Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 808  —  468. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.

Flm.: Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson, Gunnar Bragi Sveinsson.1. gr.

    Í stað 3. og 4. mgr. 8. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Aflamark veiðiskips á hverju fiskveiðiári, veiðitímabili eða vertíð ræðst af leyfðum heildarafla í viðkomandi tegund og hlutdeild skipsins í þeim heildarafla skv. 2. mgr. Þó skulu aflaheimildir sem ráðstafað er í tilteknum fisktegundum árlega til eflingar sjávarbyggðum skv. 10. gr., línuívilnunar skv. 11. gr. og strandveiða koma til frádráttar í aflamarki sömu tegunda hjá einstökum veiðiskipum hlutfallslega miðað við heildarúthlutun til þeirra reiknað í þorskígildum á grundvelli laga þessara og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Skal miðað við samanlagða úthlutun í upphafi hvers fiskveiðiárs og síðustu heildarúthlutun í þeim tegundum sem ekki er úthlutað í upphafi fiskveiðiárs, miðað við þorskígildi við úthlutun. Hafi skip ekki nægar heimildir í einhverri tegund til að mæta skerðingu samkvæmt þessari grein, að teknu tilliti til heimildar til breytinga milli tegunda skv. 1. mgr. 11. gr. og flutnings milli fiskveiðiára skv. 4. mgr. 11. gr., skal Fiskistofa veita hlutaðeigandi útgerð tveggja mánaða frest til að flytja fullnægjandi veiðiheimildir á skipið. Hafi það ekki verið gert innan þess frests fellur leyfi þess til veiða í atvinnuskyni niður tímabundið þar til úr hefur verið bætt. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa.

2. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Aflaheimildir samkvæmt þessari grein skulu skiptast milli tegunda í hlutfalli við leyfilegt heildarmagn í þeim tegundum sem ráðstafað er samkvæmt þessari grein.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Um langt skeið hefur það verið tíðkað að nýta hluta aflaheimilda til ýmiss konar jöfnunaraðgerða, ívilnana og uppbóta. Þetta hefur verið umdeilt fyrirkomulag, en á rætur sínar að rekja til lagasetningar sem allir þingflokkar hafa komið að með einhverjum hætti. Í þessu frumvarpi er þess freistað að setja fram tillögu um sanngjarnara fyrirkomulag þessara tilfærslna með því að miða útreikning á þeim út frá grundvelli heildarþorskígilda en ekki á grundvelli úthlutana í þeim fjórum fisktegundum eins og nú er miðað við.
    Á grundvelli núgildandi 10. gr. laga um stjórn fiskveiða er aflaheimildum úthlutað til byggða og jöfnunaraðgerða. Í fyrsta lagi er þessum heimildum ætlað að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga á aflamarki einstakra tegunda. Í annan stað til stuðnings byggðarlögum, í samráði við Byggðastofnun, þannig að hluti fari til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski. Annar hluti fari til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað afla í viðkomandi byggðarlögum og sem hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn.
    Til viðbótar við þetta er í 11. gr. laganna gert ráð fyrir að tilgreindur hluti þorskveiðiheimilda, 3.375 tonn af óslægðum þorski, fari til þess að standa undir línuívilnun og síðan getur ráðherra ákveðið hámark á heildarmagn steinbíts og ýsu til línuívilnunarinnar.
    Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ætlað er að festa í sessi svonefndar strandveiðar og er gert ráð fyrir að lögfesta að 6 þúsund tonn, sem að langmestu er þorskur, verði veidd á grundvelli þess fyrirkomulags. Ætla má að áhrifa þeirrar ákvörðunar muni gæta við útgáfu aflamarks á næsta fiskveiðiári. Samkvæmt útreikningum sem nú liggja fyrir er ljóst að strandveiðarnar munu þýða viðbótartilfærslu frá krókaaflamarks- og aflamarksskipum upp á 3,4%. Nemur þá tilfærsla vegna skel- og rækjubáta, byggðakvóta, línuívilnunar og strandveiða alls 8,6% af úthlutuðum aflaheimildum í þorski.
    Nánar er þessum málum skipað í reglugerð, sem ráðherra setur í kjölfar þess að ákvörðun er tekin um heildaraflamark í einstökum fisktegundum innan fiskveiðiárs. Sú reglugerð kveður á um hversu mikil skerðing verður á úthlutun í einstökum tegundum til aflamarks á hverju fiskveiðiári. Skerðingin í aflamarki vegna þessara aðgerða tekur bara til fjögurra fisktegunda, þorsks, ýsu, ufsa og steinbíts. Nánar má sjá upplýsingar um þetta í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2009/2010, nr. 676/2009, frá 30. júlí 2009. *
    Í fylgiskjali I er tafla úr 2. gr. reglugerðarinnar.

Tillaga um jafnari skiptingu.
    Óhjákvæmilegt er þegar þetta fyrirkomulag er viðhaft að það leiði til þess að kvótaskerðing skipa verði mjög mismunandi. Til dæmis er ljóst að skip sem eru með hlutfallslega stóran hluta aflaheimilda sinna í þessum fjórum tilgreindu tegundum verða fyrir hlutfallslega mestri skerðingu en skip sem hafa á hinn bóginn einkanlega úthlutaðan kvóta í öðrum tegundum sæta minni skerðingu eða hreinlega alls engri.
    Þetta telja flutningsmenn þessa frumvarps óréttlátt. Burtséð frá skoðun manna á þessum tilfærslum innan fiskveiðistjórnarkerfisins er eðlilegt að þær leiði ekki til þess að áhrifin komi svo ójafnt niður á einstökum útgerðum og skipum sem raun ber vitni.
    Í töflu sem hér fylgir með sem fylgiskjal II koma áhrifin glöggt fram. Þónokkrar útgerðir verða ekki fyrir neinni skerðingu á aflamarki vegna þessa fyrirkomulags, aðrar mjög lítilli, en þær útgerðir sem mestri skerðingu sæta verða fyrir kvótaminnkun sem nemur allt að 4,8% af úthlutuðum aflaheimildum. Meðaltalsskerðingin er um 2,5%.
    Eðlilegra er að skerðing aflaheimilda eða framlag útgerðanna í tilfærslur innan fiskveiðiársins verði á grundvelli úthlutaðra þorskígilda. Þar með væri tryggt að allir legðu hlutfallslega jafnmikið af mörkum, eða væntanlega um 2,5% af aflaheimildum sínum.
    Umreikna þarf því aflaheimildir útgerða í þorskígildi og skerðingar yrðu gerðar hlutfallslega á grundvelli þeirra. Framlag frá útgerðunum yrði þó ávallt á grundvelli þeirra tegunda sem skertar eru í samræmi við lögin og reglugerð um veiðar í atvinnuskyni sem gefin er út fyrir hvert fiskveiðiár. Umreikningur í þorskígildi er til að gæta jafnræðis og auðvelda reikning á hlutfallslegri skerðingu hvers og eins.
    Eins og jafnan þegar verið er að gera breytingar á málum sem geta snert mikilsverða hagsmuni koma upp álitamál sem taka þarf afstöðu til. Skal nú farið nokkrum orðum um þau atriði.

Nokkur álitamál.
    Til eru útgerðir sem ekki eiga aflaheimildir í þessum fjórum tegundum sem notaðar eru fyrir tilfærslurnar. Í frumvarpinu er þá einfaldlega gert ráð fyrir að þeim beri að útvega sér slíkar heimildir. Það geta þær gert með því að kaupa þær varanlega, leigja þær innan fiskveiðiársins eða með jöfnum skiptum, t.d. með því að skipta út síld fyrir þorsk. Er því eðlilegt að hafa ákvæði í lögunum sem gefi þessum útgerðum umþóttunartíma til að útvega sér slíkar heimildir. Vert er að gæta þess að nægur tími sé veittur án þess þó að framkvæmd dragist úr hófi og því lagt til að Fiskistofa veiti tveggja mánaða frest til að flytja fullnægjandi veiðiheimildir á skipið. Mikilvægt er að tryggja virkni ákvæðisins en gæta jafnframt meðalhófs og ganga ekki lengra en nauðsyn krefst. Því er lagt til að verði fullnægjandi veiðiheimildir ekki útvegaðar innan tilskilins frests falli niður leyfi skipsins til veiða í atvinnuskyni tímabundið þar til úr hefur verið bætt.
    Annað álitaefni er að í sumum tegundum er aflaheimildum ekki úthlutað til fiskveiðiárs, heldur á almanaksári. Því liggur ekki fyrir í þeim tilvikum hvaða heimildir menn fá við upphaf fiskveiðiárs. Eðlilegt er hins vegar að aflaheimildir þessar fari líka inn í það að standa undir tilfærslunum sem þetta frumvarp fjallar um. Til þess að ná utan um þetta mál er eðlilegast að styðjast við úthlutaðar heimildir í þeim tegundum samkvæmt úthlutun almanaksársins á undan og því lagt til að sú verði framkvæmdin samkvæmt ákvæðinu.
    Loks má nefna þriðja álitaefnið sem lýtur að því hvort taka eigi með inn í þennan útreikning aflaheimildir utan lögsögu okkar, til dæmis í Barentshafi. Um þetta geta væntanlega verið skiptar skoðanir. Þó er þess að geta að þessar heimildir eru komnar til vegna samninga við aðrar þjóðir, sem í sumum tilvikum hafa haft í för með sér gagnkvæmni í veiðirétti og geta því haft áhrif á aflaheimildir innan okkar lögsögu. Sanngirnisrök mæla og með því að þær útgerðir sem þennan veiðirétt hafa á grundvelli íslensks fullveldis taki þátt í tilfærslunum innan hins íslenska fiskveiðikerfis til jafns við aðrar útgerðir. Er því lagt til að ákvæðið nái til allra úthlutaðra aflaheimilda.

Álitaefni leidd til lykta.
    Þau álitaefni sem hér er fjallað um hafa oft verið til umræðu. Nú er komið að því að leiða þau til lykta með sanngjörnum hætti. Það tilfærslufyrirkomulag sem er í fiskveiðistjórnarlögunum og hér er gert að umræðuefni hefur að sönnu verið umdeilt. Það er hins vegar til staðar og hefur meðal annars byggðalegan tilgang. Allir stjórnmálaflokkar hafa með einum eða öðrum hætti komið að gerð þess lagaverks sem skapar grundvöll þess. Tilgangur þessa frumvarps er að skipa fyrirkomulagi þess með sanngjarnari hætti en nú er.


Fylgiskjal I.


Leyfilegur heildarafli í óslægðum botnfiski fyrir fiskveiðiárið
1. september 2009 til 31. ágúst 2010.

(Úr 2. gr. reglugerðar nr. 676/2009, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2009/2010.)Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Fylgiskjal II.


Úthlutað aflamark 1. september, loðnuúthlutun í febrúar og úthlutun á árinu 2007, allt í þorskígildum. Skerðing í þorski, ýsu, ufsa og steinbít reiknað í þorskígildum vegna skel- og rækjubáta, byggðakvóta og línuívilnunar.

Eigandi Þorskígildi 2006/ 2007 og árið 2007 Skerðing í þorskígildum Skerðing
í %
HB Grandi hf. 56.372.610 815.828 1,4472
Brim hf. 28.908.417 796.603 2,7556
Samherji hf. 35.936.430 712.218 1,9819
Þorbjörn hf. 19.756.339 630.834 3,1931
Vísir hf. 15.693.074 620.638 3,9549
FISK-Seafood hf. 19.847.386 502.792 2,5333
Rammi hf. 16.485.057 445.746 2,7039
Vinnslustöðin hf. 20.467.209 392.757 1,9190
Samtals allir einstaklingar 9.010.900 387.428 4,2996
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. 10.837.700 333.018 3,0728
Skinney-Þinganes hf. 15.818.214 276.796 1,7499
Nesfiskur ehf. 7.568.081 257.679 3,4048
Ísfélag Vestmannaeyja hf. 19.390.284 235.262 1,2133
Síldarvinnslan hf. 23.489.719 194.362 0,8274
Soffanías Cecilsson hf. 4.760.072 184.177 3,8692
Bergur-Huginn ehf. 5.591.650 179.739 3,2144
Eskja hf. 14.086.796 174.396 1,2380
Ögurvík hf. 7.138.495 160.211 2,2443
Ós ehf. 3.408.855 143.303 4,2038
Stakkavík ehf. 2.859.080 132.822 4,6456
Loðnuvinnslan hf. 5.368.964 129.257 2,4075
Hraðfrystihús Hellissands hf. 3.029.831 129.185 4,2638
Guðmundur Runólfsson hf. 3.780.615 128.338 3,3946
Frosti ehf. 2.877.492 123.074 4,2771
Gjögur ehf. 8.778.116 116.252 1,3243
Stálskip ehf. 5.160.159 105.240 2,0395
Oddi hf. 2.232.933 96.222 4,3092
Fiskvinnslan Kambur ehf. 2.060.688 95.561 4,6373
Gullberg ehf. 2.798.903 94.829 3,3881
K G fiskverkun ehf. 1.818.151 80.666 4,4367
Jakob Valgeir ehf. 1.803.220 79.081 4,3855
Útgerðarfélagið Einhamar ehf. 1.696.406 77.742 4,5827
Fjarðarey ehf. 1.622.626 70.439 4,3411
Fiskkaup hf. 1.691.804 65.702 3,8835
Dala-Rafn ehf. 1.694.667 65.222 3,8487
Frár ehf. 1.323.079 56.502 4,2705
Bergur ehf. 1.557.919 54.442 3,4945
Auðbjörg ehf. 1.628.153 49.014 3,0104
Saltver ehf. 1.278.689 48.919 3,8257
Steinunn hf. 1.080.213 47.215 4,3709
Guðbjartur ehf. 947.352 44.986 4,7486
Þórsnes ehf. 902.068 41.917 4,6468
Dodda ehf. 883.162 41.552 4,7049
Geir ehf. 1.060.164 39.606 3,7359
Útnes ehf. 889.199 38.565 4,3371
Norðureyri ehf. 803.732 38.175 4,7497
Festi Útgerð ehf. 829.775 38.164 4,5993
Útgerðarfélagið Ós ehf. 794.020 37.669 4,7441
Hásteinn ehf. 1.138.395 37.171 3,2652
Rekavík ehf. 1.016.333 36.728 3,6138
Hafnarnes hf. 1.323.903 36.602 2,7647
Valafell ehf. 826.092 34.206 4,1407
Sólbakki ehf. 1.145.551 33.487 2,9232
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 6.350.285 31.023 0,4885
Þiljur ehf. útgerðarfélag 671.044 30.934 4,6099
Marver ehf. 645.901 29.960 4,6385
Nóna ehf. 642.021 29.058 4,5260
Birnir ehf. 691.816 29.020 4,1948
Skarðsvík hf. 770.748 28.897 3,7492
Sandvíkingur ehf. 617.817 28.838 4,6677
Breiðavík ehf. 603.040 28.412 4,7115
Farsæll ehf. 634.356 28.076 4,4259
Sæfell hf. 586.376 27.840 4,7478
Sigurbjörn ehf. 570.018 26.985 4,7340
Sigurður Ólafsson ehf. 754.784 26.744 3,5432
Þórsberg ehf. 644.320 25.969 4,0304
Sandbrún ehf. 623.654 25.188 4,0387
Útgerðarfélagið Glófaxi ehf. 847.722 24.732 2,9174
Rif ehf. 515.249 24.469 4,7490
Örninn GK 203 ehf. 496.398 22.700 4,5729
BESA ehf. 490.922 22.250 4,5324
Agustson ehf. 649.895 22.103 3,4011
Litlalón ehf. 576.906 22.025 3,8177
Guðbjartur SH-45 ehf. 469.792 21.777 4,6355
Vestri ehf. 483.830 21.125 4,3662
Melnes ehf. 453.047 21.100 4,6573
Sólborg ehf. 441.914 21.001 4,7523
Álfsfell ehf. 436.016 20.741 4,7570
Útgerðarfélagið Ósk ehf. 941.616 20.026 2,1268
Bjarg ehf. 445.827 20.008 4,4878
Krossey ehf. 802.783 19.875 2,4757
Hafborg ehf. 462.538 19.872 4,2963
Sverrisútgerðin ehf. 408.412 19.302 4,7261
Narfi ehf. 637.601 19.006 2,9808
Nónvarða ehf. 431.412 19.004 4,4051
A.Ó.A. útgerð ehf. 420.933 18.857 4,4797
Sjávarmál ehf. 407.788 18.843 4,6209
Lýsing hf. 392.681 18.706 4,7636
Esjar ehf. 401.724 18.542 4,6155
Borgarhöfði ehf. 383.976 18.200 4,7400
Útgerð Arnars ehf. 395.802 17.589 4,4439
Kristinn J. Friðþjófsson ehf. 369.165 17.367 4,7044
Dóri ehf. 701.821 16.090 2,2926
Ölduós ehf. 336.994 15.486 4,5953
Nesver ehf. 470.431 15.412 3,2761
Frosti hf. Súðavík 824.794 15.391 1,8660
Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. 361.807 15.112 4,1768
Selháls ehf. 449.645 14.948 3,3243
Útgerðarfélagið Haukur hf. 338.723 14.540 4,2926
Hólmsteinn Helgason ehf. 300.342 13.990 4,6580
Skarfaklettur ehf. 409.460 13.807 3,3719
Hjálmar ehf. 305.569 13.718 4,4893
Útgerðarfélagið Dvergur hf. 344.635 13.605 3,9477
Geitahlíð ehf. 282.597 13.401 4,7422
Siglfirðingur ehf. 285.155 13.353 4,6826
Vík ehf. útgerð 279.742 13.289 4,7504
Króksskip ehf. 282.344 12.950 4,5865
Jens Valgeir ehf. 300.826 12.678 4,2145
Bárður SH 81 ehf. 370.375 12.552 3,3890
Fiskiver ehf. 364.120 12.403 3,4063
Aðalbjörg sf. 441.603 12.381 2,8036
Súlan ehf. 1.070.748 12.359 1,1543
Fanney SH-248 ehf. 264.596 12.357 4,6703
Flói ehf. 277.290 12.126 4,3732
Akraberg ehf. 259.748 12.113 4,6636
Sæbjörg ehf. 282.497 12.052 4,2662
Knarrareyri ehf. 251.486 11.954 4,7534
Farsæll ehf. 402.233 11.901 2,9587
Happi hf. 250.797 11.733 4,6784
Flugalda ehf. 238.868 11.374 4,7616
Berti G ehf. 236.030 11.238 4,7614
Ingimar Magnússon ehf. 232.863 11.051 4,7456
Fiskvon ehf. 230.577 10.861 4,7104
Útgerðarfélagið Már ehf. 264.407 10.858 4,1067
Hrímgrund ehf. 248.792 10.459 4,2038
Sæmanda ehf. 221.266 10.437 4,7172
Söndungur ehf. 220.020 10.434 4,7423
Óli Guðnýjar ehf. 218.643 10.415 4,7636
Sæmundsson og synir ehf. 326.638 10.333 3,1634
Lukka ehf. 215.191 10.205 4,7425
Þorkell Árnason ehf. 215.643 10.029 4,6506
Þorskadalur ehf. 211.608 9.934 4,6945
Leó ehf. 218.524 9.882 4,5219
Útgerðarfélagið Skúli ehf. 208.691 9.867 4,7282
Grímsi ehf. 249.048 9.841 3,9515
Útgerðarfélagið Ás ehf. 206.246 9.772 4,7379
Fiskverkun Kalla Sveins ehf. 203.407 9.672 4,7550
Útgerðarfélagið Öngull ehf. 203.388 9.652 4,7456
Grábrók ehf. 208.434 9.584 4,5980
Ólafur ehf. 206.595 9.549 4,6222
Hvönn ehf. 270.399 9.455 3,4966
Marex ehf. 203.881 9.435 4,6277
Útgerðarfélagið Kjarkur ehf. 201.121 9.395 4,6715
Önundur ehf. 198.328 9.272 4,6751
Uggi fiskverkun ehf. 207.929 9.246 4,4469
Smári Einarsson ehf. 384.304 9.187 2,3906
Manus ehf. 377.700 9.164 2,4263
Háastöng ehf. 203.530 9.155 4,4981
Húnaflói ehf. 188.099 8.822 4,6902
Kæja ehf. 326.378 8.744 2,6790
Friðrik Bergmann ehf. 219.875 8.719 3,9653
Hlökk ehf. 181.174 8.585 4,7388
Hampás ehf. 187.068 8.574 4,5836
Þensla ehf. 182.533 8.501 4,6573
Ævarr ehf. 225.370 8.498 3,7708
Ebbi-útgerð ehf. 177.256 8.293 4,6786
Víkurver ehf. 174.120 8.266 4,7475
Bjartsýnn ehf. 175.622 8.215 4,6779
Siglunes ehf. 170.998 8.132 4,7556
Jói Blakk ehf. 163.976 7.769 4,7380
Bergdís ehf. 155.812 7.391 4,7434
Rafn ehf. 157.679 7.181 4,5542
Bogey ehf. 144.821 6.862 4,7380
Von ehf. 143.276 6.825 4,7636
Sjóli ehf. 365.503 6.771 1,8525
Erpur ehf. 148.558 6.737 4,5350
Útgerðarfélagið Hvammur hf. 141.439 6.723 4,7536
Hlunnar ehf. 141.004 6.715 4,7626
G.B.Magnússon ehf. 144.103 6.677 4,6334
Ægir ehf. 137.827 6.550 4,7523
Gjálfur ehf. 139.734 6.467 4,6284
Benóný ehf. 148.913 6.376 4,2815
Stefán Rögnvaldsson ehf. 159.167 6.359 3,9953
Hólmsteinn hf. 136.609 6.356 4,6526
Gústi Bjarna ehf. 131.068 6.234 4,7565
FiskAri ehf. 135.211 6.223 4,6025
Les ehf. 130.445 6.210 4,7609
Jói ehf. 129.467 6.163 4,7601
Friðfinnur ehf. 129.906 6.149 4,7335
Portland ehf. 126.678 6.034 4,7636
Heimaskagi ehf. 149.514 6.009 4,0193
Milla ehf. 125.314 5.924 4,7273
Krosshamar ehf. 123.986 5.896 4,7550
Keilir ehf. 123.916 5.871 4,7377
Sandvík ehf. 124.505 5.834 4,6855
Útgerðarfélagið Braut ehf. 122.142 5.818 4,7636
Þróttur ehf. 122.188 5.748 4,7039
Reitsvík ehf. 118.528 5.641 4,7592
Máni ÁR 70 ehf. 120.666 5.457 4,5221
Sælind ehf. 115.281 5.452 4,7290
Kross ehf. 114.704 5.444 4,7461
Njörður ehf. 113.658 5.401 4,7519
Sæljómi ehf. 111.297 5.227 4,6966
Glaður ehf. 109.736 5.222 4,7588
Níels Jónsson sf. 110.650 5.197 4,6969
Útgerðarfélagið Kári ehf. 109.044 5.166 4,7376
Tindur ehf. 130.884 5.132 3,9210
Jökull ehf. 122.606 5.119 4,1754
Stuðlaberg útgerð ehf. 108.422 5.111 4,7142
Gunnar Hámundarson ehf. 111.052 5.090 4,5837
Stelpurnar ehf. 107.317 5.090 4,7427
Páll Helgi ehf. 119.785 5.086 4,2458
Marinó Jónsson ehf. 105.274 5.010 4,7591
Hafsbrún ehf. 104.995 4.973 4,7369
Útgerðarfélagið Stekkjavík 101.133 4.798 4,7446
Ásgeir ÞH 198 ehf. 98.674 4.699 4,7624
Stapadalur ehf. 98.756 4.687 4,7460
Kári Borgar ehf. 98.007 4.659 4,7541
Eyfreyjunes ehf. 96.947 4.586 4,7306
Tása ehf. 94.154 4.485 4,7636
Peð ehf. 94.470 4.481 4,7438
Gæfa ehf. 166.519 4.454 2,6747
Hraungerði ehf. 93.287 4.439 4,7584
Krossi-útgerðarfélag ehf. 92.964 4.419 4,7531
Halldór fiskvinnsla ehf. 92.510 4.402 4,7589
Útgerðarfélagið Grímur ehf. 92.246 4.340 4,7046
Njáll ehf. 91.529 4.310 4,7084
Hræsvelgur ehf. 90.463 4.309 4,7636
Útgerðarfélagið Súlur ehf. 90.099 4.283 4,7537
Hempill ehf. 89.966 4.209 4,6784
Fiskihóll ehf. 86.968 4.124 4,7421
Útgerðarfélagið Særoði ehf. 86.979 4.124 4,7413
VS útgerð ehf. 86.200 4.106 4,7636
Hersir ehf. 85.911 4.059 4,7249
Margrét ehf. 84.573 4.026 4,7607
Lundey ehf. 92.109 4.005 4,3479
Hælsvík ehf. 83.984 3.993 4,7541
Ocean Direct ehf. 95.440 3.936 4,1245
Magnús Ingimarsson ehf. 79.079 3.726 4,7116
Gullbrandur ehf. 78.033 3.715 4,7604
Hrúteyri ehf. 77.929 3.712 4,7636
Sægarpur ehf. 77.589 3.676 4,7372
Bjarmi sf. 75.750 3.608 4,7636
Skutull ehf. 75.835 3.594 4,7390
Flóki ehf. 92.558 3.565 3,8522
Rimý ehf. 73.123 3.482 4,7617
Kríli ehf. 74.162 3.469 4,6772
Fiskverkun Sigfúsar og Páls ehf. 74.044 3.441 4,6471
Guðdís ehf. 74.686 3.433 4,5962
Blikaberg ehf. 72.378 3.413 4,7149
Kalli í Höfða ehf. 71.793 3.408 4,7476
Hafnartangi ehf. 74.116 3.397 4,5828
Jakob Hendriksson ehf. 71.748 3.387 4,7204
Útgerðarfélag Siglufjarðar ehf. 70.945 3.380 4,7636
Vestmar ehf. 70.511 3.350 4,7504
Útgerðarfélagið Leifur Heppni ehf. 70.488 3.345 4,7450
Hlöðver og Gestur ehf. 70.678 3.343 4,7305
Sæfar ehf. 69.245 3.296 4,7596
Huldu Keli ehf. 69.112 3.292 4,7636
Víkurberg ehf. 77.998 3.286 4,2132
Gýmir ehf. 69.048 3.284 4,7558
Útgerðarfélagið Kúld ehf. 70.376 3.263 4,6366
Dúan 6868 ehf. 68.530 3.262 4,7593
Útgerðarfélag Íslands ehf. 70.284 3.236 4,6047
Hornbanki ehf. 67.707 3.215 4,7488
Fálkahorn ehf. 67.115 3.188 4,7497
Malli ehf. 69.090 3.157 4,5694
Flæðarmál ehf. 65.969 3.124 4,7359
Kóni ehf. 72.612 3.055 4,2070
Árný ehf. 63.763 3.007 4,7152
Búhamar ehf. 64.720 3.004 4,6409
Drúði ehf. 61.854 2.937 4,7485
Garraútgerðin sf. 61.466 2.926 4,7604
Eyfang ehf. 59.585 2.829 4,7475
Þórugil ehf. 59.126 2.807 4,7478
Hafvík ehf. 58.937 2.796 4,7445
Útgerðarfélagið Tóft ehf. 59.876 2.779 4,6407
Kumblavík ehf. 57.703 2.747 4,7611
Reynir Þór ehf. 98.885 2.731 2,7622
Móhóll ehf. 57.889 2.723 4,7047
Litli Tindur ehf. 55.885 2.661 4,7615
Auðunn SF-48 ehf. 55.230 2.583 4,6766
Slyngur ehf. 53.409 2.544 4,7630
ST 2 ehf. 82.905 2.533 3,0555
Einherji ehf. 53.168 2.530 4,7590
Fálki NK-7 ehf. 52.378 2.486 4,7454
Emel ehf. 70.239 2.451 3,4901
Svala SU ehf. 51.299 2.443 4,7625
Útgerðarfélagið Gummi ehf. 51.052 2.423 4,7453
Unnvör ehf. 50.917 2.416 4,7453
Hjörtur Sigurðsson ehf. 50.442 2.394 4,7466
Pétursey ehf. 66.713 2.381 3,5694
Þröstur SU-30 ehf. 49.907 2.377 4,7636
Sigurður Haraldsson ehf. 103.942 2.376 2,2860
Geirsvík ehf. 49.859 2.373 4,7595
Örn SF- útgerðarfélag ehf. 50.425 2.367 4,6949
Stekkjarvík ehf. 53.390 2.360 4,4210
Beiti ehf. 49.520 2.359 4,7636
Hólmi NS 56 ehf. 49.581 2.357 4,7545
Sammi ehf. 49.139 2.331 4,7446
Blikaból ehf. 48.813 2.325 4,7636
Leifi-útgerð ehf. 48.240 2.290 4,7479
Djúpþúfa ehf. 48.174 2.285 4,7442
Guðmundur Elíasson ehf. 47.923 2.268 4,7325
Útgerðarfélagið Berg ehf. 47.549 2.265 4,7636
Ingþór Helgi ehf. 47.259 2.245 4,7514
Útgerðarfélagið Björg ehf. 47.046 2.232 4,7437
Dögun ehf. 88.600 2.212 2,4968
G.Ben útgerðarfélag ehf. 46.706 2.201 4,7128
Dúan sf. 46.166 2.199 4,7636
Austurey ehf. 46.162 2.177 4,7154
Jóa ehf. 46.184 2.173 4,7046
ÞorI ehf. 44.990 2.143 4,7633
Elísabet ehf. 44.890 2.129 4,7428
Fossnes ehf. 45.484 2.123 4,6679
Anný SU-71 ehf. 45.150 2.071 4,5861
Nesbrú ehf. 46.586 2.068 4,4385
Nýhús ehf. 43.415 2.068 4,7622
Márus ehf. 43.341 2.065 4,7636
Sindri RE 46 ehf. 43.147 2.053 4,7591
Sæfari BA-110 ehf. 42.390 2.018 4,7602
Kögunarás ehf. 41.920 1.989 4,7444
Leifur RE-220 ehf. 41.522 1.975 4,7565
Súlnastapi ehf. 41.758 1.970 4,7188
Áróra ehf. 42.504 1.918 4,5125
Valdimar Geirsson ehf. 40.174 1.906 4,7441
G. Magnússon ehf. 40.205 1.904 4,7344
Hvítingur ehf. 40.716 1.889 4,6395
Klúka ehf. 39.514 1.882 4,7636
Tjaldanes ehf. 47.914 1.879 3,9206
Kópnes ehf. 39.217 1.859 4,7398
Bjarnanúpur ehf. 39.210 1.858 4,7398
Krókur ehf. 38.869 1.851 4,7632
HH útgerð ehf. 43.096 1.843 4,2764
Eiður Ólafsson ehf. 38.374 1.828 4,7636
Bergkvist ehf. 38.460 1.827 4,7495
Skálaberg ehf. 38.241 1.812 4,7392
Kleifarútgerðin ehf. 37.995 1.801 4,7390
Eignarhaldsfélagið Ófæra ehf. 38.119 1.793 4,7026
Elías Ketilsson ehf. 37.521 1.787 4,7636
Lovísa ehf. 37.511 1.786 4,7609
Láki ehf. 56.424 1.784 3,1619
Silfurnes ehf. 37.851 1.783 4,7097
Lækjarnes ehf. 37.765 1.783 4,7204
Kastró ehf. 37.109 1.767 4,7603
Nesfell ehf. 37.229 1.766 4,7440
Felix-útgerð ehf. 37.075 1.764 4,7576
KE 121 ehf. 38.155 1.755 4,5992
Glaður NS-115 ehf. 36.845 1.753 4,7578
Sveinsstaðir ehf. 36.998 1.753 4,7378
Ebba ehf. 64.999 1.722 2,6491
Kiddó ehf. 36.383 1.706 4,6891
Bláber ehf. 36.151 1.700 4,7030
Ingibjörg ehf. 35.876 1.700 4,7375
Útgerðarfélagið Sæfari ehf. 35.742 1.693 4,7374
Ellatún ehf. 35.535 1.693 4,7636
Útgerðarfélag E.Ól ehf. 35.492 1.691 4,7636
Litlanes ehf. 35.057 1.669 4,7622
Geislaútgerðin ehf. 35.100 1.663 4,7370
Guðný SU-45 ehf. 34.827 1.650 4,7368
Hafrún ll IS-365 ehf. 34.423 1.630 4,7364
Pjakkur ehf. 34.137 1.617 4,7362
Útgerðarfélagið Ískrókur ehf. 33.622 1.592 4,7358
Nónvík ehf. 33.314 1.586 4,7612
Þórheiður ehf. 33.122 1.573 4,7493
Skýjaborgin ehf. 32.928 1.567 4,7575
Útgerðarfélagið Glaumur ehf. 33.020 1.560 4,7247
Glær ehf. 32.452 1.546 4,7636
Emilía Ak-57 útgerð ehf. 32.492 1.542 4,7461
Þrítindar ehf. 32.384 1.533 4,7347
Sjópoki ehf. 32.376 1.533 4,7347
ÁVM útgerð ehf. 32.080 1.524 4,7499
Edda NS-113 ehf. 31.984 1.517 4,7446
Geil ehf. 31.668 1.499 4,7335
Oddþór ehf. 31.380 1.495 4,7633
Kúgil ehf. 31.423 1.482 4,7171
Dögg SU-299 ehf. 31.061 1.470 4,7335
Staðarey ehf. 31.587 1.470 4,6544
Fuglberg ehf. 31.045 1.470 4,7335
Útgerðarfélagið Röðull ehf. 30.747 1.465 4,7636
K Sigurðsson ehf. 30.876 1.461 4,7333
Njáll SU-8 ehf. 30.358 1.437 4,7328
Grunnvíkingur ehf. 30.137 1.436 4,7636
Líf GK-67 ehf. 30.494 1.431 4,6913
Arabella ehf. 30.596 1.416 4,6266
Skallanes ehf. 29.652 1.412 4,7603
Gullfesti ehf. 29.503 1.405 4,7628
Sæunn ehf. 29.754 1.405 4,7210
Glitnir hf. 29.243 1.393 4,7636
Fles ehf. 29.478 1.387 4,7063
Brimsvala ehf. 29.542 1.382 4,6783
Árni ÞH 127 ehf. 28.654 1.362 4,7543
Bogga ehf. 28.647 1.355 4,7310
Víborg ehf. 28.345 1.342 4,7362
A.Haraldsson ehf. 27.938 1.331 4,7623
Gísli Geir ehf. 28.935 1.323 4,5714
Háaver ehf. 27.590 1.305 4,7297
Nípa NK-19 ehf. 27.105 1.286 4,7443
Kristbjörg 6795 ehf. 26.901 1.281 4,7635
Bóbó 1 ehf. 26.520 1.254 4,7283
Böggubátur ehf. 26.279 1.252 4,7636
Áratog ehf. 26.239 1.241 4,7280
Hróðgeir hvíti ehf. 26.066 1.239 4,7518
Mýrarholt ehf. 26.420 1.235 4,6756
Helga ÞH ehf. 25.908 1.234 4,7636
Mön ehf. 25.907 1.226 4,7306
Æður ehf. Víðidalstungu 25.649 1.222 4,7636
Lágey ehf. 25.495 1.213 4,7580
Hamarshólmi ehf. 25.744 1.208 4,6911
Útgerð Manna ehf. 25.125 1.196 4,7621
Taugar ehf. 25.065 1.193 4,7599
Hafdís GK 202 ehf. 25.398 1.190 4,6845
Sólrún ehf. 25.032 1.189 4,7505
Skak ehf. 25.614 1.177 4,5938
Nakkur ehf. 25.328 1.173 4,6316
Mæja ehf. 24.206 1.153 4,7615
Hlíðarfoss ehf. 24.154 1.145 4,7410
Þorfinnur EA-120 ehf. 23.961 1.139 4,7519
Friðborg ehf. 24.059 1.137 4,7247
Útgerðarfélagið Grund ehf. 23.885 1.128 4,7244
Staðarbrún ehf. 303.613 1.123 0,3700
Langanes hf. 1.173.106 1.117 0,0952
Bjargfugl ehf. 23.329 1.103 4,7275
Austurtangi ehf. 23.149 1.103 4,7636
Vargsnes ehf. 23.011 1.087 4,7230
Hraunhöfn-Lavaport ehf. 23.381 1.085 4,6408
Manni ehf. 22.819 1.081 4,7358
Braddi ehf. 25.513 1.067 4,1836
Rósborg ehf. 22.317 1.054 4,7217
Gýmir HU-24 ehf. 22.284 1.052 4,7216
Hundasker ehf. 24.708 1.052 4,2583
Vinur GK 96 ehf. 22.750 1.051 4,6188
Runólfur Hallfreðsson ehf. 2.760.257 1.050 0,0380
Útgerðarfélagið Djúpavík ehf. 22.037 1.048 4,7562
Sæbjörn ST-68 ehf. 21.986 1.045 4,7544
Hildur ST 33 ehf. 21.688 1.024 4,7205
Dorg ehf. 22.641 1.016 4,4858
Freymundur ehf. 21.225 1.011 4,7636
Sæli ehf. 20.949 989 4,7190
Skíði EA-666 ehf. 20.728 987 4,7624
Útgerðarfélagið Þytur ehf. 20.641 983 4,7636
Drangavík ehf. 20.431 973 4,7636
Miðvík ehf. 20.546 969 4,7181
Ósdalur ehf. 20.346 968 4,7592
Guðjón M. Kjartansson ehf. 19.913 949 4,7636
Grillir ehf. 20.199 944 4,6710
Vélsmiðja Ísafjarðar ehf. 19.634 935 4,7636
Finnastaðir ehf. 19.488 927 4,7570
Björn Jónsson ehf. 19.077 909 4,7635
Hafliði NK-24 ehf. 19.011 903 4,7506
Blámann ehf. 19.929 901 4,5194
Merki ehf. 18.960 894 4,7143
Stykki ehf. 18.703 891 4,7636
SV 1 ehf. 18.214 867 4,7576
Laufey ehf. 18.245 866 4,7444
Brimsker ehf. 18.150 855 4,7121
Helgi Sigurmonsson ehf. 17.771 843 4,7419
Lára KE 161 ehf. 18.866 841 4,4558
Ís 47 ehf. 18.096 840 4,6440
Útgerðarfélagið Straumur ehf. 17.615 836 4,7467
Hafbyggi ehf. útgerðarfélag 17.585 828 4,7104
Barmur ehf. 17.028 810 4,7582
Sævar SH 243 ehf. 16.972 808 4,7636
G. Kristjánsson ehf. 17.348 807 4,6527
Nausthóll ehf. 16.535 778 4,7070
Haukur Sigurbjörnsson ehf. 16.212 765 4,7175
Ólöf Eva ehf. 16.181 735 4,5420
Aldan NK-28 18.795 733 3,8988
Vatnsnes ehf. 15.412 725 4,7012
Steini Stormur ehf. 16.023 720 4,4961
Lukkukolla ehf. 15.345 713 4,6495
Dofri SU-500 ehf. 15.302 707 4,6191
Bóndabúð ehf. 14.837 707 4,7636
Kristján og Magnús ehf. 14.738 702 4,7636
Róður ehf. 14.434 688 4,7636
Sæból ehf. 17.419 681 3,9123
Smári sf. 13.953 665 4,7636
Steini Randvers ehf. 13.867 661 4,7636
Hafþór ehf. 13.723 654 4,7636
Kuldaklettur ehf. 18.731 653 3,4847
Marteinn Haraldsson ehf. 13.628 649 4,7636
Lára Ósk ehf. 13.523 638 4,7160
Auðrún ehf. 13.962 638 4,5671
Íslenskar matvörur V.J.S. ehf. 13.385 637 4,7621
BE ehf. 13.901 636 4,5783
Víkurhraun ehf. 12.958 613 4,7335
Skjóni ehf. 12.474 594 4,7636
Sigurður Pálsson ehf. 12.194 573 4,6983
Dugguklettur ehf. 11.978 570 4,7568
Vilborg ÞH 11 ehf. 11.953 569 4,7636
Snarkó ehf. 11.881 563 4,7354
Inguhlein ehf. 11.952 560 4,6853
Geir Valdimarsson ehf. 11.146 531 4,7636
Fjalla Eyvindur ehf. 11.046 526 4,7636
Smári ehf. 10.578 504 4,7617
Tjaldur ehf. 10.336 492 4,7636
Ásdís ehf. 10.062 479 4,7636
Árni og Sverrir ehf. 9.416 449 4,7636
Útgerðarfélagið Brokey ehf. 9.416 449 4,7636
Perlufiskur ehf. 9.553 446 4,6656
Kristján Helgason ehf. 9.306 440 4,7260
Víkurfiskur sf. 9.032 430 4,7636
Gunnar RE 108 ehf. 8.968 426 4,7461
SF - 47 ehf. 9.129 426 4,6611
Starnes ehf. 8.982 418 4,6594
Guðmundur Kristinsson ehf. 8.887 414 4,6538
Maron ehf. 10.796 405 3,7529
Norðurfar ehf. 8.289 392 4,7315
Rakel ehf. 7.535 340 4,5085
GH útgerð ehf. 7.063 336 4,7636
Kálfatindur ehf. 7.124 336 4,7220
Gísli Geirsson ehf. 6.904 329 4,7636
Útgerð Darra ehf. 6.754 322 4,7636
Logi ÍS-79 ehf. 6.688 318 4,7606
BBH útgerð ehf. 6.485 297 4,5797
Múli útgerð ehf. 5.838 278 4,7636
GRG útgerð ehf. 5.720 272 4,7636
Þóroddur ehf. 5.720 272 4,7636
Baskan ehf. Fiskverkun 5.719 272 4,7636
Dynjandi ehf. útgerð 5.719 272 4,7636
Haukur Jónsson ehf. 5.719 272 4,7636
Sigurður Daníel ehf. 5.719 272 4,7636
Uggi útgerðarfélag ehf. 5.719 272 4,7636
Þristur BA-5 ehf. 5.245 250 4,7636
Vestralind ehf. 5.136 245 4,7636
Fríða amma ehf. 5.032 234 4,6580
Hnífill ehf. 4.840 231 4,7636
Sætröll ehf. 4.773 227 4,7636
Hrafnakambur ehf. 3.903 186 4,7636
Selnibba ehf. 3.884 185 4,7636
Sæborg EA-280 ehf. 3.531 168 4,7466
Hamravik ehf. 3.465 164 4,7358
Sæskúmur ehf. 4.043 155 3,8426
Fiðringur sf. 2.441 116 4,7636
Haförn SU 42 ehf. 2.297 109 4,7636
Hreggi ehf. 2.267 108 4,7636
Mardöll ehf. 3.372 99 2,9297
Völ ehf. 2.072 99 4,7636
Rákir ehf. 2.059 98 4,7354
Útgerðarfélagið Víkingur ehf. 2.003 95 4,7636
Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands 1.693 81 4,7636
Sigurjón Friðriksson ehf. 1.690 80 4,7636
Svalbarði ehf. 976 46 4,7636
Útgerðarfélagið Frigg ehf. 829 39 4,7636
Völvusteinn hf. 803 38 4,7636
Konni-Matt ehf. 1.759 35 1,9773
Agat ehf. 656 31 4,7636
Sjóskip ehf. 508 24 4,7636
Ísstoð ehf. bt/ Berglind Svavarsdóttir 417 20 4,7636
Útgerðarfélagið Einbúi ehf. 337 16 4,7636
SV ehf. 326 16 4,7636
Brimfell ehf. 216 10 4,7636
Krókfiskur ehf. 95 5 4,7636
Ævar og Franklín slf. 6 0 4,7636
Útgerðarfélag Ólafsvíkur ehf. 25 0 0,4090
Hafrafell ehf. 152 0 0,0446
Lífsbjörg ehf. 96 0 0,0704
Vesturholt ehf. 4 0 1,7082
K. Steingrímsson ehf. 1 0 4,7636
Magnús Sigurgeirsson ehf. 0 0 0,0000
Birta útgerð ehf. 0 0 0,0000
Hóllinn ehf. 0 0 0,0000
Kópuvík ehf. 0 0 0,0000
Síli ehf. 0 0 0,0000
Stefnir ST 47 ehf. 19 0 0,0000
Huginn ehf. 4.491.230 0,0000
Garðar Guðmundsson hf. 1.330.139 0,0000
Gulltog ehf. 689.992 0,0000
Þingey ehf. 582.010 0,0000
Stegla ehf. 194.331 0,0000
Humarvinnslan hf. 105.994 0,0000
Ísþorskur ehf. 5.724 0,0000
Marberg ehf. 1.147 0,0000
Margull ehf. 928 0,0000
Bensi EA-125 ehf. 751 0,0000
Hábjörg ehf. 602 0,0000
Sæfjöður ehf. 493 0,0000
Samtals 480.314.043 12.270.714 2,5547
Neðanmálsgrein: 1
    * Sbr. slóðina: stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=c837345d-180a-4035-8a81-b8f1c90067a4.