Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 298. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 637 — 298. mál.
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um sjóði í vörslu ráðuneytisins.
1. Hver eru verkefni fóðursjóðs, búnaðarsjóðs, garðávaxtasjóðs og verðmiðlunar landbúnaðarvara?
Fóðursjóður.
Fóðursjóður er starfræktur samkvæmt 31. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en greinin hljóðar svo;
„Andvirði tolla af innfluttu fóðri og hráefnum í það í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem skal vera í vörslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er heimilt að greiða innflytjendum eða kaupendum fóðurs fé úr fóðursjóði sem samsvarar tollum þeim sem þeir hafa greitt við innflutning vörunnar eða fóðurkaup. Þá er enn fremur heimilt að greiða framleiðendum búvara fé úr fóðursjóði eftir afurðamagni. Ráðherra getur falið Bændasamtökum Íslands að annast greiðslur samkvæmt þessari grein og skal þá Ríkisendurskoðun endurskoða reikninga sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð um starfsemi fóðursjóðs og tilhögun greiðslna.“
Með skírskotun til reglugerðar nr. 431/1995, með síðari breytingum, hefur andvirði fóðurtolla á hráefni til fóðurgerðar verið endurgreitt að fullu til innflytenda, sama á við um fóðurblöndur sem upprunnar eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
Búnaðarsjóður.
Búnaðargjald er innheimt samkvæmt lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, og nemur það 1,2% af veltu búvöru og tengdrar þjónustu hjá búvöruframleiðendum. Tekjum af gjaldinu er varið í samræmi við viðauka við lögin, þ.e. til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinasambanda og Bjargráðasjóðs.
Garðávaxtasjóður.
Frá og með 1. janúar 2008 varð breyting á Garðávaxtasjóði, sem stjórn Framleiðnisjóðs hafði annast um árabil, í samræmi við 22. gr. laga nr. 58/2007, um breytingu á búvörulögum, en þar segir:
„Styrktarsjóður sá sem varð til vegna tekna af sölu og leigu á eignum, ásamt sjóðum Grænmetisverslunar landbúnaðarins, skal sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins og lúta þeim lögum og reglum sem um hann gilda.“
Sjóðurinn hefur verið sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins, samkvæmt þessari lagabreytingu.
Verðmiðlun.
Verðmiðlunargjald, verðskerðingargjald og verðtilfærslugjald eru lögð á samkvæmt 19., 20. og 22. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, og eru eftirfarandi:
Innheimta skal verðmiðlunargjald á heildsölustigi af afurðum nautgripa og sauðfjár og telst gjaldið til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd búvöru. Verðmiðlunargjaldið skal vera 0,65 kr. á lítra af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks.
Tekjum af verðmiðlunargjaldi skal m.a. varið þannig:
a. til verðmiðlunar á milli afurðastöðva til þess að jafna flutningskostnað frá framleiðendum að afurðastöðvum í þeim tilgangi að auðvelda hagkvæman rekstur stöðvanna og til þess að greiða nauðsynlega flutninga á milli svæða þar sem vöntun kann að vera á einstökum afurðum, sbr. 60. gr.,
b. til að koma á hentugri verkaskiptingu á milli afurðastöðva,
c. til að jafna aðstöðu afurðastöðvanna til að koma framleiðsluvörum sínum á markað.
Við ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjaldi er heimilt að taka tillit til stærðar og staðsetningar afurðastöðva svo að unnt sé að styrkja sérstaklega rekstur þeirra þar sem það þykir hagkvæmur kostur vegna landfræðilegrar einangrunar.
Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.“
Síðustu árin hefur fé sem safnast hefur í sjóðinn verið ráðstafað með hlutfallslegri endurgreiðslu til þeirra lögaðila sem greiddu gjöldin.
Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts til framleiðenda og skal gjaldið vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Innheimta skal verðskerðingargjald á heildsölustigi af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði og skal gjaldið vera 2 kr. á kg.
Verðskerðingargjaldi skal varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan og til að leiðrétta birgðastöðu kjöts.“
Frá og með 1. september 1998 skal innheimta verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Gjald þetta telst til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd. Verðtilfærslugjaldið skal vera 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjald þetta greiðist út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu innan lands eftir ákvörðun verðlagsnefndar.“
2. Hversu mikið fjármagn höfðu þessir sjóðir til ráðstöfunar árin 2007, 2008 og 2009 og hversu mikið er áætlað að þeir hafi 2010?
Með vísun til fjárlaga nam ráðstöfunarfé þessara sjóða eftirfarandi:
Eins og sést á töflunni hafa tölur yfir Fóðursjóð og verðmiðlun landbúnaðarvara sveiflast nokkuð milli ára. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2008 segir m.a.: „Þá er gert er ráð fyrir að verðtilfærslugjald á mjólk verði fellt niður árið 2008 og að Fóðursjóður verði lagður niður í áföngum á næstu þremur árum. Á árinu 2008 munu fjárveitingar vegna niðurfellingar verðtilfærslugjalds lækka um 307 m.kr. og um 300 m.kr. vegna fóðursjóðs.“ Þetta gekk ekki eftir.
3. Kemur til greina að mati ráðherra að leggja sjóðina niður eða færa þá til greinanna sjálfra?
Ekki eru uppi nein áform um breytingar á núverandi fyrirkomulagi.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 637 — 298. mál.
Svar
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um sjóði í vörslu ráðuneytisins.
1. Hver eru verkefni fóðursjóðs, búnaðarsjóðs, garðávaxtasjóðs og verðmiðlunar landbúnaðarvara?
Fóðursjóður.
Fóðursjóður er starfræktur samkvæmt 31. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, en greinin hljóðar svo;
„Andvirði tolla af innfluttu fóðri og hráefnum í það í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem skal vera í vörslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er heimilt að greiða innflytjendum eða kaupendum fóðurs fé úr fóðursjóði sem samsvarar tollum þeim sem þeir hafa greitt við innflutning vörunnar eða fóðurkaup. Þá er enn fremur heimilt að greiða framleiðendum búvara fé úr fóðursjóði eftir afurðamagni. Ráðherra getur falið Bændasamtökum Íslands að annast greiðslur samkvæmt þessari grein og skal þá Ríkisendurskoðun endurskoða reikninga sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð um starfsemi fóðursjóðs og tilhögun greiðslna.“
Með skírskotun til reglugerðar nr. 431/1995, með síðari breytingum, hefur andvirði fóðurtolla á hráefni til fóðurgerðar verið endurgreitt að fullu til innflytenda, sama á við um fóðurblöndur sem upprunnar eru frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
Búnaðarsjóður.
Búnaðargjald er innheimt samkvæmt lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, og nemur það 1,2% af veltu búvöru og tengdrar þjónustu hjá búvöruframleiðendum. Tekjum af gjaldinu er varið í samræmi við viðauka við lögin, þ.e. til Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinasambanda og Bjargráðasjóðs.
Garðávaxtasjóður.
Frá og með 1. janúar 2008 varð breyting á Garðávaxtasjóði, sem stjórn Framleiðnisjóðs hafði annast um árabil, í samræmi við 22. gr. laga nr. 58/2007, um breytingu á búvörulögum, en þar segir:
„Styrktarsjóður sá sem varð til vegna tekna af sölu og leigu á eignum, ásamt sjóðum Grænmetisverslunar landbúnaðarins, skal sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins og lúta þeim lögum og reglum sem um hann gilda.“
Sjóðurinn hefur verið sameinaður Framleiðnisjóði landbúnaðarins, samkvæmt þessari lagabreytingu.
Verðmiðlun.
Verðmiðlunargjald, verðskerðingargjald og verðtilfærslugjald eru lögð á samkvæmt 19., 20. og 22. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, og eru eftirfarandi:
„19. gr.
Innheimta skal verðmiðlunargjald á heildsölustigi af afurðum nautgripa og sauðfjár og telst gjaldið til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd búvöru. Verðmiðlunargjaldið skal vera 0,65 kr. á lítra af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks.
Tekjum af verðmiðlunargjaldi skal m.a. varið þannig:
a. til verðmiðlunar á milli afurðastöðva til þess að jafna flutningskostnað frá framleiðendum að afurðastöðvum í þeim tilgangi að auðvelda hagkvæman rekstur stöðvanna og til þess að greiða nauðsynlega flutninga á milli svæða þar sem vöntun kann að vera á einstökum afurðum, sbr. 60. gr.,
b. til að koma á hentugri verkaskiptingu á milli afurðastöðva,
c. til að jafna aðstöðu afurðastöðvanna til að koma framleiðsluvörum sínum á markað.
Við ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjaldi er heimilt að taka tillit til stærðar og staðsetningar afurðastöðva svo að unnt sé að styrkja sérstaklega rekstur þeirra þar sem það þykir hagkvæmur kostur vegna landfræðilegrar einangrunar.
Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.“
Síðustu árin hefur fé sem safnast hefur í sjóðinn verið ráðstafað með hlutfallslegri endurgreiðslu til þeirra lögaðila sem greiddu gjöldin.
„20. gr.
Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts til framleiðenda og skal gjaldið vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Innheimta skal verðskerðingargjald á heildsölustigi af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði og skal gjaldið vera 2 kr. á kg.
Verðskerðingargjaldi skal varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan og til að leiðrétta birgðastöðu kjöts.“
„22. gr.
Frá og með 1. september 1998 skal innheimta verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Gjald þetta telst til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd. Verðtilfærslugjaldið skal vera 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjald þetta greiðist út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu innan lands eftir ákvörðun verðlagsnefndar.“
2. Hversu mikið fjármagn höfðu þessir sjóðir til ráðstöfunar árin 2007, 2008 og 2009 og hversu mikið er áætlað að þeir hafi 2010?
Með vísun til fjárlaga nam ráðstöfunarfé þessara sjóða eftirfarandi:
Millj. kr. | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | |
04-827 | Fóðursjóður | 615 | 315 | 115 | 1.400 |
04-818 | Búnaðarsjóður | 280 | 310 | 320 | 320 |
04-828 | Garðávaxtasjóður | 5 | 5 | 5 | 5 |
04-824 | Verðmiðlun landbúnaðarvara | 383 | 89 | - | 405 |
Eins og sést á töflunni hafa tölur yfir Fóðursjóð og verðmiðlun landbúnaðarvara sveiflast nokkuð milli ára. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2008 segir m.a.: „Þá er gert er ráð fyrir að verðtilfærslugjald á mjólk verði fellt niður árið 2008 og að Fóðursjóður verði lagður niður í áföngum á næstu þremur árum. Á árinu 2008 munu fjárveitingar vegna niðurfellingar verðtilfærslugjalds lækka um 307 m.kr. og um 300 m.kr. vegna fóðursjóðs.“ Þetta gekk ekki eftir.
3. Kemur til greina að mati ráðherra að leggja sjóðina niður eða færa þá til greinanna sjálfra?
Ekki eru uppi nein áform um breytingar á núverandi fyrirkomulagi.