Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 461, 138. löggjafarþing 166. mál: innflutningur dýra (djúpfryst svínasæði).
Lög nr. 118 22. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „sbr. þó 4. gr. a“ í 4. mgr. 2. gr. laganna kemur: og 3. mgr. 13. gr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: sbr. þó 3. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Matvælastofnun (yfirdýralækni) er heimilt að veita leyfi til innflutnings á djúpfrystu svínasæði að uppfylltum skilyrðum sem greinir í 8. gr. Einnig má setja skilyrði sem lúta að rannsókn sæðis á einangrunartíma og heilbrigðisástandi og aðbúnaði á því búi þar sem óskað er eftir að nýta sæðið. Komi í ljós að skilyrðum þessum er ekki fullnægt eða Matvælastofnun (yfirdýralæknir) telur smitsjúkdómahættu af sæðinu af öðrum ástæðum skal afturkalla leyfið og eyða sæðinu.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. desember 2009.