Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 486, 138. löggjafarþing 46. mál: vörumerki (EES-reglur).
Lög nr. 117 21. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Hafi eigandi vörumerkis markaðssett vöru eða þjónustu sem nýtur vörumerkjaréttar eða heimilað slíkt innan Evrópska efnahagssvæðisins getur hann ekki síðar hindrað notkun, sölu, leigu, innflutning, útflutning eða annars konar dreifingu vörunnar eða þjónustunnar á því svæði.

2. gr.

     Lög þessi, sem snerta innleiðingu á 1. mgr. 7. gr. fyrstu tilskipunar ráðsins 89/104/EBE frá 21. desember 1988 um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki, sbr. nú tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/95/EB frá 22. október 2008 um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki, öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 2009.