Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 318. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 595  —  318. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um tímabundna breytingu á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012 o.fl.

Frá meiri hluti iðnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Í frumvarpinu er lagt til að iðnaðarráðherra verði veitt heimild til að gera viðauka við fjárfestingarsamninga við þær stóriðjur sem eru í landinu um fyrirkomulag skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012. Tilgangur frumvarpsins er að auka tekjur ríkissjóðs í samræmi við markmið áætlunar um að jöfnuði verði náð í ríkisfjármálum á næstu fjórum árum.
    Verði frumvarpið að lögum verður fjármálaráðherra heimilt að kveða á um það í reglugerð að tiltekin stóriðjufyrirtæki skuli greiða fyrir fram í þremur jöfnum greiðslum á árunum 2010, 2011 og 2012 upp í væntanlega álagningu opinberra gjalda á árunum 2013–2018. Skiptist greiðslan milli aðila í réttu hlutfalli við raforkunotkun.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 22. des. 2009.



Jónína Rós Guðmundsdóttir,


frsm.


Anna Pála Sverrisdóttir.


Arndís Soffía Sigurðardóttir.



Árni Þór Sigurðsson.


Sigmundur Ernir Rúnarsson.