy of public taxes in the years 2013–2018. For calculation purposes, the amount of the payment shall take account of the proportional use of electricity by the Company, which corresponds to a proportion of 22,73% of the companies which are subject to a similar arrangement. As advance payment pursuant to this provision, the Company is therefore required, in the years 2010, 2011 and 2012, to pay 22,73% of the sum of ISK 1.200 m, or ISK 272.760.000 per year.

If the reporting currency of the Company is a currency other than Icelandic krónur, the advance payment shall be converted based on the exchange rate of the Company's reporting currency on the date of payment. The amount so calculated shall be set off against the public taxes levied on the Company, converted into Icelandic krónur on the day the taxes are levied, in the years 2013–2018. The advance payment for each year will thus undergo no changes other than those that may result from exchange rate trends from the payment date until the date of set-off against levied public taxes. If taxes levied in 2013–2018 do not exceed the advance payments made in the period 2010–2012, then the remaining amount shall be refunded in full by the end of 2018.”

Article 3
Validity and Status of this Agreement


Section 3.1. This Agreement shall take effect on its signature on the part of the Parties and its execution.

Section 3.2. This Agreement is made as supplemental agreement to the Master Agreement pursuant to the provisions of Article 51 thereof and shall be deemed to be an integral part of the Master Agreement (as previously amended) as fully as if it were incorporated therein. Except as modified hereby, the provisions of the Master Agreement, with all its rights and obligations, shall not be changed or affected and shall remain in full force and effect. Unless the context otherwise requires, any reference to the Master Agreement made in the Scheduled Documents or the Scheduled Contracts, or any of them, or otherwise made hereafter shall be deemed to be a reference to the Master Agreement as previously amended and as amended by this Agreement.

Section 3.3. Upon the signature of this Agreement by the parties hereto, and upon notice being given as provided in Article 51 of the Master Agreement, this Agreement, accompanied by a legislative bill relating thereto, shall be submitted to the Althing for ratification and approval. Upon ratification and the completion of all other legislative and notification requirements, this Agreement shall become effective (“Effective Date”) and have the force of law in Iceland as provided in the Ratifying Act.

Article 4
Further provisions


Section 4.1. This Amendment to the Master Agreement shall be signed and delivered by the Parties in two copies. Each such copy shall constitute an authentic original of equal validity with the other copy.


IN WITNESS WHEREOF, this Seventh Amendment to the Master Agreement has been signed on behalf of the Government and Alcan Holdings Switzerland Ltd. as of the date first above written, in two copies.

THE GOVERNMENT OF ICELAND: ALCAN HOLDINGS SWITZERLAND LTD:
By By


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að iðnaðarráðherra verði veitt heimild til að gera, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, viðauka við aðalsamninga eða fjárfestingarsamninga við járnblendiverksmiðjuna í Hvalfirði, álverið á Grundartanga, álverið í Reyðarfirði og álverið í Straumsvík um fyrirframgreiðslu upp í álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á næstu þremur árum, eftir því sem við á.
    Fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtök atvinnulífsins og stórnotendur raforku, hins vegar, hafa, með sameignilegri yfirlýsingu, orðið sammála um eftirtaldar ráðstafanir er hafa það að markmiði að stuðla að aukinni tekjuöflun ríkissjóðs á árunum 2010, 2011 og 2012, ásamt því að örva fjárfestingar hér á landi í því skyni að stuðla að atvinnusköpun og bættum hag þjóðarbúsins:
     1.      Vegna mikils samdráttar í efnahagslífinu og erfiðrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar hans hefur það orðið að samkomulagi við nokkra af stærstu notendum raforku í landinu að þeir greiði fyrir fram árlega samtals 1.200 millj. kr. á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013–2018. Af ástæðum er varða útreikning skiptist fyrirframgreiðslan milli aðila í hlutfalli við raforkunotkun. Fyrirframgreiðslan er bundin við uppgjörsmynt þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga.
     2.      Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í þrjú ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í lok árs 2012. Þess er að vænta að Ísland verði aðili að alþjóðlegu viðskiptakerfi með losun gróðurhúsalofttegunda er geti tekið gildi árið 2013 en ekki liggur fyrir hvernig það viðskiptakerfi verður útfært. Markmiðið er að slík skattheimta feli ekki í sér lakari starfskilyrði fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi sína hér á landi samanborið við önnur Evrópuríki og erlenda samkeppnisaðila á sama markaði.
    Gert er ráð fyrir að við umreiknaða fyrirframgreiðslu bætist ekki vextir, verðbætur eða hvers kyns álag. Það á þó ekki við þegar aðstæður eru með þeim hætti að dráttur hefur orðið á greiðslu fyrirframgreiðslunnar og innheimtumaður hefur þurft að fara í innheimtuaðgerðir vegna þess.
    Til endurgreiðslu kemur ef eftirstöðvar verða af fyrirframgreiðslunni að lokinni álagningu árið 2018. Er það í samræmi við almennar reglur um meðferð ofgreiddra skatta.
    Nánar tiltekið ná ákvæði frumvarps þess sem hér er lagt fram til eftirtalinna stórnotenda raforku sem eru aðilar að framangreindu samkomulagi:
     1.      Járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði, sbr. lög nr. 18/1977.
     2.      Álver Norðuráls ehf. á Grundartanga, sbr. lög nr. 62/1997.
     3.      Álver Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðaráls ehf. á Reyðarfirði, sbr. lög nr. 12/2003.
     4.      Álver Alcan á Íslandi ehf. í Straumsvík, sbr. lög nr. 76/1966, um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd., um álbræðslu við Straumsvík.
    Hvað fyrstu þrjú framangreind fyrirtæki varðar eru fjárfestingarsamningar vegna þeirra gerðir á grundvelli sérstakra heimildarlaga. Er því í frumvarpinu lagt til að iðnaðarráðherra verði með lögum veitt heimild að undirrita viðaukasamninga sem breyti viðkomandi fjárfestingarsamningum, eða aðalsamningum, til að gera framangreint fyrirkomulag fyrirframgreiðslu skatta mögulegt, en samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár skal skattamálum skipað með lögum. Í tilfelli álvers í Straumsvík hefur viðkomandi aðalsamningi og viðaukum við hann verið veitt lagagildi, í heild, eftir gerð þeirra. Samkvæmt því fyrirkomulagi er því fyrst gengið frá viðaukasamningi og hann síðan lögfestur með lögum frá Alþingi. Er með frumvarpi þessu lagt til að sams konar aðferð verði viðhöfð hvað varðar álverið í Straumsvík. Framangreint fyrirkomulag útskýrir því ólíka uppsetningu I. kafla frumvarps þessa gagnvart öðrum köflum þess þótt efnislega sé um sams konar breytingu að ræða gagnvart öllum fjórum fyrirtækjunum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með greininni er lagt til að lögfestur verði samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd., dags. 7. desember 2009, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1996, með síðari breytingum, um byggingu og rekstur álbræðslu í Straumsvík.
    Með viðaukasamningnum er tímabundnu bráðabirgðaákvæði bætt við aðalsamninginn frá 1966, þess efnis að kveðið er á um að fjármálaráðherra sé heimilt að kveða sérstaklega á um í reglugerð að ISAL skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018. Fjárhæð greiðsluskyldunnar skal taka mið af hlutfallslegri raforkunotkun ISAL en hún er 22,73% í hlutfalli af þeim félögum sem sams konar fyrirkomulag nær til. Í fyrirframgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal ISAL því á árunum 2010, 2011 og 2012 greiða 22,73% af 1.200 millj. kr. eða 272.760.000 kr. á hverju ári. Ef uppgjörsmynt ISAL er önnur en íslenskar krónur skal umreikna fyrirframgreiðsluna miðað við gengi uppgjörsmyntar félagsins á greiðsludegi. Þannig reiknuð fjárhæð í erlendri mynt skal ganga á móti álagningu opinberra gjalda ISAL, umreiknuð í íslenskar krónur á álagningardegi, á árunum 2013–2018. Fyrirframgreiðsla hvers árs sem slík tekur þannig engum öðrum breytingum en leiðir af gengisþróun frá greiðsludegi þar til hún gengur á móti álögðum opinberum gjöldum.
    Er þessi breyting sett fram í sjöunda viðauka aðalsamningsins sem dagsettur er 7. desember 2009 og iðnaðarráðherra hefur undirritað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar með fyrirvara um samþykki Alþingis. Gert er ráð fyrir að viðauki þessi verði prentaður sem fylgiskjal með lögunum, á íslensku og ensku.

Um 2. gr.


    Með greininni er lagt til að heimilt verði að gera viðauka við aðalsamning við Elkem A/S frá 1984 um fyrirframgreiðslu járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013– 2018. Nánar vísast til umfjöllunar í almennum athugasemdum.
    Þann 7. desember 2009 voru árituð drög að umræddum viðaukasamningi þar sem fram kemur að fjárhæð greiðsluskyldu Elkem samkvæmt ákvæðinu taki mið af hlutfallslegri raforkunotkun hlutafélagsins en hún er 6,8% í hlutfalli af þeim félögum sem sams konar fyrirkomulag nær til. Í fyrirframgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal hlutafélagið því, á árunum 2010, 2011 og 2012, greiða 6,8% af 1.200 m.kr. eða 81.600.000 kr. á hverju ári.

Um 3. gr.


    Með greininni er lagt til að heimilt verði að gera viðauka við fjárfestingarsamning íslenskra stjórnvalda við Century Aluminium Company og Norðurál ehf., frá 1997, um fyrirframgreiðslu álbræðslunnar á Grundartanga á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018.
    Þann 7. desember 2009 voru árituð drög að umræddum viðaukasamningi þar sem fram kemur að fjárhæð greiðsluskyldu Norðuráls Grundartanga ehf. samkvæmt ákvæðinu taki mið af hlutfallslegri raforkunotkun félagsins en hún er 32,36% í hlutfalli af þeim félögum sem sams konar fyrirkomulag nær til. Í fyrirframgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal félagið því, á árunum 2010, 2011 og 2012, greiða 32,36% af 1.200 m.kr. eða 388.320.000 kr. á hverju ári.

Um 4. gr.


    Með greininni er lagt til að heimilt verði að gera viðauka við fjárfestingarsamning íslenskra stjórnvalda við Alcoa Inc., Fjarðaáls sf., Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðarál ehf., frá 2003, um fyrirframgreiðslu álverksmiðjunnar í Reyðarfirði á opinberum gjöldum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018.
    Þann 7. desember 2009 voru árituð drög að umræddum viðaukasamningi þar sem fram kemur að fjárhæð greiðsluskyldu félagsins samkvæmt ákvæðinu taki mið af hlutfallslegri raforkunotkun félagsins en hún er 38,11% í hlutfalli af þeim félögum sem sams konar fyrirkomulag nær til. Í fyrirframgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal félagið því, á árunum 2010, 2011 og 2012, greiða 38,11% af 1.200 m.kr. eða 457.320.000 kr. á hverju ári.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um tímabundna breytingu á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að iðnaðarráðherra verði veitt heimild til að gera, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, viðauka við fjárfestingarsamninga við þær stóriðjur sem eru í landinu um fyrirkomulag skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012. Tilgangurinn með lagabreytingunum er að auka tekjur ríkissjóðs í samræmi við markmið áætlunar um að jöfnuði verði náð í ríkisfjármálum á næstu fjórum árum. Í þessu frumvarpi er verið að leggja til hluta af þeim breytingum á lögum um tekjuöflun ríkissjóðs sem ætlunin er að flytja þannig að ofangreind áform nái fram að ganga á næsta ári. Samhliða þessu frumvarpi er lagt fram frumvarp til laga um tímabundinn skatt á raforku næstu þrjú ár sem lagður er jafnt á alla raforkunotkun fyrirtækja og einstaklinga.
    Frumvarp þetta gerir ráð fyrir að fjármálaráðherra verði heimilt með reglugerð að kveða á um að tiltekin stóriðjufyrirtæki skuli annars vegar greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018. Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan skuli skiptist milli aðila í réttu hlutfalli við raforkunotkun.
    Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 1.200 m.kr. á ári 2010, 2011 og 2012, vegna fyrirframgreiðslu opinberra gjalda vegna áranna 2013–2018. Skatttekjur ríkissjóðs af þessum tilteknu fyrirtækjum eru þó tímabundnar samkvæmt frumvarpinu og munu því lækka sem þessum tekjuauka nemur árin 2013–2018. Ekki verður séð að frumvarpið muni hafa teljandi áhrif á útgjöld ríkissjóðs verði það óbreytt að lögum.