Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 274. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 442  —  274. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félags- og tryggingamálanefndar (SII, ÁÞS, ÓÞ, ÞBack, JRG, BVG).



     1.      Við 7. gr. Við lokamálslið c-liðar bætist: eða ef samningur um endurgreiðslu ofgreiddra bóta liggur fyrir og viðkomandi stendur við greiðsluskyldu sína samkvæmt samningnum.
     2.      Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
                  a.      Á eftir orðunum „80% af meðaltali heildarlauna“ í 2. mgr. kemur: að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals heildarlauna sem umfram er.
                  b.      Í stað „350.000 kr.“ í 3. mgr. kemur: 300.000 kr.
                  c.      Á eftir orðunum „80% af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af“ í 5. mgr. kemur: að fjárhæð 200.000 kr. og 75% af þeirri fjárhæð meðaltals reiknaðs endurgjalds sem umfram er.
     3.      Í stað 20. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (20. gr.)
                       Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Lán vegna hjúkrunarheimila eru lán sem Íbúðalánasjóður veitir sveitarfélögum til kaupa eða byggingar hjúkrunarheimila á grundvelli samnings um byggingu og leigu hjúkrunarheimila fyrir aldraða milli félags- og tryggingamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og viðkomandi sveitarfélags hins vegar með veði í hlutaðeigandi eign.
                  b.      (21. gr.)
                       Á eftir 29. gr. laganna kemur nýr kafli, VII. kafli, Lán vegna hjúkrunarheimila, með einni nýrri grein, 30. gr., er orðast svo ásamt fyrirsögn:

Almennt.


                       Íbúðalánasjóði er heimilt að veita sveitarfélögum lán vegna hjúkrunarheimila sem nemur allt að 100% af byggingarkostnaði eða kaupverði hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á grundvelli samnings sem gerður hefur verið milli félags- og tryggingamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og viðkomandi sveitarfélags hins vegar um byggingu og leigu hjúkrunarheimilis.
                       Lán vegna hjúkrunarheimila skulu tryggð með veði á fyrsta veðrétti í hlutaðeigandi hjúkrunarheimili. Lánið er verðtryggt með föstum vöxtum án heimildar til uppgreiðslu þess. Lánstíminn má nema allt að 40 árum.
                       Íbúðalánasjóði er heimilt að veita sveitarfélögum lán á framkvæmdatíma sem nemur allt að 100% byggingarkostnaðar eins og kostnaðurinn er við lánveitingu á grundvelli samningsins um byggingu og leigu hjúkrunarheimilis, sbr. 1. mgr., enda séu fullnægjandi tryggingar veittar að mati stjórnar Íbúðalánasjóðs.
                       Félags- og tryggingamálaráðherra setur með reglugerð frekari ákvæði um skilyrði lána vegna hjúkrunarheimila, svo sem lánsumsóknir, lánskjör og lánveitingu, þar með talið lánveitingu á framkvæmdatíma.