Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 302. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 603  —  302. mál.




Svar



félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur um fjármögnun Fæðingarorlofssjóðs.

    Leitað var upplýsinga um þetta mál hjá Vinnumálastofnun.

     1.      Hverjar eru lögbundnar tekjur Fæðingarorlofssjóðs og hvernig hefur þeim verið breytt frá gildistöku laga nr. 95/2000?
    Fæðingarorlofssjóður fær tekjur af gjaldstofni til tryggingagjalds og hefur sjóðurinn fengið 1,08% hlutdeild í gjaldinu frá árinu 2005 en árin á undan var hlutdeildin 0,85%.

     2.      Hverjar hafa árlegar tekjur og útgjöld sjóðsins verið frá og með árinu 2001?
     3.      Hver hefur staða sjóðsins verið um hver áramót frá árinu 2001?

    Lög nr. 95/2000 komu til framkvæmda 1. janúar 2001. Taflan sýnir árlegar tekjur og útgjöld Fæðingarorlofssjóðs frá og með árinu 2001 og stöðu sjóðsins um hver áramót.
    Ef áætlun um tekjur og gjöld á árinu 2009 gengur eftir verður sjóðurinn með jákvæða eiginfjárstöðu í árslok 2009, en sjóðurinn hefur verið með neikvæða eiginfjárstöðu frá árinu 2004.

Fæðingarorlofssjóður. Tekjur og útgjöld 2001–2009 (millj. kr.).

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 20091
Tekjur 3.554 3.892 3.966 4.152 5.898 7.381 8.066 9.505 10.044
Gjöld 2.853 4.654 5.682 6.716 6.724 7.069 8.161 9.753 10.325
Tekjuafgangur/halli fyrir ríkisframlag 701 762 –1.716 –2.564 –826 312 –95 –248 –248
Ríkisframlag 412 362 361 422 435 479 493 514 579
Tekjuafgangur/halli ársins 1.113 –400 –1.355 –2.142 –391 791 398 266 331
Eiginfjárstaða í lok árs 2.519 2.531 1.176 –966 –1.538 –737 –328 –79 252
1Áætlaðar tekjur í fjárlögum 2009.