Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 999 — 244. mál.
um lögskráningu sjómanna.
Markmið laga þessara er að tryggja að skipverjar hafi gild skírteini til þess að starfa um borð í skipi, að skip hafi gilt haffærisskírteini og að lögboðin áhafnartrygging sé í gildi. Þá er það einnig markmið laga þessara að tryggja sönnun fyrir því hverjir séu um borð í skipi hverju sinni og að siglingatími skipverja sé skráður.
1. Lögskráningarkerfi er rafrænn gagnagrunnur sem vistar upplýsingar um lögskráningar. Siglingastofnun Íslands rekur gagnagrunninn og veitir aðgang að honum til lögskráningar.
2. Lögskráning er lögformleg skráning skipverja um borð í skipum í gegnum lögskráningarkerfið að uppfylltum skilyrðum 5. gr.
3. Skipverji er sá sem er ráðinn til starfa á skipi samkvæmt ákvæðum sjómannalaga.
4. Skírteini er skjal sem er í gildi og er staðfesting á atvinnuréttindum samkvæmt ákvæðum laga þessara.
5. Útgerðarmaður er sá sem mannar skip, ræður ferðum þess, ber kostnaðinn af þeim og nýtur arðsins af þeim.
Óheimilt er að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Þetta gildir þó ekki í neyðartilvikum.
Þegar veru skipverja um borð lýkur skal skipstjóri sjá til þess að viðkomandi sé lögskráður úr skiprúmi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að senda öll áskilin gögn og upplýsingar til þess sem annast lögskráninguna, sbr. f-lið 1. mgr. 7. gr.
Einungis er heimilt að lögskrá í skiprúm ef eftirtalin gögn eða upplýsingar liggja fyrir:
1. Skírteini skipverja eða undanþágur, þ.m.t. skipstjóra.
2. Mælibréf skips og haffærisskírteini.
3. Staðfesting á að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt.
4. Yfirlýsing frá viðkomandi tryggingafélagi um líf- og slysatryggingu skipverja og skal skráningaraðili ganga úr skugga um að tryggingarnar séu í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga. Nú vanrækir útgerðarmaður að hafa líf- og slysatryggingu í gildi og er hann þá ábyrgur fyrir viðkomandi bótagreiðslum. Reynist útgerðarmaður eigi fær um greiðslu slíkra bóta ber ríkissjóður fulla ábyrgð á greiðslu þeirra.
Gjöld skulu ákvörðuð í gjaldskrá sem staðfest er af ráðherra og við ákvörðun gjalda skal leggja til grundvallar kostnað vegna launa starfsmanna og rekstrarkostnað vegna viðhalds og vistunar lögskráningarkerfisins.
a. nánari framkvæmd lögskráningar og skilyrði hennar,
b. hvernig standa skuli að rafrænu lögskráningunni í gegnum lögskráningarkerfið og notkun rafrænna skilríkja í þeim efnum,
c. öryggisfræðslu sjómanna og hvernig að henni skuli staðið,
d. hversu langt þurfi að líða á milli grunnöryggisfræðslunámskeiðs og endurmenntunarnámskeiðs,
e. frest til þess að ljúka öryggisfræðslunámskeiði sjómanna,
f. hvaða embætti eða stofnun skuli annast framkvæmd lögskráningar í samræmi við 2. mgr. 5. gr.,
g. hvernig standa skuli að aðgangi að gögnum og upplýsingum úr lögskráningarkerfinu til stéttarsamtaka, eða aðila í þeirra umboði,
h. eftirlit með framkvæmd lögskráningar.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að veita undanþágu frá ákvæðum laga þessara um lögskráningarskyldu áhafna tiltekinna skipa, svo sem hafnsögubáta, dráttarbáta, björgunarskipa, frístundafiskiskipa og farþegaskipa til skoðunarferða.
Veita skal þó skipstjóra stuttan tíma til leiðréttingar á röngum færslum eða skráningu í lögskráningarkerfið áður en kæra verður gefin út.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 999 — 244. mál.
Frumvarp til laga
um lögskráningu sjómanna.
(Eftir 2. umr., 15. apríl.)
1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja að skipverjar hafi gild skírteini til þess að starfa um borð í skipi, að skip hafi gilt haffærisskírteini og að lögboðin áhafnartrygging sé í gildi. Þá er það einnig markmið laga þessara að tryggja sönnun fyrir því hverjir séu um borð í skipi hverju sinni og að siglingatími skipverja sé skráður.
2. gr.
Gildissvið.
3. gr.
Orðskýringar.
1. Lögskráningarkerfi er rafrænn gagnagrunnur sem vistar upplýsingar um lögskráningar. Siglingastofnun Íslands rekur gagnagrunninn og veitir aðgang að honum til lögskráningar.
2. Lögskráning er lögformleg skráning skipverja um borð í skipum í gegnum lögskráningarkerfið að uppfylltum skilyrðum 5. gr.
3. Skipverji er sá sem er ráðinn til starfa á skipi samkvæmt ákvæðum sjómannalaga.
4. Skírteini er skjal sem er í gildi og er staðfesting á atvinnuréttindum samkvæmt ákvæðum laga þessara.
5. Útgerðarmaður er sá sem mannar skip, ræður ferðum þess, ber kostnaðinn af þeim og nýtur arðsins af þeim.
4. gr.
Lögskráningarskylda.
Óheimilt er að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Þetta gildir þó ekki í neyðartilvikum.
Þegar veru skipverja um borð lýkur skal skipstjóri sjá til þess að viðkomandi sé lögskráður úr skiprúmi.
5. gr.
Framkvæmd lögskráningar.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að senda öll áskilin gögn og upplýsingar til þess sem annast lögskráninguna, sbr. f-lið 1. mgr. 7. gr.
Einungis er heimilt að lögskrá í skiprúm ef eftirtalin gögn eða upplýsingar liggja fyrir:
1. Skírteini skipverja eða undanþágur, þ.m.t. skipstjóra.
2. Mælibréf skips og haffærisskírteini.
3. Staðfesting á að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt.
4. Yfirlýsing frá viðkomandi tryggingafélagi um líf- og slysatryggingu skipverja og skal skráningaraðili ganga úr skugga um að tryggingarnar séu í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga. Nú vanrækir útgerðarmaður að hafa líf- og slysatryggingu í gildi og er hann þá ábyrgur fyrir viðkomandi bótagreiðslum. Reynist útgerðarmaður eigi fær um greiðslu slíkra bóta ber ríkissjóður fulla ábyrgð á greiðslu þeirra.
6. gr.
Gjöld.
Gjöld skulu ákvörðuð í gjaldskrá sem staðfest er af ráðherra og við ákvörðun gjalda skal leggja til grundvallar kostnað vegna launa starfsmanna og rekstrarkostnað vegna viðhalds og vistunar lögskráningarkerfisins.
7. gr.
Reglugerðarheimild.
a. nánari framkvæmd lögskráningar og skilyrði hennar,
b. hvernig standa skuli að rafrænu lögskráningunni í gegnum lögskráningarkerfið og notkun rafrænna skilríkja í þeim efnum,
c. öryggisfræðslu sjómanna og hvernig að henni skuli staðið,
d. hversu langt þurfi að líða á milli grunnöryggisfræðslunámskeiðs og endurmenntunarnámskeiðs,
e. frest til þess að ljúka öryggisfræðslunámskeiði sjómanna,
f. hvaða embætti eða stofnun skuli annast framkvæmd lögskráningar í samræmi við 2. mgr. 5. gr.,
g. hvernig standa skuli að aðgangi að gögnum og upplýsingum úr lögskráningarkerfinu til stéttarsamtaka, eða aðila í þeirra umboði,
h. eftirlit með framkvæmd lögskráningar.
Ráðherra er heimilt í reglugerð að veita undanþágu frá ákvæðum laga þessara um lögskráningarskyldu áhafna tiltekinna skipa, svo sem hafnsögubáta, dráttarbáta, björgunarskipa, frístundafiskiskipa og farþegaskipa til skoðunarferða.
8. gr.
Eftirlit.
Veita skal þó skipstjóra stuttan tíma til leiðréttingar á röngum færslum eða skráningu í lögskráningarkerfið áður en kæra verður gefin út.
9. gr.
Refsiákvæði.
10. gr.
Gildistaka.
11. gr.
Breyting á öðrum lögum.