Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 229. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 1054  —  229. mál.
Texti leiðréttur.




Breytingartillögur



við frv. til l. um vátryggingastarfsemi.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (LMós, MSch, AMG, ALE, JRG).



     1.      Við 5. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Aðeins er heimilt að endurtryggja frumtryggingaráhættu, sbr. 1. mgr., hjá endurtryggingafélagi í þriðja ríki að fyrir liggi samstarfssamningur við eftirlitsstjórnvald í heimaríki viðkomandi endurtryggingafélags um gagnkvæmt eftirlit með starfsemi endurtryggingafélaga sem Fjármálaeftirlitið viðurkennir.
     2.      Við 7. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Nafn vátryggingafélags skal koma skýrt fram í öllum tilkynningum þess, þar á meðal auglýsingum.
     3.      Við 13. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Hliðarstarfsemi.
     4.      Við 17. gr. 1. tölul. falli brott.
     5.      Við 26. gr. Orðin ,,áður en umsögn er veitt“ í 5. mgr. falli brott.
     6.      Við 32. gr. Orðin ,,öllum“ í inngangsmálslið 4. mgr. falli brott.
     7.      Við 34. gr. Í stað ,,EES“ í 4. mgr. komi: Evrópska efnahagssvæðisins.
     8.      Við 41. gr. Í stað orðanna ,,sæti opinberri rannsókn“ í 10. tölul. 2. mgr. komi: sæti rannsókn sakamáls.
     9.      Við 43. gr. Í stað orðanna ,,sæti opinberri rannsókn“ í 9. tölul. komi: sæti rannsókn sakamáls.
     10.      Við 54. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                     Stjórnarmenn skulu vera búsettir í aðildarríki eða ríki sem er aðili að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Framkvæmdastjóri skal vera búsettur í aðildarríki. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá búsetuskilyrðum. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða og hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa á síðustu tíu árum hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. og ákvæðum laga um greiðslu opinberra gjalda, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
                  b.      5. og 6. mgr. orðist svo:
                     Stjórnarmenn í vátryggingafélagi eða öðrum eftirlitsskyldum aðila mega ekki eiga sæti í stjórn annars vátryggingafélags eða félags í nánum tengslum við það né vera starfsmenn, lögmenn, endurskoðendur eða tryggingastærðfræðingar annars vátryggingafélags eða tengdra félaga. Starfsmönnum vátryggingafélags er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi vátryggingafélags.
                     Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. getur stjórnarmaður eða starfsmaður vátryggingafélags eða fjármálafyrirtækis tekið sæti í stjórn annars vátryggingafélags, fjármálafyrirtækis eða fjármálasamsteypu ef um er að ræða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu vátryggingafélagsins eða félag sem er að hluta eða öllu leyti í eigu félags með yfirráð í vátryggingafélaginu. Sama gildir um lögmann móðurfélags. Stjórnarseta samkvæmt þessari málsgrein skal háð því að hún skapi ekki, að mati Fjármálaeftirlitsins, hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaði. Í þessu sambandi skal m.a. horft til eignarhalds aðila og tengsla félagsins sem um ræðir við aðra aðila á fjármálamarkaði svo og hvort tengslin geti skaðað heilbrigðan og traustan rekstur vátryggingafélagsins.
     11.      Á eftir 54. gr. komi ný grein, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:

    Kaupaukakerfi. Starfslokasamningur.

                  Að teknu tilliti til heildarafkomu vátryggingafélags yfir lengri tíma, undirliggjandi áhættu og fjármagnskostnaðar er vátryggingafélagi heimilt að veita kauprétt eða kaupaukagreiðslur í samræmi við reglur sem Fjármálaeftirlitið setur. Áunnin réttindi starfsmanna samkvæmt kaupaukakerfi skulu færð til gjalda á hverju ári, eftir því sem reikningsskilareglur heimila, og sérstaklega gerð grein fyrir þeim í skýringum með ársreikningi.
                   Vátryggingafélagi er óheimilt að gera starfslokasamning við framkvæmdastjóra eða annan lykilstarfsmann nema hagnaður hafi verið af rekstri félagsins samfellt síðustu þrjú ár starfstíma hans. Með starfslokasamningi í grein þessari er átt við hvers konar samninga sem gerðir eru á milli framkvæmdastjóra eða lykilstarfsmanns annars vegar og vátryggingafélags hins vegar og kunna að færa þeim sem lætur af störfum hlunnindi eða réttindi umfram hefðbundnar launagreiðslur í uppsagnarfresti.
             Hafi hagnaður verið af rekstri félagsins samfellt síðustu þrjú ár er heimilt að gera starfslokasamninga við þá sem tilgreindir eru í 1. mgr. Slíkir samningar skulu vera í formi beinna launagreiðslna og ekki vara lengur en í 12 mánuði eftir starfslok. Um starfslokasamning sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara en ekki komið til framkvæmda gilda ákvæði greinar þessarar.
                  Sérstaklega skal gera grein fyrir starfslokasamningum í skýringum með ársreikningi. Heimilt er í reglugerð að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd starfslokasamninga.
     12.      Við 55. gr.
              a.      Á eftir orðinu „sjóðstreymi“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: skýringar.
              b.      Lokamálsliður 1. mgr. orðist svo: Ársreikningur skal gefa glögga mynd af fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu vátryggingafélags og skal saminn í samræmi við settar alþjóðlegar reikningsskilareglur, sbr. VIII. kafla laga um ársreikninga.
              c.      Orðin „og settar reikningsskilareglur“ í 1. málsl. 4. mgr. falli brott.
              d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Ársreikningar.
     13.      Við 56. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „endurskoðendur“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: eða endurskoðunarfélag.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoðandi eða endurskoðunarfélag skv. 2. málsl. skal ekki gegna öðrum störfum fyrir vátryggingafélagið.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                     Endurskoðanda eða endurskoðunarfélag skal kjósa til fimm ára á aðalfundi. Óheimilt er að kjósa sama endurskoðanda eða endurskoðunarfélag fyrr en að fimm árum liðnum frá því að starfstíma skv. 1. málsl. lauk. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. getur vátryggingafélag vikið endurskoðanda eða endurskoðunarfélagi frá áður en fimm ára kjörtímabili lýkur að fengnu áliti endurskoðendaráðs.
     14.      Við 59. gr. Á eftir orðunum ,,skal það“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: innan þriggja mánaða frá lokum reikningsárs.
     15.      Við 62. gr.
                  a.      Í stað orðanna ,,í gögnum til Fjármálaeftirlitsins með ársreikningi“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: í gögnum sem fylgja ársreikningi til Fjármálaeftirlitsins.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                     Hafi vátryggingafélag heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald sitt og semja ársreikning sinn í erlendum gjaldmiðli skal það senda Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um fjárhagsleg atriði, sbr. 59. gr., umreiknaðar í íslenskar krónur.
     16.      Við 65. gr. Greinin falli brott.
     17.      Við 66. gr. Í stað orðanna ,,liði 2. mgr. að 5. tölul. undanskildum“ í 5. mgr. komi: 1.–4. tölul. og 6. tölul. 2. mgr.
     18.      Við 80. gr. Á eftir orðinu ,,greinaflokka“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: vátrygginga.
     19.      Við 93. gr.
                  a.      Á undan orðinu ,,upplýsingar“ í fyrri málslið 7. mgr. komi orðin: veita opinberlega.
                  b.      Í stað orðanna ,,Stjórnartíðindum ESB“ í síðari málslið 7. mgr. komi: Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
     20.      Við 97. gr.
                  a.      Í stað orðanna ,,að ekki sé farið að fyrirmælum“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: fyrirmæli.
                  b.      Orðið ,,ekki“ í 13. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Orðin ,,neita að“ í 18. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað ,,57. gr.“ í 28. tölul. 1. mgr. komi: 58. gr.
                  e.      Í stað ,,58. gr.“ í 29. tölul. 1. mgr. komi: 59. gr.
                  f.      Í stað ,,1. mgr. 59. gr.“ í 30. tölul. 1. mgr. komi: 1. mgr. 60. gr.
                  g.      Í stað ,,60. gr.” í 31. tölul. 1. mgr. komi: 61. gr.
                  h.      Í stað ,,4. mgr. 62. gr.“ í 32. tölul. 1. mgr. komi: 4. mgr. 63. gr.
                  i.      Í stað ,,1.–3. mgr. 64. gr.“ í 33. tölul. 1. mgr. komi: 1.–3. mgr. 65. gr.
     21.      Við 98. gr. Fyrirsögn greinarinnar verði: Sátt.
     22.      Við 101. gr.
              a.      Í stað orðanna ,,að neita að“ í 10. tölul. 1. mgr. komi: skyldu til að.
              b.      Í stað „1.–3. mgr. 55. gr.“ í 13. tölul. 1. mgr. komi: 1.–3. mgr. 56. gr.
              c.      Í stað ,,2. mgr. 56. gr.“ í 14. tölul. 1. mgr. komi: 2. mgr. 57. gr.
              d.      Í stað ,,57. gr.“ í 15. tölul. 1. mgr. komi: 58. gr.
              e.      Í stað ,,,60. gr.“ í 16. tölul. 1. mgr. komi: 61. gr.
     23.      Við 103. gr. Í stað orðanna ,,opinberri rannsókn“ í 1. mgr. komi: rannsókn sakamáls.
     24.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað orðanna ,,þessa grein“ í 1. mgr. komi: 35. gr.
                  b.      Í stað ,,31. desember 2009“ í 3. mgr. komi: 31. desember 2010.
                  c.      Í stað ,,30. júní 2010“ í 4. mgr. komi: 31. desember 2010.
     25.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir 56. gr. laga þessara er endurskoðanda eða endurskoðunarfélagi sem veitt hefur vátryggingafélagi þjónustu sína í þrjú ár eða skemur fyrir gildistöku laga þessara heimilt að veita því félagi þjónustu í fimm ár frá gildistöku. Hafi þjónusta verið veitt lengur en þrjú ár fyrir gildistöku laga þessara er endurskoðanda eða endurskoðunarfélagi heimilt að veita vátryggingafélagi þjónustu í þrjú ár eftir gildistöku laga þessara.