Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 370. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1025  —  370. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum (strandveiðar).

Frá meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.    Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar eftir að því hafði verið vísað til 3. umræðu. Hefur nefndin fengið á sinn fund Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
    Á fundi nefndarinnar var fjallað um þau skilyrði sem sett eru fyrir strandveiði, skiptingu landsins í landssvæði og heimild fiskiskipa til að hefja strandveiðar. Meiri hlutinn leggur til breytingu á frumvarpinu er varðar skilyrði sem strandveiðin er háð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ekki sé heimilt að stunda veiðar á föstudögum og laugardögum, sbr. 1. tölul 5. mgr. 1. gr. Það er álit meiri hlutans að fengnum ábendingum hagsmunaaðila og eftir umræðu innan nefndarinnar að einnig skuli banna veiðar á sunnudögum. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „föstudaga og laugardaga“ í 1. tölul. 5. mgr. komi: föstudaga, laugardaga og sunnudaga.
     2.      Við 2. gr. Á eftir orðinu „töluliður“ komi: er verður 1. tölul.
    
    Björn Valur Gíslason skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 28. apríl 2010.Atli Gíslason,


form., frsm.


Ólína Þorvarðardóttir.


Björn Valur Gíslason,


með fyrirvara.Margrét Pétursdóttir.


Sigmundur Ernir Rúnarsson.


Róbert Marshall.