Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 274. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 456 — 274. mál.
um frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, með síðari breytingum.
Annar minni hluti gerir alvarlega athugasemd við þann hraða og óðagot sem einkennir framlagningu og vinnslu frumvarpsins sem var einungis eina viku til umfjöllunar hjá nefndinni auk þess sem aðilum voru gefnir þrír dagar til að skila inn skriflegum umsögnum um málið. Gestir nefndarinnar og umsagnaraðilar gagnrýndu þennan skamma frest harðlega. 2. minni hluti tekur undir þessa gagnrýni og telur ámælisvert að vinnubrögð sem þessi séu viðhöfð í hverju málinu á fætur öðru.
Frumvarpinu er m.a. ætlað að færa lagareglur til samrýmis við framkvæmd og styður 2. minni hluti að slíkar breytingar séu gerðir. Útfærslu á valdsviði úrskurðarnefndar almannatrygginga telur 2. minni hluti til bóta en bendir þó á að óvíst er hvort lenging á fresti til að kveða upp úrskurði úr tveimur mánuðum í þrjá dugi til. Að mati 2. minni hluta þarf að gera þá kröfu að ekki dragist úr hófi að fá úrskurði í málum enda slíkt illþolanlegt fyrir bótaþega.
Í 11. gr. frumvarpsins er kveðið á um að heimilt verði að framlengja hámarkstímabil endurhæfingarlífeyris í allt að 36 mánuði. 2. minni hluti telur nauðsynlegt að leggja áherslu á endurhæfingu en þykir jafnframt ljóst að ákvæðið muni ekki nýtast sem skyldi enda þarf að styrkja endurhæfingarúrræði til muna. Ekki er nægilegt að kveða á um að leggja eigi áherslu á endurhæfingu ef engin úrræði eru til staðar fyrir þá sem þurfa á henni að halda.
Boðaðar eru breytingar á örorkumatskerfinu á næsta ári þar sem leggja á áherslu á starfsgetu en ekki vangetu til starfs. 2. minni hluti telur um mikilvæga endurskoðun að ræða en leggur jafnframt áherslu á að þörf er á því að endurskoða bótakerfið allt sem er ógagnsætt og flókið. Horfa þarf heildstætt á kerfið, einfalda það og gera það gegnsærra þannig að yfirsýn sé næg og komið verði í veg fyrir oftryggingu.
Fyrir nefndinni var gagnrýnt harðlega að gengið væri harðast gegn þeim hópi sem síst mætti við því. Í tillögum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum á að leggja áherslu á að gæta láglaunafólks í öllum stéttum og hafa öryrkjar sem fá hvað lægstar bætur gagnrýnt að það sama gildi ekki um þá. Þá hafa hagsmunahópar lífeyrisþega gagnrýnt að þeir skuli ekki fá neinn aðlögunartíma vegna þeirra breytinga sem þá varða þegar við aðrar breytingar, svo sem breytingar á sjómannaafslætti, er miðað við fjögur ár. 2. minni hluti telur sömu gagnrýni eiga við um þær breytingar sem lagðar eru til á fæðingarorlofskerfinu þar sem aðlögunartími er enginn.
Í frumvarpinu sem og breytingartillögum meiri hlutans er enn verið að veikja grundvöll fæðingarorlofskerfisins. 2. minni hluti varar við þeim afleiðingum fyrir jafnrétti kynjanna sem geta falist í lækkun á hámarki bóta. Í nefndaráliti meiri hlutans er gagnrýnt að fjármögnun sjóðsins sé ekki nægilega tryggð og telur 2. minni hluti því rétt að árétta að forgangsröðun við niðurskurð í ríkisfjármálum er í höndum ríkisstjórnar. Væri raunverulegur vilji fyrir hendi hefði verið hægt að tryggja að ekki kæmi til frekar skerðingar á fæðingarorlofi með því að forgangsraða þessu mikilvæga jafnréttismáli framar en gert er.
Gagnrýnt hefur verið að ójafnræði ríkir milli barna eftir því hvort þau eiga eitt eða tvö foreldri enda sé markmið kerfisins að tryggja samvistir barns með foreldrum eins lengi og mögulegt er. Í ljósi þessarar gagnrýni telur 2. minni hluti að við endurskoðun nefndarinnar á frumvarpinu hefði verið eðlilegt að skoða þetta ójafnvægi.
2. minni hluti gagnrýnir einnig að ekki skuli hafa verið frekar rætt um að takmarka þá skörun sem getur orðið á fæðingarorlofi foreldra. Réttur barnsins á að ráða í þessu máli. Með því að setja reglur sem takmarka skörun getur komið til útgjaldalækkunar hjá sjóðnum þar sem frestun verður á orlofstöku. Þá er ljóst að það að takmarka ekki með neinum hætti þann tíma sem foreldrar geta tekið saman í fæðingarorlofi eykur líkur á misnotkun kerfisins þar sem annað foreldrið getur unnið samhliða því að fá greitt fæðingarorlof. Slíkt gengur þvert á markmið kerfisins.
Með vísan til framangreinds telur 2. minni hluti ekki unnt að styðja málið.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 456 — 274. mál.
Nefndarálit
um frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um Ábyrgðasjóð launa, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um málefni aldraðra og lögum um húsnæðismál, með síðari breytingum.
Frá 2. minni hluta félags- og tryggingamálanefndar.
Annar minni hluti gerir alvarlega athugasemd við þann hraða og óðagot sem einkennir framlagningu og vinnslu frumvarpsins sem var einungis eina viku til umfjöllunar hjá nefndinni auk þess sem aðilum voru gefnir þrír dagar til að skila inn skriflegum umsögnum um málið. Gestir nefndarinnar og umsagnaraðilar gagnrýndu þennan skamma frest harðlega. 2. minni hluti tekur undir þessa gagnrýni og telur ámælisvert að vinnubrögð sem þessi séu viðhöfð í hverju málinu á fætur öðru.
Frumvarpinu er m.a. ætlað að færa lagareglur til samrýmis við framkvæmd og styður 2. minni hluti að slíkar breytingar séu gerðir. Útfærslu á valdsviði úrskurðarnefndar almannatrygginga telur 2. minni hluti til bóta en bendir þó á að óvíst er hvort lenging á fresti til að kveða upp úrskurði úr tveimur mánuðum í þrjá dugi til. Að mati 2. minni hluta þarf að gera þá kröfu að ekki dragist úr hófi að fá úrskurði í málum enda slíkt illþolanlegt fyrir bótaþega.
Í 11. gr. frumvarpsins er kveðið á um að heimilt verði að framlengja hámarkstímabil endurhæfingarlífeyris í allt að 36 mánuði. 2. minni hluti telur nauðsynlegt að leggja áherslu á endurhæfingu en þykir jafnframt ljóst að ákvæðið muni ekki nýtast sem skyldi enda þarf að styrkja endurhæfingarúrræði til muna. Ekki er nægilegt að kveða á um að leggja eigi áherslu á endurhæfingu ef engin úrræði eru til staðar fyrir þá sem þurfa á henni að halda.
Boðaðar eru breytingar á örorkumatskerfinu á næsta ári þar sem leggja á áherslu á starfsgetu en ekki vangetu til starfs. 2. minni hluti telur um mikilvæga endurskoðun að ræða en leggur jafnframt áherslu á að þörf er á því að endurskoða bótakerfið allt sem er ógagnsætt og flókið. Horfa þarf heildstætt á kerfið, einfalda það og gera það gegnsærra þannig að yfirsýn sé næg og komið verði í veg fyrir oftryggingu.
Fyrir nefndinni var gagnrýnt harðlega að gengið væri harðast gegn þeim hópi sem síst mætti við því. Í tillögum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum á að leggja áherslu á að gæta láglaunafólks í öllum stéttum og hafa öryrkjar sem fá hvað lægstar bætur gagnrýnt að það sama gildi ekki um þá. Þá hafa hagsmunahópar lífeyrisþega gagnrýnt að þeir skuli ekki fá neinn aðlögunartíma vegna þeirra breytinga sem þá varða þegar við aðrar breytingar, svo sem breytingar á sjómannaafslætti, er miðað við fjögur ár. 2. minni hluti telur sömu gagnrýni eiga við um þær breytingar sem lagðar eru til á fæðingarorlofskerfinu þar sem aðlögunartími er enginn.
Í frumvarpinu sem og breytingartillögum meiri hlutans er enn verið að veikja grundvöll fæðingarorlofskerfisins. 2. minni hluti varar við þeim afleiðingum fyrir jafnrétti kynjanna sem geta falist í lækkun á hámarki bóta. Í nefndaráliti meiri hlutans er gagnrýnt að fjármögnun sjóðsins sé ekki nægilega tryggð og telur 2. minni hluti því rétt að árétta að forgangsröðun við niðurskurð í ríkisfjármálum er í höndum ríkisstjórnar. Væri raunverulegur vilji fyrir hendi hefði verið hægt að tryggja að ekki kæmi til frekar skerðingar á fæðingarorlofi með því að forgangsraða þessu mikilvæga jafnréttismáli framar en gert er.
Gagnrýnt hefur verið að ójafnræði ríkir milli barna eftir því hvort þau eiga eitt eða tvö foreldri enda sé markmið kerfisins að tryggja samvistir barns með foreldrum eins lengi og mögulegt er. Í ljósi þessarar gagnrýni telur 2. minni hluti að við endurskoðun nefndarinnar á frumvarpinu hefði verið eðlilegt að skoða þetta ójafnvægi.
2. minni hluti gagnrýnir einnig að ekki skuli hafa verið frekar rætt um að takmarka þá skörun sem getur orðið á fæðingarorlofi foreldra. Réttur barnsins á að ráða í þessu máli. Með því að setja reglur sem takmarka skörun getur komið til útgjaldalækkunar hjá sjóðnum þar sem frestun verður á orlofstöku. Þá er ljóst að það að takmarka ekki með neinum hætti þann tíma sem foreldrar geta tekið saman í fæðingarorlofi eykur líkur á misnotkun kerfisins þar sem annað foreldrið getur unnið samhliða því að fá greitt fæðingarorlof. Slíkt gengur þvert á markmið kerfisins.
Með vísan til framangreinds telur 2. minni hluti ekki unnt að styðja málið.
Alþingi, 15. des. 2009.
Jón Gunnarsson,
frsm.
Pétur H. Blöndal.