Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1020, 138. löggjafarþing 452. mál: sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum).
Lög nr. 37 5. maí 2010.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 58. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ráðherra skal í reglugerð, sem sett er að höfðu samráði við Hagstofu Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga, mæla fyrir um ársfjórðungsleg skil sveitarfélaga á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum til afnota fyrir ráðuneytið, eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðra opinbera aðila og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í reglugerð skal nánar mælt fyrir um framsetningu og form slíkra upplýsinga, sem og um rafræn skil þeirra eftir því sem við á.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 74. gr. laganna:
  1. Í stað tilvísunarinnar „skv. 4. mgr.“ í 2. mgr. kemur: skv. 5. mgr.
  2. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Eftirlitsnefnd skal hafa sama rétt til aðgangs að upplýsingum og þeir aðilar sem kveðið er á um í 70. gr. þessara laga.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 2010.