Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 58. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1039  —  58. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til landflutningalaga.

Frá samgöngunefnd.    Frumvarpinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu og hefur nefndin fjallað um málið að nýju.
    Nefndin leggur til að lokinni nánari umfjöllun að frestur skv. 1. mgr. 27. gr. verði fimm dagar í stað þriggja og í annan stað að 3. og 4. mgr. greinarinnar falli brott. Færð hafa verið fram þau rök fyrir síðarnefndu tillögunni að óeðlilegt sé að móttakandi geti samtímis hafnað greiðsluskyldu og móttekið vöru.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:     1.      Við 27. gr.
              a.      Í stað orðsins „þremur“ í 1. mgr. komi: fimm.
              b.      3. og 4. mgr. falli brott.
     2.      Við 33. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Árni Johnsen, Guðmundur Steingrímsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 30. apríl 2010.Björn Valur Gíslason,


form., frsm.


Róbert Marshall.


Ásbjörn Óttarsson.Anna Margrét Guðjónsdóttir.


Ólína Þorvarðardóttir.