Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1055  —  501. mál.




Svar



efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar um unnin ársverk.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mörg ársverk voru unnin í landinu árin 2008, 2009 og það sem af er ársins 2010? Óskað er eftir sundurliðun eftir mánuðum og atvinnugreinum í samræmi við atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar.

    Hagstofa Íslands mælir ársverk út frá fjölda starfandi og birtir tölur ársfjórðungslega en ekki mánaðarlega. Starfandi teljast þeir sem unnu eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni eða voru fjarverandi frá starfi sem þeir gegna að öllu jöfnu. Fólk í fæðingarorlofi telst vera fjarverandi frá vinnu hafi það farið í leyfi úr launuðu starfi jafnvel þótt það hafi ekki hug á að hverfa aftur til sama starfs. Upplýsingar um sundurliðun eftir ársfjórðungi og atvinnugreinum koma fram í töflunni:

2008 2009 2010
Atvinnugreinar 16–74 ára 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1.
Landbúnaður og fiskveiðar 8.100 9.300 9.500 7.500 7.000 9.100 9.200 9.400 8.900
Landbúnaður 3.800 4.600 5.300 4.000 3.200 4.700 4.400 4.900 4.100
Fiskveiðar 4.400 4.700 4.200 3.500 3.900 4.500 4.700 4.500 4.700
Framleiðslustarfsemi 36.900 41.900 42.500 37.100 32.300 33.800 34.600 31.900 28.900
Fiskiðnaður 2.900 3.300 2.800 3.000 4.000 3.800 2.800 3.300 3.300
Annar iðnaður 16.100 18.100 17.700 16.600 15.200 16.200 18.100 16.200 14.100
Veitustarfsemi 1.500 1.600 2.000 1.900 1.700 1.700 1.400 1.500 1.100
Mannvirkjagerð 16.500 18.800 20.000 15.600 11.400 12.100 12.400 11.000 10.500
Þjónustustarfsemi 128.900 130.300 131.800 130.400 126.100 124.500 127.800 125.200 126.100
Verslun og viðgerðir 23.900 23.600 21.700 23.500 23.200 20.500 20.700 20.200 20.300
Hótel og veitingahús 6.000 6.500 6.900 6.000 6.700 8.000 8.000 7.900 8.000
Samgöngur og fjarskipti 11.000 11.400 11.900 11.700 12.000 10.900 12.800 12.200 11.100
Fjármálaþjónusta 9.500 9.700 9.000 7.900 8.000 8.300 7.800 7.600 7.600
Fasteignaviðskipti
og ýmis þjónusta
17.200 16.200 17.500 16.200 16.000 16.900 16.100 16.800 15.800
Opinber stjórnsýsla 9.100 9.400 9.500 10.300 9.700 9.600 8.400 8.900 9.400
Fræðslustarfsemi 20.900 21.100 21.500 22.300 21.300 20.700 19.600 19.500 22.500
Heilbrigðisþjónusta 26.700 27.800 28.400 28.300 25.200 25.200 29.400 27.700 26.900
Önnur þjónusta/
menningarstarfsemi
4.700 4.700 5.400 4.300 4.000 4.500 5.000 4.500 4.500
Alls starfandi 173.900 181.500 183.800 175.000 165.400 167.400 171.600 166.500 163.900
*Samtala undirliða þarf ekki að koma heim við heildartölur vegna námundunar.
Heimild: Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.