Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 541, 138. löggjafarþing 59. mál: áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (öryggi frístundaskipa).
Lög nr. 155 29. desember 2009.

Lög um breytingu á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.


1. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist nýr töluliður, 7. tölul., svohljóðandi: Frístundafiskiskip er hvert það skip, skrásett sem frístundafiskiskip samkvæmt lögum um skráningu skipa, sem í atvinnuskyni er leigt út til frístundaveiða.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: mennta- og menningarmálaráðherra.
  2. Í stað orðsins „Menntamálaráðuneytið“ í 3. mgr. kemur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.


3. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 7. gr., d-lið 4. mgr. 8. gr., 1. málsl. 1. mgr. 13. gr., 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og í stað sama orðs í 5. mgr. 5. gr., 3. mgr. 6. gr., 2. og 3. mgr. 7. gr., 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: ráðherra.

4. gr.

     Í stað orðsins „Menntamálaráðuneytið“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

5. gr.

     Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi:
Frístundafiskiskip.
     Sá sem er lögmætur handhafi skemmtibátaskírteinis til strand- eða úthafssiglinga eða handhafi annars sambærilegs erlends skírteinis að mati Siglingastofnunar Íslands hefur rétt til að annast stjórn frístundafiskiskips, enda hafi hann jafnframt fengið fullnægjandi kennslu á skipið, m.a. á björgunarbúnað þess, fjarskiptatæki, siglingakort og helstu undirstöðuatriði siglingafræði og siglingareglna.
     Sá sem gerir út frístundafiskiskip ber fulla ábyrgð á að stjórnendur frístundafiskiskipa hafi fullnægjandi réttindi á frístundafiskiskip og hafi auk þess fengið fullnægjandi kennslu á skipin áður en lagt er úr höfn og séu hæfir til þess að annast stjórn skipanna á öruggan hátt, með tilliti til öryggis mannslífa, eigna og umhverfis. Skal hann jafnframt vera í stöðugu fjarskiptasambandi við stjórnendur skipanna eftir að þeim er lagt úr höfn.
     Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur nánari reglur um frístundafiskiskip í reglugerð, m.a. um kennslu á skipin og þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar kennslu og þeirra er sjá um að veita hana. Jafnframt skal ráðherra setja nánari reglur um stærð frístundafiskiskipa, afl og farsvið og um öryggiskröfur sem gerðar eru til frístundafiskiskipa, stjórnenda skipanna og þeirra er gera skipin út og fjarskiptasamband á milli þeirra og stjórnenda skipanna.

6. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 17. gr. laganna kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

7. gr.

     Við 1. mgr. 18. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal greiða gjald vegna kostnaðar sem til fellur vegna próftöku samkvæmt lögum þessum.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2009.