Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 631  —  352. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Frá allsherjarnefnd.     1.      Við 2. gr. Á eftir orðinu „atkvæða“ í 2. mgr. komi: á landinu öllu.
     2.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Á kjörseðli skal koma fram eftirfarandi: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“
                  Á kjörseðli skulu gefnir tveir möguleikar á svari, þ.e. „Já, þau eiga að halda gildi“ og „Nei, þau eiga að falla úr gildi“.
     3.      Við 7. gr. Í stað orðanna „svo fljótt sem kostur er“ komi: á sama tíma um land allt að undangenginni auglýsingu.
     4.      Við 9. gr. 3. og 4. málsl. orðist svo: Landskjörstjórn skal skipa umboðsmenn til að gæta tveggja ólíkra sjónarmiða við atkvæðagreiðsluna og úrlausn ágreiningsmála. Ekki skal meta atkvæði ógilt nema óljóst sé hvernig kjósandi hefur greitt atkvæði.
     5.      Við 10. gr. Í stað orðanna „daginn eftir að“ í 3. mgr. komi: um leið og.