Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 388  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2010.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (GuðbH, BVG, ÁsmD, SER, ÞBack, OH).



     1.      Við 6. gr. Liður 2.4 falli brott.
     2.      Við 6. gr. Liður 2.12 orðist svo: Að selja húsnæði Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti 23, Akureyri, og ráðstafa andvirðinu til nýbyggingar skólans.
     3.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        2.16    Að selja átthagafélagi gamla prestshúsið á Stað í Aðalvík, Ísafjarðarbæ.
        2.17    Að selja íbúðarhús á Sauðanesi, Langanesbyggð.
        2.18    Að selja mannvirki á jörðunum Selárdal og Uppsölum, Vesturbyggð.
        2.19    Að selja leigjanda gömul hús á Flatey II í Sveitarfélaginu Hornafirði.
        2.20    Að selja fasteignina Hátún 10D, Reykjavík, og láta andvirðið renna í Framkvæmdasjóð fatlaðra.
     4.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.13    Að selja eignarhlut ríkisins í Hraunbæ 102d–102e, Reykjavík.
        3.14    Að selja eignarhlut ríkisins í gamla sjúkrahúsinu á Seyðisfirði eða semja um ráðstöfun eignarinnar.
        3.15    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Hvanneyrarbraut 60, Siglufirði.
        3.16    Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Hlíðarvegi 53, Fjarðabyggð.
        3.17    Að selja eignarhlut ríkisins í Iðngörðum 2, Vatnsleysustrandarhreppi, og ráðstafa andvirðinu til uppbyggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
     5.      Við 6. gr. Liðir 4.4, 4.7 og 4.8 falli brott.
     6.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.9        Að selja hluta af landsvæðum ríkisins við Litla-Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu.
        4.10    Að selja hluta af jörðunum Torfastöðum I og II í Rangárþingi eystra.
        4.11    Að selja jarðarhlutann Rima, Bláskógabyggð.
        4.12    Að selja jörðina Grund (ekki lögbýli) í Skaftárhreppi.
     7.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        5.4        Að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins.
     8.      Við 6. gr. Liður 6.12 falli brott.
     9.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        6.15    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
        6.16    Að leigja viðbótarhúsnæði fyrir landlæknisembættið.
        6.17    Að kaupa landspildur við Dimmuborgir við Mývatn.
        6.18    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir lögreglu og sýsluskrifstofu á Neskaupstað og selja núverandi húsnæði að Miðstræti 18 og Melagötu 2a, Neskaupstað.
        6.19    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir hverfisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
        6.20    Að leigja hentugt húsnæði fyrir lögregluvarðstöð í Vík í Mýrdal.
        6.21    Að leigja hentugt húsnæði fyrir bráðabirgðafangelsi í nágrenni fangelsisins að Litla-Hrauni.
        6.22    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir gæsluvarðhaldsfanga á höfuðborgarsvæðinu og selja núverandi húsnæði að Skólavörðustíg 9 og Kópavogsbraut 17.
        6.23    Að kaupa eða leigja hentugt húsnæði fyrir Þjóðskrá.
     10.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        7.12    Að greiða bætur þeim sem sýkst hafa af lifrarbólgu C við blóðgjafir hér á landi fyrir október 1992. Bætur séu ákveðnar af fjármálaráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra.
        7.13    Að heimila sjúkrahúsum að taka þátt í eða eiga samstarf við fyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. Samningar, sem fela í sér fjárskuldbindingar, skulu lagðir fyrir ráðherra heilbrigðismála og fjármála til staðfestingar.
        7.14    Að undirbúa útboð vegna leigu ríkisins á nýjum Landspítala við Hringbraut.
        7.15    Að heimila Landspítalanum að stofna hlutafélag um byggingu nýs Landspítala og leggja félaginu til nauðsynleg lóðarréttindi ríkisins við Hringbraut undir bygginguna.
        7.16    Að selja eða ráðstafa flugvél Landgræðslu ríkisins, Páli Sveinssyni TF-NPK, til félags eða sjálfseignarstofnunar sem sérstaklega verður stofnuð um rekstur og varðveislu hennar.
        7.17    Að selja flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN.
        7.18    Að semja um afhendingu kirkjulóða og kirkjugarða á ríkisjörðum til þjóðkirkjunnar.