Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 174. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 771  —  174. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar


(AtlG, HHJ, ArnaJ, GLG, ÞBack, RM).     1.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Í stað orðanna „1. september 2010“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða V í lögunum kemur: 1. september 2011.
     2.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi taka þegar gildi að undanskildum ákvæðum c-liðar 2. gr. um línuívilnun sem taka gildi 1. júní 2010, ákvæðum 3. gr. sem taka gildi 1. september 2010 og ákvæði til bráðabirgða I sem tekur gildi 15. apríl 2010.
     3.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Orðin „og eru veiðar á skötusel á grundvelli þessara aflaheimilda óheimilar á svæðinu á milli línu réttvísandi suður úr Krísuvíkurbergsvita 63°49´8 N og 22°04´2 V og línu réttvísandi suðaustur úr Hvítingum (grp. 18) 64°23´9 N og 14°28´0 V.“ í 1. mgr. falli brott.
     4.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Frá og með fiskveiðiárinu 2010/2011 skal skipta leyfilegum heildarafla karfa upp í gullkarfa og djúpkarfa. Skal aflahlutdeild hvers fiskiskips í hvorri tegund byggjast á reiknigrunni hvers skips og skal hann fundinn þannig: Reikna skal út hlut hvers skips í gullkarfa og djúpkarfa og nota sem viðmiðunarafla fyrir gullkarfa 37.500 lestir og 12.500 lestir fyrir djúpkarfa. Leggja skal til grundvallar að aflahlutdeild hvers skips í hvorum stofni sé sú hin sama og hún var í karfa hjá viðkomandi skipi 1. febrúar 2010. Útgerðum fiskiskipa skal síðan gefinn kostur á eftirfarandi:
              1.      Fái veiðiskip minna en 12,5 lestir af djúpkarfa í sinn hlut skal reiknigrunnur viðkomandi skips hækkaður um allt að 12,5 lestum í gullkarfa og skerðist að sama marki reiknigrunnur skipsins í djúpkarfa. Óski útgerð veiðiskips hins vegar eftir því við Fiskistofu fyrir 1. júlí 2010 að halda úthlutun aflahlutdeildar í djúpkarfa að hluta eða öllu leyti tekur reiknigrunnur skipsins mið af því.
              2.      Fái skip 12,5 lestir af djúpkarfa í sinn hlut eða meira getur útgerð þess óskað eftir því við Fiskistofu fyrir 1. júlí 2010 að reiknigrunnur viðkomandi skips hækki um allt að 12,5 lestum í gullkarfa og skerðist að sama marki reiknigrunnur skipsins í djúpkarfa.
             Að loknum fresti tilgreindum í 1. og 2. tölul. 1. mgr. skal Fiskistofa reikna út aflahlutdeild hvers veiðiskips á grundvelli hins endurreiknaða reiknigrunns í gullkarfa og djúpkarfa og tilkynna síðan útgerðum veiðiskipa um niðurstöður úthlutunar aflahlutdeildar í gullkarfa og djúpkarfa. Ráðherra hefur heimild til að setja reglugerð um nánari útfærslu á reiknigrunni og úthlutun aflahlutdeildar samkvæmt ákvæði þessu.