Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 450. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 782  —  450. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 88/2005, lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sóleyju Ragnarsdóttur frá fjármálaráðuneyti og Snorra Olsen frá tollstjóra.
    Í frumvarpinu er lagt til að hefðbundnum gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna tilgreindra uppgjörstímabila á árinu 2010 verði dreift á tvo gjalddaga. Lagt er til að þetta fyrirkomulag skerði ekki heimild til að færa til innskatts allan virðisaukaskatt viðkomandi tímabils þótt einungis hluti hans hafi verið greiddur.
    Frumvarpið er lagt fram í framhaldi af lögum nr. 17/2009, sem unnin voru í samræmi við tillögur Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, en þar voru gjalddagar aðflutningsgjalda ákveðnir þrír en ekki tveir eins og hér er gert.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Magnús Orri Schram skrifar undir álitið með fyrirvara.
    Tryggvi Þór Herbertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. mars 2010.Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Lilja Mósesdóttir.


Magnús Orri Schram,


með fyrirvara.Ögmundur Jónasson.


Pétur H. Blöndal.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.Þór Saari.


Eygló Harðardóttir.